Fréttablaðið - 03.12.2009, Page 82

Fréttablaðið - 03.12.2009, Page 82
66 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR IE-deild kvenna: KR-Grindavík 81-56 Stig KR: Margrét Kara Sturludóttir 28, Signý Hermannsdóttir 17, Guðrún Þorsteinsdóttir 10, Unnur Tara Jónsdóttir 10, Helga Einarsdóttir 9, Jóhanna Sveinsdóttir 3, Brynhildur Jónsdóttir 2, Hildur Sigurðardóttir 2. Stig Grindavíkur: Jovana Stefánsdóttir 15, Mary Sicat 15, Michele DeVault 12, Berglind Magnús- dóttir 4, Íris Sverrisdóttir 4, Helga Hallgrímsdóttir 4, Katrín Rúnarsdóttir 2. Hamar-Njarðvík 85-71 Stig Hamars: Sigrún Ámundadóttir 22, Koren Schram 20, Kristrún Sigurjónsdóttir 15, Fanney Guðmundsdóttir 11, Guðbjörg Sverrisdóttir 9, Íris Ásgeirsdóttir 6, Hafrún Halfdánardóttir 2. Stig Njarðvíkur: Shantrell Moss 30, Harpa Hallgrímsdóttir 15, Ólöf Pálsdóttir 9, Helga Jónas- dóttir 7, Auður Jónsdóttir 6, Heiða Valdimarsdóttir 2, Anna Ævarsdóttir 2. Keflavík-Valur 83-37 Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 19, Bryndís Guðmundsdóttir 17, Kristi Smith 16, Pálína Gunnlaugsdóttir 7, Marín Rós Karlsdóttir 6, Hrönn Þorgrímsdóttir 5, Rannveig Randversdóttir 4, María Jónsdóttir 2, Halldóra Andrésdóttir 2, Eva Guðmundsdóttir 1, Sigrún Albertsdóttir 1. Stig Vals: Hrund Jóhannsdóttir 13, Birna Eiríksdóttir 11, Þórunn Bjarnadóttir 6, Sigríður Viggósdóttir 4, Hanna Halfdánardóttir 2, Berglind Ingvarsdóttir 1. Enski deildabikarinn: Man. City-Arsenal 3-0 Tevez, Wright-Phillips (69.), Weiss. Blackburn-Chelsea Leik ekki lokið Kalinic, Emerton - Drogba, Kalou. Evrópudeildin: Anderlecht-Dinamo Zagreb 0-1 FC Timisoara-Ajax 1-2 Slavia Prag-Genoa 0-0 Valencia-Lille 3-1 Celtic-Hapoel Tel Aviv 2-0 HSV-Rapid Vín 2-0 Levski Sofia-Villarreal 0-2 RB Salzburg-Lazio 2-1 FC Sheriff-Steaua Búkarest 1-1 FC Twente-Fenerbahce 0-1 AEK Aþena-Everton 0-1 0-1 Diniyar Bilyaletdinov (6.) BATE Borisov-Benfica 1-2 ÚRSLIT HANDBOLTI Framarar eru í miklum vandræðum fyrir leikinn gegn Gróttu í kvöld en fjóra sterka leik- menn mun vanta í liðið. Haraldur Þorvarðarson er meiddur, Andri Berg Haraldsson og Lárus Jónsson í leikbanni og svo var Magnús Stef- ánsson að meiðast illa á ökkla og verður ekki með næstu vikurnar. „Þetta lítur ekki vel út og ökklinn er stokkbólginn. Ég er bara í gifsi og á hækjum. Ég veit ekki hversu alvarlegt þetta er fyrr en í næstu viku þegar bólgan hefur hjaðnað,“ sagði Magnús, sem spilar væntanlega ekki meir á þessu ári. Hann segist vera orðinn þreyttur á meiðslum en hann fingurbrotnaði í tvígang í fyrra á sama fingrinum. Gengi Fram í vetur hefur verið afleitt og stjórn félagsins greip til þess ráðs á dögunum að reka Viggó Sigurðsson úr starfi þjálfara. „Það er öðruvísi andrúmsloft eftir að Viggó fór. Það er styttra í spaugið hjá mönnum og einhvern veginn eins og yngri strákarnir eigi auðveldara með að koma út úr skelinni,“ sagði Magnús, sem ber Viggó annars vel söguna en segir að hans aðferð hafi ekki gengið upp núna. „Viggó er ákveðinn og hvass en það hentaði kannski ekki liðinu á þessum tíma. Það vantaði að hafa leikgleðina meira í fyrirrúmi og sérstaklega þar sem breiddina vantaði. Það var eitthvað dauft yfir mönnum.“ Magnús segir að arftaki Vigg- ós, Einar Jónsson, hafi ekki breytt miklu enn sem komið er. „Það er ekki hægt að breyta miklu á stuttum tíma en hann hefur komið með einhverja punkta sem hann náði ekki í gegn þegar Viggó var með liðið. Það hjálp- ar vonandi því við erum að leika langt undir getu og þurfum að fara að rífa okkur upp,“ sagði Magnús Stefánsson. - hbg Framarar særðir gegn Gróttu eftir að Magnús Stefánsson meiddist – betra andrúmsloft með nýjum þjálfara: Styttra í spaugið hjá mönnum eftir að Viggó fór Á HÆKJUM Magnús Stefánsson verður ekki með Fram á næstunni eftir að hafa meitt sig illa á ökkla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Ítalinn Federico Macheda hefur framlengt samn- ing sinn við Manchester United til loka tímabilsins 2014. Macheda sló í gegn á síðasta tímabili er hann skoraði sigur- markið í uppbótartíma í deildar- leik gegn Aston Villa en það var hans fyrsti leikur með aðalliði United. „Allir hjá félaginu gera sér grein fyrir hversu hæfileikarík- ur hann er. Vonandi heldur hann áfram að bæta sig á næstu árum,“ sagði Alex Ferguson, stjóri Unit- ed, um hinn átján ára gamla Macheda. - esá Federico Macheda: Samdi við Unit- ed til 2014 FÓTBOLTI Bókin íslensk knatt- spyrna 2009 kom út í gær. Bókin er sem fyrr rituð af Víði Sigurðs- syni íþróttafréttamanni en þetta er í 29. bókin í samnefndum bóka- flokki. Víðir spjallar í bókinni einnig við Atla Guðnason FH-ing, Vals- stúlkuna Sif Atladóttur og lands- liðsþjálfarana Ólaf Jóhannesson og Sigurð Ragnar Eyjólfsson. Bókaútgáfan Tindur heiðraði við útkomu bókarinnar í gær þá þrjá leikmenn sem lögðu upp flest mörk í Pepsi-deild karla síð- asta sumar. Knattspyrnudeild Selfoss fékk síðan sérstök heið- ursverðlaun. - hbg Íslensk knattspyrna 2009: Komin í bókabúðir HÖFUNDURINN Víðir með bókina sína í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI KR vann í gær nokk- uð öruggan sigur á KR, 81-56, á heimavelli í Iceland Express-deild kvenna. Þetta var tíundi sigur KR í deildinni og er liðið enn með fullt hús stiga. Fátt virðist geta stöðv- að KR-inga en Grindavík var fyrir leikinn í gær búið að vinna fjóra leiki í röð. KR-ingar byrjuðu mjög vel og náðu mjög snemma um tíu stiga forystu. Liðið lék afar sterkan varnarleik sem Grindvíkingar áttu í vandræðum með framan af. En í öðrum leikhluta fóru Grind- víkingar sjálfir að bíta frá sér með öflugum varnarleik. Í kjölfarið gengu sóknirnar betur og gestun- um tókst að halda í við KR-inga. Staðan í hálfleik var 38-28. En snemma í síðari hálfleik var ljóst að KR-ingar ætluðu ekki að hleypa Grindvíkingum nær en það. Signý Hermannsdóttir átti stórleik, bæði í vörn og sókn, og þær Guð- rún Gróa Þorsteinsdóttir og Mar- grét Kara Sturludóttir voru einn- ig afar erfiðar viðureignar fyrir gestina. Unnur Tara Jónsdóttir og Helga Einarsdóttir áttu einnig fínar innkomur. Hildur Sigurðardóttir meiddist í baki í leiknum og gat því lítið spilað með KR. „Fyrir voru tveir leikstjórnend- ur hjá mér meiddir og var ég því ekki með leikstjórnanda í leiknum lengst af,“ sagði Benedikt Guð- mundsson, þjálfari KR, eftir leik- inn. „Þar að auki var ég með mína sterkustu varnarmenn í villu- vandræðum og því var þetta eig- inlega aldrei 100 prósent öruggt hjá okkur. En sem betur fer tókst okkur að leysa þetta vel og ég var mjög ánægður með hvernig við kláruðum leikinn miðað við aðstæður.“ Benedikt sagði einnig að fyrir utan Hildi eru fjórir leikmenn KR frá vegna meiðsla – þeirra á meðal hin bandaríska Jenny Pfeiffer-Fin- ora. „Það reyndi mikið á breiddina og það kom á daginn að hún hélt vel í kvöld,“ bætti hann við. Grindavík sýndi inn á milli hvað í liðið er spunnið og náði á köflum að standa vel í KR-ingum. En betur má ef duga skal. „Við vorum skrefinu á eftir KR stærstan hluta leiksins, bæði í vörn og sókn. KR-ingar eru með mjög gott lið og ef okkur ætlar að takast að vinna það verðum við að vera á fullu allar 40 mínúturnar,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Hann segir ljóst að KR er í sér- flokki í deildinni eins og er. „En það er enn nóg eftir og ég tel að mitt lið eigi helling inni. Við náðum að vinna fjóra leiki í röð og við þurfum ekki nema að fínpússa leik og þá eigum við möguleika.“ eirikur@frettabladid.is KR-ingar virðast óstöðvandi KR vann sinn tíunda sigur í jafnmörgum leikjum er liðið vann lið Grindavíkur á heimavelli örugglega, 81-56, í Iceland Express-deild kvenna í gærkvöldi. Liðið hefur átt í þónokkrum meiðslavandræðum en það virtist ekki koma að sök. Í FRÁKASTINU Margrét Kara Sturludóttir var stigahæst KR-inga í gær með 28 stig. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Ron Artest, leikmað- ur LA Lakers, er ekki hættur að ganga fram af fólki en hann hefur nú viðurkennt að hafa neytt áfengis í miðjum leik á meðan hann spilaði með Chicago Bulls en það var á árunum 1999-2002. Þá erum við ekki að tala um einn kaldan heldur var hann í hörðu áfengi. Artest valdi nefni- lega að fá sér Hennessy koníak. „Ég átti það til að fá mér Hennessy í hálfleik. Ég geymdi flöskuna í klefanum mínum. Ég keypti koníakið venjulega bara í búð sem er rétt hjá höllinni,” sagði Artest í viðtali við Sporting News-tímaritið. Artest fer annars um víðan völl í viðtalinu og greinir meðal ann- ars frá því að hafa drukkið mikið og reykt slatta af kannabisefnum þegar hann var 19 ára faðir. Svo segist hann ekki sjá eftir slagsmálunum í Detroit um árið er hann stökk upp í stúku og lamdi áhorfanda. Hann segir að það hafi einfaldlega ekki verið neitt annað í boði. Blaðið kemur annars út 7. desember næstkomandi og verð- ur eflaust rifið úr hillunum. - hbg Ron Artest: Fékk sér koníak í hálfleik RON ARTEST Á engan sinn líkan. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Manchester-liðin munu mætast í undanúrslitum enska deildabikarsins þetta árið en átta liða úrslitin kláruðust í gær. Arsenal sótti City heim og Ars- ene Wenger, stjóri Arsenal, tefldi fram óreyndum strákum gegn feikisterku liði City. Kjúklingar Wengers stóðu í City fram í síðari hálfleik þegar City skoraði þrjú mörk. Fyrst skoraði Carlos Tevez með frábæru skoti í slána og inn eftir magnað einstaklingsfram- tak. Shaun Wright-Phillips skor- aði einnig glæsilegt mark eftir einstaklingsframtak en hann setti boltann efst í markhornið. Stór- kostleg mörk bæði tvö. Það var svo hinn ungi Slóvaki Vladimir Weiss sem skoraði síðasta markið á lokamínútu leiksins. Chelsea hvíldi einnig leikmenn og lenti í kröppum dansi gegn Blackburn sem komst yfir í leikn- um. Chelsea svaraði með tveim mörkum áður en Emerton jafn- aði fyrir Blackburn. Leiknum var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun en framlenging var þá í gangi. Búið er að draga í undanúrslit og þar mætast Manchester-liðin og svo Aston Villa gegn sigurvegaran- um í leik Chelsea og Blackburn. - hbg Átta liða úrslitum enska deildabikarsins lauk í gær – varalið Arsenal tapaði gegn Man. City: Manchester-liðin mætast í undanúrslitum GLÆSILEGT MARK Carlos Tevez skoraði fyrsta mark City í gær með glæsilegu skoti sem fór í slána og inn. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.