Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2009, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 03.12.2009, Qupperneq 86
70 3. desember 2009 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN „Ég byrja daginn á því að fá mér gúlsopa af lýsi, eina dós af Landliebe-jógúrti og glas af nýpressuðum gulrótarsafa.“ Ásgeir Páll Ágústsson, útvarpsmaður og söngvari. LÁRÉTT 2. uss, 6. bardagi, 8. mánuður, 9. hrökk við, 11. í röð, 12. kambur, 14. bátur, 16. tveir eins, 17. fornafn, 18. eyrir, 20. þessi, 21. fullnægja. LÓÐRÉTT 1. plat, 3. umhverfis, 4. alls, 5. per- sónufornafn, 7. vörubíll, 10. geisla- hjúpur, 13. tala, 15. gróft orð, 16. kóf, 19. holskrúfa. LAUSN LÁRÉTT: 2. suss, 6. at, 8. maí, 9. brá, 11. mn, 12. burst, 14. kajak, 16. kk, 17. öll, 18. aur, 20. sá, 21. fróa. LÓÐRÉTT: 1. gabb, 3. um, 4. samtals, 5. sín, 7. trukkur, 10. ára, 13. sjö, 15. klám, 16. kaf, 19. ró. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Gunnar Hansson. 2 Sex milljarðar króna. 3 Þorbjörn Jensson. „Þetta var fínt. Þetta voru bara einhverjar pylsur og dót sem hann notaði fyrir putta,“ segir rithöf- undurinn Þórarinn Leifsson. Hann vakti mikla athygli á Forum-bókamessunni í Kaup- mannahöfn nýverið þar sem hann kynnti mannætusögu sína Leynd- armálið hans pabba. Færeyskur kokkur útbjó fyrir gesti sérstak- an fingramat sem líktist manna- kjöti og olli uppátækið öngþveiti fyrir utan bás forlagsins Torgard sem gefur út bækur Þórarins í Danmörku. Einnig var boðið upp á trönuberjadjús í staðinn fyrir blóð. „Fólk var að narta í þetta en ég hafði ekki mikla lyst á þessu sjálfur,“ segir Þórarinn, sem var fárveikur meðan á kynningunni stóð. „Ég vissi ekkert hvað ég hét. Við vorum að fara í svolítið þunga ferð, ég og konan mín (rithöfund- urinn Auður Jónsdóttir), og ég fékk svínaflensuna á leiðinni út. Maður var bara eins og uppvakn- ingur allan tímann,“ segir hann. Til að bæta gráu ofan á svart fékk hann blóðtappa í fótinn þegar hann kom heim til Íslands. Spiluðu þar inn í strembin lestarferðalög erlendis. „Þetta var skrautlegur nóvembermánuður en ég er að jafna mig, sem betur fer.“ Leyndarmálið hans pabba fjall- ar um systkini sem komast að því að pabbi þeirra er mannæta. Bókin hefur fengið góðar viðtökur í Danmörku og hefur útgefandinn Torgard einnig tryggt sér réttinn á nýjustu bók Þórarins, Bókasafni ömmu Huldar. Hún kemur út þar í landi á næsta ári. Þórarinn útilokar ekki að endurtaka mannætuatriði sitt í öðrum löndum til að kynna Leynd- armálið hans pabba. Fyrst prófaði hann það á bókamessu í Bologna á Ítalíu og hafði upp úr krafsinu útgáfusamning við þýskt forlag. „Finnar eru að þýða hana. Ég hugsa að Finnar hafi húmor fyrir þessu. Þeir eru með mjög góðan húmor,“ segir hann og býst við að bókin komi út þar í landi næsta haust. Jafnframt má geta þess að við- tal við Þórarin birtist í bóka- blaði danska blaðsins Politik- en 12. desember næstkomandi þar sem mannætubókin verður aðalumræðuefnið. freyr@frettabladid.is ÞÓRARINN LEIFSSON: MEÐ SVÍNAFLENSU Í DANMÖRKU Bauð upp á gervimanna- kjöt í Kaupmannahöfn „Eftir að ég byrjaði að spila undir hjá Björgvini hefur mér allt- af fundist jólin koma eftir þessa tónleika. Maður kemst í svo mikið jólaskap,“ segir Magdalena Dubik, fiðluleikari og fegurðardrottning Reykjavíkur. Björgvin Halldórsson verður í sérlega fögrum félagsskap á jóla- tónleikum sínum í Laugardalshöll- inni um helgina því Magdalena verður hluti af strengjasveitinni sem spilar þar undir. Það hefur hún reyndar einnig gert undan- farin jól sem aukamanneskja í Sinfóníuhljómsveit Íslands og skemmt sér prýðilega. Hún hefur einnig spilað með Ragga Bjarna og hljómsveitinni Skítamóral á tónleikum á Rúbín og hefur því farið um víðan völl í íslensku poppi upp á síðkastið. „Það er rosalega gaman að spila með alls konar fólki og tónlistin þeirra er æðislega góð. Ég var alin upp aðal- lega í klassískri tónlist og það er öðruvísi að spila popptónlist en alveg jafn gaman.“ Nýverið kom út mynddiskur með síðustu jólatónleikum Björgvins og eins og kannski gefur að skilja er Magdalena áberandi á stórum sjónvarpsskjá fyrir aftan Björg- vin. Hún óttast ekki að skyggja á sjálfan Bó á tónleikunum um helgina. „Mér finnst bara gaman að vera með. Þetta eru algjörlega tónleikarnir hans.“ - fb Fegurðardís í félagsskap Bó MAGDALENA DUBIK Fegurðardrottningin spilar undir hjá hverjum popparanum á fætur öðrum hér á landi. „Twitter er alveg málið í dag,“ segir Íris Hólm, söngkona í Bermuda. Íris er tónlistar- maður mánaðarins á bandarísku vefsíðunni Studio Noize og er þar farið fögrum orðum um söng hennar, lagasmíðarnar og hljóm- sveitina. „Daði Georgsson hljóðmaður er búinn að vera hörkuduglegur að setja mynd- bönd af hljómsveitinni á netið. Við erum búin að byggja okkur góðan grunn á Twitter og við erum með yfir 2.000 aðdáendur,“ útskýr- ir Íris og segir samskiptavefinn vissulega skapa tækifæri. „Kona sem heitir Lady Prod- ucer skrifar á Studio Noize síðuna og var rosalega hrifin af laginu sem við gáfum út í sumar, Dreaming of Bermuda. Við höfum líka fengið fyrirspurnir á Twitter frá litlum plötu- fyrirtækjum sem vilja forvitnast um hvort við séum að plana að koma til Bandaríkjanna. Þótt maður taki öllu með hógværð er rosalega gaman að fá svona viðbrögð,“ bætir hún við. Íris gekk til liðs við hljómsveitina fyrir rúmu ári og hefur verið iðin við að semja texta bæði á íslensku og ensku. „Eftir að mannabreytingar urðu í hljómsveitinni fórum við að íhuga að búa til tónlist fyrir fleiri en Íslendinga og við höfum sett stefnuna á erlendan markað. Boltinn er farinn að rúlla hér heima og líka úti að okkur sýnist. Þótt það sé ekki í bígerð núna væri rosalega gaman að fara á tónleikaferðalag úti. Ég hef til dæmis aldrei komið til Bandaríkjanna svo það væri alveg brilljant að fara þangað,“ segir Íris, sem er önnum kafin við tónleikahald með Ber- muda, en upplýsingar um sveitina má finna á bermuda.is og á twitter.com/bermudaz. Bermuda vekur athygli á Twitter VEKUR ATHYGLI Hljómsveitin Bermuda er með yfir 2.000 fylgjendur á Twitter-síðu sinni og hefur vakið athygli útgefenda og veftímarita í Bandaríkjunum. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI NAMMI NAMM! Þórarinn Leifsson bauð upp á fingramat sem líktist mannakjöti á bókamesssu í Kaupmannahöfn nýverið. Hann man reyndar lítið eftir veislunni enda voru bæði hann og eiginkonan, Auður Jónsdóttir, komin með svínaflensu þegar þau lentu í Kaupmannahöfn. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Morgunblaðið greindi frá því í gær að tón- listarmann- inum Ben Frost, sem hefur verið búsettur á Íslandi síðastliðin fjögur ár, var synjað um framlengingu á landvistarleyfi. Að sjálfsögðu var stofnaður stuðn- ingshópur undir heitinu Keep our Ben Frost in Iceland á samskipta- síðunni Facebook þar sem þess er krafist að Frost fái að dvelja áfram á landinu. Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason er kominn til Berlínar og ætlar hann að sjá tónleika með Paul McCartn- ey. Sem betur fer fyrir Egil þá er Berlín með ódýrari borgum í Evrópu svo kortunum hans hans ætti ekki að blæða svo. Það er líka ýmislegt á sig leggjandi til að sjá Palla bítil, sem er orðinn 66 ára. Og meira af Þýskalandi því fylkis- sjónvarpsstöðin í Hessen ætlar að sýna þrjá þætti um vetrarríkið Ísland í næstu viku. Þættirnir eru styrktir af Icelandair en það er Arthúr Björvin Bolla- son sem er kynnir þeirra. Meðal þeirra fjölmörgu sem þar koma fram eru Einar Kárason, Páll á Húsafelli og Kjartan Ragnarsson. - sm, drg, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI M YN D /N ILS B JER VIG /B O G M A R K ED ET
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.