Fréttablaðið - 09.12.2009, Síða 2

Fréttablaðið - 09.12.2009, Síða 2
2 9. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNSÝSLA „Lengi vel var það alþekkt að allir sem fengu vinnu í Fríhöfninni voru tengdir ákveðn- um pólitískum flokkum, annað- hvort beint eða í gegnum fjöl- skyldumeðlimi,“ segir í fimmtíu ára afmælisriti Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Fríhöfnin varð fimmtíu ára í fyrra en afmælisritið er fyrst að koma út núna. Í blaðinu er gripið niður í sögu fyrirtækisins. Ein greinin ber yfirskriftina Pólitísk- ar ráðningar og hefst á tilvitnuðu orðunum hér að framan. „Lengi framan af voru það teng- ingar í gegnum Alþýðuflokkinn og síðan réði Framsóknarflokkurinn ráðningum en það fór eftir því í hvaða flokki utanríkisráðherra var hverju sinni,“ segir í afmælis- ritinu um það hvað þurfti til að fá starf í Fríhöfninni. Mikið af starfsfólkinu er sagt hafi verið ráðið í sumarafleysing- ar, gjarnan nemar í Háskólanum. Vitnað er til samtals við starfs- mann sem hafði starfað í nokkra mánuði þegar hann fékk heim- sókn eitt kvöldið. Þar hafi verið mættur „virðingarverður maður“ að rukka félagsgjald í Félag ungra jafnaðarmanna í Keflavík. Starfs- maðurinn hafi neitað að borga. „Var hann þá spurður hvort hann væri ekki með vinnu í fríhöfn- inni og sagði síðan „þar eiga bara alþýðuflokksmenn að vinna,“ segir í Fríhafnarblaðinu. Annars staðar í afmælisblaðinu er fjallað um þjóðþekkta starfs- menn sem verið hafa hjá Fríhöfn- inni. Sértaklega er rætt við Sig- hvat Björgvinsson, fyrrverandi Fríhöfnin í Keflavík í klóm spillingarafla Í nýju afmælisriti Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvell segir að pólitískur geð- þótti hafi lengi ráðið hverjir fengju þar starf. Framsóknarflokkur og Alþýðu- flokkur hafi ráðið þar mestu eftir því hvor flokkur átti utanríkisráðherrastólinn. PÓLITÍSK AFSKIPTI Eftirsótt var að komast til starfa í Fríhöfninni á Keflavíkurflug- velli og úthlutuðu spilltir stjórnmálamenn stöðum þar á hverjum tíma. MYNDIR/AFMÆLISRIT FRÍHAFNARINNAR 1959-2009. ráðherra og starfsmann í Fríhöfn- inni í tvö sumur. Segir að Sighvati hafi líkað starfið vel. „Unnið var á vöktum, en mikið var af aukavinnu og því höfðu menn góðar tekjur. Var starfið því algjört draumastarf hvað laun varðar fyrir ungan skólastrák,“ segir í blaðinu og bætt er við að stundum hafi verið svo mikið að gera hjá Sighvati að hann hafi fengi að gista í fjölbýlishúsi Frí- hafnarinnar í stað þess að fara til Reykjavíkur þar sem hann bjó. Hlynur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Fríhafnarinnar og ritstjóri afmælisblaðsins, segir í leiðara þess að ýmislegt hafi gengið á í pólískum afskiptum og sum mál verið bæði leiðinleg og erfið fyrir starfsfólkið. Með gler- augum nútímans væri auðvelt að dæma fortíðina. „En við gleymum að nú lifum við á tímum hins upp- lýsta samfélags þar sem slæmar venjur og vondir siðir þrífast ekki en voru hér áður samþykktir með þögninni.“ gar@frettabladid.is Gunnar, er holdið þá ekkert veikt? „Holdið er alltaf í upplyftingu.“ Séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digraneskirkju, stundar lyftingar af miklum móð. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest gæsluvarðhaldsúrskurð hér- aðsdóms yfir Catalinu Mikue Ncogo og samstarfskonu hennar. Þær sitja í gæsluvarðhaldi og ein- angrun til föstudagsins næstkom- andi. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að lögregla hafi að undan- förnu rannsakað ætlað mansal og milligöngu um vændi, upphaflega á grundvelli ítrekaðra upplýsinga um að Catalina og samstarfskona hennar flytji stúlkur til landsins, geri þær út til vændis og taki hluta hagnaðarins af þeim. Í okt- óber hafi lögreglu ítrekað bor- ist nafnlausar ábendingar um að nokkrar konur stunduðu vændi á heimili Catalinu. Þá hafi lögreglu borist upplýsingar um komu nokkurra kvenna til landsins, sem bendi til að þær séu hingað komnar til að stunda vændi á vegum samstarfskonunnar. Sér- stakt húsnæði hafi verið tekið á leigu undir starfsemina. Lög- regla hafi fyrir nokkru tekið skýrslu af konu, sem komið hafi hingað til lands til að stunda vændi á vegum samstarfskonu Catalinu og hafi hún lýst bágum aðstæðum. Þá kemur fram að Catalina hafi frá því í október tekið virkan þátt í þeim brotum, sem til rannsóknar eru, meðal annars með því að koma að skipulagningu vændis- starfseminnar, hafa milligöngu um hana og hafa viðurværi sitt af vændi annarra. - jss Hæstiréttur staðfestir varðhald yfir Catalinu og samstarfskonu hennar: Vændiskona lýsti bágum aðstæðum CATALINA Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um gæslu- varðhald og einangrun. SLYS Karlmaður á fimmtugsaldri lést við sportköfun á milli Hvammsvíkur og Hvítaness í Hvalfirði síð- degis í gær. Kafarinn varð viðskila við félaga sinn, sem hafði síðan snarlega samband við lögreglu þegar hann sá manninn hreyfingarlausan í flæðarmálinu. Til- kynningin barst um klukkan þrjú. Lögregla hafði mikinn viðbúnað og voru kallaðir til kafarar og björgunarsveitir, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar fór á staðinn. Maðurinn var þegar úrskurðaður látinn og flutti þyrlan hann til Reykjavíkur. Tildrög slyssins eru ókunn og fer Mosfellsdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með rannsókn málsins. Ekki er unnt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. Svæðið þar sem mennirnir voru við köfun er vinsælt hjá sportköfurum. - sh Karlmaður á fimmtugsaldri lést við sportköfun í Hvalfirði: Lést við köfun í Hvammsvík Slysstaður Hvammsvík Hv alf jör ðu r BRUSSEL, AP Evrópusambandið hafnaði umsóknum 204 þúsund hælisleitenda á árinu 2008. Sama ár fengu 76 þúsund manns hæli í aðildarríkjum sambands- ins. Flestir þeirra fengu hæli í Frakklandi, eða 11.470 manns, en næst koma Þýskaland, Bret- land, Ítalía og Svíþjóð. Fæstir fengu hins vegar hæli á Grikk- landi, rétt um eitt prósent þeirra 30.915 sem sóttu um þar. Flestir hælisleitandanna komu frá Írak, og fengu 16 þús- und þeirra hæli í aðildarríkjum sambandsins á árinu 2008. - gb Hælisleitendur í ESB: Langflestum er synjað um hæli LANDBÚNAÐUR Heimild til inn- flutnings á djúpfrystu svínasæði verður til þess að efla, styrkja og auka svínarækt í landinu. Þetta kemur fram í áliti sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis vegna frumvarps um breytingu á lögum um innflutning dýra. Frumvarpið er sagt byggt á vinnu nefndar sem ráðherra skip- aði, en í henni áttu sæti Halldór Runólfsson yfirdýralæknir, Vil- hjálmur Svansson dýralæknir og Þorsteinn Ólafsson, sérgreina- dýralæknir hjá Matvælastofnun. Sjávarútvegs- og landbúnaðar- nefnd leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. - óká Lög um innflutning dýra: Heimila á inn- flutning sæðis GRÍSIR ÞRÍR Líkur eru sagðar á að svína- rækt eflist með heimild til innflutnings á frystu sæði beint á bú. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VINNUMARKAÐUR Laun voru að meðaltali 0,7 prósentum hærri á þriðja fjórðungi ársins, en hjá verkafólki hækkuðu þau um 1,6 prósent og hækkar sú starfsstétt mest. Á sama tímabili hækkuðu laun stjórnenda um 0,1 prósent. Sé litið lengra aftur til ársins 2008 hafa laun verkafólks hækk- að um 4,3 prósent en laun stjórn- enda lækkað um 4,1 prósent. Í atvinnugreinum í heild sinni hækkuðu laun um 1,9 prósent fyrir störf við samgöngur og flutninga á þriðja fjórðungi árs- ins, en lækkuðu um 0,4 prósent í byggingarstarfsemi og mann- virkjagerð. Hagstofan greinir frá þessu. - kóþ Launaþróun í landinu: Laun verkafólks hækka mest DÓMSMÁL Héraðsdómur Vestur- lands hefur dæmt Stykkishólms- bæ til að greiða fyrrverandi forstöðumanni Dvalarheimilis aldraðra 5,8 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar upp- sagnar, að því er fram kemur á vef Skessuhorns. Bæjarstjóri Stykkishólms til- kynnti Landlæknisembættinu árið 2008 að grunur léki á að maðurinn misnotaði lyf og hefði tekið lyf frá dvalarheimilinu. Í dóminum segir að ávirðingarnar hafi ekki verið kannaðar nægilega, auk þess sem maðurinn hafi ekki fengið að tjá sig um þær fyrir uppsögnina. - bj Ólögmæt uppsögn: Fær greiddar milljóna bætur VIÐSKIPTI Sextán lífeyrissjóðir innan vébanda Landssamtaka líf- eyrissjóða stofnuði í gær Fram- takssjóð Íslands, „fjárfestingar- félag sem ætlað er að taka þátt í og móta fjárhagslega og rekstrar- lega endurreisn íslensks atvinnu- lífs í kjölfar falls fjármálakerfis- ins,“ að því er segir í tilkynningu. Í tilkynningunni segir að stofn- endur sjóðsins ráði yfir um 64 prósentum af heildareignum lífeyrissjóða á Íslandi og hafi skuldbundið sig til að leggja fjár- festingarsjóðnum til um þrjátíu milljarða króna í hlutafé. Enn er opið fyrir skráningu hlutafjár í sjóðnum. - sh Stofna fjárfestingarfélag: Vilja taka þátt í endurreisninni Nýjar efnahagsaðgerðir Barack Obama Bandaríkjaforseti kynnti í gær nýjar aðgerðir sem ætlað er að örva efnahagslífið í Bandaríkj- unum. Í þeim er lögð áhersla á að hjálpa litlum fyrirtækjum til að reyna að ná niður atvinnuleysi, sem nú er um tíu prósent. BANDARÍKIN SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.