Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 46
46 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Skörun blaðalesturs að meðaltali á dag, mán. til lau., höfuðborgarsvæðið 18-49 ára. Heimild: Blaðakannanir Capacent maí-okt. 2009. Lesa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið Lesa bara Morgunblaðið Lesa bara Fréttablaðið 59% 8,8% 32,2% Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup sýnir ótvírætt. Allt sem þú þarft... Auglýsing í Fréttablaðinu nær til yfir 91% lesenda UMRÆÐAN Óli Gneisti Sóleyjarson skrifar um aðskilnað ríkis og kirkju Nú fyrir skömmu birtust stór-merkilegar tölur um viðhorf þjóðarinnar til sambands ríkis og kirkju. Samkvæmt Capacent Gallup mælist nú 74% fylgi við aðskilnað. Raunar hefur alltaf verið meirihluti fyrir aðskilnaði og yfirleitt hafa um tveir þriðju þjóðarinnar verið fylgj- andi breyttu kirkjufyrirkomulagi. Fyrir tveimur árum kom hins vegar könnun þar sem fylgið mældist ein- ungis 51%. Þegar ég bar þessar tölur fyrst saman í huganum datt mér helst í hug að skýringin á þessum mikla mun væri sú að meðalstuðningur við aðskilnað væri bara um 66% markið og munurinn fælist í því innbyggðri ónákvæmni tölfræði- rannsókna. En þegar tölurnar á bak við tölurnar eru skoðaðar kemur í ljós að nýrri talan er mun líklegri til að vera rétt. Í könnuninni frá 2007 sem fór fram í hájólavertíðinni var úrtakið rúmlega tólf hundruð manns. Í nýju könnuninni var úrtakið nærri tvö- falt stærra. Um leið var svarhlutfall mikið betra árið 2009 en 2007. Í fyrri könnuninni svöruðu um 61% en í þeirri seinni um 71%. Þessar tölur benda allar til þess að stuðningur við aðskilnað sé mun nær 74% en 51%. Capacent Gallup gerði sjálft fyrirvara við niðurstöður síðustu könnun- ar enda var hún á skjön við allt sem áður hafði fram komið. Talið var líklegt að tímasetning- in hefði mögulega skekkt niðurstöð- una. Ég tel þó reyndar ekki að það séu færri hlynntari aðskilnaði þegar jólavertíðin er í hámarki en ég tel frekar að fólk sé ólíklegra til að upplýsa þá afstöðu sína og þá sér- staklega miðað við þá umræðu sem var þá í samfélaginu. Vissulega má segja að tímasetningin á nýju könn- uninni gæti haft einhver áhrif. Mál séra Gunnars er mikið búið að vera í umræðunni. En aftur á móti þá eru nær alltaf í gangi einhver erfið deilumál innan kirkjunnar. Það sem kemur líklega mest á óvart við niðurstöður nýju könnun- arinnar er mikið fylgi við aðskilnað innan kirkjunnar sjálfrar. Hugsan- lega mætti túlka þennan stuðning við aðskilnað sem trú á að sjálfstæð kirkja ætti auðveldara með að leysa slíkar deilur. En það er eitt ljóst. Þó að forsvars- menn kirkjunnar reyni að afneita niðurstöðunum með vísun í fáfræði almennings þá getur ríkisvaldið ekki lengur tafið. Við eigum að hætta að rökræða um hvort eigi að skilja að ríki og kirkju og fara þess í stað að ræða um hvernig skuli staðið að þessum löngu tímabæra aðskilnaði. Höfundur er þjóðfræðingur. Tölfræði aðskilnað- ar ríkis og kirkju Það sem kemur líklega mest á óvart við niðurstöður nýju könnunarinnar er mikið fylgi við aðskilnað innan kirkjunnar sjálfrar. ÓLI GNEISTI SÓLEYJARSON UMRÆÐAN Brynja Laxdal skrifar um heilbrigðismál Oft er sagt að heilbrigðis-kerfið á Íslandi sé dýrt, en að sama skapi gleymist að ræða það virði sem þjón- ustan leiðir af sér eins og betri lífsgæði samfélags- þegna og þekkingasköpun starfs- manna sem hvort tveggja skilar sér til þjóðfélagsins. Heilbrigðiskerf- ið þarf þó vitaskuld að hagræða í rekstri rétt eins og aðrar skipulags- heildir. Stjórnun og stefnumótun er nokkuð háð fjárlögum og pólítík en hagræðing stjórnast af skipulagi innviða, gegnum mannauð og með aukinni þátttöku og ábyrgð skjól- stæðinga á eigin heilsu. Að þessu sögðu eru ýmis tækifæri til hagræðingar í heilbrigðiskerfinu, til dæmis með aukinni rafrænni þjónustu þar sem við á. Þá mætti fjölga tekjustofnum með útseldri ráðgjöf og sérþjónustu en áður yrði að fá álit neytenda á þeirri þjónustu sem þeir helst óska eftir og hversu mikið þeir eru til í að borga fyrir hvers kyns sérþjónustu. Sem dæmi um hagræðingu sem skapar ávinning til lengri tíma er efling og jafnvel áherslubreyting á lýðheilsu- og forvarnarþjónustu heilsugæslunnar. Ávinningur er minni lyfjanotkun, fækkun ótíma- bærra sjúkdóma, minna vinnutap og færri kostnaðarsamar innlagnir á sjúkrahús eða meðferðastofnanir. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismála- stofnun (2007) má rekja 60% heilsu- farsvandamála í Evrópu til lífs- stílssjúkdóma. American Institute of Cancer Research segir í skýrslu árið 2007 að með því að halda sér í kjörþyngd sé hægt að minnka líkur á krabbameini um 30-40%. Norræn- ir félags- og heilbrigðismálaráðherr- ar gáfu út yfirlýsingu í júní 2009 þess efnis að barátta gegn lífsstílssjúkdómum væri á forgangslista, ásamt því að vinna sig út úr fjármála- kreppunni. Í könnun sem undirrit- uð gerði í mars 2009 meðal skjólstæðinga sex heilsu- gæslustöðva á höfuðborg- arsvæðinu komu fram vís- bendingar um að fræðsla eða hvatning heimilislækna og hjúkrunarfræðinga mætti vera meira afgerandi sem áhrifaþáttur lífsstílsbreytinga miðað við gefn- ar forsendur um hlutfall lífsstíls- sjúkdóma af heilsufarsvandamál- um. Þeir þættir í rannsókninni sem voru tíundaðir sem áhrifaþættir voru mataræði, hreyfing, reyking- ar, neysla kofffíndrykkja eða önnur heilsuspillandi iðja. Þá töldu svar- endur ennfremur vanta alhiða (and- lega og líkamlega) þjónustu og að eftirfylgni væri ábótavant. Ýmislegt hefur áhrif á neyslu og lífsstíl eins og tískustraumar, neyslustýring stjórnvalda, fræðsla, frægar fyrirmyndir og áhrif vina og fjölskyldu. Sú staða og ímynd sem heilbrigði skapar fæst gegn- um auðkennastjórnun lýðheilsu og hún ásamt forvarnarstarfi í skóla eru mjög mikilvægar. Áríðandi er að samvinna ýmissa stétta sé nýtt til hins ítrasta því á skólaaldri er fræum forvarna sáð til komandi kynslóða. Hafi sú vinna ekki tilætl- uð áhrif er næsta skrefið að aðstoða viðkomandi að breyta um lífs- stíl, sé fyrirsjáanlegt að heilsunni sé ógnað. Árangur persónulegra tengsla, stuðnings og eftirfylgni er mun meiri en markaðsherferða þó þær þjóni vel sem vitundarvakning. Í þessu samhengi telst heilsugæslan í einstakri nálægð við íbúa og skóla- samfélagið í þeim byggðakjarna sem hún þjónar. Enda er það svo að mis- munandi aðferðir og hvatning henta hverjum og einum og skoða þarf lífs- stíl út frá ýmsum forsendum eins og ættarsögu. Lífsstílsbreyting er lang- tíma ferli og veltur fyrst og síðast á þátttöku hvers og eins. Erlendar rannsóknir sýna að góð samskipta- færni heilbrigðisstarfsfólks eykur árangur lífsstílsbreytinga. Hér er átt við kunnáttu til að fræða svo boðskapurinn skiljist og sé með- tekinn, viðmóti þess sem fræðir og eftirfylgni. Lýðheilsustöð hefur verið hvað sýnilegust í forvarnarmálum og skýrði nýlega frá niðurstöðum 17 ára rannsóknar á þyngd Íslendinga en þar kemur fram að við höfum þyngst jafnt og þétt, þrátt fyrir gríð- arlegan áróður um áhrif holls mat- aræðis og hreyfingar. Hér hljóta menn að spyrja sig hvort verið sé að beita réttum aðferðum við að koma skilaboðum á framfæri eða skyldi helsti hvatinn til lífsstílsbreytinga felast í alvarlegri heilsufarslegri viðvörun, áfalli eða hugsanlega vegna álaga stjórnvalda á „óholl- ustu“? Fjölrannsóknagreining á 48 markaðsherferðum í Bandaríkj- unum gegn heilsuspillandi lífsstíl sem byggðust á félagslegri nálg- un sýndu 9% árangur ári eftir her- ferð. Í mildari eða upplýsandi her- ferðum var árangurinn aðeins 5%. Árangur íslenska Reyksímans sem er hugmyndasmíð hjúkrunarfræð- inga er hins vegar um 36% ári eftir upphaf meðferðar. Þennan frábæra árangur sem og annan góðan ætti að nota í markvissri hugmyndavinnu að lýðheilsuþjónustu þar sem jafnframt eru skoðuð tengsl markhópa og heil- brigðisskilaboða ásamt áhrifaþátt- um heilsupillandi hegðunar og lífs- stílsbreytinga. Aðeins þannig lærum við að yrkja jarðveginn og sá rétt- um fræjum til að fá sem besta upp- skeru. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og MS í markaðsfræði og alþjóða- viðskiptum. Virði heilbrigðisþjónustu BRYNJA LAXDAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.