Vikan - 02.03.1961, Page 20
OSTUR
OG KEX
Ostur er bæði hollur og ljúffeng-
ur. Kex með osti er oft haft á kaffi-
borð, en er einnig mjög gott með
rauðvíni.
Ostur er að sjálfsögðu einnig
ágætur á brauði, en þá verður að
gæta þess að hafa brauðsneiðarnar
þunnar, svo að ostbragðið njóti sin.
Gráðaostur (roquefort)
er oftast skorinn með hnif og lát-
inn í topp á brauðsneiðina. Er hann
mjög góður með ristuðu brauði.
Smurostur
er hrærður með örlitlum majones
eða rjóma og sprautað á kex eða
þunnar, iitlar rúgbrauðs- eða hveiti-
brauðssneiðar.
Ofan, á ostinn er algengast að láta
hreðkur (radisur), tómata eða gúrk-
ur, en einnig er ágætt að hafa t. d.
appelsinur, epli, banana og niður-
soðna ávexti. Ólivur eru skornar i
sneiðar og asíur saxaðar smátt.
Hnetur (vaihnetur) eru góðar með
smurosti. Salatblöð og steinselja
eru bæði til prýðis og hollustu, þeg-
ar það er til. Sé rauðvin borið með,
þarf það að standa við stofuhita
a. m. k. nokkrar klukkustundir, áð-
ur en það er borið fram.
Mjólkurostur
er skorinn í sneiðar, ræinur eða rif-
inn niður; góður með kexi eða
hrökkbrauði.
Góðar rjómakökur
(blúndur).
% bolli siróp, 2 bollar hveiti,
2 bollar haframjöl, 2 bollar syk-
ur, Yt bolli rjómi, 1% tesk.
lyftiduft, 375—400 gr bráðið
smjörliki, vanilja.
Öilu er blandað vel saman, látið
með tveimur teskeiðum á vel
smurða hveitistráða plötu, bakað
við 225° i 8—10 mín., látið kólna
aðeins á plötunni, áður en þær eru
teknar af plötunni yfir á slétta
kökugrind (annars aflagast þær).
Súkkulaði er brætt yfir gufu og
smurt á helminginn af kökunum og
kokteilber eða vínber látið til
skrauts, ef vill. Rjóminn er þeytt-
ur og kökurnar lagðar saman tvær
og tvær. Gott er að setja öriitinn
vaniljusykur í rjómann. Ath. að
leggja kökurnar ekki saman með
rjómanum, fyrr en rétt áður en þær
eru bornar fram.
m i d i i 1 i ■
Amerísk terta (2 kökur).
125 gr smjörliki, 125 gr sykur,
200 gr hveiti, 2 tesk. lyftiduft,
4 eggjarauður, 2 msk. mjólk.
Venjulegt, hrært deig, skipt í tvö
meðalstór tertumót; söxuðum rúsín-
um stráð yfir.
Marange.
4 eggjahvitur, 250 gr sykur.
Eggjahviturnar eru þeyttar mjög
vel, sykrinum blandað varlega sam-
an við, látið í toppa ofan á deigið
i mótinu, bakað neðarlega í ofnin-
um við hægan hita.
pí^lli pwns
Þeir hættu að saga og litu undrandi upp á Palla prins, en svo
hlógu þeir háðslega og héldu áfram að saga. En Palli gafst ekki upp,
snjóbo'Itarnir þutu niður. Einn þeirra hittti sögina, svo að hún
þeyttist úr höndum skógarhöggsmannsins. Og hugsið ykkur, einn
bolti hitti annan skógarhöggsmanninn i framan, svo að hann fékk
blóðnasir. Þá hættl Palli skelkaður að kasta.
„Fyrirgefðu,“ hrópaði hann. Það var ekki ætlunin að slasa ykkur.
Ég varð bara svo öskuvondur, þegar þið ætluðuð að drepa tréð.“
Allt í einu hvein i loftinu, og einn, tveir og þrlr, þarna stóðu ekki
lengur tveir skógarhöggsmenn, heldur tröllkarílinn og nornin hans.
Augu tröllkarlsins skutu gneistum af reiði.
„Svei, þér!“ hrópaði hann „Hvers vegna geturðu ekki verið slæm-
ur, þótt ekki væri nema (mu sinni? Núna hefurðu komið upp um
okkur, af því að þú baðst fyrirgefningar. Hvernig í ósköpunum á
ég að ná í þig?“ ■— Við þettu snerist hann á liæli og hvarf ásamt
norninni, svo að snjórinn þyrlaðist upp á eftir þeim.
Palli andaði léttara og settist á grein til að hvíla sig. En svo
stökk hann fy'llt i einu upp. Eikitréð! Hvernig skyldi því liða? Aum-
ingja tréð, kannski vr.r það svo mikið meitt, að það mundi deyja. •—
Hann klifraði rösklega niður. Jæja, þetta Ieit ekki sem bezt út,
sárið var djúpt og Ijótt. Hvernig í ósköpunum átti hann að fara að
þvi að lækna það?
Þarna stóð hann og klóraði sér i höfðinu. Hann vissi ekki mikið
um það, hvernig ha n ætti að lækna tréð, en hann varð að reyna.
Kannski gat hann nolað frakkann sem sárabindi. Hann sótti band i
skyndi, fór úr nýja frakkanum og batt hann yfir sárið á trénu.
Þetta lcrit alls ekki sem verst út. Nú vonaði hann, að þetta gengi
vel, þvi að það var ekki miklu meira, sem hann gat gert.
Skyndilega heyrði hann rödd, sem hvíslaði: Palli, Palli.“
Einkennilegt, — það var alveg eins og tréð væri að hvisla. Gat
það verið? Satt að segja gat það ekki verið neinn annar.
„Já“, hvíslaði Pa'li svo varlega á móti. Þá þaut svo undarlega í
greinum trésins, of bessi einkennilega, hvíslandi rödd hélt áfram:
„Þakka þér fyrir, að þú vildir lána mér frakkann þinn, Palli litli,
en taktu hann bara - ! r. Ég hef svo mörg ör og sár frá fyrri árum,
að eitt í viðbót gerir hvorki til né frá. Það þarf meira til að hnekkja
gömlu tré eins og jvér.“
Frmmhald á bls. 26.
*
24 oui