Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 46
30 9. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR menning@frettabladid.is ath. á morgun kl. 17. Guðfræðingar efna til samræðu um ný og forn gildi í kjölfar hrunsins á Sólon í Bankastræti í framhaldi af skrifum á vef og í dagblöðum: Anna Sigríður Pálsdóttir, Arnfríður Guðmundsdóttir, Baldur Kristjánsson, Hjalti Hugason, Pétur Pétursson, Sigrún Óskarsdóttir, Sigurður Árni Þórðarson og Sólveig Anna Bóasdóttir íhuga og bjóða til samræðu um eftirfarandi efni: Á hvaða leið er íslenska þjóðin? > Ekki missa af síðustu sýningu Möguleikhúss- ins á Aðventu sem byggir á frægri sögu Gunnars Gunnars- sonar. Sýningin er í kvöld í Gerðubergi og hefst kl. 20. Pétur Eggerz stendur einn á sviðinu og flytur okkur hina makalausu sögu af smalanum sem leitar kinda í öræfunum á aðventu. Út er komin á forlagi Æskunnar bókin Allir í leik – söngvaleikir barna eftir Unu Margréti Jónsdóttur. Er þetta fyrra bindið af tveimur sem Una Margrét hefur unnið að í nær áratug. Verður verkið sem nú er að hálfu orðið aðgengilegt að teljast ein merkilegasta rannsókn sem hér hefur verið unnin um árabil. Mörgum eru í minni þættir Unu Margrétar um barnaleiki sem báru sama nafn og nýútkomin bók hennar, Allir í leik, en Una hefur um árabil starfað sem dagskrár- gerðarkona á hljóðvarpi Ríkis- útvarpsins. Fyrr á þessu ári vann hún langa og merkilega þáttaröð um íslenskar revíur og var þar margt nýtt efni dregið saman um sögu íslensku revíunnar. Þættina um barnaleikina tók hún saman 2004, en rannsóknir sínar á sjálf- sprottnum leikjum íslenskra barna hóf hún 1999. Þegar í upphafi ein- skorðaði Una rannsókn sína við leiki með söng eða taktföstum texta eða ljóðum. Una hefur í söfn- un sinni lagt könnun fyrir hálft sjötta hundrað barna dreift um landið. Þá hefur hún lagt könnun sína fyrir á þriðja hundrað ungl- inga og þar náð aftur til kynslóð- anna sem fæddust á áratugnum frá 1980 til 1989. Hún hefur líka rætt við á fimmta hundrað fullorðinna og var sá elsti 98 ára. En sá elsti sem leyfði henni að hljóðrita söng sinn var 103 ára, en söfnunin bygg- ist ekki síst á hljóðritun og nótna- setningu leikjanna. Þá hefur hún leitað í safn Árnastofnunar til að finna þar eldri hljóðritanir á leikj- um. Una segir í formála síns merki- lega verks að hún takmarki rann- sóknirnar við þá leiki sem börn iðka á skólaaldri, það er að segja þegar þau eru 6 til 13 ára. Hún vill takmarka sig við þá leiki sem börn leika af sjálfsdáðum, ekki það sem þeim er gert að leika, til dæmis í leikskólum. Hún sleppir barnagælum sem sungnar eru fyrir börn og söngvum úr félags- deildum hreyfinga á borð við sunnudagaskóla og skáta. Una Margrét komst að því við upphaf vinnu sinnar að lítið hafði verið gert að því að hljóðrita leiki barna markvisst. Hallfreður Örn Eiríksson lét hljóðrita leiki barna á 7. áratugnum en hann og Una feta stig sem nær langt aftur; Arn- grímur lærði og Jón í Grunna- vík viku að barnaleikjum í sínum ritum en höfuðverk í skráningu leikja barna er safn Ólafs Davíðs- sonar, Íslenskar gátur, skemmtan- ir, vikivakar og þulur sem kom út á árunum 1887-1903 en var gefið út öðru sinni ljósprentað seint á liðinni öld. Una nefnir einnig til safn Halldóru Bjarnadóttur frá 1917, Kvæði og leikir handa börn- um. Hún gerir ítarlega grein fyrir könnun sinni, hvaða leiki hún vildi kanna og hvar viðtölin voru tekin. Þá fór hún í rannsóknaferðir til Færeyja, Grænlands og Bandaríkj- anna: til eyju berast leikir víða að. Það er ekki síst verðmætið í verki Unu Margrétar að hún birtir texta, lagsetur leikinn og lýsir honum og rekur uppruna hans. Er verk henn- ar því mikilvæg viðbót í íslenska menningarsögu sem hér hefur verið mörgum hulin, vitað var af henni án þekkingar um samhengi og eðli. Þá fylgja í mörgum tilvika myndir af börnum í leik frá fyrri tíð. Rannsókn sína vann Una Mar- grét með styrk ýmissa stofnana og sjóða, en mest er um vert að hér hefur hún sjálf lagt allt til, tíma, þrek og áhuga svo aðdáun sætir. Bókin er 278 síður að stærð og er von til að stutt verði í útgáfu seinna bindis verksins en þar verða á boð- stólum „orðagaman með leikfangi, framburðarleikir og andþraut- ir, spil með texta í bundnu máli, ýmsir söngvaleikir fram komnir eftir 1950, jólaleikir, öskudags- söngvar, stríðnissöngvar, afbak- anir, smákviðlingar, töfraþulur og úrtalningarromsur“. Gullkistan er því aðeins opnuð um hálft hólf. pbb@frettablaðið.is GEYMI ÉG HRINGINN MENNING Una Margrét Jónsdóttir dagskrárgerðarkona og safnari hefur skilað merki- legu verki um barnaleiki í nýrri bók sem komin er út í fyrra bindi. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Tíundu aðventutónleikar Domus vox verða haldnir í kvöld og á föstudags- kvöldið í Hallgrímskirkju. Sönghúsið eða Domus vox hýsir marga kóra sem starfa þar undir stjórn Margrétar Pálmadóttur söngstjóra og söng- menntafrömuðar. Yfirskrift tónleik- anna er Hátíð er ný og er öllu til tjaldað af þessu tilefni. Á tónleikunum koma fram 180 söngkonur á öllum aldri – úr Stúlknakór Reykjavíkur og kvennakórunum Cantabile og Vox feminae og flytja margar af okkar fallegustu aðventu- og jólaperlum. Stjórnandi tónleikanna er Margrét J. Pálmadóttir og einsöngvari með kór- unum er Hanna Björk Guðjónsdóttir sópran. Eydís Franzdóttir leikur á óbó, Sigurður Halldórsson á selló og Antonia Hevesi þenur orgelið. Kvennakórafans í kvöld MARGRÉT PÁLMADÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Fátt er betur til þess fallið en hátíðleg tónlist til að koma manni í jólaskap. Ekkert lát er á tónleik- um sem tengjast jólahaldinu þessa dagana enda hafa tölvísir menn skotið á að hátt í fimmtíu þúsund miðar verði í boði á hátíðartón- leikum um allt land á aðventunni. Stærsta hljómsveit landsins lætur ekki sitt eftir liggja þó að sumir úr henni séu á hlaupum um allan bæ til að létta undir hjá öðrum flytj- endum, kórum og einsöngvurum: Á aðventutónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands á föstudagskvöldið kl. 19.30 hljómar hátíðleg jólatón- list frá ýmsum tímum í flutningi tveggja af okkar fremstu söngvur- um. Bach, Handel, Corelli, Mozart, Adolphe Adam og Sigvaldi Kalda- lóns eiga allir sinn skerf á þessari hátíðlegu og jólalegu efnisskrá. Ingibjörg Guðjónsdóttir er ein af fremstu sópransöngkonum landsins og hefur bæði gullfallega rödd og heillandi sviðsframkomu. Hún hefur verið fulltrúi Íslands á tónlistarhátíðum víða um heim og fyrir nokkrum árum kom út hljómdiskur þar sem hún syngur aríur eftir Mozart við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Gissur Páll Gissurarson er einn efnilegasti íslenski tenórinn af yngri kynslóðinni. Hann nam í Bologna á Ítalíu og síðan í einka- tímum hjá Kristjáni Jóhannssyni. Gissur hefur sungið við fjölmörg óperuhús meðal annars á Ítalíu og í Þýskalandi og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir söng sinn. Á efnisskránni eru kunnar aríur úr Messíasi Händels og Jóla- óratoríu Bachs; Jólakonsertinn eftir Corelli, Maríusöngvar og Ó, helga nótt. Stjórnandi á tónleikun- um er Daníel Bjarnason. - pbb Aðventutónleikar Sinfóníunnar TÓNLIST Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran syngur á aðventutónleikum Sinfóníunn- ar á föstudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/.HEIÐA Þjóðmenningarhúsið státar af eitt hundrað ára langri, nánast sam- felldri og afar dýrmætri menn- ingarsögu. Til að minnast 100 ára afmælisins á þessu ári var ákveð- ið að unnin yrði bók sem varpaði ljósi á hönnunar- og byggingasögu hússins og setti tilurð þess og aldar- langa starfsemi í sögulegt sam- hengi. Síðar var leitað til Eggerts Þórs Bernharðssonar sagnfræðings og honum falin ritstjórn. Þeir Guð- mundur Hálfdanarson prófessor og Pétur H. Ármannsson arkitekt rita höfuðgreinarnar og fræðilega burðarása verksins og Þórunn Sig- urðardóttur bókmenntafræðingur leiðir lesendur í vissu um nöfnin sem greypt eru á útveggi hússins. Verkið hefur og að geyma grein eftir ritstjóra og ýmsan fróðleik tengdan húsinu og starfseminni úr tímans rás í samantekt hans. Birt eru brot úr verkum rithöf- undanna Halldórs Laxness, Agnars Þórðarsonar, Berglindar Gunnars- dóttur, Péturs Gunnarssonar, Sig- rúnar Davíðsdóttur og Þórunnar Valdimarsdóttur, sem öll geyma frásagnir úr húsinu. Kveðjur eru frá núverandi forsvarsmönnum safnanna sem voru hér til húsa, þeim Ingibjörgu Sverrisdóttur landsbókaverði Ólafi Ásgeirsyni þjóðskjalaverði, Helga Torfasyni, safnstjóra á Náttúru- minjasafni Íslands, Jóni Gunnari Óttóssyni, forstjóra Náttúrufræði- stofnunar Íslands og Margréti Hall- grímsdóttur þjóðminjaverði. Á seinni hluta tíunda áratugar fyrri aldar fóru fram gagngerar endurbætur á húsinu sem grund- völluðu upphaf Þjóðmenningarhúss- ins árið 2000 og Ögmundur Skarp- héðinsson arkitekt greinir frá. Fjöldi mynda birtist í bókinni úr myndabönkum hér á landi, meðal annars úr Ljósmyndasafni Íslands og Ljósmyndasafni Reykjavíkur, en einnig erlendis. Dreifing er á hönd- um forlagsins Crymogea og verð- ur bókin til sölu í bókaverslunum, í Þjóðmenningarhúsinu og í safn- búðum Þjóðminjasafns Íslands og Listasafns Íslands. - pbb Bók um sögu Safnahússins MENNING Stórbók er komin út um Þjóðmenningarhúsið eins og það er kallað nú en lengst af var það kallað Safnahúsið. Tilboð kr. 25.950* Nýja S2120 ryksugan frá Miele er lágvær, létt, kraftmikil og með stórum poka. Parketbursti að andvirði kr. 9.220 fylgir frítt með. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Sparaðu með Miele Þú sparar kr. 9.220 Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur *tilboð gildir á meðan birgðir endast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.