Fréttablaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 102
70 5. desember 2009 LAUGARDAGUR Ljúffengt og hollt með lítilli fyrirhöfn Sigrún Þorsteinsdóttir heldur úti uppskriftavefnum www.CafeSigrun.com þar sem eingöngu eru hollir réttir. Sjálf hefur Sigrún ekki neytt skyndibita né sælgætis síðan hún var tólf ára. Níels Rúnar Gíslason kom að máli við þessa kjarnakonu og fékk hana til að gefa uppskrift að hollum sætindum. Þ að er auðvelt að gera óhollan mat hollari með lítilli fyrirhöfn. Nota til dæmis spelti í stað hveitis, nota ekki hvítan sykur, kók- osolíu í stað smjörs, minnka fitu- magn og nota meira af óunninni matvöru,“ segir Sigrún og svar- ar þegar hún er spurð um gullnar reglur: „Já, önnur reglan er sú að ég borða aldrei mat sem inniheldur orð í innihaldslýsingu sem ég skil ekki. Hin reglan er sú að ég fylgi aldrei mataræði sem er í tísku. Ég fylgi alltaf mínu mataræði.“ Sigrúnu þykir Íslendingar held- ur betur borða óhollan mat en þrátt fyrir það reynir hún ekki að ýta sínum lífsstíl að fólki. „Það verð- ur að vilja þetta sjálft. Svo er held- ur ekki sérlega sniðugt að fullyrða að þessar hollu tófúbollur sem þú ert að borða séu miklu betri en lambalærið sem einhver annar er að borða. Þó að mér finnist það er ekki víst að öðrum finnist það. Það fær því enginn hollustupredikanir hjá mér nema biðja sérstaklega um það,“ segir Sigrún. Hún tekur þó fram að þegar hún bjóði fólki í mat sé óhollustufólkið forvitið og sæki í hollustuna. „Fólk heldur að það hafi ekki nægan tíma eða peninga til þess að gera mat hollari. Ég segi hins vegar alltaf að ef maður hefur nægan tíma til að horfa á sjónvarp hefur maður tíma til að elda. Og ef maður hefur tíma til að elda hefur maður tíma til að elda hollt,“ segir Sigrún. Hún lætur hér lesendum í té þrjár uppskriftir sem ekki hafa birst á síðunni hennar. Eina að hollum smákökum, aðra að hráfæðissmákökum og þá þriðju að einföldu konfekti. SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR Leggur áherslu á hollustu í allri sinni matargerð. MYND/KRISTINN MAGNÚSSON VALHNETU- OG RÚSÍNUKÖKURNAR Girnilegar og uppfullar af hollu hráefni. Hlynsíróps- og vanillusmákökur um 25-30 smákökur Valhnetu- og rúsínukökur 15-20 kökur Macadamia- og límónukonfekt Gerir um 12-15 kúlur 60 g rúsínur 40 g valhnetur 30 g kakó 1 msk. kakónibbur (e. Cacao Nibs, má sleppa) 1 tsk. agavesíróp Setjið valhneturnar og rúsínurnar í matvinnsluvél og malið í um 20 sekúndur eða þangað til allt blandast vel saman og er fínkornótt. Bætið kakónibbunum, kakóinu og agavesírópinu út í og blandið áfram í nokkrar sekúndur. Skafið hliðar mat- vinnsluvélarinnar og blandið áfram í nokkrar sekúndur. Bætið 1 tsk. af agavesírópi út í ef blandan er of þurr. Hnoðið deigið vel saman með höndunum og geymið í ísskáp í um 20 mínútur. Setjið plastfilmu á borð (eða bökunarpappír). Fletjið deigið út með höndunum eða kökukefli svo það verði um 1/2 sentimeti að þykkt og skerið út kökur með smákök- umóti. Geymið í ísskáp eða frysti og berið fram kalt. Nota má carob í staðinn fyrir kakó. Nota má pekan- hnetur í staðinn fyrir val- hnetur. Sleppa má kakóinu og nota 30 gr kókosmjöl og 1 tsk. kanil í staðinn. Nota má hlynsíróp í staðinn fyrir agavesíróp. Kakónibbur fást í heilsu- búðum, nota má 85% dökkt súkkulaði í staðinn. 2 bollar macadamiu- hnetur 1 bolli kókosmjöl 1 msk. fínt rifinn börkur af límónu 2 msk. límónusafi 2 tsk. vanilludropar eða duft úr heilsubúð (má sleppa) ¼ tsk. salt (Himalaya- eða sjávarsalt) 3 msk. agavesíróp 1 msk. kókosolía Setjið macadamiu- hnetur, kókosmjöl, límónubörk, límón- usafa, vanilludropa, salt og agavesíróp í matvinnsluvél. Malið í 5-10 sekúndur eða þangað til hneturn- ar hafa molnað vel en eru ekki orðnar að mauki (verða of olíukenndar ef mauk- aðar of mikið). Setjið kókosolíuna út í og malið í 2-3 sekúndur. Kælið deigið í 30 mínútur. Mótið kúlur og geymið í lokuðu íláti í ísskápnum. Gott er að dýfa molunum í bráðið, dökkt súkkulaði. Notið dökkt súkkulaði með hrásykri til dæmis frá Green & Black’s. 130 g spelti 60 ml hlynsíróp 1 eggjahvíta 1 vanillustöng 4 msk. kókosolía 2 msk. rapadura- hrásykur (eða annar hrásykur) ½ tsk. vanilludropar úr heilsubúð (má sleppa) ¼ tsk. bökunarsódi 1/8 tsk. kanill ¼ tsk. engifer 1/8 tsk. múskat Smá klípa salt (Hima- laya- eða sjávarsalt) Sigtið saman í stóra skál; spelti, bökunar- sóda, kanil, engifer, múskat og salti. Hrærið vel. Í aðra skál skuluð þið blanda saman eggjahvítu, kókosolíu, hlynsírópi, vanilludrop- um og hrásykri. Hrærið vel saman. Skerið vanillustöngina eftir endilöngu og skafið fræin (með oddi á litlum hníf) ofan í hlynsíróps- blönduna. Hellið hlynsíróps- blöndunni ofan í stóru skálina. Hnoðið deigið vel og geymið í ísskápnum í klukkutíma. Ef deigið er mjög klístrað má dreifa spelti utan um deigið svo það festist ekki við. Skiptið deiginu í nokkra búta og fletjið hvern bút út með kökukefli eða stórri glerflösku. Skerið út kökur sem eru um 5,5 sentimetrar í þvermál. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Dreifið kökunum á bökunar- pappírinn. Bakið við 180°C í um 10-12 mínút- ur. Gott er að saxa eina lúku af valhnetum afar smátt og setja í deigið. HLYNSÍRÓPS- OG VANILLU- SMÁKÖKUR Hollar og hreint út sagt ómótstæðilegar. MACADAMIA- OG LÍMÓNUKONFEKT SIGRÚNAR Ef til vil fremur látlaust að sjá en leikur við bragðlaukana. M YN D IR /S IG R Ú N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.