Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 9. desember 2009 27
„Ég heiti Rútur Skæringur Sigurjóns-
son,“ segir hann og stekkur ekki bros
á vör. Hann er hins vegar vanur því að
aðrir brosi að nafninu hans, jafnvel
hlæi, já, geri jafnvel grín að því. „Rútur,
hrútur, strútur, mútur, kútur eru algeng
rímorð sem fólki finnst geysilega
fyndið að skeyta aftan við nafnið mitt,“
segir Rútur Skæringur og brosir. Hann
er öllu vanur. „Það er ekki það orð sem
ég hef ekki fengið að heyra. Nafnið
mitt er draumur fyrir hagyrðinga en
reyndar hafa engar ferskeytlur um mig
verið ortar.“
Hann segist alltaf hafa verið ánægð-
ur með nafnið sitt, líka í æsku. „Mér
var ekkert meira strítt á nafninu mínu
í æsku en núna. Þetta hefur bara alltaf
verið svona. Stundum skilur maður ekki
hvað fólki gengur til. Mér finnst þetta
bara reglulega flott nafn og er alls ekk-
ert bitur eða reiður foreldrum mínum
fyrir að hafa gefið mér það. Ég er skírð-
ur í höfuðið á forfeðrum mínum, afa
mínum sem hét Rútur og langafa
mínum sem hét Skæringur. Þetta eru
vitaskuld mjög sjaldgæf nöfn. Það eru
tuttugu manns sem heita Rútur að fyrra
eða miðnafni og Skæringsnafnið bera
ellefu að fyrra eða miðnafni.“
Rútur er í kvikmyndanámi og segir
að í listum sé vitaskuld kostur að heita
eftirtektarverðu nafni. „Útlendingarnir
geta hins vegar fæstir sagt nafnið mitt,“
segir hann og hlær. „Ég hef heyrt ótal
framburðaræfingar sem margar eru
bráðfyndnar. Ætli ég þurfi ekki að búa
til erlenda útgáfu af nafninu mínu ef
ég ætla starfa erlendis.“
Rútur Skæringur gantast með að
hellir nokkur sé nefndur í höfuðið á
honum. „Þetta er Rútshellir í Hrúta-
felli, sem er armur af Drangshlíðarfjalli.
Þar átti að hafa búið Rútur á Hrútafelli,
þó er ekki vitað hvort það eigi við rök
að styðjast. En það er að minnsta kosti
gaman að „eiga“ heilan helli,“ segir
nafnberinn stolti. - uhj
NAFNIÐ MITT: RÚTUR SKÆRINGUR SIGURJÓNSSON
Stoltur nafnberi þrátt fyrir ófrumleg uppnefni
RÚTUR S. SIGURJÓNSSON OG UPPÁHALDSHORNIÐ
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
Haraldur Óli
Valdimarsson
kjötiðnaðarmeistari, Lindasíðu 25,
603 Akureyri,
lést föstudaginn 4. desember á Fjórðungssjúkrahúsi
Akureyrar. Jarðarförin auglýst síðar.
Ólína Lilja Sigurjónsdóttir
Ragnheiður Haraldsdóttir Haukur Jóhannsson
Þórunn Anna Haraldsdóttir Örn Jóhannsson
Erla Margrét Haraldsdóttir Gunnlaugur Þráinsson
afabörn og langafabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir,
afi og langafi,
Valbjörn J. Þorláksson
íþróttamaður, Ránargötu 13, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn
11. desember kl. 11.00. Blóm og kransar eru vinsamlega
afþakkaðir. Stofnaður hefur verið minningarsjóður
Valbjarnar til styrktar ungu frjálsíþróttafólki. Banki:
0526 4 250132 kt. 090634 0039.
Magnús Valur Albertsson Guðný Guðmundsdóttir
Bryndís Valbjarnardóttir Gunnar Ragnar Gunnarsson
Gunnar Kvaran
Ástríður S. Valbjörnsdóttir Árni Ingi Garðarsson
Guðrún Linda Valbjörnsdóttir Friðgeir Guðmundsson
Herdís Valbjörnsdóttir Lúðvík Guðjónsson
Brynhildur Olgeirsdóttir
Reinharð V. Sigurðsson Kristín Helgadóttir
Stella B. Þorláksdóttir Helgi Ólafsson
Páll Róbert Þorláksson Irena Maria Piernicka
barnabörn og barnabarnabörn.
Minn kæri bróðir og frændi,
Birgir Sigurður
Kristinsson
prentari,
lést á dvalarheimilinu Eir sunnudaginn 22. nóvember.
Guðlaugur Grétar Kristinsson
Grétar Már Guðlaugsson
Ástkær eiginkona mín. móðir, stjúp-
móðir, dóttir, systir og mágkona,
Arnhildur H.
Arnbjörnsdóttir
Kirkjuteigi 13, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þriðjudaginn 1.
desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju,
föstudaginn 11. desember kl. 14.00.
Guðmundur Björnsson
Bryndís Sunna Guðmundsdóttir
Eydís Anna Guðmundsdóttir
Einar Guðmundsson
Gunnhildur Þ. Hjarðar
Sigurður Arnbjörnsson
Kjartan Arnbjörnsson Kristín Róbertsdóttir
Salóme Bára Arnbjörnsdóttir Scott Davidsson
Guðfinna Björk Arnbjörnsdóttir Arnoddur Jónsson
Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir,
tengdamóðir og amma,
Laufey Einarsdóttir
lést sunnudaginn 6. desember. Útför auglýst síðar.
Hannes Ólafsson
Sigríður Benediktsdóttir
Hjalti Þór Hannesson Kristín Guðmundsdóttir
Ómar Örn Hannesson
Sigríður Harpa Hannesdóttir Halldór Sveinsson
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýju við andlát
og útför elskulegs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
Birgis Eyþórssonar
leigubílstjóra, Fögrubrekku 4.
Þóra Sigurjónsdóttir
Sigurjón Birgisson Mjöll Kristjánsdóttir
Eyþór Birgisson Ásdís Ásgeirsdóttir
Guðlaug Birgisdóttir Sigvaldi Einarsson
Birgir Birgisson Elín Rós Hansdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
Finnur Kristinsson
Kambavaði 1,
sem lést 27. nóvember, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. desember
klukkan 13.00.
Hörn Sigurðardóttir
Ragnar Auðun Finnsson Jóhanna Ragnarsdóttir
Sigurður Kristinn Finnsson Ragnheiður Torfadóttir
Stefán Agnar Finnsson Ingibjörg María Pálsdóttir
Guðmundur Eggert Finnsson Guðrún Þorvaldsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
Sigdór Ólafur Sigmarsson
Þórðarsveig 1, Reykjavík,
lést á Landspítala, Landakoti laugardaginn 5. desem-
ber. Jarðarförin auglýst síðar.
Jóhann Sigfús Sigdórsson
Loftur Sigdórsson
Dagbjört Hanna Sigdórsdóttir Jónas Jóhannesson
barnabörn og barnabarnabörn.
Georg Hermannsson
frá Ysta Mói, Fljótum,
lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar föstudaginn
4. desember. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju
laugardaginn 12. desember kl. 13.00. Jarðsett verður í
Barðskirkjugarði sama dag.
Systkini og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Þorbjargar Guðrúnar
Pálsdóttur
myndhöggvara, Sjafnargötu 14.
Stefán Andrésson Þórunn Andrésdóttir
Katrín Andrésdóttir Gunnar Kristjánsson
Þóra Andrésdóttir Gunnar Halford Roach
Andrés Narfi Andrésson Ása Sjöfn Lórensdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og veittu stuðning
við andlát og útför dóttur, móður og
systur okkar,
Kristínar Ellenar
Bjarnadóttur
textílhönnuðar og blómaskreytis.
Snjólaug Bruun Bjarni Kristjánsson
Kristján Aage Hilmarsson
Elínborg Hilmarsdóttir
Guðbergur Ingvarsson
Jóhann Hrafn Sigurjónsson
Gunnar Bruun Bjarnason
Kristján Bjarnason
Snjólaug Elín Bjarnadóttir
Björn Bjarnason
Knútur Bjarnason
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.