Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 118

Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 118
90 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1. Erla Sólveig Óskarsdóttir 2. Húsið er fjörtíu ára 3. George Papandreou BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. fræ, 6. belti, 8. farvegur, 9. hjör, 11. guð, 12. tjón, 14. gróðabrall, 16. tímabil, 17. þörungur, 18. skarð, 20. gelt, 21. málmur. LÓÐRÉTT 1. íþrótt, 3. tveir eins, 4. verkfæri, 5. rjúka, 7. glæpur, 10. meiðsli, 13. loft, 15. gróft orð, 16. tímabils, 19. hljóta. LAUSN LÁRÉTT: 2. frjó, 6. ól, 8. rás, 9. löm, 11. ra, 12. ógagn, 14. brask, 16. ár, 17. söl, 18. rof, 20. gá, 21. stál. LÓÐRÉTT: 1. póló, 3. rr, 4. járnsög, 5. ósa, 7. lögbrot, 10. mar, 13. gas, 15. klám, 16. árs, 19. fá. „Við ætlum að forvitnast um þetta fyrirbæri, íslensku krónuna. Þetta er minnsti gjaldmiðill í heimi. Disney-dollarinn er stærri en íslenska krónan,“ segir leikstjórinn og hagfræðingurinn Garðar Stefánsson. Garðar vinnur að heimildarmynd um íslensku krónuna ásamt Atla Bollasyni, bókmenntafræð- ingi og hljómborðsleikara Sprengjuhallarinnar. Félagarnir fengu á dögunum styrk frá Kvik- myndasjóði Íslands og stefna á að klára handrit- ið í febrúar á næsta ári og hefja tökur í kjölfar- ið. „Hugmyndin er að fjalla um hagfræðina á bak við íslensku krónuna og gjaldmiðla, peninga- stefnu og stýrivexti og allt það – allt sem er í fréttunum allan sólarhringinn – á skemmtilegan og aðgengilegan hátt,“ segir Garðar. „Þetta er nokkurs konar Jamie Oliver-pæling. Hann segir í þáttunum sínum að allir geti eldað flóknar máltíðir. Við ætlum að segja að allir geti skilið hagfræði. Það er gert með þeim hætti að einfalda dæmið aðeins, útskýra hugtökin og nota skemmtilega grafík.“ Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína í gær úr 11% niður 10%. Garðar og Atli hyggjast útskýra hvaða þýðingu slík lækkun hefur fyrir fólkið í landinu. „Hvað gerir Seðlabankinn? Stýrivextir er skamm- tímalán sem eru lánuð til viðskipta- bankanna. Þá sýnum við mynd- rænt hvernig þetta ferli á sér stað og hvernig 1% stýrivaxtalækkun skilar sér í veski hins almenna borgara. Hvaða áhrif það hefur á launin þín,“ útskýrir Garðar fyrir blaðamanni, sem skilur hvorki upp né niður og bíður því spenntur eftir myndinni, sem þeir stefna á að frumsýna næsta haust. - afb Skemmtileg mynd um krónuna í bígerð „Það eru ekki sambærilegir titlar á markaðinum í ár, eins og í fyrra þegar Páll Óskar var til dæmis að selja gríðarlega vel,“ segir Ásmundur Jónsson, formaður Félags hljómplötuframleiðenda. Páll Óskar Hjálmtýsson er ekki með í jólaplötuflóðinu í ár, eins og síðustu ár. Páll hefur selt plöturn- ar Allt fyrir ástina og Silfursafn- ið í meira en 32.000 eintökum síð- ustu tvö ár og í fyrra voru plötur hans þrjú prósent af öllum seldum plötum. Fjarvera hans ætti því að skila sér í dræmari plötusölu en ella, þó að það megi ekki gera lítið úr áhrifum kreppunnar. Ásmundur telur að salan í ár fari almennt seinna í gang en oft áður. „En ég hef þá trú að hún eflist mjög mikið síðustu þrjár vikurnar fyrir jól. Mér finnst þunginn hafa stigmagnast að und- anförnu,“ segir hann. „Það á að fara að veita Hjálmum gullplötu, þannig að íslenskar plötur eru enn þá að seljast í ágætis magni.“ Páll Óskar var að vonum hissa og hrærður yfir áhrifamætti tón- listar sinnar í samtali við Frétta- blaðið. „Ég vona svo sannarlega að fólk flykkist í plötubúðir og splæsi í plötur í jólagjöf – þetta eru hinar bestu gjafir,“ segir hann og bendir sérstaklega á nýjar plötur hljóm- sveitanna Hjaltalín og Blood- group. Þá segist hann búast við að Vinalagaplata Friðriks Ómars og Jógvans seljist vel, þar sem hún höfðar til fjölbreytts hóps. Það stendur heima, platan er ein sú söluhæsta á árinu og gæti endað á toppnum yfir árið. Spurður hvort hann ætli að demba sér aftur í slaginn á næsta ári og gefa út plötu seg- ist Páll Óskar vona það. „Auðvit- að væri algjör draumur að geta gefið út plötu í fullri lengd, en ég ætla samt ekki að stressa mig á því,“ segir hann. „Ég ætla frekar að gefa út smáskífur með mynd- böndum og sjá svo til hvort það sé komið nóg af efni til að taka þátt í jólaslagnum 2010. Mér ligg- ur ekkert á. Ég vil ekki að næsta plata komi út fyrr en hún verð- ur orðin góð og þar verð ég að treysta eigin dómgreind.“ atlifannar@frettabladid.is PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON: VONAR AÐ FÓLK FLYKKIST Í PLÖTUBÚÐIR Fjarvera Páls Óskars heggur skarð í plötusölu ÚTSKÝRA HAGFRÆÐI Atli og Garðar ætla að útskýra flókin hugtök á skemmti- legan hátt. PALLI VINSÆLASTUR Páll Óskar hefur selt meira en 32 þúsund plötur frá árinu 2007 en er ekki með nýja plötu í ár og það sést, plötusala fer hægar af stað í ár en fyrri ár. Ásmundur Jónsson, for- maður Félags hljómplötuframleiðenda, býst þó við að salan eflist mjög mikið fyrir jól. Spennan magnast fyrir kvikmynd- inni Bjarnfreðarson, sem verður lokakaflinn í sögunni um hina sár- þjáðu Georg, Daníel og Ólaf Ragn- ar. Leikstjórinn Ragnar Bragason hefur dvalið í Lundúnum síðustu daga og lagt lokahönd á myndina og var svo væntanlegur til landsins í gær með fyrsta sýning- areintakið. Æstir aðdáendur þre- menninganna verða þó að bíða til 26. desember þegar myndin verður frum- sýnd. Bubbi Morthens hefur átt lög í öllum þáttaröðunum þremur, Nætur-, Dag- og Fangavaktinni. Nú velta menn því fyrir sér hvort og þá hvaða Bubbalag verði í Bjarnfreðarsyni. Annars samdi sjálfur Pétur Ben tónlistina í mynd- inni, en hann hlaut mikið lof fyrir tónlist sína í myndunum Börn og Foreldrar, en þeim var einnig leikstýrt af Ragn- ari Bragasyni. Og sagt var frá því í þessum dálki í gær að rithöfundurinn Auður Haralds væri á bak við hina stórskemmtilegu auglýsingatexta í bæklingum frá versluninni Tiger. Það er ekki rétt, Auður hætti því fyrir skömmu og við pennanum tók Harpa Hlín Haraldsdóttir, starfsmaður auglýsingastofunnar Pipar/TBWA. Þar starfar hún meðal annars með Birni Jör- undi og Sævari Sigurgeirssyni úr Ljótu hálfvitunum, en hann vinnur núna að því að skrifa áramótaskaupið ásamt fleirum. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FR ÉTTA B LA Ð IÐ /PJETU R Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 „Mér finnst Gleym-mér-ei borgarinn á Vitabar vera besti bitinn í bænum.“ Þrándur Þórarinsson listmálari. Þorvaldur Davíð Kristjánsson leik- ur Stebba psycho, aðalhlutverkið í kvikmyndinni Svartur á leik, sem gerð er eftir bók Stefáns Mána. Þorvaldur er sem kunnugt er í námi við Julliard-skólann í New York og því veltur nokkuð mikið á að samræma stundaskrá hans og kvikmyndarinnar. Þorvaldur lék síðast í kvikmyndinni Reykja- vik Whale Watching Massacre og þótti standa sig nokkuð vel með aflitaða hárið. Framleiðslufyrir- tækin ZikZak og Filmus standa að gerð myndarinnar en leikstjóri er Óskar Axel Óskarsson. Hann skrifar handritið að mynd- inni ásamt Stefáni Mána en áætlað er að tökur hefjist í byrjun næsta árs. Arnar Knútsson, framleiðandi hjá Filmus, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að góður gang- ur sé nú á verkefninu, fjármögn- un hennar sé í réttum farvegi og því hylli nú undir að tökuvélarn- ar byrji að rúlla. Filmus og ZikZak keyptu kvikmyndaréttinn að bók- inni árið 2005 en hún kom út fyrir fimm árum. „Þetta er búið að taka sinn tíma,“ viðurkennir Arnar en bókin vakti mikla athygli á sínum tíma og skaut Stefáni upp á stjörnu- himininn. Stefán, sem á miðviku- daginn skrifaði undir samning við Saga Film vegna kvikmyndarétt- ar Ódáðahrauns, var að vonum ánægður með að þetta verkefni skuli loks verða að veruleika. „Og það sem er merkilegt er að ég sá alltaf Þorvald Davíð fyrir mér sem Stebba.“ - fgg Þorvaldur er Stebbi psycho FYRSTI KOSTUR Þorvaldur Davíð var fyrsti kostur Stefáns Mána sem Stebbi Psycho, aðalpersónan í Svartur á leik. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.