Fréttablaðið - 03.12.2009, Síða 74

Fréttablaðið - 03.12.2009, Síða 74
58 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR Pöbba-spurningakeppni fótbolta- síðunnar Sammarinn.com sem hefur verið haldin á Enska barnum er orðin að vikulegum viðburði. Spurningakeppnin hófst í sumar og var þá haldin mánaðarlega. „Við erum dottnir í þennan viku- lega pakka því aðsóknin er að auk- ast. Fyrst var þetta mikið til sama fólkið sem var að koma en núna er alls konar lið að mæta,“ segir Kol- beinn Tumi Höskuldsson, annar af ritstjórum síðunnar. Hann stjórnar einnig Fótboltaþættinum á Útvarpi Sögu ásamt hinum ritstjóra síðunn- ar, Birni Berg Gunnarssyni. Spyr- ill á næsta spurningakvöldi, sem verður í kvöld klukkan 20, verð- ur íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon. Spyrja einu sinni í viku KOLBEINN OG BJÖRN BERG Kolbeinn Tumi Höskuldsson og Björn Berg Gunn- arsson stjórna pöbba-spurningakeppni á Enska barnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nicole Richie er nú með sinn eigin sjónvarpsþátt í smíðum. Richie, sem er þekkt fyrir að leika í raunveru- leikasjónvarps- þáttum og hanna skartgripi og föt, sagði frá þættinum á heimasíðu sinni á mánudag, en hann verður sýndur á ABC-sjónvarps- stöðinni í Banda- ríkjunum. „Ég er svo spennt að segja frá því að ég er að búa til hálftíma gaman- þátt sem ég mun leika í og framleiða. Þátturinn mun fjalla um unga og efnilega nútímakonu sem reynir að halda jafnvægi á milli starfsframans og fjölskyldulífsins. Hún þarf að takast á við allar þær hugmyndir sem eru uppi um hlutverk kvenna. Við erum enn á byrjunarstigi en ég get ekki beðið eftir að segja frá meiru á næstunni,“ segir Richie á heimasíðu sinni. Framleiðir gamanþátt Fréttablaðið hefur að undan förnu greint frá því að bókaútgefandinn Jóhann Páll Valdimarsson sé mað- urinn á bak við fjölmargar ljósmyndir sem prýða bæk- ur Forlagsins. Þótti því rétt að heyra í Jóhanni sjálfum. „Ég hef í lífinu eiginlega aldrei átt nein önnur áhugamál, vinnan hefur alltaf átt hug minn allan. Ég get ekki einu sinni farið í bíó án þess að hugsa um bækur en þegar ég er að sinna ljósmyndunum, vinna þær og framkalla þá gleymi ég bæði stund og stað,“ segir Jóhann Páll í samtali við Fréttablaðið. Að undanförnu hafa birst molar um að Jóhann bæði kápumyndina af Vigdísi Finnbogadóttur sem prýð- ir ævisögu forsetans fyrrverandi. Þá hafi hann einnig myndað flesta rithöfunda sem eru á mála hjá For- laginu og þar að auki hafi Jóhann myndað fyrir þær bækur sem not- ast við ljósmyndir, eins og ævisögu Snorra Sturlusonar. „Mér var meira bara ýtt út í þetta en að ég hafi tranað mér fram. Þetta var kannski hluti af sparnaðaraðgerðum og nú er svo komið að áhugamálið er orðið hluti af vinnunni, eins kaldhæðnis- lega og það kann að hljóma.“ Ljósmyndaáhugi útgefandans kviknaði fyrst í kringum sautján ára aldurinn en þá fékk hann sína fyrstu myndavél. Hún var frem- ur frumstæð en útgefandinn kom sér upp framköllunargræjum og hóf myndavélina á loft. „Svo komu stafrænu myndavélarnar og í fram- haldi af því fór ég að læra á mynd- vinnsluforrit, fór á námskeið og hef verið nokkuð duglegur við að lesa mér til um ljósmyndun og ljós- myndavinnslu,“ segir Jóhann en hann á í dag Canon Mark 2. „Góð ljósmynd er hins vegar ekki háð bestu tækninni, það er augað sem skiptir mestu máli.“ Jóhann við- urkennir engu að síður að hann sé heillaður af græjum og tækninýj- ungum. Hann sé ekkert annað en stór strákur. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir dót; hvort sem það eru talstöðvar, sjónaukar eða tölvur. Mér hefur hins vegar ekki fund- ist neitt nýtt koma að undanförnu nema þessir GSM-símar en þeir eru í mínum huga verkfæri djöfulsins og fara létt með að rústa tilveru fólks,“ segir Jóhann í fullri alvöru enda sjálfur ekki með neitt slíkt djöflatól. En það eru ekki bara rithöfund- ar og viðfangsefni þeirra sem eiga hug Jóhanns allan. Hann segist til að mynda síðustu fimm árin hafa gert meira af því að fara í Skorra- dalinn í Hvalfirðinum í sérstak- ar ljósmyndaferðir. Og svo mynd- ar hann kýr og sjálfan sig inni á klósetti. „Kýrnar virka þannig á mig að þær hafi ekki hugmynd um hvað er að gerast í kringum sig, þær eru algjörlega hrekklausar. Inni á klósettum er síðan ákaflega sér- stök birta og ég á margar mynd- ir af sjálfum mér inni á klósettum úti um allan heim.“ Jóhann útilok- ar hins vegar að hann muni opna ljósmyndasýningu eða gefa út bók með myndum eftir sjálfan sig. „Nei, ég vil ekkert vera að monta mig af þessu, þetta er bara áhugamálið mitt.“ - fgg Bókaútgefandinn á bak við linsuna INNI Á KLÓSETTI Jóhann Páll segist fara með myndavélina sína hvert sem er, meira að segja inn á klósett enda sé birtan þar engri lík. Söngkonan Lady Gaga prýðir for- síðu janúarheftis breska Elle og þykir furðu venjuleg. Í viðtali við blaðið sagðist hún í framtíðinni vilja mann og börn eins og hver annar. „Eftir átta til tíu ár mundi ég vilja börn fyrir pabba minn til að leika við. Og mig langar í eiginmann sem elsk- ar mig og styður, alveg eins og allir aðrir. Ég mundi aldrei taka karlmann fram yfir frama minn ein- mitt núna, og ég mundi aldrei elta karlmann út um allt,“ sagði söng- konan, sem spjallar einnig við blaðamann um fyrri störf sín. „Ég var mjög fær og fékk mikið þjórfé. Ég klædd- ist alltaf háum hælum og sagði sögur.“ Gaga fékk mikið þjórfé FÆR ÞJÓNN Lady Gaga vann áður sem þjónn og sagðist hafa verið fær í því starfi. Þú færð Michelin dekkin hjá Hjólbarðaþjónustu N1 ...og hef ég þó prófað fjölda vetrardekkja gegnum tíðina, negld og ónegld, nú síðast undir EuroRAP mælingabílnum. Dekkin gefa frábært grip við allar aðstæður og eru hljóðlát og endingargóð. Best af öllu er þó, að eyðslan er 0,52 lítrum minni á hundraðið en á sumardekkjunum sem bíllinn kom á frá framleiðanda.“ „Michelin X-ICE eru bestu vetrardekk sem ég hef prófað hingað til... Ólafur Kr. Guðmundsson, tæknistjóri EuroRAP á Íslandi og dómari í Formúlu 1. Það er sama hvort ekið er í slabbi, snjó, slepju eða fljúgandi hálku - gripið í þessum ónegldu dekkjum er alveg undursamlegt.“ Gylfi Guðjónsson, ökukennari „Michelin X-ICE eru bestu vetrardekk sem ég hef nokkru sinni kynnst á 40 ára ferli sem ökukennari. „Michelindekkin best“ Michelin X-Ice vetrardekkin komu bestút í árlegri vetrardekkjakönnun norsku samtakanna NAF, systurfélags FÍB. - DV, 21. nóvember.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.