Fréttablaðið - 03.12.2009, Page 80

Fréttablaðið - 03.12.2009, Page 80
64 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Alþjóðaknattspyrnusam- bandið tilkynnti í gær hvernig liðin sem taka þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í knatt- spyrnu munu skiptast í styrk- leikaflokka. Dregið verður í riðlana á morgun. Í raun er bara einn styrkleika- flokkur í drættinum. Átta sterk- ustu liðin eru saman í flokki og geta því ekki lent saman í riðli. Raðað er í hina flokkana eftir landsvæðum. Þannig eru þær átta Evrópuþjóðir sem ekki kom- ust í efsta styrkleikaflokk saman í einum flokki. Á meðal þeirra eru Frakkland og Portúgal, sem hafa verið meðal sterkustu knatt- spyrnuþjóða álfunnar en þurftu að fara í gegnum umspil í und- ankeppninni til að komast til Suður-Afríku. Við niðurröðun í styrkleikaflokka var ákveðið að miða við stöðu liða á heims- lista FIFA í október – ekki í nóvember. „Okkur fannst staðan í október gefa bestu myndina af stöðu bestu lið- anna sem taka þátt í keppn- inni,“ sagði Jerome Valcke, framkvæmdastjóri FIFA. „Ákvörðunin var tekin í október enda áttu liðin sem tóku þátt í umspilinu færi á að spila fleiri leiki en önnur lið og komast þannig ofar á listann.“ Liðin frá Asíu, Eyjaálfu og Norð- ur- og Mið-Ameríku eru saman í flokki annars vegar og suður- amerísk og afrísk lið hins vegar. Sá fyrirvari er reyndar settur á að lið úr efsta styrkleikaflokki geta ekki dregist í riðla með öðrum liðum úr sömu álfu. Það á reyndar ekki við um Evrópuþjóðirnar enda ekki hjá því komist að fimm riðl- ar verði skipaðir tveimur Evrópu- þjóðum hver. Liðin 32 skiptast í fjóra flokka og verður dregið í átta fjögurra liða riðla á morgun. Bein útsend- ing verður frá drættinum á RÚV og hefst hún klukkan 17.00. - esá Dregið á morgun í riðla fyrir úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Suður-Afríku: Frakkland og Portúgal ekki í efsta flokki FLOKKARNIR Á HM Efsti styrkleikaflokkur: Suður-Afríka, Brasilía, Spánn, Holland, Ítalía, Þýskaland, Argentína, England. 2. fl. (Asía, Eyjaálfa, N-Ameríka): Japan, Suður-Kórea, Norður-Kórea, Ástralía, Nýja-Sjáland, Bandaríkin, Mexíkó, Hondúras. 3. flokkur (Afríka og S-Ameríka): Fílabeinsströndin, Gana, Kamerún, Nígería, Alsír, Paragvæ, Chile, Úrúgvæ. 4. flokkur (Evrópa): Frakkland, Portúgal, Slóvenía, Sviss, Grikkland, Serbía, Danmörk, Slóvakía. THIERRY HENRY Lagði upp umdeilt mark sem kom Frökkum á HM. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Ray Wilkins, aðstoðar- knattspyrnustjóri Carlo Ancelotti hjá Chelsea, segir að góður húmor Ítalans hafi hjálpað honum mikið til að komast inn í hlutina hjá enska félaginu. Chelsea hefur aðeins tapað tveimur af 21 leik undir stjórn Ancelottis og er sem stendur með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það hefur ekki reynst Ancelotti erfitt að aðlagast hlutunum á Brúnni. „Ég hef verið sérstaklega hrifinn af hans persónulegu hlið. Hann er mjög fyndinn og alltaf að segja brandara. Ég þarf reynd- ar að þýða brandarana ef hann ætlar að gefa meira af sér í þá,“ segir Wilkins. „Hann segir leikmönnum mikið af bröndurum og honum gengur vel að eiga við leikmennina. Húmorinn hans á örugglega sinn þátt í því hversu vel gengur inni á vellinum,“ segir Wilkins en tekur jafnframt fram að Ancelotti þekki vel stund og stað sem passa fyrir góðan brandara. „Ancelotti er besti þjálfari í heimi,“ segir Didier Drogba, sem hefur farið á kostum síðan Ance- lotti tók við liðinu. „Ég elska það hvernig hann stjórnar liðinu og hvernig hann róar okkur niður. Við vinnum vel fyrir hann með bros á vör. Hann er líka mjög fyndinn, bæði á æfingasvæðinu sem og í búningsherberginu, þar sem alltaf er mjög gott andrúms- loft,“ segir Drogba. - óój Carlo Ancelotti: Brandararnir slá í gegn ANCELOTTI Kann að slá á létta strengi. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Keflvíkingar þurfa að spila fyrstu heimaleiki sína í Pepsi-deild karla næsta sumar á heimavelli nágranna sinna í Njarðvík. Þetta kemur fram á vefsíðunni fotbolti.net. Ákveðið hefur verið að taka upp grasið á Keflavíkurvelli næsta vor og samkvæmt heim- ildum fótbolta.net munu heima- leikir á móti Breiðabliki, Fylki, Selfossi, Haukum og Fram fara fram á Njarðvíkurvelli. Líklegt er að fyrsti leikurinn á nýlögð- um Keflavíkurvelli verði á móti Íslandsmeisturum FH í 10. umferð. „Reykjanesbær kemur til með að setja upp stúku sem verður byggð fljótlega,“ sagði Þorsteinn við Fotbolti.net. „Upphaflega var hugmynd um að hún tæki 350 áhorfendur en að öllum líkindum endar hún í 500,“ sagði Þorsteinn. Kvennalið Keflavíkur spilar heimaleiki sína í 1. deild kvenna næsta sumar á Iðavöllum 7 sem er æfingasvæði félagsins. - óój Pepsi-deildarlið Keflavíkur: Spilar heima- leiki í Njarðvík FLUTNINGUR Hólmar Örn og félagar þurfa að sætta sig við að spila í Njarð- vík.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.