Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 30
 9. DESEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR2 Stofan hennar Bjarkar Berg- mann, baðvarðar í íþróttahúsi Kársnesskóla, er skreytt á einstakan hátt. Allt sem hangir á jólatrénu hennar er handgert en mesta athygli vekur þó snjóhvít, reisuleg kirkja úr ótal sykurmolum. „Þegar sykurkirkjan er komin upp á borð finnst mér jólin vera að koma,“ segir Björk brosandi. Hún segir kirkjuna orðna 25 ára en óhætt er að segja að hún beri aldurinn vel. „Ég gerði hana ásamt krökkun- um mínum og við gáfum móður minni hana. En svo var mamma farin að eldast og var orðin hrædd um kirkjuna svo hún skilaði henni aftur.“ Björk segir byggingarefnið vera kantaða sykurmola eins og oft séu á veitingahúsum. „Suma þurfti að þjala svo að þeir pössuðu, það var svolítil handavinna í þessu. Svo notuðum við UHU-lím og það er búið að standa sig vel. Krossinn er þrisvar búinn að brotna af en það er bara af því að illa fór um hann í geymslu. Plastið í gluggunum er líka aðeins farið að springa en ekki er auðvelt að laga það og ég leyfi því bara að vera svona.“ Fínlegar, innrammaðar út- saumsmyndir í ýmsu formi fara vel á hvíta járnjólatrénu hennar Bjarkar. „Ég var alveg á fullu að sauma þetta fyrir nokkrum árum,“ segir hún brosandi. Spurð hvort hún byrji snemma að skreyta svarar hún: „Ég gerði það alltaf. Var yfirleitt búin að öllu fyrir 1. desember. En nú bý ég ein í frekar litlu plássi og stemningin hefur aðeins breyst.“ - gun Sykurkirkjan kemur með hátíðleikann í húsið Kirkjan var gerð fyrir 25 árum og hið sterka UHU-lím hefur staðist vel tímans tönn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Mynd í rauðum ramma rímar vel við jóla- pokann. Þau eru mörg útsaumssporin sem eftir Björk liggja. Jólaleg mynd með klóspori og kross- saum. Jólasokkarnir punta upp á plássið. Sveinki á sleðanum. Við getum enn útvegað allar vestfi rsku þjóðsögurnar í setti. Það eru rúmlega 1100 sögur í 11 bókum. Verð 10.500,- kr. Sendingargjald með Íslandspósti innifalið. Einnig er hægt að fá stakar bækur til að fylla inn í. Verð 1.200,- kr. Sendingargjald innifalið. Sendið okkur tölvupóst, jons@snerpa.is eða hringið. Orðsending til Vestfirðinga og annarra sem áhuga hafa á vestfi rskum húmor Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... ● fréttablaðið ● leikur í höndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.