Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 12
12 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL Hátt í 180 tilkynning- ar frá frambjóðendum og flokk- um höfðu borist Ríkisendurskoð- un að loknum skrifstofutíma í gær, þegar frestur stjórnmálamanna og -flokka til að skila margvíslegum upplýsingum um fjármál sín síð- ustu árin rann út. Samfylkingin var eini flokkur- inn sem skilaði upplýsingum um fjárhag sinn, en Framsóknarflokk- urinn hafði boðað að upplýsingar bærust. Ekkert hafði heyrst frá öðrum flokkum. Flokkar og frambjóðendur hafa verið beðnir um að skila upplýsing- um um öll bein framlög, sem nema 300 þúsund krónum eða meira. Þeir sem eru undir þessu marki sleppa með að skila einfaldri yfirlýsingu um það. Enginn er þó skyldugur til að greina frá fjármálum sínum aftur í tímann, heldur segir í lög- unum að Ríkisendurskoðun birti upplýsingarnar að ósk frambjóð- anda. Stjórnmálaflokkar eiga að skila inn fjárhagslegu yfirliti um tíma- bilið 2002 til 2006. Frambjóðendur í forvali eða prófkjöri til alþingis- eða sveit- arstjórnarkosninga sem buðu sig fram árin 2006 og 2007 eiga einnig að skila upplýsingum. Þá skulu frambjóðendur til emb- ættis formanns eða varaformanns innan flokkanna frá 2005 til 2009 gera grein fyrir sér. Ríkisendurskoðun á að birta upp- lýsingarnar fyrir lok ársins. Lárus Ögmundsson, skrifstofu- stjóri hjá Ríkisendurskoðun, heldur utan um þessi mál þar á bæ. Hann hefur ekki fengið upplýsingar frá öllum flokkum um heildarfjölda frambjóðenda á þessum árum, það er hversu háu hlutfalli þessar 180 tilkynningar sem borist hafa Rík- isendurskoðun samsvara. Vonast hafi verið eftir betri heimtum. „Við höfum engar upplýsingar um heildarfjöldann. Við erum bara verkfæri til að taka þær saman,“ segir hann. Ríkisendurskoðun sé ekki ætlað að sannreyna þessi gögn frekar en önnur gögn frá stjórn- málamönnum. „Þetta var dauft framan af en svo lifnaði nú yfir þessu síðustu dagana,“ segir hann. Mest hafi verið skilað inn af yfirlýsingum um að frambjóðandi hafi verið með framlög undir 300 þúsundum. Lárus bendir á að margir kunni að eiga erfitt með að gera grein fyrir framlögum aftur í tímann. Ekki sé víst að allir hafi haldið utan um slík gögn. Stofnunin mun taka við gögnum áfram næstu daga, vilji fleiri láta birta um sig upplýsingar. klemens@frettabladid.is Samfylkingin ein skilar á réttum tíma Frestur flokka og frambjóðenda til að skila gögnum til Ríkisendurskoðunar rann út í gær. Gögnin innihalda upplýsingar um fjármál tengd stjórnmálastarfi nokkur ár aftur í tímann. Nærri 180 skiluðu. Verri heimtur en vonast var til. VIÐSKIPTI Fjárfestingarbankinn Straumur hefur selt eignir fyrir 247 milljónir evra, jafnvirði um 45 milljarða króna, frá lokum mars til septemberloka. Þar af fóru 183 milljónir evra í greiðslu skulda. Þetta kom fram á fundi með kröfu- höfum bankans í fyrradag. Þar kom sömuleiðis fram að eignir Straums námu rúmum 1,4 milljörðum evra í septemberlok. Þær eru að nær öllu leyti erlendar, þar á meðal er CB Holding, eigandi enska úrvalsdeildarliðsins West Ham. Kröfur í bú bankans nema 1,8 milljörðum evra. Forsvars- menn Straums segja forgangs- kröfur verða greiddar að fullu en rúmur helmingur almennra krafna. Ekki er útilokað að heimt- ur nemi allt að áttatíu prósentum í heildina. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að gangi nauðasamningar eftir verður Straumi skipt upp í tvö fyrirtæki. Að því er enn stefnt. Ann- ars vegar verður stofnaður fjárfest- ingarbanki undir nýju nafni, sem verður í eigu kröfuhafa, og eignar- haldsfélag sem muni sjá um eign- ir og skuldir núverandi fyrirtækis. Reiknað er með að um helming- ur eigna í eignastýringu bankans verði eignir og kröfur eignarhalds- félagsins. Búist er við að starfsmenn beggja fyrirtækja verði um 63 tals- ins, þar af fjörutíu hjá bankanum, sem fær nýtt nafn. Ljóst þykir að fjölga þarf hjá Straumi en starfs- menn eru nú 45 talsins. - jab Ekki útilokað að kröfuhafar Straums fái allt að áttatíu prósent krafna til baka: Tvö fyrirtæki verða til úr einu FYRRVERANDI FORSTJÓRI Búist er við að tvö fyrirtæki rísi úr rústum Straums snemma á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Tvítug kona og karl- maður á þrítugsaldri hafa verið ákærð fyrir að stela debetkorti og svíkja vörur fyrir þúsundir króna út á það. Kortinu stálu hjúin í starfs- mannaaðstöðu Mjólkursamsöl- unnar á Selfossi. Þau sviku síðan út á hið illa fengna kort í versl- unum Nóatúns, Bónuss og Eur- opris á Selfossi. Í málinu er gerð krafa fyrir hönd Bónuss og Léttkaupa ehf. þess efnis að hjúin greiði skaða- bætur sem nema verðmæti þess varnings sem þau sviku út úr viðkomandi verslunum. - jss Tvennt ákært fyrir fjársvik: Sviku út á stolið kort KJÖRKASSINN Stjórnmálamenn eru flestir búnir að skila inn fjárhagsupplýsingum vegna síðustu alþingiskosninga. Nú er mælst til þess að þeir og flokkarnir skili svip- uðum upplýsingum allt aftur til ársins 2002. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN · Stór snertiskjár · 5MP myndavél · Tónlistaspilari · Spilar Divx kvikmyndir · Styður 3G háhraðanet Þinn fyrsti LG Glæsilegur farsími með snertiskjá FULLT HÚS JÓLAGJAFA VERÐ: 149.900 kr. LÉTTGREIÐSLUR Í 12 MÁNUÐI: 12.490 kr. MÓTMÆLI Í BANGKOK Þessi kona mætti með mynd af Thaksin Shina- watra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, á mótmælafund stuðnings- manna hans í Bangkok. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.