Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 11

Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 11
FÖSTUDAGUR 11. desember 2009 11 REYKJAVÍK Borgarfulltrúi Sam- fylkingar vill vita hvað eigi að koma í staðinn fyrir núverandi fyrirkomulag brunavarna á Reykjavík- urflugvelli, en Flugstoðir hafa boðað að setja á stofn sinn eigin við- bragðshóp í stað slökkvi- liðsmanna. Borgarfull- trúinn, Dagur B. Eggertsson, segir þetta vekja spurningar um hvort flugvöllur- inn ætli að reiða sig á viðbúnað slökkviliðs höfuðborgarsvæð- isins áfram, án þess að greiða fyrir „þann viðbúnað sem nauð- synlegur er vegna reksturs flugvallar inni í miðri borg“. Um þetta lagði Dagur fram fyr- irspurn í níu liðum í borgarráði í gær. - kóþ GARÐABÆR Grunnþjónusta verður ekki skert, gjaldskrár hækka ekki og öll störf verða varin, samkvæmt fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir næsta ár. Mæta á fyrirséðum sam- drætti í tekjum með sparnaði og hagræðingu í rekstri stofnana. Gert er ráð fyrir að tekjur drag- ist saman um 7-8 prósent á milli ára og að útsvarstekjur verði tæp- lega 3,6 milljarðar. Áætlanir gera ráð fyrir rekstrarafgangi upp á 67 milljónir króna. Í frétt á heimasíðu Garðabæjar kemur fram að skuldastaða bæjar- ins sé góð og að nánast allar skuld- ir séu í íslenskum krónum. Lang- tímaskuldir nema um 2,1 milljarði. Til stendur að greiða niður skuld- ir um 340 milljónir á næsta ári. Framkvæma á fyrir um 450 millj- ónir án lántöku. Hvorki stendur til að hækka útsvarshlutfallið, en það er 12,46 prósent, né fasteignagjöld. Auka á fjárveitingar til barna- og unglingastarfs og lögbundinna verkefna um félagslegt öryggi og velferð. Halda á áfram þeim aðhaldsað- gerðum sem gripið var til á þessu ári og er ekki talin þörf á sérstök- um aðgerðum þar til viðbótar. Í þeim fólst meðal annars lækk- un launa stjórnenda. Verða þau óbreytt út næsta ár. Í fjárhagsáætluninni var tekið mið af áherslum þeim sem lagðar voru til grundvallar á opnum íbúa- fundi. - bþs Mæta á tekjusamdrætti í Garðabæ með sparnaði og hagræðingu hjá stofnunum: Þjónusta ekki skert og öll störf varin FRÁ GARÐABÆ Útsvar í bænum verður óbreytt á næsta ári. BRETLAND Maður vopnaður skamm- byssu með hljóðdeyfi var hand- tekinn við heimili Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, við Connaught Square í London, fyrr í vikunni. Vegfar- endur veittu manninum athygli og tilkynntu lögreglu um hann. Þegar lögregla kom á staðinn mætti hún manninum, sem er af albönsk- um uppruna, og kvaðst hann hafa fundið byssuna í ræsinu. Maðurinn var handtekinn og reyndist byssan hlaðin. Hann er enn í haldi lögreglu sem bíður eftir niðurstöðum úr fingrafara- og DNA-rannsókn. Lög- regla segir Blair aldrei hafa verið í hættu. - asg Albanskur maður í Bretlandi: Með byssu við heimili Blairs STJÓRNSÝSLA Setning heilbrigðis- ráðherra á gjaldskrá Lyfjastofn- unar var ekki í samræmi við lög, samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis þar sem ekki lágu nægi- lega traustir útreikningar að baki gjaldskránni. Kvartað var til umboðsmanns yfir gjaldskránni, meðal annars því að einstaka kostnaðarliðir hafi ekki verið reiknaðir út með traustum og vönduðum hætti. Umboðsmaður taldi sig ekki hafa forsendur til að fullyrða hvort gjöldin hefðu verið ákvörð- uð of há, þar sem útreikningar ráðuneytisins hefðu ekki verið fullnægjandi. - bj Álit umboðsmanns Alþingis: Lyfjagjaldskrá ekki lögmæt DAGUR B. EGGERTSSON Sparnaður í brunavörnum: Vill vita um flugöryggið ORKUMÁL Stjórn Samorku, sam- taka orku- og veitufyrirtækja, mótmælir ákvörðun ríkisstjórn- arinnar um að leggja nýja skatta á raforku og heitt vatn, skatta sem draga munu úr lífsgæðum landsmanna og samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs, eins og segir í tilkynningu frá samtökunum. Þá segir að nýju skattarnir dragi úr gegnsæi verðlagningar á raforku og heitu vatni. „Aldrei hafa áður verið lagðir beinir skattar á raforku eða heitt vatn hér á landi. Frumvarpið vísar til „umhverfis- og auðlinda- skatta“, en fjallar um hvorugt, heldur er þetta einfaldlega skatt- ur á orkunotkun landsmanna, til tekjuöflunar í ríkissjóð,“ segir í tilkynningu frá Samorku. Stjórn Samorku: Mótmælir nýj- um sköttum á orku og vatn DANMÖRK Tæplega sjötugur íbúi í Frederiksberg á Sjálandi kom í veg fyrir rán á heimili sínu á miðvikudagskvöld og stökkti ræningjanum á flótta. Þegar dyrabjöllu mannsins var hringt stóð þar fyrir utan stór- vaxinn maður með hníf sem hann otaði að íbúanum. Sá nýkomni ætlaði svo að ryðja sér leið inn í íbúðina en þá sló gamalmennið hann í brjóstið og stuggaði við honum. Ræninginn lagði til manns- ins með hnífnum og veitti honum skeinu á höfuðið en forðaði sér við svo búið á hlaupum og hefur lögregla ekki fundið hann enn. - asg Eldri borgari í Danmörku: Lumbraði á hnífamanni Þú getur komið með þína gjöf í næsta útibú og við komum henni í réttar hendur. Aðstaða til pökkunar á staðnum. Gjafirnar eru ætlaðar börnum að 18 ára aldri og verður úthlutað innan þess sveitafélags sem þær berast. Gjafasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar í útibúum Íslandsbanka um land allt Reykjavík og nágrenni: Háaleitisbraut 58 KirkjusandiKringlunni 4-6 Lækjargötu 12 Suðurlandsbraut 30 Stórhöfða 17 Þarabakka 3 Eiðistorgi 17, Seltjarnarnesi Fjarðargötu 19, Hafnarfirði Garðatorgi 7,Garðabæ Hamraborg 14a, Kópavogi Þverholti 2, Mosfellsbæ Landsbyggðin: Hafnargötu 91, Reykjanesbær Dalbraut 1, Akranesi Hafnarstræti 1, Ísafirði Skipagötu 14, Akureyri Stóragarði 1, Húsavík Miðvangi 1, Egilsstöðum Búðareyri 7, Reyðarfirði Kirkjuvegi 23, Vestmannaeyjum Austurvegi 9, Selfossi Samstarfsverkefni Starfsmannafélags Íslandsbanka, Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar.  Útibúin okkar eru á eftirfarandi stöðum:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.