Vikan - 02.03.1961, Qupperneq 35
—- Ég hélt, að þú hefðir áhyggjur
af Nancy, sagði Emily.
— Já, ég hef áhyggjur af Nancy!
Þú lætur þér þó ekki til hugar koma,
að ég muni láta hana vera eina í
þessu bátaskýli?
Emily svaraði ekki strax.
— Nei, það held ég ekki, sagði hún
síðan — En ef þú spillir þvi, sem
er svo fagurt, Walter Fenton, máttu
reiða þig á, að daginn, sem Nancy
giftist, skil ég við þig. Og þá situr
þú einn uppi, gamall, illgjarn nöld-
urseggur. Og nú ætla ég að fara að
hátta, ég hef hugsað mér að sofa.
Emily gekk hnarreist upp stigann.
Hvort hún var reið eða glöð, gat
Walter Fenton ekki dæmt um. Hún
gekk ætíð um á sama hátt, hvernig
svo sem henni var innanbrjósts.
Walter Fenton sat enn nokkra stund
og horfði niður í gólfið, — svo gekk
hann út og í áttina til bátaskýlisins.
Fljótlega veitti hann því eftirtekt,
að mölin brast undan skósólum hans,
og hann laut niður og tók af sér
skóna. Mölin særði hann í iljarnar,
en hann laumaðist bak við bátaskýl-
ið, án þess að hans yrði vart. Jimmie
var auðheyrilega nýkominn. Hann
heyrði rödd Nancy:
— Jimmie, ert það þú?
.—• Já, ... ert það þú, Nan?
— Hver í ósköpunum ætti Það ann-
ars að vera?
— Ne — nei, en maður getur aldrei
vitað ... Það er naumast, að það
er myrkur hérna inni. Hvar ertu,
Nan?
— Ég sit hérna megin.
— Komdu hingað.
— Nei, kom Þú hingað.
Walter Fenton vissi aldrei, hvort
færði sig til hins.
— Hugsaðu þér ... Þetta er sein-
asti dagurinn okkar, Nan. Eg vildi
óska, að ég þyrfti ekki að fara heim
í skólann og allt það. Ferð þú líka
í skóla, þegar Þú kemur heim, Nan?
— O, ég veit það ekki. Ég hef ekki
ákveðið það enn þá. Líklega geri ég
það samt.
— Ætlar þú að skrifa mér, Nan?
— Já, ef þú skrifar mér fyrst, —
annars ekki.
— Ég ætla að skrifa þér á hverjum
degi, Nan.
— Þú segir þetta bara.
— Nei, það get ég svarið, Nan.
Ég hef aldrei á ævinni sagt þetta
áður ... Það er að segja, — aðeins
einu sinni. En ég var fljótur að jafna
mig eftir það.
— En þú sagðir mér, að þú hefðir
aldrei kysst aðra stúlku en mig.
— Það hef ég ekki heldur, Nan,
— það var ekki hægt að kalla það
koss. Það var alls ekki eins ... eins
og að kyssa Þig. Viltu kyssa mig
núna, Nan?
— Ég er ekki alveg viss um, hvort
ég á að gera Það.
— Hver veit Það, ef þú veizt það
ekki?
— Mamma mín.
— Hún veit víst allt. Þú átt lík-
lega góða móður, Nan ... En viltu
þá kyssa mig?
— En pilturinn kyssir alltaf fyrst.
— Já, en þá ... Þá verð ég að
kyssa þig fyrst, Nan.
— Hm, hm?
Walter Fenton leið eins og hann
væri úti í kirkjugarði. Hann vissi
ekki, hver kyssti hvern.
— Þarna sérðu, Nan. Það varst Þú,
sem gerðir Það.
— Nei, það er ekki satt, það varst
þú, sem kysstir mig.
— Kannski gerðum við það bæði.
Þögn. Walter Fenton vildi komast
burt. En hann var orðinn svo stirður
í hnjánum, að hann þorði sig hvergi
að hræra.
— Heyrðu, Nan. Hvernig væri það,
ef við gætum kysst hvort annað eins
og okkur langar til?
— Við yrðum fljótt þreytt á því.
— Ekki ég, það get ég svarið, Nan.
Þögn.
— Heldur þú, að þú yrðir ekki
leiður af ... þvl?
MALMGLUGGAR f/f
Lælvjargötu, Hafnarfirði. — Sími 50022.
— Aldrei, Nan.
— Viltu lofa mér nokkru?
— Já, hverju sem er.
— Viltu lofa mér því að kyssa
aldrei aðra stúlku, nema ég leyfi þér
það?
—- Mig langar ekki til að kyssa
neina aðra en þig.
— Er það alveg vist?
— Alveg víst. Vilt þú lofa mér þvi
sama?
— Já, ef mamma mín segir, að ég
megi það.
— Nú kyssi ég þig aftur, Nan.
— Heldur þú kannski, að einhver
hindri það?
Þögn.
— 1 þetta sinn gerðum við það þó
bæði, var það ekki, Nan?
— Jú, það er víst.
— Nan, það er langt til næsta
sumars, finnst Þér það ekki?
— Ekki, ef þú skrifar mér.
Þögn.
— Jimmie, þú verður að fara núna.
— Svona fljótt?
— Já, Jimmie, ég ... ég er að fara
að gráta
— Ó, Nan.
— Vertu svo góður að fara, Jimmie.
Ég ætla að gráta.
— Já, en Nan!
— Kysstu mig einu sinni enn, —
og svo ætlar þú að fara, er það ekki?
Þögn.
* — Vertu sæl, Nan.
— Vertu sæll, Jimmie.
Þögnin þyrmdi yfir Walter Falton.
Svo heyrði hann fótatak Jimmies I
mölinni. Honum leið einkennilega,
hann var eitthvað svo undarlegur og
innantómur. Hann fann, að einhvern
tíma á lifsleiðinni hafði hann farið
á mis við eitthvað, sem hann gæti
aldrei bætt sér upp. Hann óskaði þess
af öllu hjarta, að hann hefði átt það
með Bmily, og hann fann til dapur-
legrar öfundar í garð þessa unga
pilts, sem hafði hlotnazt það. Hann
braut heilann um, hver það hefði
ver'ð
Hann heyrði að Nancy gekk út á
bryggjuna, og gægðist úr fylgsni
sínu. Hún settist yzt á bryggjuna og
horfði á mánann, sem var að koma
upp.
Þegar Walter læddist á sokkaleist-
unum niður að bryggjunni, heyrði
hann fótatak Jimmies fjarlægjast.
Hann gekk varlega út á bryggjuna,
en eitt borðið marraði undan þunga
hans.
— Þú lofaðir að koma ekki aftur,
Jimmie, sagði Nan.
—■ Þetta er ekki Jimmie, Nan,
sagði Walter Fenton. — Það er
bara ég.
— Ó, ert það Þú, pabbi.
Walter Fenton settist við hlið dótt-
ur sinnar. 1 tunglskininu sá hann, að
vangi hennar var tárvotur. Hann tók
varlega utan um hana.
— Ég gleymdi að spyrja hann um
eftirnafnið, pabbi
— Það gerir ekkert til, vina min,
sagði Walter Fenton.
— En hann kemst ekki hjá því að
skrifa það á bréfin til mín, er það,
pabbi?
— Auðvitað gerir hann það, sagði
Walter Fenton.
— Nancy sat kyrr og sagði ekki
neitt. Hún vafði handleggjunum um
hnén. Það var rétt eins og máninn
brosti við henni.
— Er ekki veröldin dásamleg,
pabbi ?
— Jú, vina mín, hún er dásamleg.
— Og heldur hún ekki alltaf
áfram að vera það, pabbi?
— Jú, ég vona það, elskan min,
ég vona það.
Nancy andvarpaði djúpt og sagði:
— Ó, pabbi, ég vildi óska, að mán-
inn og allt stæði S stað um alla ei-
lífið. Getur þú ekki komið því til leið-
ar, pabbi?
— Ég skal reyna, væna mín.
Og einhvern veginn tókst Walter
Fenton að láta mánann standa kyrr-
an eitt andtartak.
ENDIR.
Nýtt útlit
Nú tækni
Málmgluggar fyrir verzlan-
ir og skrifstofubyggingar í
ýmsum litum og formum.
Málmgluggar fyrir verk-
smiöiubyggingar, gróður-
hús, bílskúra o fl.