Fréttablaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 46
46 5. desember 2009 LAUGARDAGUR M aður er nefndur Peter Silverman, Kanadamaður og listaverkasafnari. Fyrir rúmum tveimur árum var hann staddur í New York, þvældist þar á milli listasafna og leitaði fanga. Hann átti leið fram hjá Ganz-listagalleríinu einn eftirmiðdag og ákvað að kíkja inn. Á vegg hékk lítil andlitsmynd af stúlku sem bar nafnið „La Bella Principessa.“ Hjarta Silvermans stöðvaðist eitt augna- blik. „Getur það verið,“ hugsaði hann með sér. Hugur hans hvarflaði aftur um tíu ár þar sem hann sat á uppboði hjá hinu virta uppboðsfyrirtæki Christie‘s. Þá hafði hann boðið í þessa sömu mynd, byggt á þeirri til- finningu að verkið væri rangfeðrað og verð- mætara en sérfræðingar uppboðsfyrirtæk- isins töldu. Hann bauð í verkið en það var slegið öðrum fyrir nítján þúsund dali eða um tvær milljónir króna. Verðið endurspeglaði mat listfræðinga um að verkið væri málað í Norður-Evrópu einhvern tímann á 19. öld. Það reyndist hafa verið Kate Ganz, eig- andi gallerísins, sem hafði keypt verkið á uppboðinu 1998. Hún féllst á að selja Silver- man verkið og verðið var það sama. Da Vinci Þessi litla saga er upphafið að einum maka- lausasta listfundi allra tíma. Tilfinning Silvermans um að verkið væri sérstakt reyndist rétt. Hann hafði strax fengið á til- finninguna að verkið hefði verið málað á Ítalíu af samtímamanni Leonardo Da Vinci. Stíl og litanotkun taldi hann benda til þess. Handverkið og myndefnið mat hann svo að verkið gæti meira að segja verið málað af gamla meistaranum sjálfum. Hann taldi þá pælingu þó helst til villta enda eru örfá Hugsaðu þig um – þrisvar Sænska lögreglan réðist inn í eiturlyfjabæli í Stokkhólmi árið 2001. Aðgerðin var venjubundin en það sama verður ekki sagt um árangurinn. Fyrir utan tölu- vert magn eiturlyfja fundu þeir listaverkið La Conversation eftir franska impressjónistann Pierre- August Renoir (1841-1919), einn allra frægasta listmálara sögunnar. Verkið, sem metið er á tugi milljóna, er í eigu Listasafns Svíþjóðar og hafði verið rænt þaðan nokkrum árum fyrr. RENOIR INNAN UM AMFETAMÍNIÐ Teri Horton, 73 ára gamall vörubílstjóri, ákvað fyrir nokkrum árum að gleðja vinkonu sína sem þjáðist af þunglyndi. Lagði hún leið sína á markað og keypti forljótt, að því er henni fannst, málverk á 500 kall. Þunglynd vinkona hennar deildi skoðun hennar á málverkinu og afþakkaði gjöfina. Teri tók málverkið með sér þar sem hún taldi það tilvalda skotskífu. Málverkið endaði inn í bílskúr og sá ekki dagsins ljós fyrr en nokkrum árum seinna þegar eigandinn ákvað að tæma skúrinn og selja innihaldið. Listkennari átti leið hjá og spurði Teri hvar hún hefði keypt verkið. Ástæðan var sú að honum fannst verkinu svipa mjög til verka bandaríska listmálarans Jacksons Pollock (1912-1956). Hann var áhrifamikill bandarískur listmálari. Þekktasta tækni hans fólst í því að láta málningu drjúpa úr pensli á liggjandi léreft. Spurning listmálarans hóf áralanga baráttu Teri fyrir að fá það viðurkennt að verkið væri eftir Pollock og er baráttu hennar lýst í stórgóðri heimildarmynd sem heitir Who the *$&% is Jackson Pollock. Teri var boðinn milljarður króna í verkið nýlega. Hún afþakkaði enda sannfærð um að verkið sé mun meira virði sannist að það sé eftir Pollock. Margt bendir til að svo sé, ekki síst fingrafar sem fannst á bakhlið verksins og er nú til rannsóknar af sama manni og rannsakaði fingrafarið á mynd Da Vincis. HVER VAR EIGINLEGA JACK THE DRIPPER? Elísabet Gibson fann meist- arastykki eftir mexíkóska málarann Rufino Tamayo inni í ruslaporti í New York árið 2003. Verkið lá innan um ruslapoka sem voru hirtir upp nokkrum mínútum síðar. Elísabet var á leiðinni á kaffihús í Upper West Side hverfinu, eins og hún gerir á hverjum degi, og vissi ekki að verkinu hafði verið stolið fyrir tuttugu árum. Í bakaleiðinni ákvað hún að taka verkið með sér heim þar sem henni þótti myndin falleg. Myndin er 130x97 senti- metrar að stærð og Tamayo málaði hana árið 1970. Hún er talin afbragðsdæmi um list Tamayos en bandarísk- ur safnari keypti hana sem afmælisgjöf handa eiginkonu sinni árið 1977. Hún hvarf úr vörugeymslu nokkrum árum seinna og hjónin höfðu gefið upp alla von um að myndin kæmi fram. Myndin hékk í íbúð Elísabetar í nokkra mánuði þangað til hún sá þátt af bandarísku útgáfunni af þættinum Antiques Roadshow, en þar eru leitaðir uppi listmunir í eigu fólks. August Uribe, listsérfræðingur frá Sotheby’s-uppboðsfyrirtækinu, fjallaði þar um myndina og verðmæti hennar. Elísabet mælti sér mót við Uribe, sem athugaði málið Honum til mikillar furðu hékk myndin uppi í íbúð hennar alveg óskemmd. Myndin var seld á uppboði fyrir rúmlega 130 milljónir í október 2007. Elísabet fékk hluta kaupverðsins í sinn hlut. ÞAÐ SEM FÓLK HENDIR Í RUSLIÐ Pablo Picasso sagði einhvern tíma að mesta viðurkenning listmálara væri þegar einhver byrjaði að falsa verk þeirra. Hollenski listmál- arinn Vincent Van Gogh naut ekki þeirrar upphafningar í lifanda lífi en því meira hefur verið um getgátur um uppruna listaverka hans á seinni tímum. Í febrúar 2003 staðfestu sérfræðingar að ómerkt málverk af bóndakonu nokkurri væri eftir Vincent Van Gogh og það var selt á uppboði í Japan fyrir 80 milljónir króna stuttu síðar. Það hafði verið talið lengi að um eftirlíkingu væri að ræða og verðlagt á 7.000 kall af eiganda þess. Þeir voru ekki eins hamingjusamir forsvars- menn listasafns Melbourne í Ástralíu þegar þeir fengu niðurstöður rannsóknar Van Gogh-safns- ins í Amsterdam á einu af verkum þeirra árið 2007. Þeir þurftu að viðurkenna að verk sem hafði verið í eigu safnsins í fjörutíu ár var ekki eftir Van Gogh, eins og þeir höfðu talið, heldur eftir lítt þekktan landa hans. Málverkið, sem sýnir dökkhærðan skeggjaðan karlmann, var fyrir úrskurðinn metið á tvo til þrjá milljarða króna. Í dag er það frægt, en að heita verðlaust. TVÍBENT AÐ SENDA VERK TIL HOLLANDS BÓNDAKONA MAÐUR MEÐ SKEGG TRES PERSONAJES Mexíkóski listmálarinn Rufino Tamayo málaði myndina árið 1970. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES LA BELLA PRINCIPESSA Verkið er aðeins 33x23 sentimetrar að stærð. Allt virðist benda til að verkið sé málað af Leonardo Da Vinci um aldamótin 1500. MYND/NORDICPHOTOS/AFP NUMBER ONE Frægt málverk eftir Jackson Pollock. MYND/NORDIC PHOTOS/AFP MYNDIN HENNAR TERI LA CONVERSATION EFTIR RENOIR málverk til eftir Da Vinci og það síðasta kom fram á sjónarsviðið fyrir meira en hundrað árum. Fjöldi listfræðinga er nú þeirrar skoð- unar að verkið sé eftir Da Vinci enda benda allar rannsóknir í þá átt. Fingrafarið Fyrir nokkrum dögum var svo tilkynnt að sannreynt hefði verið af Lumière-rannsókna- stofunni í París að fingrafar sem fannst efst í vinstra horni myndarinnar væri meistarans. Farið hefur verið borið saman við annað fingrafar sem fannst á verki Da Vincis, St. Gerome, sem hefur verið geymt í Vatikan- inu í Róm um aldir. Fleira bendir í þessa átt. Kolefnisaldursgreining og greining með innrauðu ljósi á striganum sýnir að verkið var málað á líftíma Da Vincis, fyrir eða um aldamótin 1500. Eins var myndin máluð af örvhentum manni, líkt og Da Vinci var, einn fárra þekktra málara frá þessum tíma, og það líkist frægasta verki Da Vincis, Monu Lísu, á svo margan hátt að útilokað er talið að einhver annar hafi haft yfir tækni að ráða til að líkja svo vel eftir handbragði hans. Bianca Martin Kemp, prófessor emeritus við Oxford-háskóla, hefur skrifað bók um málið. Í viðtali við blaðamann The Times sagðist hann aldrei hafa orðið vitni að öðrum eins viðburði í listasögunni. Hann er sannfærður um að verkið sé eftir Da Vinci og eftir að hafa beitt útilokunaraðferðinni telur Kemp að stúlkan á myndinni sé Bianca Sforza, dóttir Ludovico Sforza, hertogans af Mílanó og hjákonu hans, Bernardinu de Corradis. Hann hefur sýnt fram á að aðferðin sem Da Vinci beitti við að mála komi heim og saman við þau sönnunargögn sem hafa fundist. Ekki aðeins fingrafarið heldur einnig lófafar sem greinilegt er á öðrum stað á myndinni. Fúlt Kate Ganz, sem átti myndina í ellefu ár, heldur því fram að myndin geti ekki verið eftir Da Vinci. Hún heldur því til streitu að þýskur listnemi hafi málað hana með myndir gamla meistarans sem fyrirmynd. Hér sé ekkert meira á ferðinni en verk þar sem hermt hafi verið eftir stílbrögðum frægasta listamanns allra tíma. Það er skiljanlegt að Kate haldi þessu fram. Reynist hún hafa rangt fyrir sér getur hún varla lifað með því að hafa selt listaverk, sem nú er metið á tuttugu milljarða króna, á verði smábíls. Ef eitthvað er til sölu á úti- markaði, eða þú finnur eitt- hvað gamalt og hrörlegt á háaloftinu, er ekki þar með sagt að það sé verðlaust. Svavar Hávarðsson mun eftir- leiðis hugsa sig vandlega um áður en hann hendir gömlu málverki eða selur fyrir lítið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.