Vikan


Vikan - 02.03.1961, Síða 34

Vikan - 02.03.1961, Síða 34
 LYFTIDUFT mcðqjMg) mistekst bnksturinn ekki Skipkslt Vf SKH>HOLTI 1 • REYKJAVIK SÍMI 17373 FIMMTÁN ÁRA. Framhald af bls. 10. — Ó, mamma, þetta var alveg dá- samlegt. Hann kyssti mig. — Nei, það var gaman, elskan min, sagði Emily. — Kyssti þig, hrökk út úr Walter. — Já, sagði Nancy sakleysislega, beint á munninn. — Emily, heyrðir þú þetta? ... Og hve oft? ■— Sjö sinnum. — Hugsa sér, ekki oftar, sagði Walter Fenton háðslega. — Nei, sagði Nancy, 6ara sjö sinn- um. En ég kyssti hann líka sjö sinn- um. Þegar piltur kyssir stúlku sjö sinnum, finnst mér ekki nema eðli- legt, að hún kyssi hann sjö sinnum á móti. — Þetta er alveg hárrétt hjá þér, væna mín, sagði Emily. Walter Fenton var ekki búinn að jafna sig, þegar þau gengu til náða um kvöldið. Hann spurði: — Og lézt þú líka svona, á hennar aldri, Emily? — Hvernig þá? — Að vera í kossaflensi úti í báta- skýli, sagði Walter Fenton hryssings- lega. — Emily hló glaðlega. — Já, Það máttu bóka. — Já, en Emily, ég hélt ... 1 fyrsta sinn, sem ég kyssti þig, hélt ég, að . . . — Já, ég veit það, vinur minn. — Hvað þá? — Hvað þú hélzt. Ung stúlka verð- ur að halda vel á spöðunum til að láta piltinn halda það. Walter Fenton fannst allt í einu, að hann væri orðinn gamall. — Emily, hve mikið manstu enn þá? — Það kemur þér ekki við. -— Jú, víst kemur það mér við. — Ja, það er alla vega orðið of seint núna. — Emily! hrópaði Walter Fenton upp yfir sig. Eg vil fá að vita, hvað þessi piltungur heitir. Ung stúlka get- ur ekki kysst pilt án þess svo mikið sem vita, hvað hann heitir að eftir- nafni. Emily hugsaði sig um. Síðan and- varpaði hún og sagði: Ég held ekki, að það skipti nokkru máli á slikum augnablikum. Walter Fenton skipti um aðferð. — Er þér yfirleitt alveg sama, hvern- ig fer fyrir dóttur þinni? — Ef dóttir min verður jafn- hamingjusöm framvegis og hún er nú, þá er ég hæstánægð, sagði Emily. •— Já, en hún veit ekki einu sinni um eftirnafnið hans. — Ég get ómögulega séð, að hún væri nokkru bættari með það. Og Walter Fenton fleygði sér í rúmið harmi lostinn. Við morgunverðarborðið tilkynnti Nancy, að Jimmie kæmi í heimsókn seinna um daginn. — Nei, en hvað það var gaman, væna mín, sagði Emily. — Ég skal gefa ykkur það, sem eftir er af súkkulaðibúðingnum. — Ó, mamma, ég gæti knúsað þig. Og mamma, við viljum helzt vera ein. — Auðvitað, elskan mín. — Gerir þú þér ljóst, hvað Þú ert að segja, Emily? — Já, ég sagði „auðvitað, elskan min“, sagði Emily —■ Og svo farið þið út að ganga ... eða eitthvað, sagði Nancy. — Að sjálfsögðu, vina mín. — Emily! — Halt þú áfram að borða, Walter. Nancy umfaðmaði sjálfa sig í gleði sinni. — Ó, mamma, svo spilum við á grammafóninn og ... — Jahá, mér er sem ég sjái það, hvæsti Walter Fenton. Komdu með mér upp, Emily. Ég þarf að tala við Þig. — Ég nenni alls ekki að fara með þér upp á loft og kæri mig ekkert um að tala við þig. Ég vil fá að borða í friði. Walter Fenton skálmaði fram á veröndina, hlammaði sér i stól og bölvaði. Engu að síður fór hann í gönguferð út með sjó með Emily eft- ir uppþvottinn. Skyndilega nam hann staðar og sagði: — Ég mun aldrei fyrirgefa þér, ef eitthvað kemur fyrir barnið. — Þykir þér ekki vænt um hana? — Auðvitað Þykir mér það. — Þá skulum við halda áfram. Walter Fenton nísti tönnum og gekk áfram. Um fjögurleytið fannst Emily hæfilegt að snúa við. Jimmie var farinn, og Nancy sat við plötuspilarann og hlustaði á eitt- hvað, sem hét Smoky Windows. —• Jæja, hve oft kysstir þú hann í dag? spurði Walter Fenton háðs- lega. Nancy varð stóreyg af undrun. — Já, en við kysstumst alls ekki neitt. Emily leit á mann sinn með fyrir- litningu. — Það er ekki hægt að kyssast allan timann, finnst þér það, mamma? sagði Nancy og var særð. — Auðvitað ekki, vina mín, sagði Emily. Það hlakkaði í Walter Fenton, þegar Nancy tilkynnti, að Jimmie færi heim daginn eftir. — ... svo að ég kem mjög seint heim í kvöld, mamma, sagði Nancy alvarlega. — Hve seint, vina mín? — Ekki fyrir klukkan níu. Ég verð þó að kveðja hann og svoleiðis. — Og hvað þóknast Þér að meina með „svoleiðis"? spurði Walter Fenton. — O, ekkert sérstakt, sagði Nancy varfærnislega. —- Hvað sem er. — Þú veizt kannski um eftirnafn- ið hans núna? — Nei, ég veit það ekki enn, svar- aði Nancy jafnalvarlega og áður. Ég gleymi alltaf að spyrja hann að því. Kannski man ég eftir því í kvöld. — Og hvar ætlið þið að vera, væna min? spurði Emily. — Niðri í bátaskýli auðvitað. Það var þar, sem við kynntumst fyrst. — Walter Fenton bældi niður reiði sina, þar til hann var einn með konu sinni. — Vilt þú segja mér, Emily, ætlar þú að láta barnið fara niður í báta- skýli í kvöld? — Ó, já. — Og eftir að dimmt er orðið? — Ó, já. — Já, en Emily! — Ég þori að veðja, að foreldrar þínir hafa ekki haft hugmynd um stúlkurnar, sem þú kysstir, sagði hún. — Haft hugmynd um! Þau hefðu fláð mig lifandi. — Jáhá, ég get ímyndað mér það, sagði Emily. —■ Jæja, góða. En foreldrar þinir? spurði hann kaldhæðnislega. Emily hugsaði sig um og sagði síðan: — Þau vissu um þá alla nema þig. — Nú — já, — og hvers vegna ekki mig? — Það verður þú að finna út sjálf- ur. 1 ljósaskiptunum fór Nancy niður að bátaskýli. Walter Fenton horfði á eftir henni. Allt í einu sneri hann sér við og starði á konu sína. — Hvers vegna sagðir þú þeim ekki frá mér? spurði hann svo. 3B mhíam

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.