Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 6
6 9. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR Ert þú bjartsýn(n) á útkomu loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna í Kaupmannahöfn? Já 31,7% Nei 68,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Styrkir þú góðgerðarsamtök fyrir jólin? Segðu þína skoðun á visir.is tökum notuð barnaskíði og skó upp í ný SKÍÐASKIPTIMARKAÐUR FULLT HÚS JÓLAGJAFA 189.000kr. ÍRAK, AP Á annað hundrað manns fórust í fimm sprengjuárásum í Bagdad í gærmorgun. Hundruð manna særðust. Talsmaður írakska hersins segir árásirnar runnar undan rifjum Al Kaída og meðlima í Baath-flokknum, sem var stjórnarflokkur Saddams Hussein en hefur verið bannaður árum saman. Tvær árásanna voru sjálfsvígsárásir. Allar beindust þær að byggingum stjórnvalda, þar á meðal eftirlitsstöð lögreglu. Þetta er í þriðja sinn frá því í ágúst sem uppreisnarmenn gera sam- hæfðar árásir á opinberar byggingar með miklu blóðbaði. Árásirnar þykja sýna fram á veikleika í örygg- ismálum Íraks. Þing landsins var kallað saman til neyðarfundar og kröfðust þingmenn skýringa á því sem ábótavant þykir í öryggismálum. Þrátt fyrir að uppreisnarmenn hafi hert árásir sínar á stjórnarbyggingar síðustu mánuði hefur dregið úr mannfalli í Írak undanfarið ár. Þann 25 október voru gerðar svipaðar árásir í Bagdad, sem kostuðu að minnsta kosti 155 manns lífið, og í ágúst gerðu sjálfsvígsmenn árásir á tvö ráðuneyti með þeim afleiðingum að hundrað manns fórust. - gb Fimm samhæfðar sprengjuárásir á stjórnarbyggingar í Bagdad: Al Kaída og Baath kennt um EYÐILEGGING Bandarískir hermenn á vettvangi einnar sprengjuárásarinnar í Bagdad. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Setning neyðarlaganna 6. október á síðasta ári var eina úrræði íslenskra stjórnvalda til að sporna við algjöru hruni efna- hagslífsins. Þetta er bráðabirgðamat ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á rétt- mæti neyðarlaganna gagnvart EES-samningnum og öðrum laga- legum skilyrðum. ESA upplýsti stjórnvöld um þessa niðurstöðu á föstudag og var hún opinberuð í gær. Hópur kröfuhafa á hendur gömlu bönkunum, Spron og Sparisjóða- bankanum óskaði álits ESA á lög- mæti þeirrar ráðstöfunar Alþingis að setja neyðarlögin en með þeim voru innstæður varðar og settar í forgang fram yfir aðrar hugsan- legar kröfur á fallna banka. Í erindi kröfuhafanna var því haldið fram að stjórnvöldum hefðu verið aðrar leiðir færar en ESA fellst ekki á þá skoðun. Kröfuhafarnir geta gert athugasemdir við þessa bráða- birgðaniðurstöðu ESA til 15. jan- úar en verði niðurstaðan endan- leg hafa þeir ekki möguleika á að skjóta málinu til EFTA-dóm- stólsins. Lyki því meðferð þess innan EES. Hins vegar er bent á í tilkynningu forsætisráðherra að íslenskur dómstóll sem fjall- aði um sambærilegt mál tengt bankahruninu óskaði eftir ráð- gefandi áliti EFTA-dómstólsins. - bþs Eftirlitsstofnun EFTA telur neyðarlögin standast EES-samninginn og önnur skilyrði: Neyðarlögin eina úrræðið NEYÐARLÖGIN KYNNT Geir H. Haarde sagði frá áforum stjórnvalda um setn- ingu neyðarlaga sama dag og frumvarp þar um var samþykkt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SAMFÉLAGSMÁL Fjölskylduhjálp Íslands gerir ráð fyrir að á bil- inu 1.000 til 1.200 fjölskyldur muni sækja jólaaðstoð félagsins í desember. Jólaúthlutun Fjölskylduhjálpar- innar mun fara fram miðvikudag- ana 9. og 16. desember, og mánu- daginn 21. desember frá klukkan 15 til 18 í Eskihlíð 2 til 4 í Reykja- vík. Ekki þarf að sækja um jóla- aðstoðina fyrirfram. Í tilkynningu frá Fjölskyldu- hjálpinni kemur fram að úthlutað verði jólaaðstoð til allt að 400 fjölskyldna hvern úthlutunardag til jóla, eða til samtals 1.200 fjöl- skyldna. - bj Fjölskylduhjálp Íslands: Búast við 1.200 fram að jólum REYKJAVÍK Algerlega óásættanlegt er að borgarstjórnarmeirihlutinn fari í sársaukafulla hagræðingu í velferðarmálum, þvert á það sem talað hafi verið um, segir borgar- fulltrúi Vinstri grænna. „Við viljum að við þessar erf- iðu aðstæður sé forgangsraðað í þágu velferðar, með áherslu á börnin,“ segir Þorleifur Gunn- laugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík. Þorleifur segir að þó að sam- kvæmt fjárhagsáætlun renni fleiri krónur til velferðarmála í Reykjavík á næsta ári en í ár séu bætur til einstaklinga síður en svo að hækka. Í raun þurfi að draga úr útgjöldum og hagræða í vel- ferðarmálum. Samkvæmt fjárhagsáætlun velferðarsviðs aukast fjár- framlögin um 815 milljónir milli ára. Þor- leifur segir að sú aukning fari að megninu til í að greiða fleiri ein- staklingum húsaleigubætur. Þá hafi ekki verið tekið tillit til verðlagsbreytinga milli ára, annað árið í röð. Eðlilegt væri að reikna verðbætur á útgjöldin þar sem verðhækkanir hafi augljós- lega áhrif á útgjöld til velferðar- mála. Þar sem það hafi ekki verið gert sé framlagið í raun að lækka milli ára. „Vegna þessa verður að hag- ræða á velferðarsviði, og starfs- fólk hefur staðið í ströngu við að skera niður útgjöldin,“ segir Þor- leifur. „Það er búið að skera alla fituna fyrir löngu, nú er komið að sársaukafullri hagræðingu.“ Þorleifur segir að útgjöld borgar innar myndu aukast um 230 til 240 milljónir króna á ári ef hækka ætti hámarks fjárhags- aðstoð til einstaklinga um átján þúsund krónur á mánuði, eins og borgarfulltrúar Vinstri grænna hafa lagt til. Aðstoðin er nú að hámarki 115.567 krónur á mán- uði. Fjár fyrir þessari útgjaldaaukn- ingu megi afla með því að hækka útsvarið í leyfilegt hámark, 13,28 prósent. Það myndi auka tekjur borgarinnar um 720 til 740 millj- ónir króna á ári, en hækka skatt- greiðslur einstaklings með 500 þúsund krónur í mánaðartekjur um 1.250 krónur á mánuði. Ekki náðist í Jórunni Frímanns- dóttur, formann velferðarráðs Reykjavíkurborgar, við vinnslu fréttarinnar í gærkvöldi. brjann@frettabladid.is Sársaukafull hagræð- ing í velferðarmálum Starfsfólk á velferðarsviði stendur í ströngu við að skera niður útgjöld þrátt fyrir að borgaryfirvöld segi ekki dregið úr framlögum, segir borgarfulltrúi VG. Ekki hefur verið tekið tillit til verðlagsbreytinga á fjárhagsáætlun næsta árs. FORGANGSRÖÐUN Í erfiðum efnahagsaðstæðum verður að forgangsraða í þágu velferðar með áherslu á börnin, segir borgarfulltrúi VG. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.