Fréttablaðið - 03.12.2009, Síða 78

Fréttablaðið - 03.12.2009, Síða 78
62 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Davíð Þór Viðarsson mun að öllum líkindum ganga frá samningum við sænska B-deildarfélagið Öster á næstunni. Hann var staddur í Svíþjóð í gær þar sem hann ætlaði að skoða aðstæður hjá félag- inu. „Ef okkur líst vel á bæinn mun ég væntanlega gangast undir læknisskoðun. Ef ég stenst hana verður væntanlega ekkert eftir nema að skrifa undir samninginn,“ segir Davíð Þór. „En ég tel að líkurnar á því að ég semji við félagið séu miklar. Miðað við það sem ég hef heyrt um bæinn þá er hann ágætur,“ bætir hann við. Öster var úrvalsdeildarfélag fyrir fáeinum árum en féll um tvær deildir á jafn mörgum árum. Liðið er nú komið upp í næst- efstu deild og ætlar sér stóra hluti á næstu árum. „Mér líst vel á þau markmið sem félagið hefur sett sér. Þetta er ekkert risastórt skref á mínum ferli en þetta er tilbreyting og ég held að ég þurfi á því að halda að prófa eitthvað nýtt,“ segir Davíð Þór. „Ég hef rætt við Helga Val Daníelsson sem lék með Öster í nokkur ár og hann gat mælt með því að ég færi til liðsins.“ Davíð Þór hefur áður staðið til boða að fara í atvinnumennsku en nú segir hann að tími sé kominn til að slá til. „Ég er búinn að vinna titilinn heima fimm sinnum og þar hefur allt gengið ótrúlega vel. Ég var með besta þjálfara sem ég hef haft á Íslandi – Heimi Guðjónsson – og mér fannst tími til kominn að breyta til. Ég vildi fá að upplifa nýja hluti og búa í öðru landi.“ Davíð Þór var reyndar á mála hjá Lilleström í Noregi í tvö ár en annars hefur hann alla tíð leikið með FH. „Það er mjög erfitt fyrir mig að kveðja FH en ég held að allir viti að ef ég spila á Íslandi aftur kemur aðeins til greina að spila með FH. Ég tel að FH-ingar skilji mína afstöðu vel.“ Samningur hans við FH rennur út um áramótin og fer hann því án greiðslu frá félaginu. „Það hjálpaði vissulega til að vekja áhuga liða á mér og ég tel líklegt að ég hefði ekki fengið jafn góðan samning, hefði þurft að kaupa mig. Miðað við landslagið í pen- ingamálunum í dag skipti það miklu máli.“ DAVÍÐ ÞÓR VIÐARSSON: STADDUR Í SVÍÞJÓÐ OG MUN LÍKLEGA SEMJA VIÐ ÖSTER Þarf á því að halda að prófa eitthvað nýtt > Stóðst læknisskoðun Ólafur Ingi Skúlason er búinn að gangast undir læknis- skoðun hjá því félagi sem hann hefur átt í samn- ingaviðræðum við síðustu vikur. Hann vill þó ekki greina frá því hvaða félag það er en danskir fjölmiðlar hafa fullyrt að það sé Sönd- erjyskE sem Sölvi Geir Ottesen leikur með. „Læknisskoðunin gekk mjög vel og ég ætti að geta tjáð mig meira um þetta um helg- ina,“ sagði Ólafur Ingi. Hann lék áður með Helsingborg í Svíþjóð en félagið stað- festi á heimasíðu sinni á dögunum að Ólafur Ingi myndi yfirgefa félagið. FÓTBOLTI Katrín Jónsdóttir landsliðsfyrirliði hefur ákveðið að halda áfram í knattspyrnu og á hún nú í viðræðum við Val um nýjan samning. Hún sagði í sam- tali við Fréttablað- ið í gær að önnur félög hefðu einnig sýnt henni áhuga, þeirra á meðal eitt frá Norður- löndunum. „Ef ég á að segja alveg eins og er finnst mér það nú ólíklegt að ég komi til með að skoða það af mikilli alvöru,“ segir Katrín. „Eins og stendur er það langlíklegast að ég leiki með Val á næsta tímabili.“ Katrín er 32 ára gömul og á að baki lang- an feril með Val, Breiðabliki, Stjörnunni og Kolbotn í Noregi þar sem hún varð Nor- egsmeistari. Hún hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu og verður væntanlega áfram. „Atvinnumennskan horfir öðruvísi við mér en mörgum ungum stelpum sem eru að hefja sinn ferill. Ég fékk að prófa að vera úti í dágóðan tíma en ég er nú komin með fjöl- skyldu og vinnu, sem flækir málin talsvert fyrir mér,“ segir Katrín. Undankeppnin fyrir HM 2011 í Þýska- landi hófst í sumar og stefnir Katrín á að taka þátt í þeim landsliðsverkefnum sem eru fram undan. „Ef okkur tekst að komast inn á HM held ég áfram í tvö ár, annars finnst mér lík- legt að ég hætti næsta haust þótt það sé aldrei hægt að fullyrða neitt um það,“ segir hún. Katrín segir einnig að hún hefði ekki verið tilbúin að hætta í haust eins og hún var að íhuga. „Ég er enn mikla löngun til að spila og var ekki tilbúin að hætta. Meðan svo er verður maður að halda áfram.“ Katrín hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki (1991, 1992, 1994 og 1996) og fimm sinnum með Val, fyrst árið 2004 og svo undan- farin fjögur ár. Hún á að baki 92 lands- leiki og hefur skorað í þeim fimmtán mörk. Hún er þriðji markahæsti leik- maður í sögu landsliðsins, á eftir Margréti Láru Viðarsdóttur og Ásthildi Helgadóttur. - esá Katrín Jónsdóttir telur langlíklegast að hún verði áfram í Val á næsta tímabili: Erlent félag hefur áhuga á Katrínu LANDSLIÐSFYRIRLIÐINN Katrín Jónsdóttir á EM í Finnlandi í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/OSSI AHOLA KÖRFUBOLTI Það er allt í blóma hjá Marvini Valdimarssyni þessa dag- anna, hann fer á kostum með Ham- arsliðinu í Iceland Express-deild karla og er nýbúinn að eignast dóttur. „Það er tóm hamingja hjá manni,“ segir Marvin enda heilsast dótturinni og kærustunni vel. Marvin er á sínu sjöunda tíma- bili í úrvalsdeild og hafði mest skorað 15,2 stig að meðaltali vet- urinn 2004-05. „Það er búið að vera bíða eftir því í nokkur ár að maður næði almennilegu tímabili,“ segir Mar- vin í léttum tón en hann segist blómstra í góðu andrúmslofti í blómabænum. „Það er góður andi í liðinu og Gústi þjálfari er búinn að búa til helling fyrir mig. Ég hef alltaf vitað hvað ég get og maður þurfti kannski að læra á sjálfan sig,“ segir Marvin. Hann er þakk- látur fyrir að spila við hlið Svavars Páls Pálssonar sem hefur gefið 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik og stóran hluta þeirra á Marvin. „Það eru forréttindi að vera með stórum manni í liði sem er svona virkilega góður sendingamaður því hann er oft með sendingar eins og fram- úrskarandi bakvörður. Við erum búnir að spila saman í sjö til átta ár og þekkjum hvor annan mjög vel,“ segir Marvin. Marvin kom fullur sjálfstrausts til leiks í haust eftir að hafa skorað 31,1 stig að meðaltali í 1. deildinni í fyrravetur. „Ég ætlaði að standa mig mun betur sóknarlega en ég hef gert í úrvalsdeild síðustu ár. Ég átti afbragðstímabil í 1. deildinni í fyrra og ég vildi fylgja því eftir. Ég vildi ekki detta niður í ein- hverja meðalmennsku í úrvals- deild. Það var það sem ég var að einblína mest á að vera virkari í sóknarleiknum. Ég þarf þess líka því það er hellings ábyrgð á mér. Við erum ekki með breiðasta hóp- inn í deildinnni og þá þarf maður að eiga góða leiki,“ segir Marvin. Mikilvægi Marvins fyrir Hamar leynir sér ekki í tölfræðinni. Hann er búinn að skora 33,0 stig að meðaltali í fjór- um sigurleikjum liðsins en í tapleikjunum fimm hefur hann „bara“ skoraði 19,6 stig í leik. „Við erum með svo ungt lið að það er á ábyrgð mína og Svavars að taka af skarið. Þetta eru bara guttar sem eru með okkur í Hamri ,“ segir Mar- vin en tveir af f i mm byrjunar- liðsmönn- um Ham- ars eru fæddir eftir 1990. „Oddur og Raggi eru að standa sig alveg fáránlega vel á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeild. Þeir eiga hrós skilið fyrir það. Páll Helgason er líka þvílíkt öflugur þegar hann kemur inn af bekknum. Þetta eru strákar sem maður átti ekki von á að myndu springa út en eru að gera það alla- vega enn sem komið er. Það hjálpar okkur hell- ing,“ segir Marvin. Hamar er í 8. sæti deildarinnar með átta stig en þau hefðu auð- veldlega verið tíu ef liðið hefði ekki misst niður 16 stiga forskot í fjórða leikhluta á móti KR. „Það var hræði- legt að tapa þessum KR- leik en hann fer bara í reynslubank- ann,“ segir Mar- vin og bætir við: „Okkar markmið er að vinna hvern einasta heimaleik þó svo að við séum búnir að tapa á móti Njarðvík en okkur fannst við eiga að vinna hann. Við ætlum að vinna heimaleikina og svo verð- ur þetta barátta út í gegn í úti- leikjunum þar sem við munum reyna að stela einhverjum sigr- um. Okkar markmið er að fara í úrslitakeppnina.“ Marvin hefur skorað 25,6 stig að meðaltali í fyrstu níu leikjum Hamars en hann hefur meðal ann- ars skorað 3,0 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik. Marvin er mik- ill skorari og getur skorað allstaðar á vellinum en það hefur ekki alltaf verið þannig. „Ég byrjaði sem leikstjórnandi og gat ekki skotið fyrr en ég var orðinn tvítugur. Þá var ég með alveg von- laust skot og skoraði bara úr snið- skotum og með því að keyra upp að körfu. Pétur Ingvarsson lét mig í þá stöðu sem hentaði mér betur og svo fór maður bara að skjóta eins og vitleysingur í Hveragerði. Ég er ekki með fallegasta skotið en það virkar ágætlega,“ segir Marvin og sjálfstraustið spilar einnig stóra rullu í velgengninni. „Ég veit að ég get hitt og ég get verið mjög eigingjarn stund- um. Ég stend bara og fell með því. Ef maður ætlar að vera skorari og skotmaður þá verð- ur maður að vera eigin- gjarn. Maður verður að taka skotin því það þýðir ekkert að hika.“ ooj@frettabladid.is Ekki fallegt skot en það virkar Marvin Valdimarsson er loksins sprunginn út að mati margra. Hann hefur farið á kostum með Hamri í Ice- land Express-deildinni í vetur og er sem stendur stigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni með 25,6 stig í leik. Marvin segist ekki hafa kunnað að skjóta á körfuna fyrr en hann var orðinn tvítugur. SPRUNG- INN ÚT Í BLÓMA- BÆNUM Marvin Valdimars- son. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ÓSKARÓ KÖRFUBOLTI KR-ingar heimsækja í kvöld Keflvíkinga í Iceland Express-deild karla og enn á ný „hafa þeir heppnina með sér“ og mæta liði sem hefur ekki Banda- ríkjamann innanborðs. Keflvíkingar ráku í gær Banda- ríkjamanninn Rashon Clark og mæta KR með í Toyota-höllinni í kvöld með alíslenskt lið. Þetta verður sjöundi leikur KR-liðsins af tíu þar sem það mætir Kana- lausu liði. KR-ingar mættu FSu og Tinda- stóli áður en þau lið voru komin með sína Bandaríkjamenn, mættu Blikum á meðan þeir voru að skipta um Kana og þegar KR-ingar spiluðu við Grindvíkinga voru þeir nýbúnir að reka Kanann sinn eftir tap á móti Njarðvík alveg eins og í tilfelli Keflavíkur nú. - óój MÓTHERJAR KR Í VETUR FSu Kanalausir ÍR Kanalausir Tindastóll Kanalausir Grindavík Kanalausir Njarðvík Kanalausir Fjölnir Með Kana Hamar Með Kana Breiðablik Kanalausir Stjarnan Með Kana Keflavík Kanalausir Iceland Express-deild karla: KR-ingar sleppa við Kanana EINI KANINN Semaj Inge hefur verið eini Bandaríkjamaðurinn á vellinum í 6 af 9 leikjum KR í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GLÆ SILE G O PNU NAR TILB OÐ! GRE NSÁ SVE GI 1 1 NÝ STÓ RGL ÆSI LEG SPO RTV ÖRU VER SLU N! WWW.BETTERBODIES.SE
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.