Fréttablaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 71
LAUGARDAGUR 5. desember 2009 5
EMR er traust fyrirtæki í góðum rekstri. Við bjóðum og leggjum áherslu á góðan starfsanda og liðsheild, góða starfsaðstöðu,
sveigjanlegan vinnutíma og margvísleg tækifæri til starfsþróunar.
EMR – Heilbrigðislausnir þróa og selja hugbúnaðarlausnir fyrir aðila á heilbrigðissviði. Meðal lausna okkar eru:
Saga sjúkraskrá, Askja – tölfræði og skýrslur, Hekla – heilbrigðisnet, Rafræn lyfseðlagátt og Medicor lyfjaafgreiðslukerfi.
Á meðal viðskiptavina okkar eru flestar heilbrigðisstofnanir, læknastofur og apótek landsins.
EMR – Heilbrigðislausnir er dótturfélag TM Software og hluti af Nýherja samstæðunni.
PRÓFANASTJÓRI
EMR – Heilbrigðislausnir leita að öflugum einstaklingi til að
leiða prófanir fyrirtækisins.
Starfssvið:
• Leiða prófanateymi
• Sinna prófunum
• Styrkja prófanaferli
• Auka og þróa sjálfvirkar prófanir
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun í verk- eða tölvunarfræði
• Reynsla af prófunum og mótun prófanaferla
• Þekking á forritun og sjálfvirkum prófunum
• Frumkvæði, ögun, nákvæmni og góðir samskiptahæfileikar
VÖRUSTJÓRI SÖGU SJÚKRASKRÁR
EMR – Heilbrigðislausnir leita að öflugum einstaklingi til að
leiða mótun sjúkraskrárkerfisins Sögu.
Starfssvið:
• Umsjón með framtíðarsýn og stefnu fyrir Sögu
• Vinna náið með viðskiptavinum og hagsmunahópum að þróun Sögu
• Stýra greiningarvinnu og gerð kröfulýsinga
• Fylgjast með þróun sjúkraskrárkerfa og tryggja að Saga sé
í fremstu röð
• Vinna að markaðs- og sölumálum
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun í tækni- eða heilbrigðisgreinum
• Þekking á sjúkraskrárkerfum og reynsla af starfi tengdu
heilbrigðissviði
• Reynsla af greiningarvinnu og gerð kröfulýsinga vegna hugbúnaðar
• Góð tölvukunnátta
• Frumkvæði, metnaður og góðir samskiptahæfileikar
Í boði er krefjandi og fjölbreytt starf hjá traustu fyrirtæki.
Fyllsta trúnaðar er gætt varðandi allar umsóknir og fyrirspurnir.
Allar nánari upplýsingar veitir Hákon Sigurhansson framkvæmdastjóri,
hakon@emr.is eða í síma 545 3300.
Umsóknir óskast sendar til starfsmannaþjónustu,
starfsmannathjonusta@emr.is fyrir 19. desember.
TM Software er framúrskarandi hugbúnaðarfyrirtæki sem
nýtir þekkingu, reynslu og hæfni um 60 sérfræðinga til að
styrkja starfsemi viðskiptavina sinna.
TM Software er hluti af Nýherja samstæðunni.
Við erum sérfræðingar á sviði:
• Veflausna – Viðskiptalausnir fyrir Internetið
• Samþættingar og sérlausna – Þjónustumiðuð högun
• Viðskiptagreindar – Stjórnendaupplýsingar og
viðskiptaferlar
Við bjóðum og leggjum áherslu á:
• Frábæran starfsanda og liðsheild
• Fjölbreytt, spennandi og krefjandi verkefni
• Sveigjanlegan og fjölskylduvænan vinnutíma
• Símenntun í starfi og virka endurmenntunarstefnu
• Margvísleg tækifæri til starfsþróunar
• Góða starfs- og líkamsræktaraðstöðu
• Gott mötuneyti
www.tmsoftware.is
www.emr.is
Vefhönnuður
Starfið felst í alhliða grafískri hönnun á viðmóti fyrir
veflausnir viðskiptavina fyrirtækisins sem og önnur
tilfallandi innri og ytri verkefni.
Hæfniskröfur:
• Viðkomandi þarf að hafa reynslu af hönnun fyrir
vefinn
• Reynsla af hönnun notendavænna og aðgengilegra
vefsvæða
• Þekking og reynsla af notkun Flash æskileg
• XHTML/CSS reynsla og þekking kostur
Viðmótsforritari
Starfið felur í sér forritun viðmóts fyrir veflausnir
viðskiptavina fyrirtækisins.
Hæfniskröfur:
• Starfsreynsla við þróun veflausna
• Viðkomandi þarf að hafa góð tök á XHTML, CSS og
Xml/Xsl
• Þekking á Ajax, Javascript, Flex og annarri Web 2.0
tækni æskileg
Hugbúnaðarsérfræðingur í Java
Starfið felur í sér greiningu, hönnun og forritun
hugbúnaðarlausna og samþættingu upplýsingakerfa
fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði,
kerfisfræði eða sambærilegri menntun
• Haldgóð starfsreynsla af þróun hugbúnaðarkerfa
• Þekking á Javascript, Spring, Hibernate, JSR-168
æskileg
• Þekking á IBM WebSphere Application Server eða
IBM WebSphere Portal er kostur
• Góð gagnagrunnsþekking og þekking á XSLT kostur
Við leitum að einstaklingum sem hafa metnað og vilja til að takast á við ný og krefjandi verkefni í öflugum
og framsæknum hópi. Við vinnum samkvæmt agile aðferðarfræði.
Fyllsta trúnaðar verður gætt varðandi allar umsóknir og fyrirspurnir.
Nánari upplýsingar veitir Stefán Þór Stefánsson forstöðumaður, í síma 545 3047 eða stefan@tmsoftware.is.
Umsóknir með ferilskrá sendist til starfsmannathjonusta@tmsoftware.is, fyrir 19. desember.
Sérfræðingar óskast:
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
9
23
29