Fréttablaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 109

Fréttablaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 109
LAUGARDAGUR 5. desember 2009 77 Hún er ein af átta íslenskum konum sem bera nafnið Ellisif og er stolt af því. Af þeim eru sjö konur sem bera það að fyrra nafni og ein sem millinafn. „Þegar ég var yngri bölvaði ég stundum þessu nafni og var for- eldrum mínum ekki þakklát fyrir að skíra mig því. Ég lét mig dreyma um að heita einhverju venjulegra nafni eins og systur mínar,“ segir Ellisif Sigurjónsdóttir og brosir. Hún kveðst þó aldrei hafa orðið fyrir að- kasti vegna nafnsins í æsku. „Ég held að krakkarnir hafi ekkert verið að spá í það, ég var bara Ellisif rétt eins og Jón var Jón. Það fór bara í taugarnar á mér að fólk gat aldrei stafsett nafnið mitt rétt, skrifaði það oft sem Ellen Sif eða Ellý Sif og oft hafði ég það á tilfinningunni að fólki fyndist ég tala óskýrt. Þá bar fólk nafnið mitt fram með alls konar hætti en verst þótti mér þegar það kall- aði mig „elli“ eins og í merkingunni gam- all. Þetta gerist auðvitað enn í dag en nú er þetta alveg hætt að fara í taugarnar á mér. En það er stundum fyndið hvað fólk getur orðið vandræðalegt,“ segir hún og hlær. Spurð um uppruna nafnsins segir hún það norskt. „Það er víst norræn útgáfa af nafninu Elísabet. Ég á vinkonu sem er frá Noregi en systir mömmu hennar heitir ein- mitt Ellisif.“ Hún segir útlendinga í engum vandræðum með að bera fram nafnið sitt. „Ég hef bæði verið í London og búið í Dan- mörku og þar var það ekkert mál. Það eru helst Íslendingar sem hiksta á því.“ Í frjálsa alfræðiritinu Wikipedia kemur fram að nafnið Ellisif er í fyrsta skipti gefið stúlku hér á landi um 1963 og þá sem seinna nafn. Um 1965 fékk stúlkubarn það fyrst að fyrra nafni. Fram á níunda áratuginn voru Ellisifjar orðnar fimm, síðan bættust þrjár við til ársins 1990. Fallbeyging nafnsins er: Ellisif - Ellisif- Ellisif - Ellisifjar. NAFNIÐ MITT: ELLISIF SIGURJÓNSDÓTTIR Stolt yfir að heita sérstöku nafni Ellisif Sigurjónsdóttir segir Íslendinga helst hiksta á nafninu sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 MOSAIK Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu og heiðruðu minningu elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Sigurðar Jónssonar frá Kastalabrekku, sem lést 9. nóvember síðastliðinn. Steinunn Guðný Sveinsdóttir Sveinn Sigurðsson Gróa Ingólfsdóttir Þórunn Sigurðardóttir Sigurveig Þóra Sigurðardóttir Lárus S. Ásgeirsson Hildur Sigurðardóttir Aðalsteinn Stefánsson Guðlaug Sigurðardóttir Agnar R. Agnarsson Hjördís Sigurðardóttir Jóna Sigurðardóttir S. Kolbeinn Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, Valbjörn J. Þorláksson íþróttamaður, Ránargötu 13, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudaginn 3. desember. Starfsfólk í Vesturbæ fá innilegar þakkir fyrir góða umönnun, nærgætni og hæfni í starfi sínu. Bryndís Valbjarnardóttir Gunnar Ragnar Gunnarsson Ástríður S. Valbjörnsdóttir Árni Ingi Garðarsson Guðrún Linda Valbjörnsdóttir Friðgeir Guðmundsson Herdís Valbjörnsdóttir Lúðvík Guðjónsson Brynhildur Olgeirsdóttir Reinharð V. Sigurðsson Kristín Helgadóttir Stella B. Þorláksdóttir Helgi Ólafsson Páll Róbert Þorláksson Irena Maria Piernicka og afabörn. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar móður okkat, tengda- móður, ömmu og langömmu, Lilju Guðrúnar Pétursdóttur áður til heimilis að Kirkjubraut 52, Akranesi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dvalarheimilisins Höfða, Akranesi. Guðmundur Smári Guðnason Kristín Guðjónsdóttir Eufemía Berglind Guðnadóttir Kjartan Björnsson Júlíus Víðir Guðnason Fanney Björnsdóttir ömmubörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir Norðurbrún 1, Reykjavík, lést mánudaginn 30. nóvember á Landspítala Fossvogi. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 7. desember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Berglind Baldursdóttir Ingvi Þór Guðjónsson Davíð Löve Jóna Alexandersdóttir Karl Löve María Anna Löve Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Fanney Jónsdóttir frá Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungum, Hjallaseli 55, Reykjavík, lést þriðjudaginn 24. nóvember á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Seljahlíð. Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 9. desember kl. 13. Erlendur Guðmundsson Guðlaug Hróbjartsdóttir Ólafur Þ. Guðmundsson Eybjörg D. Sigurpálsdóttir Gísli Guðmundsson Katrín Ásgrímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, amma og systir, Sólveig Traustadóttir lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja mánudaginn 30. desember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudag- inn 9. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Magnús Þór Jónsson Helga Lind Hjartardóttir Drífa Þöll Arnardóttir Gunnlaugur Erlendsson Örn Arnarson Harpa Sif Þráinsdóttir Lucinda Hulda Fonseca Trausti Magnússon Hulda Jónsdóttir systkini og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför Kristínar Friðriksdóttur frá Norður-Hvoli í Mýrdal. Bjarni Kristjánsson Snjólaug Bruun Elínborg Kristjánsdóttir Baldur Jóhannesson Ester Kristjánsdóttir Bjarni Gestsson Friðrik Kristjánsson Auður Sigurðardóttir Magnús Kristjánsson Tordis A. Leirvik Þórarinn Kristjánsson Sigríður Kristjánsdóttir Guðmundur Antonsson Sigurður Kristjánsson Alfa V. Sigurðardóttir Hjaltalín barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Guttorms Ármanns Gunnarssonar Marteinstungu, Holtum. Elke Gunnarsson Hanna Regína Guttormsdóttir Sigurður Ólafsson Guðný Kristín Guttormsdóttir Kristinn Lund Helga María Guttormsdóttir Gréta Friðrika Guttormsdóttir Trausti Valdimarsson Gunnar Guttormsson Áslaug Berta Guttormsdóttir Egill Sigurgeirsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur, tengdasonur og afi, Agnar Þór Hjartar Heiðargerði 23, Reykjavík, lést laugardaginn 28. nóvember. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 7. desember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi. Guðrún Anna Antonsdóttir Hörður Agnarsson Haukur Agnarsson Kolbrún Benediktsdóttir Birna Björnsdóttir Anna Katrín Jónsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi okkar, Kjartan G. Waage Skipasundi 37, lést fimmtudaginn 3. desember. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Oddný M. Waage Jóna Jenný Waage Arnbjörn Ólafsson Vilborg Heiða Waage Óskar Sveinn Gíslason Árdís Waage barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.