Fréttablaðið - 03.12.2009, Síða 72

Fréttablaðið - 03.12.2009, Síða 72
56 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverð- launanna voru kynntar á þriðjudag í Lista- safni Reykjavíkur. Tuttugu ár eru liðin frá því að fyrst var tilnefnt til verðlaunanna og var tilnefningahátíðin sú stærsta hingað til. Verðlaun eru veitt fyrir bækur í tveimur flokkum, flokki skáldverka og flokki fræði- bóka, en í samstarfi við Bandalag þýðenda og túlka er einnig tilnefnt til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Þriggja manna dómnefnd velur verð- launabækur úr hópi þeirra tilnefndu og veitir forseti Íslands verðlaunin á Bessa- stöðum í lok janúar. - ag TILNEFNT TIL ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNANNA STÓR HÁTÍÐ Tilnefningahátíðin í ár er sú stærsta hingað til, en tuttugu ár eru frá því að fyrst var tilnefnt til verðlaunanna. Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR Bjarni Bjarnason og Magnús Sigurðs- son létu sig ekki vanta í Listasafn Reykjavíkur á þriðjudaginn. STÆRSTA TILNEFNINGAHÁTÍÐIN TIL ÞESSA Egill Örn Jóhanns- son hjá Forlaginu og Jónas Skúlason mættu í Listasafn Reykja- víkur á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ólafur Josephsson hefur lengi gert út einmenningssveitina Stafrænn Hákon og gefið út margar plötur undir því nafni, síðast plötuna Gummi árið 2007. Jólatón- list hefur lengi verið Ólafi hugleikin og hann hefur sett á netið sínar útgáfur af frægum jólalögum. Í ár heiðrar hann jólaarf Helgu Möller og tekur fyrir tvö sígild jólalög með Helgu, „Hátíðarskap“ og „Heima um jólin“. Þessa netútgáfu kallar hann vitanlega Möll- erinn. Magnús Freyr Gíslason syngur með Ólafi í lögunum. „Jólalögin hennar Helgu Möller verða bara að heyrast um jólin og því fannst mér kom- inn tími til að taka þau,“ segir listamað- urinn. Möllerinn og öll hin jólalög- in með Stafrænum Hákoni eru aðgengileg frítt á netinu á slóðinni shakon.com/christ- mas. - drg Heiðrar Helgu Möller Í HÁTÍÐARSKAPI Ólafur Josephsson er Stafrænn Hákon. Á fjórðu plötunni sinni vill söngkonan Rihanna vera klúrari og meira töff en á poppsmellum eins og „Umbrella“. Platan heit- ir Rated R og kemur með við- vörunarmiða vegna sóðaorð- bragðs. Tónlistin er harðari og hrárri en áður og Rihanna tekur fyrir persónuleg málefni, eins og stormasamt samband sitt við Chris Brown. „Það getur hver sem er búið til poppsmelli en ekki allir gert góðar plötur,“ segir Rihanna, sem vill sanna sig á þessari plötu sem lista- mann, en ekki bara vera popp- díva. Undirtektir gagnrýnanda hafa verið mjög góðar. „Ein af poppplötum ársins,“ lýsti Rolling Stone til að mynda yfir. Hrá Rihanna RATED R Rihanna vill sanna sig með nýjustu plötu sinni. „Það má segja að þetta sé alhliða aðstoð við myndlistarmenn,“ segir Margrét Áskelsdóttir listfræðingur, en hún hefur stofnað Fram- kvæmdafélag listamanna, eða Frafl, ásamt vinkonu sinni Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur lögfræðingi. Félagið stofnuðu þær í nóvember og er markmið þess að skapa ný tækifæri fyrir myndlistarmenn, sjá um kynningu og sölu á verkum og gæta réttinda þeirra. „Þegar ég útskrifaðist úr listfræðinni fór ég að vinna fyrir myndlistarkonuna Rakel McMahon. Stuttu eftir það leitaði Snorri Ásmundsson til mín og allt í einu var ég orðin eins konar aðstoðarkokkur þessara listamanna. Ég fann að mig vantaði meiri undirstöðu því ég kunni ekki inn á lögin. Þá leitaði ég til Hörpu Fannar og við ákváðum að gera þetta saman, stofnuðum fyrirtæki og erum í frumkvöðlafræði í HR núna, sem hefur hjálpað okkur mikið við uppbygging- una,“ útskýrir Margrét og segir þær stöllur hafa í mörgu að snúast, enda starfsemin tekið stakkaskiptum eftir að þær stofnuðu fyrir- tækið og starfsemin meira verkefnatengd. „Við erum að gefa út bók með Snorra Ásmundssyni, Beauty swift generation revolu- tion, undirbúa sýningu með Rakel McMahon í Kronkron og svo erum við með saumaklúbba- kynningar á myndlist sem við köllum gjarn- an Tupperware-kynningar,“ segir Margrét brosandi. „Þá erum við að taka hámenning- una sem myndlistin er á annað stig svo það má segja að það sé pínulítill gjörningur í leið- inni,“ bætir hún við og segir örfá kvöld vera laus í saumaklúbbakynningar í desember, en áhugasamir geta sent póst á frafl@frafl.is. - ag Stofnuðu Framkvæmdafélag listamanna ÖNNUM KAFNAR Margrét og Harpa Fönn hafa í mörgu að snúast í nýstofnuðu fyrirtæki sínu, en þær gefa út bók og undirbúa myndlistarsýningu auk þess sem þær halda saumaklúbbakynningar á myndlist. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Breska söngkonan Lily Allen ætlar að taka sér eins eða tveggja ára frí frá upptökum og tónleikum til að einbeita sér að öðrum verkefnum. Allen, sem er 24 ára, ætlar að snúa sér að útgáfufyrirtæki sínu, opna tísku- búð og einfaldlega slaka á heima hjá sér. „Síðustu tónleikarnir mínir verða með Dizzee Rascal í O2-höllinni í mars. Eftir þá er ekkert annað í bígerð,“ sagði Allen. „Ég ætla að einbeita mér að því að vera á bak við tjöldin. Mig langar að styðja við bakið á nýjum listamönnum.“ Lily Allen tekur sér frí Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Nike 150 Eau De Toilette For Man Spray 150 ml, 3 gerðir Glæsilegar vörur. Góð verð. Verð frá 699 kr. Kíktu í heimsókn: Förðunarfræðingur veitir ráðgjöf. Spennandi kaupauki fylgir með. Verið velkomin. Í dag er kynning á Golden Rose förðunarvörum kl: 13-17.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.