Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2009, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 11.12.2009, Qupperneq 2
2 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI Alls var 8.685 kröfum lýst í þrotabú Glitnis. Heildarupphæð þeirra er 3.436 milljarðar króna. Allra stærstu kröfurnar koma frá erlendum fjármálafyrirtækj- um um heim allan. Íslenskir bank- ar og fjármálafyrirtæki gera einn- ig háar kröfur í búið. Þannig gerir skilanefnd Landsbankans samtals um 143 milljarða króna kröfu, skilanefnd Kaupþings hátt í 80 milljarða kröfu, Exista rúmlega 50 milljarða kröfu og Íslandsbanki krefst 22 milljarða. Ekki er mikið um launakröfur í búið, enda hafa laun að mestu verið greidd. Nokkrir úr framkvæmda- stjórn bankans gera þó launakröf- ur en þeim hefur verið hafnað sem forgangskröfum. Öllum kröfum um greiðslu á bónus eða kaupauka hefur verið hafnað með vísan til þess hversu lök afkoma bankans var. - sh Matthías, bjóðið þið líka upp á pakkaferðir? „Já, en bara jólapakkaferðir.“ Flugfélagið Iceland Express býður við- skiptavinum sínum upp á jólaskemmtun um borð í vélum sínum fram að jólum. Matthías Imsland er forstjóri Iceland Express. TÓNLIST Nýtt blað, Hljómgrunn- ur, fylgir Fréttablaðinu í dag en í því er fjallað um tónlist í landinu í sem víðustum skilningi orðs- ins, svo sem tónleika og viðburði úr tónlist- arlífinu. Útgefandi og ábyrgð- araðili blaðsins er Sam- tónn, samtök hinna ýmsu félaga tónlistarrétthafa, höf- unda, flytjenda og útgefenda. Er þessu fylgiriti Fréttablaðs- ins ætlað að koma út á um það bil mánaðarfresti næsta árið. Nýtt tölublað Samtóns: Tónlistarlífið í víðum skilningi ÍSLENSKU TÓNLISTAR- VERÐLAUNIN VERÐA AFHENT Í ÞJÓÐLEIK- HÚSINU KRAUM- LISTINN Í MÓTUN ALMANAK ÁRSINS DAGUR ÍSLENSKRAR TÓNLISTAR D ES 2 00 9 BJARKI SVEINBJÖRNSSON SKOÐAR SÖGUNA Það virðist ríkja samhljómur um það meðal músíkfólks að verk þess hljóti góðan hljómgrunn í samfélaginu nú um stundir. Áberandi er hversu margradda hann er kórinn um að nú hafi þjóðin snúið sér að því sem skiptir máli. Leiti æðri gilda og hafi allt í einu tíma til að sinna listinni. Hvað sem veldur þá gleðjast tónlistarflytjendur yfir góðri tónleikasókn og vonast til að hún haldi áfram og auki jafnvel plötusöluna líka. Íslenskt tónlistarlíf á það sameiginlegt með fjármálalífinu og reyndar þjóðlífinu öllu að finna strax á eigin skinni afleiðingar breytinga til góðs eða ills. Það hefur verið haft á orði að vegna smæðar þjóðarinnar gangi hún hraðar í gegnum slíkar breytingar en stórþjóðirnar. Í tónlistarlífinu má allt eins gera ráð fyrir að þessi fyrstu viðbrögð við kreppunni (að drífa sig á tónleika) endist ekki, heldur verði samdráttur þar fyrr en varir þegar fjárhagskurlin verða loks til grafar borin. Þá tekur við tímabil stöðnunar áður en sóknin hefst að nýju og góðærið endurfæðist uppfullt af tækifærum fyrir listafólkið til að gleyma um stund hinum æðri gildum. Æðri gildum eða ærgildum? Í þeim liggur efinn. Eða hvað? Verður ekki íslenskt tónlistarlíf áfram drifið af þessum núningi ólíkra gilda? Sú tilgáta hefur heyrst að áhugi erlends áhugafólks á íslenskri tónlist sé einmitt tilkominn vegna þess að hér sé einstaklega dýnamískt tónlistarlíf. Í tónfræðinni er dýnamík útskýrð sem munur á styrkleika. Það hefur enga merkingu að spila veikt ef ekki er einhverntíma spilað sterkt líka. Sjórinn er saltur og nú er búið að finna út úr því hvernig er hægt að búa til rafmagn úr núningi hans við ferskvatnið sem rennur í hann. Þetta er dýnamík sem kveður að. Í tónlistarlífinu á Íslandi birtist slíkur núningu í nánu samstarfi allra sem koma að tónlist. Við erum nógu mörg til að búa til fjölbreytta tónlist af öllum mögulegum gerðum og við erum nógu fá til að geta ekki leyft okkur að einangrast hvert frá öðru. Hvað sem við gerum í tónlist sendum við frá okkur út í sama umhverfið sem tekur undir eftir atvikum. Hljómgrunnurinn er á endanum sameiginlegur. TÓNLISTARHÚS FYRR OG NÚ +/- PLÚSAR OG MÍNUSAR ÚR TÓNLISTARLÍFINUHALLDÓR HAUKSSONVELTIR FYRIR SÉR HÁVAÐA OG HLJÓÐI 11 . D ES 2 0 0 9 TÓ N LI ST AR H Ú SI G EF IÐ N AF N V IÐ H ÁT ÍÐ LE GA A TH Ö FN Á H AF N AR - BA K K AN U M Í DA G K LU K K AN 1 5: 30 AL LI R VE LK O M N IR ! STÓRSVEIT SAMMA ÁÚTITÓNLEIKUM VIÐ HÖFNINA Í DAG PO RT h ön nu n Þ ó svo að á Íslandi hafi ekki verið til sérbyggður salur til tónlistarflutnings fyrr en í ársbyrjun 1999, er Salurinn í Kópavogi var tekinn í notkun, á tónlistarflutningur innanhúss sér nokkra sögu (þó stutta miðað við Mið-Evrópu). Einhverra hljóð-færa er getið í heimildum frá mið-öldum, og auðvelt er að hugsa sér að einhver hljóðfæraflutningur hafi farið fram í nokkrum þeirra glæsilegu kirkna sem byggðar voru á Hólum og í Skálholti fyrr á öldum. Enn hafa þó ekki komið fram neinar heimildir um eigin-legt opinbert tónleikahald, eða tónlistarflutning hér á landi fyrr en skömmu eftir 1800. „Hljóðfærin voru fiðla, bumba lögreglunnar og tvö þríhorn – músík var ömurleg, bæði lögin og meðferð þeirra.“ Þessa lýsingu á tónlistarflutningi á Íslandi má lesa í „Dagbók í Íslandsferð 1810“ eftir breska lækninn Henry Holland. Vísar dr. Holland þarna til hljóð-færaleiks á dansleik sem hann stóð fyrir, ásamt félaga sínum, Sir George Mackenzie sem þeir héldu í „Klúbbnum“ vorið 1810. Hús þetta mun hafa verið staðsett við enda Aðalstrætis, þar sem Herkastal-inn er nú (eftir þessum klúbb var Aðalstræti um tíma kallað Klúbb-gata). Klúbburinn var drykkju-klúbbur sem danskir lögreglu-þjónar höfðu stofnað, og var hann starfræktur í svokölluðu Scheels-húsi frá því skömmu eftir alda-mótin 1800 til 1827. Þessi lýsing er með þeim elstu sem til eru um eig-inlegan hljóðfæraleik á opinberri samkomu. Klúbburinn hætti starf-semi í þessu húsi árið 1843 en var þá stofnað nýr klúbbur, Bræðrafé-lagið sem hóf starfsemi í annarri byggingu, rétt norðan við Scheels-hús og kallaðist starfsemi hans „Nýi klúbburinn“. Er það líklega sá klúbbur sem þýska ferðakon-an Ida Pfeiffer vísar til í ferðalýs-ingu sinni frá árinu 1845 er hún lýsir dansleik í klúbbnum. Eru lýs-ingar hennar á hljóðfæraleik í takt við það sem heyrðist árið 1810, og vitnað er til hér að ofan, en hún skrifar: „Það er hljóðfærasláttur-inn, sem er lakastur í þessum sam-kvæmum. Notaðar eru sérkenni-legar fiðlur með þremur strengj-um og hljóðpípur.“ Blaðið Ingólfur greinir frá op- inberum veraldlegum söng árið 1854 en þá „buðu skólapiltar fjölda bæjarmanna að heyra sönglist sína“. Er þetta eitt fyrsta dæmið um opinberan veraldlegan tónlist-arflutning – konsert – í Reykjavík, en þeir áttu eftir að halda marga samsöngva í Latínuskólanum á komandi árum. Árið 1865 gaf Carl H. Siems-en nýlega stofnuðu spítalafélagi hús, sem áður hafði verið rekið sem gistihús undir heitinu Skand-inavia, og varð það fyrsta sjúkra-hús bæjarins. Á efri hæð hússins voru herbergi fyrir sjúklinga, en á neðri hæðinni voru stærri „salir“ þar sem sýndar voru leiksýning-ar, og einnig, eins og segir í Þjóð-ólfi árið 1866, haldinn „Bazar og Tombola“ til styrktar sjúkrahús-inu. „Þaráofan bættist til mikill-ar ununar hinn fagri margradda saungr, sem öðru hverju var hald-ið uppi bæði kveldin; þar voru opt-ast að saungum 20 manns nál. 12 konur og 8 karlmenn er öll höfðu æft sig undir einu sinni í viku síðan fyrir jól, undir leiðsögn stiptamtmannsfrúarinnar [Olufu Finsen], er bæði sýngr vel sjálf og kann saung manna bezt, eins og leika á „Pjanoforte“, og lék hún FRAMHALD Á SÍÐU 3 DÓMSMÁL Þrjár sautján ára stúlk- ur játuðu fyrir dómi í fyrradag að hafa ráðist á fjórðu stúlkuna í Heiðmörk í apríl á þessu ári. Vegna skýlausra játninga stúlknanna var málið í kjölfarið dómtekið og má búast við dómi á næstu vikum. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp á sínum tíma. Systir stúlkunnar sem ráðist var á lýsti hroðalegum líkamlegum sem and- legum áverkum sem stúlkan bar, eftir að ekið var með hana nauð- uga frá heimili hennar upp í Heið- mörk og gengið þar í skrokk á henni. Ákæra á hendur stúlkunum var þingfest í Héraðsdómi Reykja- ness á miðvikudag. Þinghaldið var lokað en samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins var þeim öllum gefin að sök minni háttar líkams- árás; tveimur fyrir að hafa kýlt stúlkuna ítrekað með krepptum hnefa og þeirri þriðju fyrir að hafa slegið stúlkuna í hnakkann með flötum lófa þegar komið var inn í bíl að hinum barsmíðunum loknum. Þær játuðu sök fyrir dómi og var málið í kjölfarið dómtekið. Engin skaðabótakrafa fylgdi ákærunni, en á sínum tíma sagði systir stúlkunnar að fjölskyldan myndi ekki sætta sig við neinn málamyndadóm og að farið yrði í einkamál við stúlkurnar ef dómur- inn yrði of vægur að þeirra mati. - sh Búið er að dómtaka sakamál vegna líkamsárásar á unga stúlku í Heiðmörk í vor: Þrjár stúlkur játuðu árás í Heiðmörk Í HEIÐMÖRK Málið vakti óhug þegar það kom upp. Svo virðist sem stúlkurnar hafi verið að hefna sín vegna ummæla sem þolandinn lét falla um ástalíf einnar þeirrar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓLK „Það verður að hugsa fyrir því að allir fái að upplifa jólin, segjum við fjölskyldumennirn- ir með talsverðum hroka,“ segir Böðvar Þórisson, forstjóri hjá Emmessís. Böðvar er meðlimur í saumaklúbbi sem er skipaður um tuttugu karlmönnum. Hóp- urinn stundar útivist, heldur saman upp á litlu jólin og skipt- ist á jólagjöfum. Nokkrir með- limanna eru einhleypir. Saumaklúbburinn var stofn- aður fyrir tveimur áratugum og hittast meðlimirnir á hverjum þriðjudegi. „Við nefndum þetta saumaklúbb í þeim tilgangi að fá betri helmingana til að gútera hittinginn, og það hefur geng- ið eftir í tilfelli flestra okkar,“ segir Böðvar Þórisson. - kg / sjá Allt í miðju blaðsins Karlkyns-saumaklúbbur: Fagna litlu jól- unum saman VIÐSKIPTI Skuldatryggingarálag ríkisins rauk upp um sextán prósent í gær og stóð í 441 stigi undir lok dags, samkvæmt upp- lýsingum Credit Market Analys- is (CMA). Álagið fór yfir fjögur hundruð stig í byrjun mánaðar í kjölfar fregna af fjárhagsvand- ræðum fyrirtækjasamstæðu furstadæmisins í Dúbaí. Ísland er í sjöunda sæti á lista CMA yfir þau lönd sem talin eru í mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Samkvæmt listanum eru mest- ar líkur á þjóðargjaldþroti Venes- úela, eða rúm sextíu prósent. Skuldatryggingarálag landsins er 1.355 stig, sem er nokkru meira en var hér áður en bankarnir fóru á hliðina. - jab Listi yfir skuldatryggingarálag: Venesúela gæti farið á hliðina Samkvæmt kröfuskrá bankans gerir Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri, og félag í hans eigu 4,2 milljarða króna kröfu í búið. Samkvæmt tilkynningu frá slitastjórn bankans var hæsta krafan, upp á 3,9 milljarða, í kröfuskránni fyrir mistök. Krafan hafði þegar verið gerð upp. Þá hafa Bjarni og Glitnir gert með sér sam- komulag um að Bjarni endurgreiði þrotabúinu 650 milljónir sem er jafngildi yfirverðs í hlutabréfaviðskiptum hlutafélaga í eigu Bjarna við Glitni. Bjarni hefur áður endurgreitt 370 milljóna króna starfslokasamning sinn. Þá hefur Bjarni ákveðið að falla frá öðrum kröfum á bankann, samtals 273 milljónum króna. UPPGJÖRI BJARNA VIÐ GLITNI LOKIÐ ALÞINGI Meirihluti fjárlaganefnd- ar ákvað í gær að vinnu við fjár- lagafrumvarpið væri lokið og tók það út úr nefndinni. Var það gert í andstöðu við stjórnarandstöðuna sem taldi það enn óklárað. Guðbjartur Hannesson, formað- ur fjárlaganefndar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að líklega yrði frumvarpið tekið aftur inn í nefndina í dag, þegar umfjöllun efnahags- og skattanefndar um tekjuöflun ríkisins væri lokið. Vonast hann til að önnur umræða fjárlaga geti farið fram á mánudag eða þriðjudag. - bþs Fjárlagafrumvarpið: Út og aftur inn í fjárlaganefnd Heildarkröfur í þrotabú Glitnis nema 3436 milljörðum króna: Hafna öllum bónuskröfum BJARNI Gamli bankastjórinn gerði samkomulag um að endurgreiða 650 milljónir í þrotabúið. GSM í Arnkötludal Og fjarskipti hafa fengið heimild til að setja upp tvo átta metra háa staura undir búnað til þess að veita farsíma- þjónustu á syðri hluta nýja vegarins um Arnkötludal milli Steingrímsfjarðar og Reykhólasveitar. FJARSKIPTI FÓLK Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra er kona ársins að mati tímaritsins Nýs lífs. Í umsögn blaðsins segir að rit- stjórn þess hafi fljótt komist að einróma niðurstöðu um valið. Óháð allri pólitík sé Jóhanna fyr- irmynd kvenna sem vilji láta til sín taka. Frá lýðveldisstofnun hafi sennilega enginn stjórnmála- maður staðið frammi fyrir jafn ögrandi verkefni og hún geri nú. Komin á sjötugsaldur ætli hún að sýna í verki að kona geti axlað þá ábyrgð sem starfinu fylgi. Jóhanna fékk afhent málverk eftir listakonuna Ásdísi Spanó við tilefnið í gær. - þeb Tímaritið Nýtt líf: Jóhanna valin kona ársins MENNTAMÁL Leikskólakennurum í Reykjavík hefur verið meinað að áframsenda á stjórnir foreldrafélaga fundarboð frá hagsmunasamtökum foreldra leikskólabarna. Þeir mega heldur ekki hengja upp veggspjöld frá samtökunum þar sem slíkir fund- ir eru auglýstir, né tala á neikvæðum nótum um fyrirhugaðan niðurskurð hjá leikskólum borgarinnar. Sviðsstjóri leikskólasviðs borg- arinnar hefur í tvígang síðustu daga sent leikskólastjórum í borg- inni tölvupóst með fyrirmælum um þetta. Í þeim er talað um að hvers kyns áróður sé bannaður í leikskól- um. Neikvæð umræða um niður- skurðinn falli undir þá skilgrein- ingu. Heimildir Fréttablaðsins herma að töluverðrar óánægju gæti meðal leikskólastjóra vegna þessara fyr- irmæla. Hagsmunasamtökin Börn- in okkar, samtök foreldrafélaga leikskóla hafa einkum haft uppi varnaðarorð vegna niðurskurð- aráforma á leikskólasviði, líkt og sérstakur starfshópur sem mynd- aður hefur verið um að andmæla hugmyndunum. Fundurinn sem ekki mátti aug- lýsa fór fram í Miðbæjarskólanum í gærkvöldi. Þar upplýstu fulltrú- ar leikskólasviðs og leikskólaráðs borgarinnar foreldra um niður- skurðaráformin og gerðu þeim grein fyrir hvernig til stæði að ná fram þeim 400 milljóna sparnaði sem stefnt er að. Auglýsinga- og umræðubannið var einnig tekið til umræðu á fund- inum. Fundurinn var ekki yfirstað- inn þegar Fréttablaðið fór í prent- un í gærkvöldi og því náðist hvorki tal af fulltrúum hagsmunasamtak- anna, né sviðsstjóra leikskólasviðs eða formanni leikskólaráðs vegna málsins. Hagsmunasamtök foreldra hafa ítrekað lýst yfir óánægju með að skera skuli niður um 5,57 prósent á leikskólasviði á næsta ári. Hafa þeir krafist þess að sviðinu verði hlíft við hagræðingu því börnin eigi að vera fremst í forgangsröð borgarinnar. stigur@frettabladid.is Leikskólastjórar múl- bundnir af borginni Sviðsstjóri leikskólasviðs hefur bannað leikskólastjórum í Reykjavík að tjá sig á neikvæðum nótum við foreldra um fyrirhugaðan niðurskurð. Mega ekki heldur áframsenda eða hengja á veggi fundarboð frá hagsmunasamtökum foreldra. BÖRN AÐ LEIK Leikskólar Reykjavíkurborgar eru 79 talsins, auk 19 einkarekinna leikskóla. Alls eru um 8.200 reykvísk börn á leikskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.