Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 98
70 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR Tónlist ★★ The Bloody Core of It Me, the Slumbering Napoleon Fálmkennt djamm Þessi plata með reykvíska rokktríóinu Me, the Slumb- ering Napoleon eru mér vonbrigði. Fimm-laga diskur- inn Marske by the Sea sem kom út í haust var nefnilega ljómandi hressandi. Þar mátti heyra ágæta stuðrokk- ara eins og She‘s a Maniac og titillagið. Svona í ljósi þessarar EP-plötunnar var maður því allspenntur fyrir albúminu og ekki síður vegna þess að það heyrðist að bandið sækir greinilega í kraftmikið afgangsstærðarrokk sem amerísk bönd eins og Flipper, Shellac og Jesus Lizard dældu yfir mann fyrir um tuttugu árum. Það er eins og hljómsveitin hafi uppgötvað amerísku hljómsveitina The Minutemen áður en hún gerði þessa plötu því það eru yfirþyrmandi Minutemen-áhrif á plötunni. Lög Minutemen voru örstutt og öðruvísi, stundum pönkfönkuð og oftar en ekki með sniðugum og pólitískum textum. Þó að lögin hljómi stundum eins og þau séu bara djamm og að það sé enginn fókus á þeim, þá er yfirleitt eitthvað sem hangir á spýtunni. Hjá Me, the Slumbering Napoleon efast maður oftast um að það hangi eitthvað á spýtunni og lýsingin „andlaust hjakk“ læðist oft að manni. Þótt þeim finnist kannski sniðugt að fást við þessi riffkenndu reikningsdæmi sem lögin eru, er vafaatriði hvort einhverjir aðrir nenni að spá í þessu. Platan byrjar reyndar ágætlega en drabbast svo niður í fálmkennd leið- indi. Nú er Minutemen-kafla bandsins vonandi lokið og bandið ætti að sækja í aðra brunna næst. Þetta eru ágætis spilarar og ég hef fulla trú á að þeir geti gert eitthvað af viti. - Dr. Gunni Niðurstaða: Að stærstum hluta andlaust hjakk sem fer ekki neitt. Megas og Senuþjófarn- ir hafa staðið í ströngu í Hljóðrita í Hafnarfirði. Stefnan er sett á jólatón- leika í Salnum í Kópavogi 16. desember. „Það verða mörg glæný Megasar- lög á efnisskránni og við erum aðeins byrjaðir að taka þau upp fyrir nýja plötu sem kemur á næsta ári,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson, gítarleikari Senuþjófanna og innsti koppur í búri Hljóðrita. „Svo erum við líka að æfa upp „ný-gömul“ Megasar- lög, eða sem sé lög sem Senu- þjófarnir hafa aldrei spilað með honum. Við vildum endilega end- urnýja prógrammið.“ Meðal glænýju laganna er jóla- lagið „Jólaeiturslangan“ og lagið „Týndir túkall“, sem Guðmund- ur segir að sé blanda af jóla- og kreppulagi. „Ég sver það: þetta er síðasta kreppulagið sem ég tek upp! Þetta er orðið ágætt. Ég er búinn að taka upp alveg nógu mörg kreppulög,“ segir hann og dæsir. „Við stefnum á að klára Jólaeitur- slönguna um helgina og setja lagið í spilun strax eftir helgi.“ Megas segir að Jólaeiturslangan sé eins barnalegt jólalag og hægt sé að hafa það. „Það úir og grúir í viðlögum og þjóðlögum og alls kyns jarðlögum í þessu lagi. Nei nei, þetta verður ekkert á næstu plötu, heldur bara svona fyrir jólin.“ En það er sem sé stefnt að nýrri plötu? „Tja, stefnan liggur að minnsta kosti ekki fram hjá næstu plötu,“ segir Megas. Enn eru til miðar á jólatónleika Megasar og Senuþjófanna í Saln- um hinn sextánda en þeim fer fækkandi. Þessir kappar skreppa svo austur á land í dag og verða með tónleika á Kaffihúsinu á Eski- firði í kvöld. - drg Jólaeiturslanga Megasar Alexa Ray Joel, dóttir popparans Billys Joel og fyrirsætunnar Christ- ie Brinkley, var flutt á spítala fyrr í vikunni, en talið er að hún hafi reynt að svipta sig lífi. Brinkley og Joel sendu frá sér tilkynningu á miðvikudaginn þar sem þau sögðu líðan dóttur sinnar eftir atvikum og að hún væri útskrifuð af spítala og dveldi nú á heimili móður sinn- ar. New York Post hélt því fram að Alexa Ray hefði innbyrt svefntöfl- ur í kjölfar rifrildis við móður sína. Brinkley og Joel vísa þessu á bug og segja dóttur sína hafa „glímt við ástarsorg“ en hún hætti nýlega með kærasta sínum. Glímir við ástarsorg Guðdóttir Amy Winehouse, vand- ræðagemsans í bresku tónlist- arlífi, hefur vísað því á bug að hún sé tekin saman aftur við Blake Fielder-Civil. Orðrómur þess efnis fór á kreik í bresku pressunni eftir að það spurðist út að þau hefðu eytt nákvæm- lega 36 klukkustundum saman í íbúð í Sheffield. Dionne Brom- field, umrædd guðdóttir, sagði við Bang Showbiz þegar hún var spurð út í þetta að sögusagnirnar væru úr lausu lofti gripnar. „Hún fór þangað til að segja Blake að sambandi þeirra væri endanlega lokið,“ er haft eftir Bromfield. Hins vegar vildi Bromfield ekki vísa því á bug að það væri hugsanlega einhver annar í spil- inu og sá væri mun skárri kostur en tugthúslimurinn Blake. Amy og Blake hafa hins vegar verið að daðra hvort við annað á Facebook og því hefur verið haldið fram að þau séu að leggja á ráðin um að giftast á ný. Brúðkaupið gæti hins vegar ekki farið fram í London því Blake má ekki stíga þar fæti samkvæmt dómsúrskurði. Enginn Blake EKKI MEÐ BLAKE Guðdóttir Amy Wine- house, Dionne Bromfield, vísar því á bug að Amy og Blake séu að byrja aftur saman. NORDIC PHOTOS/GETTY Life & Style-tímaritið greinir frá því að stjörnuparið Angelina Jolie og Brad Pitt hafi fagnað því með rómantískum hætti að þau væru búin að vera saman í fimm ár. Og krakkaskarinn var víst skilinn eftir heima, aldrei þessu vant. Ofurstjörn- urnar gættu þess vandlega að enginn myndi frétta af þessu afmæli sem átti sér stað hinn 28. nóvember og tókst svo vel til að þetta barst fyrst inn á borð bandarískra slúðurblaða í vikunni. Samkvæmt Life & Style gistu þau á Chateau Marmont-hótelinu í Los Angeles sem er fyrir löngu orðið heimsfrægt fyrir þjónustu sína og lúxus. Pitt setti það sem skilyrði að hafa eingöngu samskipti við æðstu menn hótelsins til að kvöldið yrði ekki eyðilagt af aðdáendum og ljósmyndurum. Þau gistu eina nótt í glæsilegri svítu hótels- ins og höfðu útsýni yfir sundlaugina og að sögn sjónarvotta héldust þau í hendur nánast allan tímann. „Angel- ina virtist vera mjög spennt og þau voru mjög afslöppuð enda virt- ust fáir vita af þeim þarna,“ segir einn sjónarvottur í samtali við Life & Style- tímaritið. Rómantík hjá Jolie og Pitt ÁSTFANGIN Loksins kom frétt um Angelinu og Brad sem snýst ekki um yfirvofandi skilnað þeirra. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI Í HLJÓÐRITA Megas og Senuþjófarnir taka upp í Hafnarfirði. 44 réttur 33 cl psí dós alltaf í leiðinni! ÓDÝRT ALLA DAGA! 19 og PePepsídós fylgir frítt m eð 33 cl Leikarinn Jude Law flutti fyrir stuttu inn í nýja íbúð í New York en svo óheppilega vildi til að við hliðina á íbúðinni eru stúdenta- íbúðir og nú hefur leikarinn engan frið fyrir nágrönnum sínum. Í hvert sinn sem leikarinn fer út á svalir hópast nemendurn- ir við glugga sína, margir hverjir með sjónauka eða myndavélar. „Það ríkir kaos í hvert sinn sem hann stígur út. Fólk safnast af gluggunum og kallar á hann og það er greinilegt að hann heyr- ir til okkar. Það er spennandi að búa við hliðina á svona stórri stjörnu,“ var haft eftir Priya Vij sem býr í einni stúdentaíbúðinni. Að sögn stúdenta notar Law sval- irnar til að iðka jóga auk þess sem hann sést oft leika við son sinn úti á svölun- um. Jude fær eng- an frið FÆR ENGAN FRIÐ Jude Law fær engan frið frá nágrönn- um sínum sem sitja um hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.