Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 32
 9. DESEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● leikur í höndum Miserfitt getur verið að skipta um kerti í bílum en yfirleitt er það létt og löðurmannlegt verk, ekki mikið flóknara en að skipta um ljósaperu í nátt- lampanum í svefnherberginu. Fari bíllinn illa í gang í köldu og röku veðri getur verið gott að skipta um kertin og hreinsa hvítt hrúður innan úr kveikju- lokinu í leiðinni. Hrúðrið er ein- faldlega pússað með skrúfjárn- inu sem þarf til að losa kveikju- lokin, skrapað innan úr lokunum og blásið burt. Kveikjuhamarinn er pússaður með sandpappír. Svo skal úða yfir lokið með rakavara sem fæst á bensínstöðvum. Fyrst þarf auðvitað að vita hvar kveikjulokin og kertin eru en þær upplýsingar er að finna í handbók bílsins. Í undantekningar tilvikum þarf að skrúfa úr alla vélina til að komast að kertunum en þá þarf fagmaður að koma að verkinu. Best er að nota sérstakan kertalykil til að ná kertunum úr og skipta um þau öll fyrst maður er farinn af stað í þessa aðgerð yfirhöfuð. Svona er það gert: ekki skipta um kertin þegar vélin er heit, fjarlægið óhreinindi sem geta verið niður með kertunum áður en þau eru skrúfuð úr og verið viss um að kertin sem sett eru í séu nákvæmlega eins og þau sem tekin voru úr. Þar geta smá- atriði skipt sköpum. Best er að athuga í handbók bílsins hvernig kerti skuli kaupa, eða taka ein- faldlega kerti úr og biðja um annað eins á næsta sölustað. Nýju kertin eru skrúfuð í, kveikjulokunum smellt ofan á og skrúfuð föst. Að þessu loknu ætti bíllinn að hrökkva betur í gang en ef hann gerir það ekki gætu kertaþræðir og kveikjuhamar verið lélegir. Nánari upplýsingar um það og kertaskiptinguna má finna á heimasíðu N1 en þessi grein er meðal annars byggð á upplýsing- um þaðan. - nrg Ný kerti í kaggann Loks eru nýju kertin skrúfuð í, kveikju- lokunum smellt ofan á og skrúfuð föst. Best er að athuga í handbók bílsins hvernig kerti á að kaupa eða taka eitt stykki úr bifreiðinni og biðja um eins á næsta sölustað. Fari bifreiðin illa í gang getur þurft að skipta um kerti. Einar Guðmundsson, hjá Nesdekk hjólbarðaverkstæði, sýndi okkur réttu handtökin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hér sést kerti með kveikjulokinu á eins og það blasir við manni undir vélarhlíf- inni. ● HLUTIR SEM GÆTA ÞARF AÐ FYRIR LANGFERÐIR Oft er betur heima setið en af stað farið keyrandi í langferð um hávetur. Ef ferða- hugurinn er knýjandi mikill eru þó nokkur atriði sem hafa þarf í huga ef ske kynni að óhöpp hendi á leiðinni. Án varadekks sem virkar er langferðarbíllinn ekk- ert. Passa þarf að nægur loftþrýstingur sé í dekkinu og hvort hægt sé um vik að losa það, sé það fest niður á einhvern hátt. Ekki er síður mikilvægt að kanna hvort hægt sé að losa dekkin sem þegar eru undir bílnum, en það getur reynst erfitt ef hjólin hafa verið ofhert á verkstæði. Þá er nauðsynlegt að gæta þess að felgulykill, öryggisþríhyrningur, vasaljós og sjúkrakassi séu með í för. Annars getur farið illa. Það getur verið tómt vesen að skipta um dekk, sérstaklega á veturna á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.