Fréttablaðið - 05.12.2009, Síða 142

Fréttablaðið - 05.12.2009, Síða 142
110 5. desember 2009 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Kristján Gauti Emilsson. 2 Þorbjörn Jensson. 3 Miðjan.is. Halldór Baldursson, einn fremsti skopmyndateiknari landsins, fagnaði útgáfu á nýrri bók sinni, Skuldadaga, með smáteiti á bóhemstaðnum Boston við Laugaveg. Halldór hafði útbúið yfir hundrað manna lista með þeim fyrirsætum sem bregður fyrir í bókinni og höfðu þeir allir fengið boðskort. Eins og gefur að skilja voru forkólf- ar úr viðskipta- og stjórnmálalífinu áberandi á þeim lista en fæstir úr þessum hópi létu sjá sig. Af öðrum þekktum andlitum má nefna að ráðherrarnir Ragna Árnadóttir og Árni Páll Árnason ákváðu að láta sjá sig. Enda hafa þau kannski ekki verið vinsælt fallbyssufóður hjá skopmynda- teiknaranum. Svandís Svavarsdóttir var einnig meðal gesta á Boston sem og Atli Gíslason. Gísli Marteinn Baldurs- son var einn örfárra úr borg- armálapólitíkinni sem létu sjá sig en hann var meðal fyrstu manna. Ungfrú Reykjavík, Magdalena Dubik, hefur spilað á fiðlu með fjölda íslenskra poppara, eins kom nýverið fram í Fréttablaðinu. Björgvin Halldórsson, Raggi Bjarna og strákarnir í Skítamóral hafa allir notið liðssinnis hennar. Litlu munaði að Magdalena myndi spila á nýjustu plötu Hjaltalín, Termin- al, og yrði þar hluti af fjörutíu manna sinfóníu- hljómsveit. Því miður kom babb í bátinn því svínaflensan bankaði á dyrnar hjá dísinni og þurfti hún að afboða komu sína á síðustu stundu. - fgg, fb FRÉTTIR AF FÓLKI Marvin Valdimarsson Aldur: 28 ára. Starf: Starfar við auglýsinga- og skiltagerð. Foreldrar: Valdimar Braga- son prentari og Hafdís Marvinsdóttir, starfsmaður hjá Strók á Selfossi. Fjölskylda: Kærastan heitir Arna Jónasdóttir, skrifta hjá Stöð 2, og þau eiga nýfætt barn. Búseta: Kleppsvegur í Reykjavík. Stjörnumerki: Ljón. Marvin, leikmaður Hamars, hefur slegið í gegn Iceland Express-deildinni í körfubolta og er stigahæsti íslenski leikmaðurinn. LÁRÉTT 2. nef, 6. úr hófi, 8. klettasprunga, 9. meðal, 11. strit, 12. frumefni, 14. losti, 16. í röð, 17. meiðsli, 18. til viðbótar, 20. komast, 21. velta. LÓÐRÉTT 1. íþrótt, 3. einnig, 4. fúslega, 5. varkárni, 7. harðsnúinn, 10. rotnun, 13. slöngu, 15. morð, 16. húðpoki, 19. núna. LAUSN LÁRÉTT: 2. gogg, 6. of, 8. gjá, 9. lyf, 11. at, 12. flúor, 14. girnd, 16. hi, 17. mar, 18. enn, 20. ná, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. golf, 3. og, 4. gjarnan, 5. gát, 7. fylginn, 10. fúi, 13. orm, 15. dráp, 16. hes, 19. nú. „Þetta er svo góður hundur og vel upp alinn. Hann fer létt með þetta,“ segir töframaðurinn fyrr- verandi, Baldur Brjánsson. Tíkin hans, bolabíturinn Mjöll, leikur í söngleiknum Oliver! sem verður settur á fjalirnar í Þjóðleikhúsinu annan í jólum í leikstjórn Selmu Björnsdóttur. „Selma heimsótti mig einhvern tímann fyrir ári. Hún vissi að ég átti hund. Svo hringdu þeir frá Þjóðleikhúsinu og spurðu hvort þetta væri einhver möguleiki. Ég gaf náttúrlega grænt ljós á það með vissum skilyrðum,“ segir Baldur. Mjöll verður í áberandi hlut- verki sem hundur vonda karlsins Bills Sikes, sem Þórir Sæmunds- son leikur, og verður hún ansi ófrýnileg með lepp fyrir öðru auganu. „Hún er mjög meðfæri- leg og stillt,“ segir Baldur og er sannfærður um að hún eigi eftir að slá í gegn í söngleiknum. „Hún er voðalega hlýðin og hún getur velt sér yfir og gert einhverjar kúnstir.“ Baldur er mikill hundavinur og ekki er langt síðan hann átti tvo bolabíta og fimm hvolpa. Hafði hann í nógu að snúast á heimil- inu við umönnun þeirra eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra. Síðan hefur ýmislegt breyst því bæði bolabítarnir og hvolparnir eru horfnir á braut. „Annar bola- bíturinn dó og hinn fór á gott heimili. Í millitíðinni skipti ég um parket á allri íbúðinni því það var orðið svo illa farið,“ segir Bald- ur, sem í framhaldinu eignaðist hina þriggja ára Mjöll sem hann er ákaflega ánægður með. Hún verður reyndar ekki eini hundurinn í sýningunni því stað- gengill hennar verður nágranna- hundur sjálfs Þjóðleikhússtjór- ans, Tinnu Gunnlaugsdóttur. freyr@frettabladid.is BALDUR BRJÁNSSON: MJÖLL Á EFTIR AÐ SLÁ Í GEGN Töframannshundur í Oliver BALDUR OG MJÖLL Baldur Brjánsson ásamt tíkinni Mjöll sem fer með hlutverk í söngleiknum Oliver! í Þjóðleikhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Það var nú bara einhver pródús- er við myndina sem gróf upp þetta lag. Það er eldgamalt. Ég vissi ekki neitt fyrr en þeir höfðu samband og vildu nota það í myndinni,“ segir raftónlistarmaðurinn Jónas Þór Guðmundsson, eða Ruxpin eins og hann kallar sig. Lag hans „Watch the Packard“ er notað í heimild- armynd Juliens Temple, Requi- em for Detroit, sem verður sýnd á BBC 2. janúar. Julien er bresk- ur kvikmyndagerðarmaður sem á að baki verk eins og The Future Is Unwritten um Joe Strummer úr The Clash og The Filth and the Fury um Sex Pistols. „Þetta er heimildarmynd um hvernig Detroit blómstraði með bílaiðnaðinum og hvernig borgin sökk svo í sæ. Þeir ætla að senda mér DVD fyrir frumsýninguna.“ Jónas getur ekki svarað því hvort BBC borgi almennilega. „Plötufyrirtækið sem gaf þetta út sér um það allt. Þeir borguðu mér bara ákveðnar fyrirframgreiðslur á sínum tíma og það kemur í ljós hvort greiðslan fari yfir það. Ég fæ ekki að vita neitt. Svona er þetta bara.“ Margt fleira er í gangi hjá Rux- pin. „Fljótlega eftir jól kemur út safnplata með endurhljóðblöndun- um listamanna á lögunum mínum. Þetta eru listamenn eins og Biogen, Worm Is Green, Galaktlan og Leon Somov, sem á dögunum var tilnefndur til „MTV EMA Best European Act“-verðlaunanna. Svo ætlar bandaríska plötufyrirtækið n5MD að gefa út plötuna Where Do We Float from Here? á disk um mánaðamótin mars/apríl.“ - drg Ruxpin í mynd Juliens Temple ALLT Í GANGI Jónas Þór Guðmundsson er Ruxpin. Lag með honum hefur ratað inn í heimildarmynd eftir Julien Temple. MYND/ERNIR EYJÓLFSSON Bandaríska sjónvarpsfyrirtækið HBO hefur keypt dreifingarréttinn að íslensku heimildar- myndinni Sólskinsdrengnum eftir Friðrik Þór Friðriksson. Myndin verður frumsýnd á einni af sjónvarpsrásum fyrirtækisins en HBO er eitt stærsta sjónvarpsfyrirtæki Bandaríkjanna, til- heyrir Warner-fjölmiðlaveldinu og nær til yfir 38 milljóna áskrifenda. Margrét var auðvitað í skýjunum þegar Fréttablaðið náði tali af henni en það var fyrir tilstilli Rosie O’Donnell, sjónvarpskonunnar frægu, að hjólin fóru að snúast fyrir alvöru og HBO-samningurinn komst í höfn. Að sögn Mar- grétar kom hún á fundi við æðstu menn HBO en slíkt er víst nánast ógjörningur. „Rosie sá myndina og heillaðist algjörlega af henni. Þetta er náttúrlega ótrúlegt en Rosie er mjög stórt nafn hérna úti,“ segir Margrét sem sjálf hafði ekki hugmynd um hvers slags völd og áhrif sjónvarpskonan hefur. HBO stefnir á að senda Sólskinsdreng- inn í Óskarsforvalið fyrir þetta ár en slíkt kostar mikla peninga. Þeir gera sér vonir um að myndin kunni hljóta náð fyrir augum Akademíunnar. Mar- grét segir að bæði Rosie og Kate Winslet, sem talar inn á ensku útgáfuna af myndinni, ætli að leggja sitt á vogarskálarnar. „Þær vilja ljá þessum einhverfu börnum rödd og styðja við bakið á myndinni þegar hún verður frumsýnd.“ Sólskinsdrengurinn segir sögu Kela sem er einhverfur og baráttu móður hans, Margrét- ar, við að skilja bæði sjúkdóminn og þann hulda heim sem einhverfir búa við. - fgg HBO kaupir Sólskinsdrenginn Í STJÖRNUFANS Sólskinsdrengur- inn Keli heillar alla upp úr skón- um, hvar sem hann stígur niður fæti. Nú hefur HBO keypt heim- ildarmyndina og ætlar sér stóra hluti með hana. Sjónvarps konan Rosie O’Donnell hafði milligöngu um samninginn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.