Vikan


Vikan - 30.03.1961, Page 12

Vikan - 30.03.1961, Page 12
. 'mwm, ÞEIR BÚA YFIR DULRÆNU AFLI, SEM ER ÞESS MEGN UGT AÐ LÆKNA, ÞEGAR ANNAÐ HEFUR BRUGÐIZT, Þór Baldurs: Læknar í Afríku Til eru menn, sem eiga yfir aÖ ráða einkennilegu valdi, sem er ]jess megnugt að leggja ill örlög á menn eða eyða þeim. Meðal þessara manna eru liinir svonefndu galdralæknar Afríku, sem eru um allt megin- landið, frá landamærum Eþíópiu til Góðrar- vonarhöfða í suðri. Flestir galdralæknar telja veikindi vera afleiðingu illra verka anda og til að lækna liau verði að vita, hvernig hægt sé að kveða þá niður. Fljótt á litið virðist hér vera um hrein liindurvitni að ræða, en sannleikurinn er sá, að galdralæknar hafa getað læknað i mörgum þeim tilfellum, er allar lækningaaðferðir hafa brugðizt. Þeir, sem búa i námunda við Afríkubúa, bændur, kaupmenn og veiðimenn vita bezt um hin undarlegu dulmögn, sem galdra- læknarnir ástunda. í síðustu ferð minni gegnum Transwaal hai- fyrir augu mér langa röð bifreiða, sem var um hálf míla á lengd og lagði leið sína að litlum kofa í miðjum dalnum. Þetta var sönnun þess, livað hvitir Afríku- húar halda um hina afrísku galdralækna, j)ví að eigendur bifreiðanna voru hvítir menn, sem biðu þolinmóðir eftir hjálp og lækningu galdralæknisins. Sú skoðun, að veikindi geti læknazt með því að stökkva á brott vondum anda, er ekki bundin við Afríku eina, slikt má einnig sjá í Nýja testamentinu. Hver er sannleikurinn í því, að unnt sé að lækna fólk með því að leysa það úr álög- * um? Er Nýja testamentið ekki sannleikanum samkvæmt, eða hafa læknavísiindi meðalanna rangt fyrir sér? Ég er ekki að leggja til,'að' , galdralæknar ættu að vera á lista sjúkrasam- lagsins yfir heimilislækna, en það, sem ég. vildi segja, er, að rannsókn á aðferðum þeirra mundi stuðla mjög að þvi að auka þekkingu okkar á þeim öflum, sem stjórna andlegu og geðrænu líferni okkar. I il allrar óhamingja er visindamönnum aðeins umhugað um það, sem unnt er að \ega, og mæla og telja, og hættir til að fordæma sein lileypidóma mörg fyrirbæri, sem eiga sér þó raunverulega stað. Til er margt jiað, sem ekki er unnt að vega og mæla, því að svo margt er til í lifinu, sem skólarnir gera enga grein fyrir. Galdralæknirinn ver miklum tima til iðk- ana helgiathafna og æfinga, sem mundu virðast mörgum Vesturlandabúum undar- legar. Afleiðing þessara leyndu athafna, sem hann ástundar, er sú, að hann getur haft áhrif á einhver náttúrulögmál, sem gera honum kleift að framkvæma afrek, sem eru enn ráðgáta vestrænum lælinavísindum og hinum óinnvígða virðast einhver tegund galdra. Ég rakst á ágætt tilfelli, mann, sem hafði verið læknaður af galdralækni. Hann sagði mér frá því, hvernig hann hafði farið af heimili sínu á svæði blökkumannanna til.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.