Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 65
11. desember föstudagur 9
hefur þá hjá sér í eldhúsinu og býr
til framtíðarkokka og fyrirmynd-
areiginmenn úr þeim. „Þeir hanga
hvor á sinni borðbrúninni og fylgj-
ast með. Þeim finnst ofboðslega
gaman að vera með mér í eldhús-
inu. Sérstaklega þeim eldri, sem
er þriggja ára.“ Maðurinn hennar
horfir líka stundum á, þótt hann
hætti sér sjaldnast alla leið að
skurðarbrettinu. „Ég held hann
missi allt sjálfstraust við hliðina á
mér í eldhúsinu. En hann er góður
að setja í uppþvottavél. Svo hefur
hann góðan smekk á mat, sem
mér finnst mjög mikilvægt.“
PÓLITÍK FER MÉR EKKI
Það var því greinilega engin til-
viljun að Friðrika var beðin um að
gerast sjónvarpskokkur, þótt sjón-
varpsferillinn hafi hafist í Íslandi í
dag. „Mér fannst voðalega gaman
að vinna í Íslandi í dag, en það
var mjög pólitískt umhverfi. Mér
finnst skemmtilegra að taka við-
töl við manneskjur og reyna að fá
eitthvað jákvætt og skemmtilegt
upp úr þeim heldur en að neyð-
ast til að vera alvarleg og tala um
pólitík. Það fer mér bara ekki. Svo
finnst mér pólitík svolítið undar-
legt fyrirbæri og mig langar ekk-
ert að koma nálægt henni. Ég skal
éta hattinn minn ef ég sést ein-
hvern tímann í slagtogi með pól-
itískum flokki.“
JÓLAMATREIÐSLUÞÁTTUR
Áskrifendur Stöðvar 2 eiga eftir
að sjá enn meira af Friðriku um
jólin því hún er líka að vinna að
hátíðarmatreiðsluþætti sem verð-
ur sýndur sunnudagskvöldið 20.
desember. Þar stendur alls ekki til
að kenna fólki að matreiða jóla-
steikina. „Fólk er vanafast með
sínar jólahefðir. Ég er ekki að fara
að kenna fólki að steikja sebra-
hest fjórum dögum fyrir jól. Það
sem við ætlum að gera eru frá-
bærir réttir fyrir dagana á milli
jóla og nýárs, þegar fólk er komið
með ógeð á hangikjötinu og vill
eitthvað einfalt en samt hátíðlegt
og gott.“
Friðrika ætlar ekki að vera mið-
punktur athyglinnar sjálf. Hún fær
til sín þrjá góða gesti og verður
þeirra hjálparhella í eldamennsk-
unni, á meðan hún spjallar við þá
um heima og geima. „Gói leikari
verður fyrstur. Hann er rosalegur
gleðigjafi, eiginlega bara eins og
gangandi sólskin. Hann er sonur
Karls biskups og barnabarn Sigur-
björns biskups, svo það er gaman
að vita hvernig hann heldur jólin
og hvernig hefðirnar voru hjá
honum í æsku. Svo fæ ég til mín
átta ára strák sem á þann draum
æðstan að verða sjónvarpskokk-
ur. Hann er yndislegur og býr til
flotta nammibita sem öll börn
geta leikið eftir. Ef þessi strákur
endar ekki í sjónvarpi eða á sviði
verð ég hissa. Svo fæ ég Kristj-
án Jóhannsson óperusöngvara til
mín. Hann hefur eina mestu út-
geislun sem ég hef kynnst. Kristj-
án er alinn upp á Akureyri í stór-
um systkinahópi og bjó lengi vel á
Ítalíu og hefur frá mörgu að segja
frá þessum tímum.“
ALLTAF HÚN SJÁLF
Það er greinilegt að Friðrika er
ánægð með hátíðarþáttinn, enda
er hún sjálf mikið jólabarn. „Ég
kemst í jólaskap strax í septemb-
er þegar tekur að rökkva. Ég byrja
alltaf á því að kveikja á smá jóla-
ljósum á afmæli sonar míns 15.
nóvember. Mér finnst þetta of-
boðslega skemmtilegur tími. Allir
eru í svo góðu skapi og gefa svo
mikið af sér. Svo hittir maður vini
sína og fjölskyldu oftar, svo þetta
er jákvæður tími.“
Eftir áramótin taka síðan fleiri
spennandi verkefni við hjá Frið-
riku. Hún er ekki tilbúin að segja
frá þeim strax, en það er á henni
að heyra að sjónvarp, matreiðsla
og skemmtilegt fólk komi við
sögu. Um mataráhugann þarf
ekki að spyrja. En hvernig kann
hún við að vera sjónvarpsstjarna?
„Mér líður vel fyrir framan mynda-
vél og mun betur en í hópi hundr-
að manns. Ég held að ég nái að
vera ég sjálf í sjónvarpinu, því ég
hugsa aldrei um hvort margir eiga
eftir að horfa á mig. Mér líður allt-
af eins og enginn viti hver ég er og
mér líður best þannig.“
operated by v8 ehf
CHECK OUT THE G-STAR STORE IN REYKJAVÍK, LAUGAVEGUR 86-94, S: 511-2007
09214192 Adv Reykjavik - Frettabladis 25x15cm.indd 1 9/22/09 3:30:44 PM
Opið
föstudag, laugardag 11-21
og sunnudag 13-18
Full búð af nýjum
vörum fyrir jólin
A
ug
lý
si
ng
as
ím
i
– Mest lesið