Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 30
30 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Einhliða upptaka evru Tekist á um einhliða upptöku evrunnar Þótt umræður um krónuna og upptöku evru hafi fallið í skuggann af endalausu þjarki um Icesave undan- farnar vikur er málið síður en svo útrætt. Bloggfærsla Vilhjálms Þorsteinssonar athafnamanns um einhliða upptöku evru hefur vakið mikla athygli, og ekki síður fjörlegar umræður sem skapast hafa á síðu hans í kjölfarið. Fréttablaðið fékk leyfi til að birta útdrátt af umræðunum. Vilhjálmur Þorsteinsson: Í til- efni af umræðu um Daniel Gros, bankaráðsmann í Seðlabanka Íslands, leitaði ég mér upplýsinga um einliða upptöku evru í Svart- fjallalandi í upphafi árs 2002. Gros mun hafa komið að því verkefni sem ráðgjafi. Þeir sem helst hafa talað fyrir einhliða upptöku evru á Íslandi hafa nefnt þetta fordæmi til vitnis um að einhliða upptaka sé ekki mikið mál, hana megi „klára á einni helgi“ og svo framvegis. En þegar málið er skoðað betur kemur í ljós að aðstæður Svartfell- inga voru allt aðrar en hér. Grund- vallarmunurinn er sá að þýska markið var í reynd gjaldmiðill Svartfellinga, en serbneski dínar- inn var notaður í undantekningar- tilvikum. Einhliða upptakan var því ekki meiri einhliða upptaka en svo, að gerður var samningur við þýskan banka um að taka við þýsku mörkunum og láta evrur í staðinn, sem hann fékk svo aftur hjá Evr- ópska seðlabankanum (ECU) sem hluta af almennri upptöku evru og útskiptingu þýska marksins. Þetta er nákvæmlega það sem myndi gerast á Íslandi ef við gengj- um í Evrópusambandið (ESB) og tækjum upp evru: íslenskar krónur yrðu þá teknar til baka inn í Seðla- banka Íslands og alvöru evrur látn- ar í staðinn í boði ECB. Tímabundið brjálæðiskast Án stuðnings ECB yrðu ekki fyrir hendi neinar alvöru evrur til að skipta krónum í, nema þá í mesta lagi seðlum og mynt sem er hverfandi hluti peningamagns í umferð, rétt rúm eitt prósent. Ein- hliða upptöku-menn hafa reyndar uppi áform um að deila í allar raf- rænar krónur með 180 eða ein- hverri álíka tölu og kalla niður- stöðuna „evrur“. En þær „evrur“ væru ekki alvöru evrur útgefnar af ECB og með samsvörun í inni- stæðu íslenska Seðlabankans í ECB, heldur bara tölur á blaði sem Íslendingar streittust við að kalla „evrur“. Enginn annar myndi nota það nafn yfir fyrirbærið né taka það gilt sem eitthvað annað en íslenskar krónur með viðhengdu almennu broti. Seðlabankinn gæti, í tíma- bundnu brjálæðiskasti, kosið að bjóða landsmönnum að skipta íslenskum „evrum“ í alvöru evrur, á meðan gjaldeyrisforði hans ent- ist. En um leið og forðinn væri uppurinn, sem myndi gerast á fyrsta sólarhringnum þar sem allir vissu að ekki væru til alvöru evrur fyrir öllum íslensku „evrun- um“, þá væri leiknum lokið. Forð- inn búinn og þeir sem ekki náðu að skipta íslensku „evrunum“ sætu eftir með sárt ennið og verðlausan pappír – og ekki fullir þakklætis gagnvart þeim stjórnmálamönnum sem bæru ábyrgðina á dellunni. Heiðar Guðjónsson: Svartfell- ingar hefðu tekið upp evru ef hún hefði verið til. Hún var einungis til sem reiknieiningin ECU, en ekki sem seðlar og mynt á þessum tíma. Þýski seðlabankinn hjálpaði Svart- fellingum að taka upp evru, því þeir létu þá hafa þýsk mörk sem síðan sjálfkrafa var skipt yfir í evrur um leið og fyrsti dagur nýs árs kom og skipt var út myntum þeirra landa sem tóku upp evru á fyrsta degi. Þetta er því rangt hjá þér Vilhjálm- ur, og þú átt að vita það. Platevrur í Kaliforníu? Það er aumt að þú skulir viljandi ákveða að afbaka sannleikann í umfjöllun þinni um bankakerf- ið. Eru evrur í Kaliforníu, sem er fimmta stærsta hagkerfi heims, bara platevrur því þeir eiga engan seðlabanka? Heldur þú að pening- ur í sjálfu sér hafi einhver verð- mæti? Þeir eru ekkert annað en skuldaviðurkenningar um afhendu verðmæta. Sumir vilja mæla heiminn í tommum, aðrir í sentrimetrum. Það breytir ekki stærð hlutanna hvort er gert. Á nákvæmlega sama hátt geta innistæður í bönkum verið mældar í hvaða einingu sem er, svo lengi sem báðir samnings- aðilar eru því samþykkir. Með því að taka upp einhliða aðra mynt er hægt að afnema verðtryggingu, lækka vexti um 70 prósent eða meira í einni svipan, afnema fjármagnshöftin hraðar en ella, laða til landsins fjármagn, minnka óvissu í viðskiptum og eyða verðbólguáhættu. Krónan lagaði ekki samkeppn- ishæfni Íslands þegar hún féll, heldur gerði hún fyrirtæki og almenning fátæk, eða gjaldþrota. Hagkerfið hefur dregist saman um um það bil sjö prósent á skömm- um tíma, mælt í krónum. Mælt í alþjóðlegum peningum, hefur hagkerfið dregist saman um 60 prósent. Á meðan eru skuldirnar óbreyttar, því enginn vildi taka lán í krónum á okurvöxtum, held- ur aðeins í verðtryggðum krónum og erlendri mynt. Best varða bankakerfi í heimi Til viðbótar vil ég nefna að eina landið sem stóð af sér gjaldeyris- hrunið 1997 í Suðaustur-Asíu var Hong Kong. Hong Kong er með myntráð og þar hafa þeir engin fjármagnshöft en ekki heldur eigin peningastefnu. Þeir hafa tekið upp amerískan dollar í gegnum mynt- ráðið. Þar í landi er seðlabankinn með um 25 prósent af öllum inni- stæðum í varasjóði til að mæta hugsanlegu bankaáhlaupi. Þetta er fjórfalt það sem gerist í Bandaríkj- unum, en þriðjungur af forðanum sem bankinn hafði áður þegar um fljótandi gjaldmiðil var að ræða með öllu því óráði sem af hlaust. Íslenski Seðlabankinn er með um 440 milljarða forða og grunn- mynt kerfisins er 83 milljarðar samkvæmt tölum bankans. Hann myndi því eiga eftir 360 milljarða, eða meira en 25 prósent af öllum innistæðum í landinu sem myndi gera Ísland að best varða banka- kerfi í heimi. Þessu til viðbótar hefur Seðlabanki Íslands öll lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á línunni, vel yfir 600 milljarða króna, og þá er kerfið varið meira en 75 prósent, og Ísland hefði gull- tryggt bankakerfi, það tryggasta í heimi. Með slíkt kerfi yrði fjár- streymi til landsins, en ekkert bankaáhlaup. Ef áhlaup ætti sér stað væri ekkert mál að mæta því. AGS er samþykkt þessari leið. Þá þyrfti ekki að verja þessum lánum í að reyna að fleyta haftakrónunni aftur. Þá væri hægt að komast í sóknarstellingar frekar en að vera í varnarbaráttu í áratugi. Vilhjálmur: Ég er ekki að afbaka neinn sannleika, bara að segja hann eins og hann er. Eins og fram kemur í frétt BBC fengu Svartfell- ingar farma af evrum senda frá Þýskalandi, sem þeir keyptu fyrir þýsku mörkin sem þeir áttu áður. Hvort ECU var tímabundin milli- eining í þessum viðskiptum skiptir ekki máli efnislega. Þeir áttu gjald- miðil sem var skiptanlegur í evru í boði ECB og nýttu sér það. Þess vegna er þeirra staða allt önnur en okkar, sem erum með óskiptanleg- an gjaldmiðil – íslensku krónuna. Evrur „í Kaliforníu“ eru ekki „í Kaliforníu“ nema þá sem seðl- ar og mynt. Ef þú ert Kaliforn- íubúi og átt evrur á bankareikn- ingi, þá eru þær skuld viðkomandi banka við þig, en evrurnar fær bankinn upphaflega frá einhverj- um aðildarbanka ESCB kerfisins. Allar evrur eru á endanum hýstar í ECB – alveg eins og allar krón- ur eru á endanum hýstar í Seðla- banka Íslands, hvort sem með þær er sýslað í Kaliforníu, Cambridge eða á Kópaskeri. Íslenskar „evrur“ ekki gjaldgengar Íslenskar krónur sem Seðlabanki Íslands deilir í með 180 og kýs að kalla „evrur“, eru ekki í þess- ari keðju – þær eru ekki hýstar á reikningi í aðildarbanka ECB. Þær eru því ekki gjaldgengar í greiðslu- kerfum og eru ekkert annað en krónur undir nýju nafni. Ég er sammála um brýna nauð- syn þess að Ísland taki upp aðra mynt, og alla kosti þess, en tel að það verði að gerast á réttan og við- eigandi hátt: með alvöru upptöku evru og útskiptingu krónu í boði ECB. Annað er bara óraunhæf spilaborg sem getur ekki gengið í praxís. Heiðar: Í fyrsta lagi stóð alltaf til að taka upp evru hjá Svartfelling- um og það gerðu þeir einhliða, um það er ekki deilt. Síðan hafa aðrar þjóðir einnig gert þetta einhliða, til dæmis El Salvador á nokkrum vikum, Ekvador yfir helgi og svo mætti áfram telja. Lengst er síðan Panama gerði þetta, árið 1905. Evrurnar sem eru í eign íslensku bankanna eða Seðlabankans eru nákvæmlega eins og evrurnar sem einhver á í USA, eða annars staðar. Ísland er því ekki með neinar plat- evrur. Nettó gjaldeyrisforði Seðla- bankans er eign hans, en ekki lán. Hann dugar mörgum sinnum fyrir skiptunum. Þá þarf ekki að draga á AGS-lánin en með því að hafa þau á hliðarlínunni, ódregin, er búið að búa til tryggasta bankakerfi í heimi. Það þarf einungis að skipta um grunnmynt í kerfinu. Grunnmynt í íslenska kerfinu er 80 milljarðar. Það hefur Seðlabankinn fimmfalt í forða sínum í dag. Það sem eftir stendur, má nota í að verja kerf- ið og þá þarf ekki að taka frek- ari lán. Heildarkerfið er þar með evruvætt. Það talar enginn um ítalskar eða írskar evrur í dag, og ekki myndi nokkur maður tala um íslenskar evrur sem eitthvað veit um bankaviðskipti. Menn tala fjálglega um lánveit- anda til þrautarvara, en hann er alltaf ríkið, ekki seðlabankinn, EVRAN Í FORGRUNNI Risavaxið evru merki stendur fyrir framan Evrópska seðlabankann í Frankfurt í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÖKRÆÐA UM EINHLIÐA UPPTÖKU EVRU Vilhjálmur Þorsteins- son athafnamaður er stjórnarformaður tölvufyrirtækisins CCP og fyrirtækisins Verne Holding, sem hyggst reisa gagnaver hér á landi. Heiðar Guðjónsson hagfræðingur starfar í Zürich í Sviss, en var áður framkvæmda- stjóri hjá Novator í London. Andri Haraldsson er framkvæmdastjóri tölvufyrirtækisins Understand Corporat- ion í Washington DC í Bandaríkjunum. FRAMHALD Á SÍÐU 32 Vilhjálmur Þorsteinsson Seðlabankinn gæti, í tímabundnu brjálæðiskasti, kosið að bjóða landsmönnum að skipta íslensk- um „evrum“ í alvöru evrur, á meðan gjaldeyrisforði hans entist. Heiðar Guðjónsson: Sumir vilja mæla heiminn í tomm- um, aðrir í sentrimetrum. Það breytir ekki stærð hlutanna hvort er gert. Á nákvæmlega sama hátt geta innistæður í bönkum verið mældar í hvaða einingu sem er, svo lengi sem báðir samningsaðil- ar eru því samþykkir. Andri Haraldsson: Ef það er raunverulegur áhugi fyrir að meta þessa hugmynd um einhliða upptöku evru gæti svona verkefni leyft öllum að fara í gegnum ferlið án þess að þurfa að leggja að veði hag landsins, og með tiltölulega ódýrum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.