Vikan


Vikan - 02.03.1961, Page 18

Vikan - 02.03.1961, Page 18
Fáeinar hárgreiðslur Nú er kvenfólk farið að leita sér ör- lítillar tilbreytingar frá sléttu og stuttu greiðslunni. Hún er ekki leng- ur eins og hjámur í öllum tilfellum. Þessar fjórar greiðsur hér eru ný- komnar frá París og eru í stuttu máli sagt mjög smekklegar, en engin af stúlkunum er með hár, sem nær niður á herðar, ekki enn þá. Og at- hugið, að „túberingar“ eru ekki not- aðar við neina af greiðslunum, og reyndar eru £ær löngu úr sögunni í tízkumiðstöðvunum, £ó að fólk yfir- leitt sé lengi að sætta sig við það. 1B VIKAN GILBEHX ROY Léttar kápur Nú, þegar daginn er farið að lengja og vorið er ekki svo ýkjalangt undan, langar áreiðanlega margar konur til að fá sér léttari kápur. Nú þarf ekki lengur eingöngu að hugsa um skjólið í flíkunum, við getum farið að rétta úr okkur óg líta í kringum okkur. Hér eru örfáar mvndir af léttum og nvtzkulegum yfirhöfnum. Smekkleg kápa úr ryðrauðu tweed- pfní. Einfaldleiki kápunnar gerir hana mjög glæsiiega. Stórir, flösku- vrænir hnappar og taska og hanzkar ? sama lit undirstrika einfaldleika kápunnar. Þessi þrískipta og fallega dragt er úr grænni og svartri Shetlands- ull. Þilsið er þröngt, og jakkinn fell- ur lauslega um mittið. Sjalið er jafn- sítt pilsinu, þegar það er lagt yfir berðarnar, og með kögri að neðan. Þröng, flöskugrænt pils úr ullarefni og jakki, sem nær niður á mjaðmir, en að aftan verður jakkinn jafnsíður og kápa. Hár skinnkragi. Dragtar- kápa þessi minnir mikið á kjólföt, en hað snið virðist nokkuð ryðja sér rúms í kvenfatnaði. Bast Hér koma tveir ein- faldir og skemmtilegir hlutir, fléttaðir úr garð- basti. Byrjið á að leggja bastið í bleyti í um klukkutima. Þá verður það mjúkt og eftirgefan- legt. Takið 15 þræði af basti í fléttuna, og skipt- ið þeim í þrjár 5 þráða samstæður, og hnýtið saman. Byrjið síðan að flétta, og fléttið hvorki of fast né of laust. Hald- ið nú áfram að flétta, þar til endarnir fara að þynnast og verða ójafn- ir. Þá eru aftur fundnir 15 þræðir og þeim skipt niður eins og hinum, síðan fléttaðir við flétt- una, svo að lítið beri á. -- Ágætt er að hafa sam- skeytin með um 6 cm millibili. Byrjið á að leggja fyrstu nýju þráðarsamstæðuna yfir þá, sem stytzt er í fléttunni, og látið endana standa út fyrir. Fléttið áfram um 3 brugðninga, en látið þá gamla þráðinn út úr fléttunni; þá á nýi þráðurinn að vera nægilega fastur. Fléttið nú áfram, og gerið ný samskeyti á sama hátt. Haldið áfram að flétta um 3% m langa fléttu í körfuna og 4 m langa í vagninn (gjarnan eina 7% m langa fléttu). Breidd fléttunnar á að vera um 1—2 cm. Takið nú fléttuna, og klippið alla enda af, og þurrkið hana með strokjárni. Viss- ara er að hafa léreftsstykki á milli strok- járnsins og fléttunnar, til Þess að hún dökkni ekki um of. Við þessa aðferð verður fléttan flatari og um leið þægilegri til mótunar. Framhald á bls 32. VUCAN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.