Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 03.12.2009, Blaðsíða 60
44 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR fyrsta orðabókin Ensk-íslensk og íslensk-ensk orðabók prýdd fjölda skemmtilegra mynda Hentar byrjendum í ensku- námi heima og í skólanum 2. PRENTUN KOMIN loksins fáanleg á ný Tónlist ★★★ Segðu ekki frá (með lífsmarki) Megas & Senuþjófarnir Í seinni tíð koma íslenskar tónleikaplötur í flestum tilfellum út undir misgáfulegu yfirskini á borð við samstarf við Sinfóníuhljómsveit, órafmagn- aðar útgáfur af helstu smellum viðkomandi, afmælistónleika, sérhannaða dúetta og þar fram eftir götunum. Skýr og ærleg heimild um tónleikaröð, eins og þá sem finna má á Segðu ekki frá (með lífsmarki) er því nokkuð hressandi tilbreyt- ing í sjálfu sér. Um er að ræða upptökur frá tónleikum Megasar & Senuþjófanna vítt og breitt um landið árið 2007, og fá margar af helstu perlum meistarans (og þar af leiðandi íslenskrar tónlistarsögu) að hljóma í bland við nýrri og lítt þekktari lög. Í gegnum tíðina hefur Megas verið einkar laginn við að velja sér meðreiðarsveina við hæfi, enda hafa helstu hæfileikamenn landsins löngum verið boðnir og búnir til samstarfsins. Reggíboltarnir í Hjálmum og gítarsnilling- urinn Guðmundur Pétursson falla átakalaust í þennan flokk, mynda feikilega vel spilandi band sem býr yfir gagnkvæmum skilningi við söngvaskáldið. Senuþjófarnir mættu þó að ósekju gera fleiri tilraunir til að standa undir nafni, dýnamíkurinnar vegna. Liður í því hefði getað verið að velja á plötuna fleiri lög sem standa hefðbundinni hljóðfæraskipun á tónleikum (trommu, bassa, gítar og orgeli) örlítið fjær miðað við upphaflegar útsetningar, til að mynda af Höfuðlausnum, Hættulegri hljómsveit og glæpa- kvendinu Stellu, og píanóplötunni Svanasöng á leiði. Að því sögðu er hæpið að kvarta yfir smíðunum sem völdust á plötuna. Allar eru þær jú í landsliðsklassa. Söngur Megasar er almennt góður á plötunni og má nefna leikrænu tilburðina í Önundi Póla, Ábendingu (þar sem röddin virðist keyra í gegnum ógurlegt hæsi á laglegan hátt) og illgirnislegan blæ Álafossúlpunnar (með norðlenskum hreim) sem dæmi. Þá er hlustendum mikill akkur í tíðum uppfærslum textanna. Dagur hefur tekið við af Bigga sem borgarstjóri í Heimspekilegum vangaveltum, Ljótu kallarnir sem liggja mömmu í Jólanáttburði eru end- urskilgreindir sem lögfræðingar, litli drengurinn í Reykja- víkurnóttum er ekki lengur tuskulegur heldur tussulegur, og svo mætti lengi telja. Segðu ekki frá (með lífsmarki) flæðir prýðilega, hljómar vel og vantar lítið sem ekkert á kraftinn, en að sama skapi eru útsetningarnar misspennandi. Margar sigla lygnan sjó. Sumt virkar fullkomlega, eins og kántrýskotið Vertu mér samferða inní draumalandið amma og Saga úr sveitinni, téð Álafossúlpa og Tvær stjörnur. Annars staðar gengur grunnnálgunin illa upp og hamagangurinn fer langt með að bera fegurðina ofurliði. Til dæmis er Orfeus og Evridís ekki svipur hjá sjón. Þá skortir Kvöld í Atlavík tilfinnanlega þann stigvaxandi hrynjanda sem á svo vel við frásögnina og gerir orginalinn nánast fullkominn. Slíkar umkvartanir eru þó algengar og eðlilegar þegar um tónleikaupptökur er að ræða. Hér er á ferð fínasta plata sem kemur stemningunni vel til skila og þjónar sínu hlutverki. Kjartan Guðmundsson Niðurstaða: Góðar tónleikaupptökur af meistaralegu lagasafni. Heiðarleg heimild um hetju TÓNLIST Megas & senuþjófarnir: Ná vel saman á plötu jafnt sem sviði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bókmenntir ★★★ Horfðu á mig Yrsa Sigurðardóttir Veröld 2009 Sök bítur sekan Yrsa Sigurðardóttir hóf feril sinn sem spennu- sagnahöfundur fyrir krakka en sneri sér svo að smíði krimma sem útgefendur hennar hafa markaðssett af mikilli hind. Henni hefur, jafn- framt vinsældum hér á landi, tekist að ná fótfestu á erlendum markaði. Allar sögur hennar bera þess vott að hún er hraður höfundur sem liggur ekki yfir texta sínum, frásagnarháttur hennar er hefðbundinn, hún er langorð og mætti útgefand- inn taka sér næði til að freista þess að láta hana vanda stíl sinn betur og þjappa langdregnum köflum saman. Styrkur Yrsu er sannarlega í hugkvæmni við að finna sögum sínum kveikjur og fléttu. Aðalpers- óna hennar, lögfræðingurinn Þóra, er sérkennalít- il, heimilishagir hennar hversdagslegir, kærastinn lítið spennandi, en áhugi höfundarins beinist frekar að tæknilegum atriðum sem varða oft hugkvæma plottbyggingu: hér er sagan miðjusett í kringum sambýli fatlaðra og bak við heldur kaldranalegan stílinn skilar hún miklum harmi þeirra sem lifa við ríka fötlun. Annað sem birtist í þessari sögu eins og nokkrum fyrri: Yrsa er veik fyrir að skrifa spennandi kafla þar sem ýjað er að yfirnáttúrulegum öflum. Hér er það svipur sem fylgir barni. Í þeim köflum verksins sem eru mun meira vandaðir í uppbyggingu með ritstíl tekst henni best upp í Horfðu á mig. Væri gaman að sjá hana einbeita sér að spennusögu sem byggði alfarið á slíkum hindurvitnum, hreinum horror-bókmenntum sem eru þrátt fyrir landlæga trú hér á draugum heldur magnlitlar og njóta ekki áhuga höfunda almennt. Yrsa er sannarlega í fremri röð íslenskra höfunda afþreyingarbóka og þessi saga mun svala áhuga lesenda sem vilja halda sig við það rólið. Í verkum hennar leynast samt sýnishorn um metnaðarfyllri og beittari sögur – hafi hún og útgefandi hennar á því áhuga. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Hefðbundin Yrsu-saga, en vel undirbyggt plott að vanda. Bókmenntir ★★★★ Komin til að vera, nóttin Ingunn Sædal Bjartur 2009 Á mínum aldri Á fáum árum hefur Ingunn Sædal þrengt sér fram í framvarðarsveit ljóðskáldanna, hispurslaus og lítið afsakandi yfir framkomu sinni og framgöngu: hér erum við. Nú á hún að baki þrjú lítil ljóðakver sem útgefandi hennar hefur látið brjóta um og binda af smekkvísi, stundum eru útgefendur svo penir í pakkningum ljóða að menn undrar hið hófstillta smekkvísa ekkert-segjandi kápuval. Hvar eru öskrandi litirnir, hamingjuglóðin og blossinn, gott fólk? Alla vega, þegar flett er inn í ljóðheim Ingunnar eru þar engin vettlingatök; myndir snarpar, ákafar, snöggar og leiftrandi. Að þessu sinni eru á fimmtíu og sex síðum fjörutíu og sex ljóð, margbrotin í frjálsu formi og lúta hvert sinni merkingu með knöppum stíl. Ljóðmælandinn er kona heima og heiman, í þorpi borg og héraði. Náttúrulýsingar og náttúrukenndir sem taka víða á sig erótískan munaðarblæ í sárri ástarþrá, svo líkamlegri að tekur í. Hún er hispurslaus í spaugi sínu á flandri um heiminn, leikur sér aðeins með ljóðið sem hinn stramma ramma þrár og drauma og rýfur það kankvís á orðinu. Þessi þriðja bók hennar er hressileg gusa, lostafull og leikandi með næmri myndbyggingu, hlátri og sól. Svona skáldskap er brýnt að hafa reglulega við rúmstokkinn til að minna sig á að heimurinn er líka heiður og golan ber með sér ilm af nýslegnu túni, ástin möguleg fram yfir fertugt: „þessvegna drekk ég stundum þar til ég er orðin sautján ára og farin að æla á annarra manna parkett“ (52) Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Full skál af ferskri ást, heitum dögum og þrám. Hið árlega bókafyllerí íslendinga er að hefjast. Sölulistar Pennans Eymundssonar fyrir liðna söluviku voru birtir í gær. Að sögn Brynd- ísar Loftsdóttur sölustýru þar á bæ hafa inn á borð þeirra komið 793 nýir íslenskir bókatitlar það sem af er árinu en inni í þeirri tölu eru reyndar líka endurútgáfur, til dæmis í kiljuformi. Hún segir: „Árið 2008 tókum við 947 titla inn svo það liggur nú fyrir að eitt- hvað er útgáfan að dragast saman á milli ára. Ég skýt á að heildar- fjöldi nýrra titla í verslunum okkar verði um áramót eitthvað í kring- um 850 þannig að við erum að sjá um tíu prósenta samdrátt í útgáfu íslenskra bóka á þessu ári.“ Hún fer ekki í grafgötur með áhyggjur sínar af breytingu á samsetningu útgáfunnar og lítur þá til framtíð- ar: „Hins vegar er samdrátturinn einna mestur í útgáfu barnabóka, í fyrra komu 247 nýir barnabókatitl- ar inn í verslanir okkar en í ár eru þeir nú orðnir 188 og verða tæpast fleiri en 200. Við erum því að sjá tuttugu prósenta samdrátt í útgáfu barnabóka og jafnframt nokkurn samdrátt í sölu þeirra á meðan salan helst áþekk í fullorðinsbók- um á milli ára. Þessi þróun er afar neikvæð og enn meira áhyggjuefni er staða hefðbundinna barnaskáld- verka á vinsældarlista okkar. Þar er ég ekki að gera lítið úr teikni- myndasögum, sönglaga- og ljóða- bókum eða handbókum af öðru tagi fyrir börn. En á lista vikunnar geta varla talist nema sjö hefðbundin skáldverk fyrir börn af þeim fimmtán titlum sem þar eru tald- ir og allar eru þær frekar í neðri kanti listans.“ Ef flett er í bókatíðindum er ljóst að frumsömdum sögum fyrir börn á breytilegum aldri fækkar. Verð á barnabókum er lægra en á verk- um fyrir fullorðna lesendur og því minna sem fellur í hlut höfunda fyrir vinnuna. Þar er skýringar- innar að leita að hluta. Bryndís segir: „Mér var þetta ofarlega í huga í gær við tilnefningu Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Sú breyt- ing hefur nú verið gerð á þeim að þýðingar mynda nú þriðja flokkinn í tilnefningunum og er það vel. Enn bíðum við þó eftir að sjá barnabæk- ur hafnar á sama stall og aðrar íslenskar bækur með tilnefning- um og verðlaunum líkt og fagur- bókmenntir, fræðirit og þýðingar. Það yrði óneitanlega mikil hvatn- ing fyrir höfunda og lesendur.“ Söluhæstu titlar liðinnar viku voru þessir í búðum Pennans Eymundssonar: í fyrsta sæti Svörtuloft Arnalds Indriðasonar, þá ævisaga Vigdísar Finnboga- dóttur eftir Pál Valsson, í þriðja sæti þriðja sagan í þúsaldar þrí- leik Stiegs Larsson. Fjórða sætið vermir Karlsvagn Kristínar Marju Baldursdóttur, þá Jólasyrpa Disney 2009, í sjötta sætinu er Horfðu á mig eftir Yrsu Sigurðardóttur, þá Brauð- og kökubók Hagkaupa, í átt- unda sæti nýja Dan Brown-bókin, en lestina reka ævisaga Snorra Sturlusonar eftir Óskar Guðmunds- son og hrunsbók Styrmis Gunnars- sonar, Umsátrið. - pbb Bóksalan almennt tekin að glæðast BÓKMENNTIR Bryndís Loftsdóttir, sölustjóri hjá Pennanum Eymundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.