Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 38
38 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Svandís Svavarsdóttir skrifar um lofts- lagsráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn Augu heimsins beinast nú að loftslagsráð- stefnunni í Kaupmanna- höfn þar sem fram fer fimmtánda aðildarríkjaþing lofts- lagssamnings Sameinuðu þjóð- anna. Mismiklar vonir eru bundnar við niðurstöðu fundarins en þó má segja að allir séu sammála um mik- ilvægi þess að þjóðir heims komi að samkomulagi þar sem allir taki að sér skuldbindingar til að snúa við válegri þróun í loftslagsmálum. Allir þurfa að koma að samninga- borðinu, bæði stór og smá ríki, til að leggja sitt að mörkum. Ísland vill vera fullgildur þátttakandi að samn- ingaviðræðunum, sýna ábyrgð og vera raunverulega þjóð meðal þjóða. Þannig skiptir þátttakan máli fyrir sjálfsmynd og ásýnd Íslands í sam- spili við aðrar þjóðir og á alþjóða- vettvangi. Ísland er nú aðili að loftslags- samningi Sameinuðu þjóðanna og um leið Kýótó-bókuninni við hann. Markmið þessara samninga beggja er að hægja á styrkaukningu gróður- húsa lofttegunda í andrúmloftinu svo koma megi í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af manna völdum. Ísland nýtur aukinna heim- ilda til að losa koldíoxíð vegna hins svonefnda íslenska ákvæðis Kýótó- bókunar sem samþykkt var árið 2001. Ákvæðið, sem er háð skilyrð- um, er bundið við losun vegna nýrr- ar stóriðjustarfsemi eða stækkunar starfandi stóriðjufyrirtækja. Ísland er bundið ýmsum fleiri reglum hvað losun gróðurhúsaloft- tegunda varðar. Til að mynda erum við aðilar að viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir sem er hluti af EES-samningnum en að því verð- ur vikið síðar. Nýjar áherslur Tímamót urðu í loftslagsstefnu landsins 29. maí 2009 þegar lagt var til að draga úr losun um a.m.k. 15% til 2020 miðað við árið 1990. Í fyrsta sinn lýstu íslensk stjórnvöld því yfir á alþjóðavettvangi að þau væru tilbúin að taka á sig skuldbind- ingar um að draga úr losun gróður- húsalofttegunda. Ísland er sjálfstæður aðili í loftslags samningunum, á meðan ríki ESB semja þar sem heild. Ísland hefur sett fram mark- mið um 15% samdrátt í losun til 2020, sem er annað markmið en ESB hefur kynnt. Hins vegar er ljóst að Ísland þarf að stilla saman strengi við ESB í loftslagsmálum út af þeirri einföldu stað- reynd að Ísland verður virkur hluti af viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir árið 2012 sam- kvæmt EES-samningnum. Þá mun stór hluti losunar Íslands falla undir samevrópskar reglur og við verðum að taka tillit til þess. Ísland hefur því vakið máls á þeim möguleika að landið taki á sig sameiginlegar skuldbindingar með ESB í nýjum alþjóðasamningi og ESB hefur tekið vel í þá málaleitan. En hvað með stóriðjuna? Losun frá stóriðju mun falla undir viðskiptakerfi ESB árið 2013, sam- kvæmt EES-samningnum. Þá verða stóriðjufyrirtæki að fá heimild- ir til losunar úr samevrópskum potti, sem mun dragast saman um 21% í heild til ársins 2020. Heim- ildum er útdeilt beint til fyrirtækj- anna og Ísland mun í raun hafa lítil afskipti af þeirri úthlutun. Ef Ísland tekur á sig sameiginlegt markmið með ESB gagnvart nýju loftslags- samkomulagi verður losun héðan í raun tvískipt. Annars vegar er losun sem fellur undir þetta samevrópska kerfi, frá stóriðju og flugi, og sú losun er ekki bókfærð hjá einstökum ríkjum. Hins vegar þurfum við að draga úr losun frá öðrum sviðum – frá sam- göngum, sjávarútvegi, landbúnaði o.s.frv. – um líklega rúmlega 20% frá 2005 til 2020. Ef hér kemur ný stóriðja þarf hún að afla sér heim- ilda innan viðskiptakerfis ESB og stjórnvöld koma þar ekki nærri. Þetta er lagalega staðan, en svo er annað mál hvort við teljum æski- legt að auka hér enn við stóriðju eða reyna að nýta orkulindir okkar til hreinni iðju, svo sem gagnavera eða til framleiðslu rafmagns eða vetnis í framtíðinni fyrir bílaflotann. Horfurnar í Kaupmannahöfn Markmiðið með nýju samkomulagi er að stöðva hlýnun jarðar við 2° C en það er nauðsyn til að tryggja að ekki verði afdrifaríkar breytingar á lífsskilyrðum jarðar með breytingu á veðri, vistkerfum, bráðnun jökla og hækkun sjávarborðs. Í ljósi þess að lifnaðarhættir Vesturlanda eru helsta orsök lofts- lagsbreytinganna er eðlilegt að þau gangi á undan með góðu fordæmi en allir helstu losendur gróðurhúsaloft- tegunda leggi sitt af mörkum, þar með talin ört vaxandi þróunarríki eins og Kína og Indland. Á það ber að líta að fátækustu ríki heims verða verst úti af völdum loftslagsbreyt- inganna og því verður samkomulag- ið að einkennast af sanngirni að því er varðar skiptingu byrða þar sem tekið er tillit til efnahags, stærðar ríkja og möguleika á sveigjanleika. Ljóst er að enn ber mikið á milli hjá helstu ríkjum og ríkjahópum, en ég vil vera bjartsýn á árangur. Fyrir liggur þó að ekki verður gengið frá fullbúnu lagalega bindandi sam- komulagi eins og að var stefnt, en ég vonast til að við munum höggva á helstu hnúta og ganga frá sterku pólitísku samkomulagi um að draga úr losun bæði frá þróuðum ríkj- um og frá stóru þróunarríkjunum og með þátttöku Bandaríkjanna. Það væri í sjálfu sér gríðarlega stórt skref og svo verður vonandi samþykkt umboð til þess að færa Kaupmannahafnarsamkomulagið í lagalegan búning, helst fyrir lok næsta árs. Yfir 100 leiðtogar ríkja mæta á loftslagsfundinn, sem sýnir hve háan sess loftslagsmálin skipa í alþjóðlegri umræðu. Hvað getum við gert? Verkefnisstjórn um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, sem ég skipaði sl. sumar, er nýbúin að kynna fyrstu drög að áætlun. Þar eru lagðar til átta meginaðgerðir, sem samtals eiga að tryggja að Ísland geti staðið við þær skuldbindingar sem er lík- legt að við tökum á okkur gagnvart alþjóðasamfélaginu og samkvæmt EES-samningnum. Það er fyrst og fremst á sviði samgangna og sjávarútvegs sem við getum dregið úr losun. Þar er bent á aðgerðir eins og að breyta skött- um og gjöldum þannig að hvatt sé til notkunar sparneytnari bíla og loftslagsvæns eldsneytis. Slík þróun hefur beinlínis sparnað í för með sér fyrir þjóðarbúið, samkvæmt niður- stöðum sérfræðinganefndar sem kannaði kostnað við aðgerðir. Einnig er lagt til að bæta stíga og hvetja á annan hátt til meiri göngu og hjólreiða. Þetta er einn helsti samgöngumátinn í Kaupmanna- höfn, þar sem loftslagsráðstefnan er haldin, og við getum án efa bætt okkur hvað það varðar þrátt fyrir rysjóttara veðurfar. Einnig er lagt til að skoða þann möguleika að nota jurtaolíu á fiskiskipaflotann og að rafvæða fiskimjölsverksmiðjur. Þá liggur fyrir að hér eru mjög miklir mögu- leikar á að binda kolefni úr and- rúmslofti með skógrækt og land- græðslu, auk þess sem Ísland hefur lagt til í samningaviðræðunum að einnig verði hægt að telja endur- heimt votlendis til tekna í loftslags- bókhaldinu, en það er veruleg losun frá framræstum mýrum. Umtalsverðir möguleikar eru á að minnka losun og auka bindingu og margt af því kostar lítið eða borgar sig jafnvel. En það þarf markvissa stefnu, pólitískan vilja og vitundar- vakningu til að hrinda því í fram- kvæmd. Til að snúa vörn í sókn þarf að auka umtalsvert fræðslu, þekkingu og umræðu um loftslagsmál. Hver einasti maður þarf að leggja sitt af mörkum. Við megum engan tíma missa. Við verðum að tryggja að jörðin verði byggileg um ókomna tíð. Þar fara hagsmunir Íslands saman við hagsmuni jarðarbúa allra. Við stöndum frammi fyrir stærsta einstaka verkefni nokkurrar kyn- slóðar og nú þarf kjark og samstöðu til að brjóta blað. Vesturlöndin eru þau lönd sem mest þurfa að líta í eigin barm og endurskoða sína lifn- aðarhætti og laga þá betur að hags- munum framtíðar og umhverfis. Með þessa heildarhagsmuni að leiðarljósi vonumst við til þess að ná árangri í Kaupmannahöfn. Höfundur er umhverfisráðherra. Þjóð meðal þjóða UMRÆÐAN Halldór Reynisson skrifar um loftslags- ráðstefnuna í Kaup- mannahöfn Í tilefni af loftslagsráð-stefnu Sameinuðu þjóð- anna sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn verður kirkjuklukkum víða um heim hringt 350 sinnum nk. sunnu- dag 13. desember kl. 15 að staðar- tíma til að minna á þá umhverfisvá sem steðjar að jarðarbúum vegna hlýnunar andrúmsloftsins. Hér á landi verður klukkum hringt í mörgum kirkjum landsins. Hringingin á að tákna þrennt: Í fyrsta lagi þá vá sem steðjar að mannkyni í loftslagsmálum vegna hlýnunar andrúmsloftsins; í öðru lagi vonina sem kristið fólk um allan heim vill minna á frammi fyrir því er ógnar öllu lífi; og í þriðja lagi athafnir sem þarf að grípa til svo að snúa megi þessari óheillaþróun við. Af hverju 350 sinnum? Það er álit margra vísindamanna og lofts- lagsfræðinga að magn koltvíildis (CO2) í andrúmsloftinu megi ekki fara yfir 350 hluta á móti milljón (350 prómill). Ef magnið er komið upp fyrir það hlýnar andrúmsloftið með þeim afleiðingum að jöklar bráðna og heimshöfin hækka. Fyrir 200 árum var magn koltvíildis í andrúms- loftinu 275 hlutar af millj- ón en nú þegar er það komið upp í 387 hluta. Það merkir að minnka þarf losun kol- tvíildis úr andrúmsloftinu frá því sem nú er. Núna á sunnudaginn þegar loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur sem hæst í Kaupmanna- höfn verður klukkum Frúarkirkju hringt 350 sinnum við lok guðsþjón- ustu þar, svo og í mörgum kirkjum í Danmörku. Reyndar hefst þessi táknræna athöfn á Fiji-eyjum í Kyrrahafi klukkan þrjú að staðar- tíma þar sem blásið verður í kuð- unga sem eru hefðbundin hljóðfæri eyjarskeggja. Síðan berst hljóðið í vesturátt, klukkum er hringt, blás- ið í lúðra, barðar bumbur eða slegið á hljóðfæri eftir venju hvers lands um sig. Með þessari táknrænu athöfn vilja kristnar kirkjur um allan heim taka undir frumkvæði dönsku kirknanna og vara við umhverfisvánni en um leið minna á þá von sem felst í því að þjóðir heims grípi til nauðsyn- legra athafna til að draga úr áhrif- um manneskjunnar á náttúruna. Höfundur er prestur. Umhverfisvá – 350 klukknaslög SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR Til að snúa vörn í sókn þarf að auka umtalsvert fræðslu, þekk- ingu og umræðu um loftslags- mál. Hver einasti maður þarf að leggja sitt af mörkum. Við megum engan tíma missa. HALLDÓR REYNISSON Fado-söngur, suðrænn gítarsláttur og ljóðrænn hiti í ljúfum félagsskap a l l i r h j a r ta nl e g a v e l k o mn i r Ingibjörg Haraldsdóttir les úr Ljóðasafni sínu Sigurður Pálsson kynnir bók sína Ljóðorkuþörf Helga E. Jónsdóttir leikkona les úr portúgölskum ljóðaþýðingum Guðbergs Bergssonar, Öll dagsins glóð Ingólfur Gíslason les úr ljóðabók Hauks Más Helgasonar, Rigningin gerir ykkur frjáls SKEMMTILEGT ER MYRKRIÐ Skammdegið er tími ljóðanna Verið velkomin á fjölbreytt listakvöld á Súfistanum, Laugavegi 18, í kvöld kl. 20 VONARGLÆTA Í HÖFN „Það er fyrst og fremst á sviði samgangna og sjávarútvegs sem við getum dregið úr losun.“ N O R D IC PH O TO S/A FP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.