Vikan


Vikan - 09.02.1961, Page 9

Vikan - 09.02.1961, Page 9
hárið aftur frá enninu, greiðiö síðan nokkra lokka fram yfir eyrun og upp að augabrúnum, svo að helmingur þeirra hyljist. Mynd nr. 2: Ef maður er ungur, getur maður leyft sér að greiða allt hárið á ská yfir ennið og út í annan vangann, cn festa svo rauða rós i lokkana. einhvers staðar við annað eyrað. Af tveimur ástæðum barf ég ekki að e.-ða tima í að reyna þetta, því að ég er ekki ung og ég hef enga rauða rós handbæra. Næst kemur svo hin fræga Duo-greiðsla í tveimur eða þremur „varíasjónum", siðan ein, sem ber nafnið Ananas. Á endanum er ég orðin svo. dauðuppgeíin í handleggjunum að ég kasta blaðinu, hárburst- anum og greiðunni út i horn og hringi á hár- greiðslustofuna. Jú, af sérstökum ástæðum er timi laus kl. hálf- þrjú, segir stúlkan, sem svarar. — Getur frúin komið þá? Frúin, — l>að er að segja ég, — hugsar sig um andartak, rennir augum yfir allan ósómann í eldhúsinu, en segir svo rólega, og ég held meira að segja án þess að blygðast sín hið minnsta: — Þakk'yður fyrir, fröken, það mundi henta mér prýðilega að koma klukkan hálfþrjú. Sælar á meðan. Ég læsi eldhússdyrunum, það er allur galdurinn. Gjörið svo vel, dömur mínar, ykkur er velko rnð að fá uppskriftina. Ég er komin i prýðilegt skap og raula nýjasta cha-cha-cha-lagið fyrir munni rnér, hef fata- skipti á mettíma, mála mig með gamla, rauða varalitnum. Ég hef notað sama merkið í tvö eða þrjú ár, ég er ákaflega sérvitur i þeim sökum Það er dálítið erfitt að fá hirið til að liggja i þeim skorðum, sem það lá í gæv og fyrradag og léttu dagana þar á undan, en ég læt mér það í léttu rúmi liggja. Þegar ég er að fara út úr dyrunum, hringir síminn, — þetta óhræsi, sem þegir tímunum sam- an, þegar maður er einn heima og þr-Vr að hafa einhvern að tala við, en emjar svo skollann ráða- lausan, þegar maður má alls ekki vera að þvi að svara. En hvað skal gera? Maður hugsar að vísu fyrst: Látum hann bara garga. En svo læðist forvitnin að manni. Hver skyldi það vera? Síðan tekur maður heyrnartólið og afsakar ístöðuleysi sitt með því að segja við sjálfan sig: — Það gæti verið eitthvað áriðandi. E’n svo er það bara aldrei neitt áriðandi, sem betur fer. 1 þetta sinn er Egill i símanum: — Þú ert ekki farin niður. — Niður, — nei, segi ég hikandi. — Heyrðu, viltu athuga vel svefnpokann minn og veiði-„gallann“. Það væri afleitt, ef möluririn kæmist í allt það dót. Framhald á bls. 23. Smásaga eftir Guðnýju Sigurðardóttur

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.