Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 20
20 9. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 7 Velta: 18 milljónir
OMX ÍSLAND 6 787 -0,25%
MESTA HÆKKUN
MAREL +0,49%
MESTA LÆKKUN
BAKKAVÖR -8,82%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atlantic Petroleum 166,00
+0,00% ... Bakkavör 1,55 -8,82% ... Føroya Banki 132,00 +0,00%
... Icelandair Group 3,80 +0,00% ... Marel 62,10 +0,49% ... Össur
136,00 +0,00%
Gengi krónunnar hefur lækkað um ellefu
prósent á aflandsmörkuðum á einni viku
og er nú 25 prósenta munur á gengi
krónunnar hér og erlendis.
Ein evra kostaði 183,3
krónur hér um miðjan
dag í gær en 261 krónu
erlendis. Þá var þrjátíu
króna munur á kaup-
og sölugengi.
Engin viðskipti
hafa verið með krón-
ur á aflandsmarkaði
í nokkra daga og er
hann að mestu afl-
agður. Skýrist það
af hertum gjaldeyris-
höftum Seðlabankans
fyrir mánuði. Sárafáir
bankar sýna þó enn
gengi krónunnar þrátt fyrir nær hverfandi
viðskipti. Gjaldeyrisborð Íslands-
banka segir vart mark takandi
á gengi krónunnar gagn-
vart öðrum gjaldmiðl-
um á aflandsmörk-
uðum og sýni það
hversu verðlítil
krónan sé orðin
erlendis. - jab
EIN KRÓNA
Aflandsmarkaður
með krónuviðskipti
var lagður af eftir að
Seðlabankinn herti
gjaldeyrishöftin fyrir
mánuði.
Krónan óvirk úti
Mikilvægt er að breyta
stjórn peningamála og
styðja við efnahagslífið til
móts við boðað aðhald í ríkis-
fjármálum og samdrátt í
efnahagslífinu. Réttu skref-
in felast í vaxtalækkun, að
mati Skuggabankastjórnar
Markaðarins. Hún er ekki
einróma um hversu hratt
skuli lækka vexti.
Gengi krónunnar hefur haldist nokk-
uð stöðugt frá síðustu vaxtaákvörð-
un Seðlabankans og hefur bankinn
því ekki gripið inn í á gjaldeyris-
markaði með álíka hætti og fyrr á
árinu. Það eitt gefur færi á lækkun
vaxta hér, að mati Skuggabanka-
stjórnar Markaðarins. Hún bendir
á að verðbólga hefur hjaðnað frá síð-
asta vaxtaákvörðunarfundi Seðla-
bankans í nóvember; hún var þá
9,7 prósent en nú komin niður í 8,6
prósent. Útlit er fyrir að enn muni
draga úr verðbólgu og kunni hún að
verða á milli fjögur til sex prósent á
fyrri hluta næsta árs en nær lægra
gildinu á seinni hluta þess, að teknu
tilliti til skattaáhrifa.
Skuggabankastjórnin bendir á að
verðbólga nú er öðru fremur kostn-
aðarverðbólga, sem skýrist af falli
krónunnar frá fyrravori og og áhrif-
um skattahækkana.
Hún bendir þó á að ýmislegt hafi
breyst frá síðustu vaxtaákvörðun.
Sumt sé í neikvæðari kantinum. Í
ljóst hafi hafi komið fram að lands-
framleiðsla hafi dregist saman um
7,2 prósent á þriðja ársfjórðungi,
slaki vaxi í hagkerfinu á sama tíma
og húsnæðisverð lækki frekar. Í
ofanálag séu vísbendingar um að
atvinnuleysi sé að aukast og muni
launahækkanir verða litlar.
Þessi þróun hefur valdið því að
aðstæður í íslensku efnahagslífi
eru einkar erfiðar, að mati Skugga-
bankastjórnarinnar. Áhætta kunni
að vera falin í því að herða tökin í
ríkisfjármálum í þeim mæli sem
stefnt er að með tilheyrandi niður-
skurði gegn halla á ríkisrekstri á
sama tíma og fylgt er aðhaldssamri
peningastefnu á sama tíma. Þetta
sé þvert á það sem hagfræðin hafi
kennt frá 1929 - og ekki í samræmi
við viðbrögð annarra þjóða við
núverandi kreppu. Lítið megi út af
bregða og sé hætta á að þjóðin falli
í sömu hagstjórnargildru og marg-
ar þjóðir í kreppunni lentu í á þriðja
áratug síðustu aldar.
Skuggabankastjórnin telur að
líkt og nú horfi í efnahagslífinu sé
ekki ástæða til að halda stýrivöxt-
um háum nema eftirspurn aukist
umtalsvert á ný.
Skuggabankastjórnin segir hætt-
una á gengislækkun krónunnar
ofmetna og standa ekki í vegi fyrir
lækkun vaxta hér. Bæði sé búið að
ná ágætum tökum á gengissveiflum
auk þess að gjaldeyrishöft styðja við
hana.
Skuggabankastjórnin er þrátt
fyrir þetta ekki einróma í vaxta-
ákvörðun sinni að þessu sinni. Hún
mælir með því að stýrivextir verði
lækkaðir allt frá hálfu prósentu-
stigi niður í allt að tvö prósentu-
stig. Við það fari þeir úr ellefu pró-
sentum niður í 10,5 til níu prósent.
Sama máli gegnir um innlánsvexti,
sem Peningastefnunefnd Seðlabank-
ans hefur sjálf gefið út að sé mun
virkara stjórntæki um þessar en
stýrivextir bankans. Innlánsvextir
bankans standa nú í níu prósentum
en fara í sjö prósent við tveggja pró-
sentustiga vaxtalækkun.
Seðlabankinn mun á morgun
ákveða hvort breyting verði á vaxta-
stigi hér. jonab@frettabladid.is
ERFIÐ SKREF FRAM UNDAN Skuggabankastjórn Markaðarins segir skynsamlegt að
lækka bæði stýrivexti og innlánsvexti Seðlabankans um hálft til tvö prósentustig.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Skuggabankastjórnin vill
lækka vexti í skugga aðhalds
Nokia og PC-tölvur.
Örugg tenging
– Örnámskeið fyrir starfsfólk
fyrirtækja 9. desember –
Fyrirtækjaþjónusta Hátækni býður
upp á röð örnámskeiða í vetur. Næsta
námskeið – Nokia og PC-tölvur. Örugg
tenging – verður haldið í verslun Hátækni
miðvikudaginn 9. desember kl. 12. Kenndir
verða tengimöguleikar milli Nokia og
PC-tölvu. Farið verður yfir afritun gagna
og tengiliða og meðhöndlun tónlistar og
stafræns efnis með forritum sem hægt er
að hlaða frítt niður af vef Nokia.
Skráning á www.hataekni.is/ornamskeid.
Takmarkaður fjöldi þátttakenda.
Námskeiðið er ókeypis.PIP
A
R
\
TB
W
A
SÍ
A
91
75
7
Stafir lífeyrissjóður boðar til sjóðfélagafundar að Stórhöfða 31
í Reykjavík, á morgun, fimmtudaginn 10. desember 2009 kl. 20:00.
Dagskrá:
1. Rekstur sjóðsins það sem af er ári 2009 og framtíðarhorfur.
2. Stafir og stöðugleikasáttmálinn: Það sem vakir fyrir
lífeyrissjóðunum varðandi
a. nýjan Landspítala,
b. Framtakssjóð Íslands
c. verkefni í samgöngumálum.
3. Hvernig verða Stafir sjóðfélögum sínum að liði þegar illa árar?
Stórhöfða 31 | 110 Reykjavík | S ími 569 3000 | w w w.staf i r. i s
Stjórn Stafa lífeyrissjóðs
út
úr
dú
r |
1
10
9
Stafa 10.desember
Sjóðfélagafundur
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið
Íslandsbanki hagnaðist um rétt
rúma 2,3 milljarða króna frá miðj-
um október í fyrra til áramóta.
Þetta kemur fram í uppgjöri bank-
ans sem birt var á mánudag.
Líkt og kunnugt er var bank-
inn ríkisvæddur í byrjun október
í fyrra.
Í uppgjörinu kemur fram að
hreinar rekstrartekjur námu 37,6
milljörðum króna. Tekið er fram að
tekjurnar eru tilkomnar að mestu
vegna gengishagnaðar sem að
mestu er gjaldfærður sem virðis-
rýrnun vegna skertrar greiðslu-
getu lántaka með tekjur í krónum
en lán í erlendri mynt. - jab
Íslandsbanki
hagnast um 2,4
milljarða króna
„Nauðsynlegt er að efla atvinnustarfsemi í landinu með
því að blása lífslofti í fyrirtækin. Við þær aðstæður sem
nú eru uppi sýnist eðlilegt að Seðlabankinn stuðli að
almennri lækkun vaxta með því að lækka þá vexti sem
hann hefur yfir að ráða. Ekki er annað að sjá en AGS telji
skilyrði fyrir lækkun vaxta hafa batnað.
Staðan í efnahagslífinu er brothætt og mikilli óvissu
undirorpin. Stjórnvöld hljóta að leggja sig fram við að
treysta stoðir atvinnulífsins og efla starfsskilyrði atvinnu-
fyrirtækja á hvern þann veg sem þau mega.“
Vaxtaákvörðun: 1,0 til 2,0 prósentustiga lækkun stýri- og innlánsvaxta.
Ólafur Ísleifsson:
STAÐAN Í EFNAHAGSLÍFINU BROTHÆTT
„Ég tel tímabært að endurhugsa stefnuna í peningamál-
um í ljósi boðaðs aðhalds í ríkisfjármálum og samdráttar
í eftirspurn. Fyrir vikið tel ég rétt að breyta áherslunni í
peningamálum frá aðhaldi til stuðnings við efnahagslífið.
legg ég til að varlega verði farið í stjórn peningamála á
næstunni og „varlega“ skilgreini svo að menn taki ekki
þá áhættu að háir vextir keyri efnahagslífið i dýpri og
langvinnari kreppu ástæða er til.“
Vaxtaákvörðun: 2,0 prósentustiga lækkun stýri- og
innlánsvaxta.
Þórður Friðjónsson:
HÁIR VEXTIR KEYRA EFNAHAGSLÍFIÐ
NIÐUR Í KREPPU
„Mitt mat er
að stöðugleika
krónunnar sé
ekki ógnað með
því að stigið sé
annað hóflegt
skref í vaxta-
lækkun nú. Ég
er þeirrar skoð-
unar að rétt sé
að feta sig áfram í hægfara lækkun
stýrivaxta og á viðskiptareikningum
innlánsstofnanna í Seðlabankanum.
Einnig legg ég til að vextir á lánum
bankans gegn veði til sjö daga verði
lækkaðir úr ellefu prósentum í 10,5
prósent. Ég legg einnig til að áfram
verði haldið á þeirri braut að draga
laust fé úr umferð með útboði
innstæðubréfa en þær aðgerðir hafa
gengi nokkuð vel undanfarið þannig
að millibankavextir hafa færst inn í
vaxtaganginn.“
Vaxtaákvörðun: 0,5 prósentustiga
lækkun stýri- og innlánsvaxta.
Ingólfur Bender:
HÓFLEG SKREF Í
VAXTALÆKKUN