Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 4
4 9. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
19°
7°
5°
6°
11°
8°
7°
6°
6°
21°
13°
17°
7°
28°
2°
14°
10°
5°
Á MORGUN
Sunnan 5-13 m/s.
Vaxandi SA-átt síðdegis.
FÖSTUDAGUR
Fremur hægur vindur
en stíf suðaustanátt.
2
6
4
4
2
2
5
5
7
6
8
10
9
8
7
6
7
6
8
13
17
10
7
6
4 1
2
8
8
6 4
7
FÍNT VEÐUR
NORÐANLANDS
Næstu dagar
einkennast af
blautviðri einkum
sunnanlands og
fremur stífum
vindi. Norðurlandið
sleppur þó við
mestu úrkomuna
og þar verður yfi r-
leitt hægur vindur.
Nokkuð milt verður
í veðri.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
GENGIÐ 08.12.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
235,4324
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
123,31 123,89
201,49 202,47
182,99 184,01
24,587 24,731
21,570 21,698
17,492 17,594
1,3901 1,3983
196,65 197,83
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
LÖGREGLUMÁL Piltarnir þrír sem
kveiktu í skólastofu í Waldorf-
skóla brutust inn í hann með
klaufjárni.
Missagt var í Fréttablaðinu í
gær að þeir hefðu verið nemendur
í Waldorfskóla. Hið rétta er að þeir
hafa verið nemendur í Fellaskóla. Í
þeim skóla gerðu þeir ráðstafanir
til þess að komast inn eftir að allir
voru farnir heim, með því að troða
bréfi í dyralæsingu. Þeim tókst
ekki að kveikja í skólahúsnæðinu,
þrátt fyrir nokkrar tilraunir, þar
sem öryggisvörður varð eldsins
var áður en hann náði að breið-
ast út.
Síðan héldu þeir í Waldorf-
skólann, eftir að hafa útvegað sér
bensín hjá kunningja í millitíðinni.
Þar brutust þeir inn og tókst að
kveikja í. Það gerðu þeir með því að
hlaða köst úr auðbrennanlegu efni,
svo sem pappír, á gólf kennslustofu.
Síðan báru þeir eld að.
Kennsla var með hefðbundnum
hætti í Waldorfskóla í gær.
Þá er rétt að fram komi að upp-
lýsingar um piltana í Fréttablað-
inu í gær voru ekki komnar frá
Snorra Traustasyni, kennara í
Waldorf skóla, heldur einungis það
sem sneri að íkveikjunni sjálfri og
skemmdum af völdum hennar.
Málið er enn í rannsókn hjá lög-
reglu. - jss
Brennuvargarnir voru nemendur í Fellaskóla en ekki Waldorfskóla:
Brutust inn með klaufjárni
WALDORFSKÓLI Kennsla í skólanum
var með hefðbundnum hætti í gær,
þrátt fyrir skemmdir eins og sjá má á
myndinni.
ALÞINGI Icesave-frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar var vísað til þriðju
og síðustu umræðu á Alþingi í gær
gegn atkvæðum þriggja þingmanna
VG en með stuðningi Þráins Bertels-
sonar, óháðs þingmanns.
Samkomulag var um að ljúka
annarri umræðu á stuttum fundi,
sem hófst á hádegi. Þar töluðu ein-
ungis formenn stjórnmálaflokk-
anna.
Við atkvæðagreiðslu í framhaldi
af þeirri umræðu greiddu Lilja
Mósesdóttir og Ögmundur Jónas-
son, þingmenn VG, atkvæði gegn
1. grein frumvarpsins, þar sem
kveðið er á um ríkisábyrgð á skuld-
bindingum Tryggingasjóðs inn-
stæðueigenda.
Aðrir þingmenn VG og Sam-
fylkingarinnar studdu málið, þar
á meðal Ásmundur Einar Daða-
son, VG. 1. greinin var samþykkt
með 32 atkvæðum gegn 29. Tveir
þingmenn voru fjarverandi, Helgi
Hjörvar, Samfylkingu, og Siv Frið-
leifsdóttir, Framsóknarflokki.
Gildistökuákvæði 5. greinar
frumvarpsins var hins vegar aðeins
samþykkt með einu atkvæði; 31
þingmaður greiddi því atkvæði,
þar á meðal Þráinn Bertelsson,
en 30 voru á móti, þeirra á meðal
Ögmundur, Lilja og Ásmundur
Einar.
Við atkvæðaskýringu um 1. grein
hafði Ásmundur Einar sagt að þótt
hann greiddi atkvæði með því að
málið fengi að ganga til þriðju
umræðu mundi hann ekki taka
efnislega afstöðu fyrr en við loka-
atkvæðagreiðslu um málið.
Lilja, Ögmundur og Ásmund-
ur Einar sátu svo hjá þegar
greidd voru atkvæði um önnur
ákvæði frumvarpsins og voru þau
Icesave naumlega afgreitt
til fjárlaganefndar að nýju
Alþingi vísaði Icesave til þriðju umræðu með 32 atkvæðum gegn 29. Ögmundur Jónasson og Lilja Móses-
dóttir greiddu atkvæði gegn ríkisábyrgð. Aðrir stjórnarþingmenn studdu málið, auk Þráins Bertelssonar.
NEI Ögmundur Jónasson sagðist bæði ósáttur við niðurstöðuna
í Icesave-málinu og það hvernig niðurstaðan hefði verið fengin.
Því greiddi hann atkvæði gegn ríkisábyrgð. Það gerði einnig Lilja
Mósesdóttir, þingmaður VG. Ásmundur Einar Daðason, flokks-
bróðir þeirra, sagði já en var hins vegar á móti ákvæði um að
frumvarpið öðlaðist strax gildi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LÖGREGLUMÁL Ríkislögreglustjóri
hefur farið fram á að embætti
Ríkis saksóknara rannsaki hvort
lög hafi verið brotin þegar meint
peningaþvætti í Landsbankanum
árið 2006 var ekki rannsakað.
Í fréttum DV af málinu sagði
að Jón Gerald Sullenberger hefði
boðið Lands bankanum skulda-
bréf upp á þrjátíu milljarða frá
Venesúela í fjárstýringu eða til
kaups. Segir í tilkynningu frá
Ríkis lögreglustjóra að ákveðið
hafi verið að kalla eftir rannsókn
Ríkissaksóknara vegna ásakana
DV um að málið hafi ekki verið
rannsakað á eðlilegan hátt. - sh
Meint peningaþvætti:
RLS vill rann-
sókn á eigin
frammistöðu
SVEITARSTJÓRNIR Lúðvík Geirsson,
bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir nú
skoðað hvort leitað verði eftir því
að fá hnekkt ákvörðun Einkaleyfa-
stofunnar um að bærinn fá ekki
umbeðinn einkarétt á vörumerk-
inu Jólaþorpi.
Lúðvík segir
málið snúast
um réttarstöðu
bæjarins gagn-
vart því að hafa
búið til Jóla-
þorpsverkefnið.
„Auðvitað vilja
menn verja sína
hagsmuni og við
munum skoða
það hvaða heimildir eru til stað-
ar. Það er náttúrlega túlkunarat-
riði hvað er almennt og hvað ekki.
Annars hefur þessi umræða og
umfjöllun fjölmiðla orðið til þess
að vekja enn betur en áður athygli
á þessu frábæra framtaki hérna í
bænum. Þannig að við erum auð-
vitað hæstánægð með það.“ - gar
Úrskurður um Jólaþorp:
Hafnfirðingar
skoða framhald
LÚÐVÍK GEIRSSON
DÓMSMÁL Kona á þrítugsaldri
hefur verið dæmd í níu mánaða
fangelsi og til ævilangrar svipting-
ar ökuréttar fyrir fíkniefnaakstur,
auk skilorðsrofs.
Konan var í tvígang á stuttu
tímabili staðin að því að aka bif-
reið, þótt hún væri ófær um að
stjórna henni vegna fíkniefna-
neyslu.
Konan játaði brot sín skýlaust
fyrir dómi. Hún á að baki langan
sakaferil vegna umferðarlaga-
brota, fíkniefna- og ölvunarakst-
urs, auk þjófnaða og nytjastulda.
Með þeim brotum sem konan
var nú sakfelld fyrir rauf hún skil-
orð reynslulausnar. - jss
Kona á þrítugsaldri:
Níu mánuðir
fyrir dópakstur
Já:
■ Þráinn Bertelsson,
Óh.: Það er kominn
tími til að hefja
slökkvistarfið. Það er
kominn tími til að slá
skjaldborg um fjöl-
skylduna okkar, fólkið
í landinu.
■ Valgerður Bjarna-
dóttir, S: Þetta verða
þungar byrðar en við
munum geta borið
þær.
■ Björn Valur Gíslason,
V: Góð lausn á vondu
og ósanngjörnu máli
sem þjóð og þing
stjórnvöld fengu
í hausinn frá fyrri
stjórnvöldum og þar
ber Sjálfstæðisflokkur-
inn höfuðábyrgð.
Nei:
■ Höskuldur Þórhalls-
son, B: Við munum
halda áfram að berjast
í þessu máli alveg þar
til yfir lýkur.
■ Einar K. Guðfinnsson,
D: Þessi samningur er
afleitur og ríkisábyrgð-
in er óverjandi.
■ Ögmundur Jónasson,
V: Ég hef alla tíð
verið ósáttur við að
ríkisstjórnin tengdi
líf sitt við tiltekna
niðurstöðu í Icesave-
samningnum. … Með
atkvæði mínu gegn
Icesave-samningnum
mótmæli ég niður-
stöðunni eins og hún
liggur fyrir, svo og því
hvernig hún er fengin.
■ Lilja Mósesdóttir, V:
Áhyggjur af skuldaþoli
þjóðarbúsins gera að
verkum að ég segi
nei við ríkisábyrgð á
Icesave.
■ Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, B:
Það er ekki verið að
ryðja úr vegi hindrun
fyrir endurreisn
íslensks efnahagslífs
heldur að festa þá
hindrun í sessi.
■ Guðlaugur Þór
Þórðarson, D: Ég hvet
kjósendur til að hafa
samband við sína
þingmenn og tryggja
að þeir muni fylgja
sinni sannfæringu.
ORÐRÉTT
samþykkt með 31 atkvæði gegn 27.
Þráinn Bertelsson fylgdi stjórnar-
meirihlutanum að málum við allar
atkvæðagreiðslurnar.
Arndís Sigurðsdóttir, sem tók
sæti á mánudag sem varamaður
Atla Gíslasonar, VG, greiddi öllu
frumvarpinu atkvæði. Það gerði
einnig Ólafur Gunnarsson, vara-
þingmaður Guðfríðar Lilju Grétars-
dóttur, þingflokksformanns VG.
Allir þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins, Framsóknarflokksins og Hreyf-
ingarinnar greiddu atkvæði gegn
öllum greinum frumvarpsins.
Icesave-frumvarpið er þar með
komið á ný til meðferðar fjárlaga-
nefndar. Fyrir liggur samkomulag
stjórnar og stjórnarandstöðu um
meðferð málsins í fjárlaganefnd.
Að lokinni umfjöllun nefndarinnar
kemur málið til þriðju og síðustu
umræðu í þinginu.
peturg@frettabladid.is