Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 2
2 9. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNSÝSLA „Lengi vel var það alþekkt að allir sem fengu vinnu í Fríhöfninni voru tengdir ákveðn- um pólitískum flokkum, annað- hvort beint eða í gegnum fjöl- skyldumeðlimi,“ segir í fimmtíu ára afmælisriti Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Fríhöfnin varð fimmtíu ára í fyrra en afmælisritið er fyrst að koma út núna. Í blaðinu er gripið niður í sögu fyrirtækisins. Ein greinin ber yfirskriftina Pólitísk- ar ráðningar og hefst á tilvitnuðu orðunum hér að framan. „Lengi framan af voru það teng- ingar í gegnum Alþýðuflokkinn og síðan réði Framsóknarflokkurinn ráðningum en það fór eftir því í hvaða flokki utanríkisráðherra var hverju sinni,“ segir í afmælis- ritinu um það hvað þurfti til að fá starf í Fríhöfninni. Mikið af starfsfólkinu er sagt hafi verið ráðið í sumarafleysing- ar, gjarnan nemar í Háskólanum. Vitnað er til samtals við starfs- mann sem hafði starfað í nokkra mánuði þegar hann fékk heim- sókn eitt kvöldið. Þar hafi verið mættur „virðingarverður maður“ að rukka félagsgjald í Félag ungra jafnaðarmanna í Keflavík. Starfs- maðurinn hafi neitað að borga. „Var hann þá spurður hvort hann væri ekki með vinnu í fríhöfn- inni og sagði síðan „þar eiga bara alþýðuflokksmenn að vinna,“ segir í Fríhafnarblaðinu. Annars staðar í afmælisblaðinu er fjallað um þjóðþekkta starfs- menn sem verið hafa hjá Fríhöfn- inni. Sértaklega er rætt við Sig- hvat Björgvinsson, fyrrverandi Fríhöfnin í Keflavík í klóm spillingarafla Í nýju afmælisriti Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvell segir að pólitískur geð- þótti hafi lengi ráðið hverjir fengju þar starf. Framsóknarflokkur og Alþýðu- flokkur hafi ráðið þar mestu eftir því hvor flokkur átti utanríkisráðherrastólinn. PÓLITÍSK AFSKIPTI Eftirsótt var að komast til starfa í Fríhöfninni á Keflavíkurflug- velli og úthlutuðu spilltir stjórnmálamenn stöðum þar á hverjum tíma. MYNDIR/AFMÆLISRIT FRÍHAFNARINNAR 1959-2009. ráðherra og starfsmann í Fríhöfn- inni í tvö sumur. Segir að Sighvati hafi líkað starfið vel. „Unnið var á vöktum, en mikið var af aukavinnu og því höfðu menn góðar tekjur. Var starfið því algjört draumastarf hvað laun varðar fyrir ungan skólastrák,“ segir í blaðinu og bætt er við að stundum hafi verið svo mikið að gera hjá Sighvati að hann hafi fengi að gista í fjölbýlishúsi Frí- hafnarinnar í stað þess að fara til Reykjavíkur þar sem hann bjó. Hlynur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Fríhafnarinnar og ritstjóri afmælisblaðsins, segir í leiðara þess að ýmislegt hafi gengið á í pólískum afskiptum og sum mál verið bæði leiðinleg og erfið fyrir starfsfólkið. Með gler- augum nútímans væri auðvelt að dæma fortíðina. „En við gleymum að nú lifum við á tímum hins upp- lýsta samfélags þar sem slæmar venjur og vondir siðir þrífast ekki en voru hér áður samþykktir með þögninni.“ gar@frettabladid.is Gunnar, er holdið þá ekkert veikt? „Holdið er alltaf í upplyftingu.“ Séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digraneskirkju, stundar lyftingar af miklum móð. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest gæsluvarðhaldsúrskurð hér- aðsdóms yfir Catalinu Mikue Ncogo og samstarfskonu hennar. Þær sitja í gæsluvarðhaldi og ein- angrun til föstudagsins næstkom- andi. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að lögregla hafi að undan- förnu rannsakað ætlað mansal og milligöngu um vændi, upphaflega á grundvelli ítrekaðra upplýsinga um að Catalina og samstarfskona hennar flytji stúlkur til landsins, geri þær út til vændis og taki hluta hagnaðarins af þeim. Í okt- óber hafi lögreglu ítrekað bor- ist nafnlausar ábendingar um að nokkrar konur stunduðu vændi á heimili Catalinu. Þá hafi lögreglu borist upplýsingar um komu nokkurra kvenna til landsins, sem bendi til að þær séu hingað komnar til að stunda vændi á vegum samstarfskonunnar. Sér- stakt húsnæði hafi verið tekið á leigu undir starfsemina. Lög- regla hafi fyrir nokkru tekið skýrslu af konu, sem komið hafi hingað til lands til að stunda vændi á vegum samstarfskonu Catalinu og hafi hún lýst bágum aðstæðum. Þá kemur fram að Catalina hafi frá því í október tekið virkan þátt í þeim brotum, sem til rannsóknar eru, meðal annars með því að koma að skipulagningu vændis- starfseminnar, hafa milligöngu um hana og hafa viðurværi sitt af vændi annarra. - jss Hæstiréttur staðfestir varðhald yfir Catalinu og samstarfskonu hennar: Vændiskona lýsti bágum aðstæðum CATALINA Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um gæslu- varðhald og einangrun. SLYS Karlmaður á fimmtugsaldri lést við sportköfun á milli Hvammsvíkur og Hvítaness í Hvalfirði síð- degis í gær. Kafarinn varð viðskila við félaga sinn, sem hafði síðan snarlega samband við lögreglu þegar hann sá manninn hreyfingarlausan í flæðarmálinu. Til- kynningin barst um klukkan þrjú. Lögregla hafði mikinn viðbúnað og voru kallaðir til kafarar og björgunarsveitir, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar fór á staðinn. Maðurinn var þegar úrskurðaður látinn og flutti þyrlan hann til Reykjavíkur. Tildrög slyssins eru ókunn og fer Mosfellsdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með rannsókn málsins. Ekki er unnt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. Svæðið þar sem mennirnir voru við köfun er vinsælt hjá sportköfurum. - sh Karlmaður á fimmtugsaldri lést við sportköfun í Hvalfirði: Lést við köfun í Hvammsvík Slysstaður Hvammsvík Hv alf jör ðu r BRUSSEL, AP Evrópusambandið hafnaði umsóknum 204 þúsund hælisleitenda á árinu 2008. Sama ár fengu 76 þúsund manns hæli í aðildarríkjum sambands- ins. Flestir þeirra fengu hæli í Frakklandi, eða 11.470 manns, en næst koma Þýskaland, Bret- land, Ítalía og Svíþjóð. Fæstir fengu hins vegar hæli á Grikk- landi, rétt um eitt prósent þeirra 30.915 sem sóttu um þar. Flestir hælisleitandanna komu frá Írak, og fengu 16 þús- und þeirra hæli í aðildarríkjum sambandsins á árinu 2008. - gb Hælisleitendur í ESB: Langflestum er synjað um hæli LANDBÚNAÐUR Heimild til inn- flutnings á djúpfrystu svínasæði verður til þess að efla, styrkja og auka svínarækt í landinu. Þetta kemur fram í áliti sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis vegna frumvarps um breytingu á lögum um innflutning dýra. Frumvarpið er sagt byggt á vinnu nefndar sem ráðherra skip- aði, en í henni áttu sæti Halldór Runólfsson yfirdýralæknir, Vil- hjálmur Svansson dýralæknir og Þorsteinn Ólafsson, sérgreina- dýralæknir hjá Matvælastofnun. Sjávarútvegs- og landbúnaðar- nefnd leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. - óká Lög um innflutning dýra: Heimila á inn- flutning sæðis GRÍSIR ÞRÍR Líkur eru sagðar á að svína- rækt eflist með heimild til innflutnings á frystu sæði beint á bú. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VINNUMARKAÐUR Laun voru að meðaltali 0,7 prósentum hærri á þriðja fjórðungi ársins, en hjá verkafólki hækkuðu þau um 1,6 prósent og hækkar sú starfsstétt mest. Á sama tímabili hækkuðu laun stjórnenda um 0,1 prósent. Sé litið lengra aftur til ársins 2008 hafa laun verkafólks hækk- að um 4,3 prósent en laun stjórn- enda lækkað um 4,1 prósent. Í atvinnugreinum í heild sinni hækkuðu laun um 1,9 prósent fyrir störf við samgöngur og flutninga á þriðja fjórðungi árs- ins, en lækkuðu um 0,4 prósent í byggingarstarfsemi og mann- virkjagerð. Hagstofan greinir frá þessu. - kóþ Launaþróun í landinu: Laun verkafólks hækka mest DÓMSMÁL Héraðsdómur Vestur- lands hefur dæmt Stykkishólms- bæ til að greiða fyrrverandi forstöðumanni Dvalarheimilis aldraðra 5,8 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar upp- sagnar, að því er fram kemur á vef Skessuhorns. Bæjarstjóri Stykkishólms til- kynnti Landlæknisembættinu árið 2008 að grunur léki á að maðurinn misnotaði lyf og hefði tekið lyf frá dvalarheimilinu. Í dóminum segir að ávirðingarnar hafi ekki verið kannaðar nægilega, auk þess sem maðurinn hafi ekki fengið að tjá sig um þær fyrir uppsögnina. - bj Ólögmæt uppsögn: Fær greiddar milljóna bætur VIÐSKIPTI Sextán lífeyrissjóðir innan vébanda Landssamtaka líf- eyrissjóða stofnuði í gær Fram- takssjóð Íslands, „fjárfestingar- félag sem ætlað er að taka þátt í og móta fjárhagslega og rekstrar- lega endurreisn íslensks atvinnu- lífs í kjölfar falls fjármálakerfis- ins,“ að því er segir í tilkynningu. Í tilkynningunni segir að stofn- endur sjóðsins ráði yfir um 64 prósentum af heildareignum lífeyrissjóða á Íslandi og hafi skuldbundið sig til að leggja fjár- festingarsjóðnum til um þrjátíu milljarða króna í hlutafé. Enn er opið fyrir skráningu hlutafjár í sjóðnum. - sh Stofna fjárfestingarfélag: Vilja taka þátt í endurreisninni Nýjar efnahagsaðgerðir Barack Obama Bandaríkjaforseti kynnti í gær nýjar aðgerðir sem ætlað er að örva efnahagslífið í Bandaríkj- unum. Í þeim er lögð áhersla á að hjálpa litlum fyrirtækjum til að reyna að ná niður atvinnuleysi, sem nú er um tíu prósent. BANDARÍKIN SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.