Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 09.12.2009, Blaðsíða 48
32 9. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR Bókmenntir ★★★ Ekkert fokking klúður Jens Lapidus Þýðandi Jón Daníelsson Eintómar reddingar Í annað sinn kemur Jens Lapidus fram með Stokk- hólmsreyfara af svörtustu gerð, en fyrsta saga hans, Fundið fé, kom út í hörðu bandi fyrir ári og gott ef ekki í kilju er líða tók á árið. Hann er kiljukall þessi Jens, smáfríður og snyrtilegur lögfræðingur frá Stokkhólmi sem hefur gert það í tvígang að smíða afþreyingarsögu með góðum vilja sem segir af harð- skeyttum glæpahringjum innfluttra í stórborgum og úthverfum sósíaldemókratíunnar og hvernig menn utanveltu af ýmsu slekti festast í netum þeirra og eru tilneyddir til illverka. Enda vitnar Jens til Chandlers í mottói sögunnar. Ekkert fokking klúður byggir á svipaðri fléttugerð og fyrri bókin: þrír menn dragast inní net, hver þeirra með sín erfiðu mál, bæði í einkahögum sínum og starfi, allir eru þeir bundnir af einhverskonar heiðri, siðalögmálum sem þeir hver fyrir sig brjóta og eru þar með komnir út fyrir lög og rétt, bæði samfélagsins nær og fjær. Sagan greinir svo frá hvernig leiðir þeirra skarast uns endar í háu risi og örstuttum eftirleik sem dregur móral sögunnar í miðju þeytunnar sem sagan öll er. Þetta eru miklar aksjón-bókmenntir og lýsa nær einvörðungu sýn karlmanna, missýn þeirra á sjálfa sig og alla í kringum þá. Jens er flinkur sögumaður, hann byggir spennuna upp af miklum gáfum, samtímalýsing hans á Stokkhólmi og nærliggjandi úthverfum kann mörgum að þykja að stingi í stúf við kunnuglegustu mynd af hinni stilltu sósíal- demókratíu en lesi menn sænsku pressuna að staðaldri ætti fátt hér að koma á óvart: Svíar eru í miklum vandræðum. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða. Hörkukrimmi sænskur fyrir karla Bókmenntir ★★ Hetjur Kristín Steinsdóttir Þvælingur í Þrándheimi Vetrardvöl íslensks stráks í Þrándheimi er viðfangsefni Kristínar Steinsdóttur í sögunni Hetjur sem komin er út á forlagi Vöku Helgafells. Hún er merkt að aftan 10+ sem merkir væntanlega að bæði höfundur og útgefandi hafi tiltekinn aldurshóp í huga. Kristín hefur verið afkastamikill höfundur á tæplega þrjátíu ára ferli síðan Fransbrauð með sultu kom út 1987 og hefur sent frá sér bækur nær ár hvert, flestar stílaðar á krakka, bæði stráka og stelpur og af fleiri aldurs- skeiði en hér er sótt á. Sagan er með þægilegu letri, ágætlega byggð fyrir ungan lesanda og Kristín leitar víða fanga í efni sögunnar. Þórhallur er fluttur til Þrándheims með foreldrum og systur en þau hjónin verða þar við störf. Systir hans aðlagast fljótt í skóla en bróður hennar reynist torvelt að komast í félagsskap, sækir að honum óyndi en svo fer um síðir að hann nær fótfestu. Margt er í gangi í sögunni: saga íslenskra manna í Þrándheimi miðalda kemur við sögu, og þeirra konunga sem þeir áttu í skiptum við, Hér er tæpt á aðstöðu barna úr fjölskyldum innflytjenda, bæði þeirra sem komnir eru norðan úr Finnmörku og hinna sem komnir eru sunnan að. Þórhallur fer að sjá heiminn í nýju ljósi og er drengurinn tilneyddur að taka siðferðilega afstöðu til heimsins og þess sem þar fer miður. Sá partur verksins er bæri- lega samtvinnaður við hversdagslega önn drengsins. Raunar er það svo að lesanda finnst hér tekist á við of mörg viðfangs- efni og verður sagan því dálitíð rásandi, hangir ekki nægilega saman sem heild, enda líklegt að hún verði lesin í slumpum og brotin raðist þá saman. Spennandi er hún ekki þótt Kristín láti strák sjá svipi frá fyrri tíð en fjöl- skyldulíf hans og hæg myndun tengsla eru ágætlega unnin. Það er mikill vandi að skrifa fyrir börn og Kristín er vafalítið búin að velta hlutverki sögumanns lengi fyrir sér í fyrri skrifum sínum. Þessum lesanda þótti sagan tolla illa saman þótt gæska fylgi í boðun sögunnar. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstað: Brokkgeng saga frá vönum sagnaþul HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 9. desember 2009 ➜ Tónleikar 20.00 Jólatónleikarnir Hátíð í bæ 2009 fara fram í Iðu, íþróttahúsi FSU á Selfossi. Meðal þeirra sem koma fram eru Páll Óskar Hjálmtýsson og Monica Abendroth, Egill Ólafsson,Sigrún Hjálm- týsdóttir og Karlakór Selfoss. 20.00 Aðventutónleikar Domus Vox, kóra Margrétar J. Pálmadóttur, fara fram í Hall- grímskirkju við Skólavörðuholt. Fram koma 180 söngkonur á öllum aldri. 20.00 Lands- virkjunarkórinn heldur tónleika í Grensáskirkju við Háaleitis- braut. Ein- söngur/kórstjóri er Keith Reed. Enginn aðgangseyrir. 20.00 Kammerkórinn Ísold heldur tón- leika í Akureyrarkirkju við Eyrarlands- veg þar sem á efnisskránni verða þekkt og hátíðlega aðventu- og jólalög. 21.00 Ragnheiður Gröndal og hljóm- sveit verða með tónleika í sal Tónlistar- skólans á Akranesi við Dalbraut 1. 21.00 Hljómsveitirnar Momentum og Muck verða með tónleika í T.Þ.M (Tón- listarþróunarmiðstöðinni) við Hólma- slóð 2. ➜ Sýningar Í Listasafni Reykjanesbæjar við Duus- götu stendur yfir sýning á verkum sem eru í eigu Landsbankans. Það eru 30 málverk frá tímabilinu 1900-1990 eftir ýmsa helstu listamenn þjóðarinnar. Opið virka daga kl. 11-17 og um helg- ar kl. 13-17. Þrándur Þórarinsson hefur opnað sýn- inguna „Áfangar og önnur málverk“ að Hverfisgötu 18a (áður 101 gallerí). Opið alla daga kl. 12-18. Listakonan Yst sýnir kola- og rauðkrítar- teikningar í verslun og veitingastofu Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu. Meðal annarra sýninga sem þar standa yfir er sýningin „Ísland::kvikmyndir“ sem sýnir þróun kvikmyndagerðar á Íslandi frá 1904-2008. Ókeypis er á sýningar Þjóðmenningarhússins á mið- vikudögum. ➜ Hláturjóga 12.10 Boðið verður upp á hláturjóga með Ástu Valdimarsdóttur í Guðríðar- kirkju í Grafarholti. Þessi viðburður er í tengslum við hamingju-hádegi sem kirkjan býður upp á alla miðvikudaga í vetur. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. ➜ Leikrit 20.00 Pétur Eggerz flytur einleikinn Aðventa sem byggður er á sögu Gunn- ars Gunnarssonar. Sýningin fer fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Nánari upplýs- ingar á www.gerduberg.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabla- did.is. Bókmenntir ★★ Færeyskur dansur Huldar Breiðfjörð Ári eftir hrun er sögumaður kominn heim eftir mánaðarlanga dvöl í Færeyjum. Hann er þar um miðjan vetur, þvælist milli eyja, sest upp á gistiheimilum, reynir af fremsta megni að komast í kynni við eyjarskeggja en dvel- ur mestan partinn á herberginu sínu, í göngutúrum um fámenn stræti og situr inni á kaffihúsum og börum. Auglýsingagerðarmaður er kominn í samfélag sem er honum framandi, bara tungumálið eitt verður til þess að hann er eins og þorskur á þurru landi, fæstir sem hann hittir skilja hvað rekur hann þangað suður – á þessum árstíma. Hann gerir því skóna að hann sé þangað kominn til að finna fær- eysku leiðina, eitthvert það stig samfélags og framleiðslu sem við villtumst af. Huldar er næmur höfundur um margt þó að stílhugsun hans sé býsna sjálfhverf og nái skammt, hann er skyggn á hið skoplega, jafnvel það tragíska, hina hvers- dagslegu dýrð í ásýnd mannlífsins, en er hann nógu hnýsinn? Kannski of kurteis, kunnáttulaus um að ná svo góðri hlust- um, svo einskærum áhuga að efl- ist þörf viðmælandans til að létta á sér? Sá grunur sækir á lesand- ann. Ferðasaga hans vitnar raunar mest um þann góða hug sem Færeyingar bera til okkar, svo lítið sem við látum með þá. Mann þyrstir raunar í að hann komist nær, leiti uppi þá sem gætu raun- ar kennt honum meira og lengra í minninu en þessi blöð vitna um. Ferðasagan verður því von- brigðafull og lesandi bíður spenntur með sögu- manni þar sem þrædd- ir eru barir, stígar og sund, að nú fari eitt- hvað sögulegt að ger- ast, jafnvel þótt sögu- maðurinn ljúgi því upp. En það gerist ekki. Einhver orðaði það svo að þetta gæti mögu- lega verið besta bókin um hrunið sem fælist þá í því að ekkert gerð- ist, ekkert breyttist, en það er ekki rétt. Vísun sögunn- ar til handa lesendum er sú að við eigum að hverfa aftur í hið fámenna þorp, rækta garðinn okkar og læra að beita. En bæði sögumaður og lesandi ljúka þess- ari frásögn og snúa sér að raun- veruleika sem er allt annað – sú hugmynd að hér megi snúa öllu hálfa öld aftur á bak er vitaskuld firra. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Ferð án fyrirheits. Flandrað um Færeyjar JENS LAPIDUS Fjölskylduhjálp Íslands Neyðarkall frá Fjölskylduhjálp Íslands Hátt í 16000 einstaklingar eru nú án atvinnu auk þeirra þúsunda, sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Stór hópur þessa fólks reiðir sig á að- stoð Fjölskylduhjálparinnar nú um hátíðirnar. Tökum höndum saman og leggjum okkar að mörkum til að allir geti haldið gleðileg jól. Tekið er á móti matföngum að Eskihlíð 2-4 í Reykjavík þriðjudaga kl 9-13, miðviku- daga kl. 9-18 og fimmtudaga kl. 9-13. Símar Fjölskylduhjálparinnar eru 551 3360 og 892 9603. Einnig er tekið á móti framlögum á reikningi Fjölskylduhjálpar Íslands bnr. 101-26-66090, kt. 660903-2590. Netfang: fjolskylduhjalp@simnet.is w w w .h ir zl an .i s Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 JUBEE vönduð dönsk barnahúsgögn umhverfisvottuð ST O FA 5 3 MÁ LTÍÐ MÁN AÐA RINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.