Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 4

Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 4
4 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir nýjar reglur sjávarút- vegsráðherra um fimm prósenta álag á fiskútflutning brot á samn- ingi Íslands og ESB um bættan markaðsaðgang fyrir sjávaraf- urðir. Þá megi leiða að því líkur að þær feli í sér tæknilegar við- skiptahindranir sem gangi í ber- högg við EES-samninginn um fríverslun með sjávarafurðir til aðildarríkja ESB. Einnig feli ákvörðunin í sér mismunun á milli útgerða eftir því hvar þær ráðstafi sínum afla. Að sögn Friðriks eru reglurnar brot á samningi á milli Íslands og ESB um bættan markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir en í kjölfar þess samnings var þáverandi útflutningsálag, sem var tíu pró- sent, afnumið hinn 1. september 2007. „Þar sem þetta ákvæði beinist aðeins að fiski sem seldur er ísað- ur á markaði erlendis má einnig leiða að því líkur að hér sé verið að beita tæknilegum hindrun- um til þess að draga úr þeim viðskiptum. Það stangast á við bókun 9 við EES-samninginn um fríverslun með fisk og aðrar sjáv- arafurðir til aðildarríkja ESB.“ Friðrik segir ólíðandi fyrir útvegsmenn að standa frammi fyrir því aftur og aftur að settar séu reglur sem mismuni útgerð- um. - shá VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 10° 3° 6° 10° 7° 2° 6° 6° 23° 9° 17° 0° 18° 2° 9° 13° 3° Á MORGUN 5-10 m/s, Hvassast á Snæfellsnesi. SUNNUDAGUR Fremur hægur vindur um allt land. 9 8 6 8 4 5 5 8 6 10 4 14 16 14 10 7 8 8 8 12 15 12 10 8 7 7 9 9 5 6 7 9 HLÝINDI Veðrið í dag og um helgina verður keimlíkt. Það verður hlýtt í veðri, suðvestlægar áttir með rigningu eða súld sunnan- og vestanlands en fremur þurru veðri norðan- og norðaustantil. Heldur dregur þó úr vindi og úrkomu á sunnudaginn. Soffía Sveinsdóttir Veður- fréttamaður SJÁVARÚTVEGUR „Á þetta útspil ráð- herrans lítum við innan samtak- anna mjög alvarlegum augum. Það stefnir í að fjölmargir missi vinn- una vegna þess að svo til ekkert hráefni berst inn á fiskmarkaðina og leigumarkaðurinn er frosinn,“ segir Jón Steinn Elíasson, formað- ur Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar var boðað að knýja ætti á um frekari fullvinnslu sjávarafla hérlendis. Jón Bjarnason sjávarút- vegsráðherra boðaði að vigta skyldi allan fisk hérlendis og þannig fengju landvinnslur aðgang að hrá- efni á fiskmarkaði sem annars er flutt beint út. Nú hefur verið fall- ið frá þessum hugmyndum. Fimm prósenta útflutningsálag verður þó reiknað á útfluttan fisk frá ára- mótum, sem dregst frá aflamarki útgerðar sem flytur út til að ná fyrrgreindum markmiðum. „Þetta álag kemur ekki til með að skipta neinu máli. Ef þetta hefði átt að hafa áhrif á útflutninginn hefði álagið þurft að vera tíu til fimmtán prósent, þá myndi það skipta útgerðina einhverju máli,“ segir Jón Steinn. Jón Steinn segir að fjörutíu fisk- verkanir víða um land treysti nær alfarið á hráefniskaup á fiskmörk- uðum. Framtíð allra þessara fyr- irtækja séu í hættu ef hráefnis- skortur verði viðvarandi. Þetta þýði bara eitt: „Hjá nokkrum þessara fyrirtækja eru rúmlega hundrað starfsmenn og mörg hafa um fimmtíu manns. Ef ekki verða breytingar af hálfu ráðuneytisins stefnir það öllum þessum fyrir- tækjum í hættu.“ Jón Steinn telur að það sama megi segja um starf- andi fiskmarkaði. Sjávarútvegsráðherra telur að fimm prósenta útflutningsálag muni jafna aðstöðu á milli íslenskrar fiskvinnslu og þeirra sem flytji út. Markmiðið sé að tryggja atvinnu; fiskaflinn verði unninn hér á landi og virðisaukinn verði eftir í land- inu. Hins vegar segir í tilkynningu frá ráðuneytinu að reynist aðgerð- in ekki ná tilætluðum árangri muni ráðuneytið „án alls vafa grípa til frekari ráðstafana í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar“. Það sem ýkir vandann sem kom- inn er upp hjá fiskvinnslum sem treysta á markað er að lítill sem enginn fiskur berst til fiskmark- aða frá þeim fimmtíu til sjötíu útgerðaraðilum sem hafa byggt upp útgerð sína að hluta til af leigu- markaðinum. Eftir niðurskurð aflaheimilda er framboð á leigu- markaði hverfandi. Afli þessara útgerða berst því ekki á fiskmark- aði eins og tíðkaðist. svavar@frettabladid.is Fiskvinnslur í hættu ef ákvörðun stendur Hráefnisskortur ógnar atvinnu fiskvinnslufólks hjá tugum fyrirtækja. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda gagnrýna ráðherra hart fyrir að falla frá hug- myndum sem áttu að tryggja aukinn aðgang að hráefni á mörkuðum. Útflutningsálag felur í sér mismunun að mati framkvæmdastjóra LÍÚ: Brýtur í bága við samninga FULLVINNSLA Fjölmörg fyrirtæki treysta á hráefniskaup á fiskmarkaði. Framboðið er hins vegar lítið. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON Útvegsmenn mótæla 5% útflutningsálagi harðlega. Þeir telja að um mismunun á milli útgerða sé að ræða auk þess sem um samningsbrot sé að ræða. Það stefnir hér í að fjölmargir missi vinnuna vegna þess að svo til ekkert hrá- efni berst inn á fiskmarkaðina og leigumarkaðurinn er frosinn. JÓN STEINN ELÍASSON FORMAÐUR SAMTAKA FISKFRAMLEIÐENDA OG ÚTFLYTJENDA LÖGREGLUMÁL Lögreglan elti bíl- þjóf uppi í Kópavogi um miðjan dag í fyrradag. Hann hafði stolið bíl í bænum en viðkomandi hefur áður gerst sekur um nytjastuld. Þjófurinn, karlmaður á þrí- tugsaldri, var ekkert á því að láta lögregluna handtaka sig og tók til fótanna eftir að hafa yfirgefið bílinn. Hann var hins vegar fljótt hlaupinn uppi og sömuleiðis karl- maður á svipuðum aldri, sem var með honum í hinum stolna bíl. Báðir voru fluttir á lögreglustöð og síðan vistaðir í fangageymsl- unni. - jss Lögreglan í Kópavogi: Elti bílþjóf uppi DÓMSMÁL Tveir karlmenn hafa verið dæmdir í þriggja og fjög- urra mánaða fangelsi, skilorðs- bundið, fyrir innbrot og þjófn- að úr söluskálanum Björkinni á Hvolsvelli. Þar stálu þeir tóbaki, áfengi, snyrtivörum, úrum, raf- hlöðum og sælgæti fyrir ríflega 589 þúsund krónur. Einnig skipti- mynt úr sjóðsvélum og spilaköss- um að áætluðu verðmæti 236 þúsund. Annar mannanna var dæmdur fyrir líkamsárás í Hér- aðsdómi Suðurlands fyrr á árinu. Samkvæmt upplýsingum frá Interpol í Varsjá í Póllandi eiga ákærðu báðir einhvern sakarferil þar í landi. -jss Brutust inn á Hvolsvelli: Létu greipar sópa í Björkinni LÖGREGLUMÁL Tvítugur ökufantur var handtekinn á Ártúnshöfða í fyrrinótt eftir að lögreglan hafði veitt honum eftirför. Pilturinn hafði verið staðinn að hraðakstri á Miklubraut við Skeiðarvogsbrúna en bíll hans mældist þar á 114 kílómetra hraða og var að auki nær ljós- laus. Pilturinn virti ekki stöðv- unarmerki lögreglu heldur jók hraðann. Í Ártúnsholti sá öku- fanturinn að sér, nam staðar, yfirgaf bílinn og hélt fótgang- andi á móts við lögregluna. Hann var handtekinn og færð- ur á lögreglustöð. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann alloft áður verið tekinn fyrir umferð- arlagabrot. - jss Tvítugur ökufantur: Handtekinn eftir eftirför Féll niður af vinnulyftu Karlmaður á fertugsaldri slasaðist illa þegar hann féll nokkra metra niður af vinnulyftu í miðborginni í fyrrinótt. Hann var fluttur á slysadeild og reyndist meðal annars höfuðkúpu- brotinn. LÖGREGLAN BYGGINGARIÐNAÐUR Verktakafyrir- tækið Tréverk hefur keypt sam- komuhúsið Bergþórshvol, sem gjöreyðilagðist í bruna á Dalvík í lok október. Þetta kemur fram á fréttavefnum nordurlandid.is. Rífa á húsið og byggja þar nýtt og hefjast framkvæmdir við það um mitt næsta ár. „Björn Friðþjófsson, fram- kvæmdastjóri Tréverks, segir það vissulega mikla bjartsýni að ráðast í byggingu nýrra íbúða í ríkjandi árferði, en fyrirtæk- ið sjái tækifæri á Dalvík. Þar sé næg atvinna fyrir hendi en skortur á íbúðarhúsnæði,“ segir á nordurlandid.is - gar Bjartsýnn verktaki á Dalvík: Byggja upp á brunarústum GARÐUR Bæjarstjórnin í Garði hefur samþykkt að ganga til samninga við kirkjuráð um kaup á landi Útskála í Garði. Hefur bæjarstjórnin falið bæjarstjóra og byggingafulltrúa Garðs, ásamt lögfræðingi bæjarins, Ásbirni Jónssyni, að ganga frá kaupun- um, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Kaupverð kirkjujarðarinnar er 90 milljónir króna og er framlag úr Framtíðarsjóði Garðs. Stefnt er að undirritun kaupsamnings hinn 15. desember. Sveitarfélagið Garður: Kaupir Útskála af kirkjunni Sló á handarbök Ríflega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Honum er gefið að sök að hafa ráðist með ofbeldi á lögreglumann við skyldustörf við English Pub í Austur- stræti fyrir rúmu ári, fyrst slegið hann á handarbak vinstri handar og síðan á handarbak hægri handar. DÓMSTÓLAR GENGIÐ 10.12.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 235,612 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,01 124,61 202,23 203,21 182,71 183,73 24,547 24,691 21,615 21,743 17,523 17,625 1,4036 1,4118 197,30 198,48 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.