Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 9. desember 2009
Varfærni, einfalt þjónustuframboð og
örugg vinnubrögð skipta öllu máli fyrir
fólk og fyrirtæki.
Þannig á banki að vera.
Það er minna mál að skipta um
banka en þú heldur.
Hafðu samband í síma 540 3200.
Borgartúni 26 · www.mp.is
Netgreiðsluþjónusta
Gjaldeyrisreikningar
Sparnaðarreikningar
Yfirdráttur
Debetkort
Launareikningur
Kreditkort
Netbanki
Bjóðum silfur, gull og platínu.
Því það eru ekki allir sammála
um hvaða málmur hentar best
í kreditkort.
Bendt Harðarson, viðskiptastjóri
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
KJARAMÁL Samningar Blaðamanna-
félags Íslands og Samtaka atvinnu-
lífsins voru samþykktir á kjör-
fundi á mánudag. Kjörsókn var
lítil, tæplega ellefu prósent.
Á kjörskrá voru 343 og atkvæði
greiddu 37. Já sögðu 35 en nei 2 og
voru samningarnir því samþykkt-
ir með 94,6 prósentum greiddra
atkvæða. Samningarnir eru aftur-
virkir frá 1. nóvember og gilda til
ársloka 2010. Í samningum felst
að launataxtar hækka um tuttugu
þúsund krónur og desemberupp-
bót og endurgreiddur kostnaður
hækkar einnig. Samningar höfðu
verið lausir í rúmt ár og var deilan
komin til Ríkissáttasemjara. - kóp
Blaðamannafélag Íslands:
Samningar
samþykktir
MÓTMÆLI Rúmlega átján þúsund
manns hafa skrifað undir áskor-
un til þingmanna á vef SÁÁ, saa.
is, þar sem skerðingu á framlög-
um til SÁÁ er mótmælt.
„Þetta fólk biður ekki um
mikið, aðeins að fyrirhuguð 70
milljóna króna skerðing á fram-
lögum til sjúkrahúsreksturs SÁÁ
verði dregin til baka,“ segir yfir-
læknir á Vogi, í tilkynningu. Þar
segir jafnframt að þótt sjötíu
milljónir séu ekki há upphæð
muni slík skerðing á framlagi
ríkisins eyðileggja áfengis- og
fíknimeðferð hjá SÁÁ. - kh
18.200 hafa skrifað undir:
Mótmæla niður-
skurði hjá SÁÁ
KAUPMANNAHÖFN Dönsk skatta-
yfirvöld hafa síðustu misseri flett
ofan af fleiri tugum umfangs mik-
illa efnahagsbrota, sem tengjast
undanskoti á skatti.
Dagblaðið Politiken greindi frá
því í gær að mörg málanna frá
danska skattinum strönduðu hjá
lögreglu vegna skorts á fjármun-
um og sérhæfðu starfsfólki. Fram
kemur að það sem af er ári hafi
skatturinn sent 102 mál í ákæru-
meðferð, ýmist til ríkissaksókn-
ara eða sérstaks saksóknara sem
fer með efnahagsbrot. Ákæru-
valdinu hefur hins vegar ekki
tekist að koma frá sér nema 28
málum á sama tíma. - óká
Dönsk lögregluyfirvöld:
Á kafi í efna-
hagsbrotum
Í KAUPMANNAHÖFN Dönsk lögregla á
óeirðavaktinni í Kaupmannahöfn fyrr á
þessu ári þegar deilt var um ungdóms-
húsið þar í borg. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI