Fréttablaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 92
60 5. desember 2009 LAUGARDAGUR UMDEILDUSTU BÓKAKÁPURNAR Umsátrið eftir Styrmi Gunnarsson  „Falleg, fagmannleg og vekur áhuga. Segir manni á augabragði um hvað bókin fjallar. Styður við bókartitilinn og bætir hreinlega við hann.“  „Hvað er þetta á káp- unni? Er Ísland statt úti fyrir Afríku? Jaaaá, það er hrunið!“ Góði elskhuginn eftir Steinunni Sigurðardóttur  „Bókarkápa sem mér finnst að mér eigi að finnast fyrirsjáanleg, en svo er hún bara falleg. Fínleg og vönduð. Það er eins og henni finnist hún sjálf vera geðveikt smægó og dulúðug. Sem er bara sætt.“  „Fallegt og smekklegt handbragð en ekkert sérstaklega spennandi. Minnir helst til of mikið á Skáldalíf eftir sama hönnuð.“ Memo eftir Oddbjörn  „Þessi bók á að kenna manni á einfaldan hátt að öðlast betra minni. Mjög grípandi kápa, hver þekkir ekki veggfóðraða ísskápa með post-it miðum? Ég las þessa bók en man ekki hvernig mér fannst hún …?!“  „Dæmi um hönnun sem er algjörlega augljós í augum hönnuð- arins sem veit um hvað bókin fjallar en er öllum öðrum óskiljanleg fyrr en eftir langa yfirlegu. Virkar eins og ársskýrslur um þróun smitsjúkdóma sem maður rekst stundum á ólesnar á læknabiðstofum.“ Mannasiðir Gillz  „Einföld og flott kápa.“ „Æi … burt með þennan gaur!“ Prívat og persónulega eftir Birgi Sigurðsson  „Þessi kápa er svo hallærisleg að hún er eiginlega mjög fín. Ég þekki engan sem myndi í alvöru detta í hug að setja Michelangelo-/Nokiahendur á bókarkápu. Sem gerir hana svona líka vandræðalega sjarmerandi.“ 3. SÆTI Svuntustrengur eftir Sigurlínu Bjarneyju Gísladóttur „Afar fögur kápumynd, nostalgísk með pínku geðveikis- kryddi.“ „Það er svo ánægjulegt (og sjald- gæft) að sjá íslenska bókakápu sem sleppir fótósjopp- kraðakinu.“ 4. SÆTI Sjúddirarí rei, ævisaga Gylfa Ægissonar eftir Sólmund Hólm Sólmundarson „Harmonikka á bryggjunni og Gylfi Ægisson klæddur í skipstjórabúning. Hvað getur maður beðið um meira? Jú, ankerið sem hangir í titlinum er þriðji eða fjórði ef ekki bara fimmti punkturinn yfir i-ið. Eins og segull eða viðvör- un frá land- lækni eftir því hvort maður hefur húmor fyrir efninu.“ 5. SÆTI Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur „Þessi matarbiblía frá matmóður Íslendinga kom út í ár eftir að hafa verið ófáanleg lengi. Síðast man ég eftir bókinni í ljótri stórbóka- seríu frá Máli og menningu en núna kemur hún í afar smekk- legum og áferðar- fallegum búningi. Svo er mynd af Helgu Sig í ofanálag. Þörf bók í siðum og hefðum en svo er hún líka mikið eldhússtáss!“ BESTA BÓKAKÁPA ÁRSINS Heim til míns hjarta eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur Kápan á skáldsögu Oddnýjar Eirar fékk afgerandi kosningu sem besta bókakápa ársins. Um hönnun sá Ragnar Helgi Ólafsson, útgefandi er Bjartur. • „Þetta er bókakápan sem öllum á eftir að finnast fallegust. Gamaldags og með gægjugötum en þau eru alltaf spenn- andi.“ • „Frábær kápa – það langbesta sem ég hef séð í flóðinu.“• „Ljómandi gaman að því þegar hrist er upp í útliti kápu og gerð tilraun með óhefðbundið efni þótt það sé sjálfsagt dýr- ara. Þessi kápa heppnast alveg fullkomlega. Einfalt, stílhreint og áhugavert. Eins og maður sjái svona bregða fyrir texta bókarinnar á kápunni gegnum þennan hring, maður fái að kíkja á innihaldið og inn í heim sögunnar sem í þessu tilviki lítur út fyrir að vera afar áhugaverður.“ • „Falleg bók, innan í og utan á, ein af fáum kápum sem mann langar til að snerta og strjúka. Ég lyktaði líka ósjálfrátt af henni. Undirtitillinn er Ilmskýrsla og árstíð á hæli, það er eins og hún hljóti að ilma að innan.“ • „Það að búið sé að gera gat á kápuna vísar beint í titilinn og dregur mann inn í bókina. Ragnar Helgi er fyrst og fremst klár og fjölhæfur bókamaður og virðist jafnvígur á allar bókmenntagreinar. Hann gerir ekki bara fínar kápur heldur skilgreinir hann verkið betur en flestir aðrir hönnuðir, það er að segja það fer sjaldnast á milli mála hvers konar bók maður hefur í höndunum.“ • „Eina bókin þessi jól sem nálgast að kallast „bókverk“. Gaman að halda á bókinni, gott að strjúka henni, flottar teikningar, og mjög skemmtileg gægjugötin, þó svo að það hefði verið hægt að gera meira með fráganginn. Myndi jafnvel hafa hana fremst í hillunni ef hún væri tekin lengra í fínheitum.“ AÐRAR GÓÐAR BÓKAKÁPUR Bestu og verstu bókakápurnar Fyrir viku fékk Fréttablaðið smekkfólk til að velja bestu plötuumslög ársins. Nú er komið að bókakápunum. Valinkunnu smekk- fólki „úr bransanum“ var falið það vandasama verkefni að velja góðar og slæmar bókakápur. Óhemjumagn er gefið út í ár svo að fjölmargir titlar voru nefndir í báðum flokkum. Niðurstöðurnar voru engu að síður nokkuð afgerandi. 2. SÆTI Færeyskur dansur eftir Huldar Breiðfjörð • „Falleg ljósmynd og magnþrungið andrúmsloft. Handgert letrið er hressandi og mætti þannig lagað sjást oftar.“ • „Glæsileg kápa sem lýsir ferju- stemningunni vel í kringum Fær- eyjar. Mér finnst allt sem færeyskt er frábært, og bækur Huldars eru yfirleitt afbragð.“ • „Myndin á kápunni er mynd sem lesandinn sjálfur hefði sjálfsagt getað tekið. Getur hæglega ímyndað sér þetta sjónarhorn og margur hefur sannarlega upplifað slíkt og þvílíkt. Miðlar þannig tilfinningu sem auðvelt er að samsama sig með. Ferðalag er líka alltaf spennandi og þegar myndin er tekin á farþeginn kannski stutt eftir í land. Fær sér seinustu kaffisop- ana áður en hann stígur á land á nýjum stað og tekur þessa mynd til að muna eftir tilhlökkuninni yfir öllu því sem bíður. Nú svo náttúrlega vita þeir það sem lásu Góða Íslendinga að Huldar skrifar frábærlega skemmtilegar ferðalýsingar. Svínvirkar.“ Mynd af Ragnari Smára eftir Jón Karl Helgason „Það er engin spurning, þetta er kápa ársins. Smekkleg, sniðug, vel útfærð og hentar efninu. Öðrum til fyrirmyndar.“ Bankster eftir Guðmund Óskarsson „Það er eitthvað við bókina sem virkar mystískt sökum naumhyggjuhönnunarinnar. Daufir bakgrunnstrúðar, hand- teiknað letur, lítið af upplýsingum en samt nóg til að gera mig forvitinn. En kannski var þetta bara góð ákvörðun hönn- uðarins að vera ekkert að rembast við að klúðra kápunni með fleiri elementum, hver veit. Eins og ég sagði, mystískt.“ Horfðu á mig eftir Yrsu Sigurðardóttur „Sterk stílhrein mynd sem maður tekur strax eftir í bóka- búðinni. Það er oft sem kápur vilja ná utan um allt efni bóka og skila einhverri niðurstöðu. Ragnar Helgi hönnuður gefur manni hins vegar vísbendingu. Þessi kápa er þess eðlis að maður verður að opna bókina og fá að vita meira, sem er það sem spennusaga snýst nú um.“ Milli trjánna eftir Gyrði Elíasson „Fallegt marglaga málverk með djúpum hreinum litatónum máluðum af miklu öryggi og af fagmennsku lýsir sögum Gyrðis afar vel. Þetta er svona kápa úr fullorðinsdeild en líka deild þar sem gæði og margbrotin sagnaheimur er til grundvallar.“ Himinninn yfir Þingvöllum eftir Steinar Braga „Einhver gotnesk stemning yfir þessu sem gefur einhvern hrylling til kynna og um leið eitthvað annars heims og yfir- skilvitlegt, reimleikar og eitthvað slíkt. Torkennilegur andi sem svífur yfir. Get ekki lýst því nánar en virkar vel.“ Yfir hafið og í steininn eftir Tapio Koivukari „Mér finnst margar af bókum Uppheima fallegar, íslensku skáldverkin og ljóðin þá helst. Flott yfirbragð og gaman þegar bókaútgáfa hefur sinn sér stíl. Svo er Tapio alger snillingur.“ Hlýjar hendur eftir Ágústu Þóru Jónsdóttur „Mjög vel heppnuð kápa og tekur vel á móti manni. Greini- lega mikið markaðsfólk sem stóð að útgáfunni en svo sneru prjónauppskriftirnar víst öfugt … vandræðalegt!“ Ljóðasafn Ingibjargar Haraldsdóttur „Jólagjöf MH-ingsins í ár. Mjög flott kápa, módern og listræn.“ Og svo kom Ferguson eftir Bjarna Guðmundsson á Hvanneyri „Kápa sem stingur svo í stúf við það sem gengur og gerist að maður verður að skoða hana betur. Vekur upp enda- lausar spurningar; hver er þessi Ferguson? Hvaðan kom hann? Hver kom á undan honum? Hvað gerðist svo? Og síðast en ekki síst: Hver í ósköpunum er konan sem situr á traktornum? Algjörlega óniðurlátanleg bók eins og þeir segja í útlandinu.“ Manfreð Vilhjálmsson arkitekt „Heimilislega sjarmerandi eins og hann sjálfur. Kápa sem verður bara fínni og fínni af því hún er ekkert að þykjast neitt.“ Ljóðorkuþörf eftir Sigurð Pálsson „Kraftmikil, margræð og töff. Hvurs lags bók getur þetta mögulega verið? Neyðir mann til að taka sig upp og kíkja í innihaldið.“ Gæska eftir Eirík Örn Norðdahl „Litrík og skemmtileg. Tímalaus hönnun sem neyðir mann til að taka höfundinn og verkið alvarlega. Áhrifarík kápa og dálítið töff.“ Jón Leifs – Líf í tónum „Mjög einföld kápa en passar vel við efnið. Dramatísk mynd eftir Jón Kaldal og leturgerð sem smellur við. Hefur eflaust sitt að segja að splæsa í gyllingu.“ 1001 okkur eftir Hugleik Dagsson „Krílin hans Hugleiks eru alveg geggjuð þegar þeim er raðað svona upp eins og í maurabúi. Maður stenst ekki að taka bókina upp og skoða.“ Paradísarborgin eftir Óttar M. Norðfjörð „Smekklegt gröns. Myndskreytingin af gatnakerfinu minnir á pressaða jurt og kápan hefur yfir sér náttúrulegan og gamaldags blæ.“ íslensk sjónabók „Mjööööög falleg!! Ein sú fallegasta. Bók sem mig langar að eiga!!“ Skrímsli í heimsókn „Fallegustu íslensku barnabækurnar. Alltaf flottar!“ Hvíti tígurinn eftir Aravind Adiga „Öðruvísi! Falleg teikning, fallegir litir, flott letur. Skemmti- lega klikkuð.“ Heitar laugar á Íslandi „Flott uppsetning með sumar- og vetrarmynd sem á við allan ársins hring. Þig langar virkilega að dýfa þér í eina laug í íslenskri náttúru þegar þú horfir á kápuna.“ Augnablik eftir Malcolm Gladwell „Vel heppnuð íslensk útgáfa sem líkist upprunalegu útgáf- unni. Silfurstjarnan sem er stimpluð á kápunni er punktur- inn yfir i-ið.“ Áin eftir Bubba Morthens „Klassísk og flott kápa sem skartar gamalli flottri mynd af veiðimanni með afla.“ FRAMHALD Á SÍÐU 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.