Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 47
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 SKOTTMARKAÐUR verður haldinn á bílastæði Kjarvalsstaða á morgun frá 12 til 14. Á skottmarkaði er heimilisbíllinn notaður sem sölubás og getur fólk selt allt milli himins og jarðar úr bílskottum sínum. Íbúasamtök Hlíða, Holta og Norðurmýrar standa fyrir markaðnum. Viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum. „Ég er farin að borða eitt til tvö hamingjuský á dag og hefur sjald- an liðið betur,“ segir ljósmyndar- inn og matgæðingurinn Áslaug Snorradóttir sem býður upp á samnefnt lostæti á veitingastaðn- um sínum Marengs sem hún rekur ásamt Önnu Elínborgu Gunnars- dóttur á annarri hæð Listasafns Íslands. „Það voru einmitt að fara frá mér sex konur sem hreinlega svifu út eftir að hafa fengið sér ham- ingjuský,“ bætir hún við. Skýið er búið til úr marengs, sem Áslaug segir ekkert annað en prótín og pínu sykur, hindberjum og hind- berjasafa, köldum léttþeyttum rjóma og nýkreistum granatepl- um. „Samkvæmt indverskri speki þá er rjómi ein besta sælan fyrir kroppinn og granatepli eru með því hollasta sem maður getur í sig látið. Ef ég er í þannig skapi dreifi ég síðan möndlum og sjö- tíu prósent súkkulaði yfir.“ Með hamingjuskýinu, sem er skreytt með rós, er ýmist drukkið rósate í glærum kötlum eða freyðivín sem Áslaug segir eiga sérstaklega vel við um helgar. Á Marengs, sem er opinn milli ellefu og fimm eins og safnið, er lagt upp úr því að bjóða upp á mat sem gleður augu, nef, munn og síðan allan kroppinn. „Á undan mörgum réttum bjóðum við upp á ofurskot sem eru til dæmis búin til úr sítrónu og engifer eða sell- eríi og gúrku en þau eru góð fyrir meltinguna. Þá erum við með alls kyns súpur, salöt og eftirrétti. Við reynum að passa upp á að fólk fái fræ-, hnetu- og súkkulaðiskammt- inn sem vænst er til þess að það borði á hverjum degi og hugsum matinn út frá því hvernig líkam- anum líður. Við erum þó líka með sætindi í bland og falla vöfflur og kakó með rjóma vel í kramið. Mar- engsinn er þó alveg sérstaklega vinsæll en hann er svo léttur og fer svo vel í kroppinn.“ vera@frettabladid.is Sæla fyrir kroppinn Eitt af aðalsmerkjum veitingastaðarins Marengs, sem opnaði í Listasafni Íslands í byrjun mánaðarins, er hamingjuský. Það gleður augu og bragðlauka svo um munar og fær gesti til að svífa út á bleiku skýi. Þegar þær Anna Elínborg og Áslaug eru í þannig skapi bæta þær möndlum og sjötíu prósenta súkkulaði ofan á skýið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HAMINGJUSKÝ fyrir 1 Ein stór lúka marengs (heimabakaður eða keyptur) Stór lúka þiðin ber (til dæmis hindber og smá safi með) Svipað magn af þeyttum rjóma Fræ úr hálfu granatepli Rós til augnayndis Setjið marengsinn á ljósan disk með bleikum kanti eða disk úr konung- legu dönsku postulíni en það virkar langbest. Setjið rjóma ofan á mar- engsinn, ber ofan á rjómann og fræ úr granatepli yfir. Setjið rós á topp sælunnar og berið fram með rósatei eða freyðivíni. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is Snitzel samloka Kaffi tería Perlunnar á 4. hæð Snitzel samloka með súrsuðum rauðlauk, fersku káli og piparrótarsósu Jólahlaðborð Perlunnar hefst 19. nóvember Tilboð mán.-þri. 6.890 kr. — Verð: 7.890 kr. Villibráðarhlaðborðinu lýkur 18. nóvember Tilboð mán.-þri. 7.290 kr. — Verð: 8.290 kr. Aðeins 790 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.