Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 32
eins og dæmi frá Evrópu og Banda- ríkjunum sanna. Vilhjálmur: Punkturinn með pistlinum hjá mér var að benda á að Svartfjallaland er ekki fordæmi fyrir okkur, eins og haldið hefur verið fram í umræðu. Það sem Heiðar er að tala um er tilraun sem mér vitanlega hefur hvergi verið reynd og er í rauninni eitt stórt plat að því leyti að ekki er um að ræða einhliða upptöku alvöru evru heldur einhvers sem menn kjósa að kalla evru. Síðan er vonin sú að fólk „kaupi“ platið í nægilega mikl- um mæli til að það fljóti í einhvern tíma í það minnsta. Heiðar: Aftur ferðu með rangt mál Vilhjálmur. Þegar ég er nýbú- inn að telja upp mörg ríki þar sem einhliða upptaka hefur heppnast stórvel segir þú að þetta sé tilraun sem hvergi hafi verið reynd. Það er ekki hægt að ræða með rökum við menn sem eru blindir á allt annað en pólítískt ætlunarverk sitt; að koma Íslandi í ESB. Ég hef ekkert á móti ESB, en menn eiga að fara þangað á tveim- ur fótum og leita að samningi, ef vilji er fyrir hendi, en ekki fjór- um. Ef aðalástæðan er að fá fyr- irgreiðslu hjá ESB er betra heima setið en af stað farið. Evrur, krónu og skeinipappír Vilhjálmur kýs að kalla allar evrur sem ekki eru í evrulöndum sem platevrur. Þegar menn skilja ekki einföldustu uppbyggingu banka- kerfa er hægt að kalla alla pen- inga plat, nema þá sem hönd á festir, seðla og mynt. Allir hlutir hafa verð. Verði í evrum, krónum, skeinipappír og ýmsu öðru. Það er ekkert vandamál að setja evruverð á krónueignir. Til Íslands hafa komið þeir sem hafa framkvæmt einhliða upptöku upp á síðkastið, Manuel Hinds, yfir- maður hjá AGS sem einn sá fyrir hrun Sovétríkjanna þar á bæ og framkvæmdi skiptin í El Salvador. Alonzo Perez sem framkvæmdi skiptin hjá Ecuador, og starfar nú hjá London School of Econom- ics, og Daniel Gros, sem var einn af arkitektum evrópska myntsam- starfsins og framkvæmdi skiptin fyrir Svartfellinga. Andri Haraldsson: Heimur- inn hefur áður reynt fastengingu gjaldmiðla og stundum hefur það virkað þegar ein þjóð festir gengi sitt við annan gjaldmiðil, og stund- um ekki. Það sem Heiðar hefur verið að tala um er að ganga skref- inu lengra en að bara festa geng- ið við einhvern gjaldmiðil – hann vill í raun byggja nýjan gjaldeyr- isforða í erlendri mynt, og lifa svo og hrærast í þeirri mynt. Það þýðir um leið að íslenski seðlabankinn sem úrræði hættir að vera til. Það þýðir líka að fjárfestingar á Íslandi verða verðlagðar með öðrum hætti. Á endanum myndum við ætla að fjármagnsflæði til og frá Íslandi myndi stjórnast af ytri þáttum með meiri hætti en nú er. AGS mælir með einhliða upptöku Vandamálið sem Vilhjálmur bendir á er raunverulegt og engin leið að horfa framhjá því. Væri mat Seðla- bankans krónunni í óhag þegar krónunum væri skipt í evrur væri í raun verið að stela peningum af almenningi. Ef það væri evrum í hag myndi gjaldeyrisforðinn hugs- anlega tæmast. Heiðar: AGS er ekki svartsýnni en svo á einhliða upptöku að sjóð- urinn mælti sérstaklega með henni í skýrslu í vor fyrir ríki í Austur- Evrópu. AGS hefur sagt á fundum á Íslandi að þeir myndu ekki setja sig upp á móti slíku. Lánin þeirra væru því enn til staðar, en ódreg- in. Gjaldeyrisforði, og varaforði banka, er þannig stærð að svo lengi sem menn telja hana duga, er hún óþörf. Á sama hátt ef menn telja forðann of lítinn, er sama hvern- ig hann er nýttur, þá verður allt- af áhlaup. Andri: Ég held ég skilji það sem þú segir sem svo: skipt er nægi- lega hratt um gjaldmiðil og ekki lagt í langtíma aðlögunarferli með skiptingu á krónum í evrur, þá leysist vandamálið vegna þess að það myndast ekkert tækifæri til að stunda skortsölu í krónum – þær væru einfaldlega ekkert til. Og vegna þess að svo mikill hluti peningamagnins er bundinn verð- ur ekkert uppnám. Fólk fer bara að nota evrur. Ég er ekki viss um að þetta sé rétt, en látum það standa. En hvað með bankastarfsemi? Hvað með lán sem eru í krón- um? Hvað með þau peningamark- aðstæki sem Ísland hefur notað í gegnum gengisfellingar til að draga úr neyslu? Það sem ég sé ekki að fullu útskýrt er hvernig þetta muni hjálpa eða hindra fyr- irtækin og fólkið í landinu. Vilhjálmur: Þegar ég segi að þetta hafi hvergi verið reynt, þá á ég við einhliða upptöku með þeim hætti sem þú lýsir – ekki til að mynda það sem var gert í Svart- fjallalandi, sem var allt annað. Í þeim dæmum sem þú nefnir þá voru stórir hlutar hagkerfanna þegar komnir í aðra mynt í reynd og miklu minni stabbi af gömlu myntinni sem þurfti að verja með varasjóðum. Í íslenska dæminu þá er upphæð kviks fjármagns miklu stærri hlutfallslega miðað við gjaldeyrisvarasjóðinn, sérstak- lega ef verið er að tala um nettó- sjóðinn. Hvatt til hraðupptöku evru AGS mælti ekki með einhliða upp- töku evru í Austur-Evrópu með þessum hætti sem hér er lýst, heldur hvatti ESB til að skoða hraðupptöku alvöru evru í þessum ríkjum, sem er einmitt það sem ég vildi gjarnan sjá á Íslandi. Heiðar: Í apríl lak skýrsla AGS til Financial Times. Þar var mælt með einhliða upptöku evru ef ekki fengist fyrirgreiðsla hjá ECB. Allt þetta tal um lánveitanda til þrautarvara er sérkennilegt. Seðlabanki Íslands var enginn lán- veitandi til þrautarvara. Hann dró úr peningamagni í umferð þegar mest á reyndi, í krónum, og útveg- aði engan gjaldeyri. Eins er ECB enginn lánveitandi til þrautarvara, heldur ríkin í hverju landi, sem ekkert seðlaprentunarvald hafa. Þú heldur því síðan fram að Ísland sé ekki þegar búið að kasta krónunni, líkt og önnur lönd hafa sagt skilið við sínar myntir og svo tekið upp einhliða aðrar. Hvern- ig útskýrir þú þá að 90 prósent íslenska bankakerfisins voru í annarri mynt en krónu? Íslenskt atvinnulíf bar ekki krónuna og vildi því frekar notast við aðra mynt, þannig varð til fjármála- kerfi og skuldbindingar í allt ann- arri mynt en Seðlabankinn réði yfir. Þegar svo er komið er lang- hreinlegast að taka upp þá mynt sem flestir notast við í fjármögn- un sinni. Með því að skipta út grunnmynt- inni er gengisáhættu eytt. Með því lækka vextir og verðbólga hverf- ur. Með því eykst aðgangur að fjármagni svo um munar og hægt er að lyfta fjármagnshöftum. Í dag eru tvær leiðir til að skipta út grunnmynt. Annars vegar pólit- ísk leið sem er að sækja um aðild að myntsamstarfi, og hins vegar markaðsleið, sem er hreinlega að nota þá fjármuni sem til stað- ar eru og skipta út myntinni ein- hliða. Pólitíska leiðin tekur um áratug, lengur ef IceSave verð- ur samþykkt, en hin tekur nokkr- ar vikur. Vilhjálmur: Í frétt Financial Times um skýrslu AGS varðandi hraðupptöku evru í Austur-Evr- ópu kemur fram að þar var um að ræða evruupptöku í samvinnu við ECB en án þess að ríkin fengju sæti í bankaráði bankans og án þess að uppfylla Maastricht-skil- yrðin. Ekki á vetur setjandi Alvöru evruvæðing er góð, en „evru væðing“ þar sem íslenskar krónur eru skírðar nýju nafni er ekki á vetur setjandi og lokar val- kostum okkar til framtíðar. Heiðar: Ég hef persónulega rætt við yfirmann stækkunarmála EMU, Massimo Suarvi, í Brussel. Hann segir að ESB myndi aldrei styðja einhliða upptöku, en það væri lítið sem þeir gætu gert á móti henni. Michael Emmerson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri „fjármálaráðu- neytis“ ESB og einn af arkitektum regluverks fjármálamarkaðarins hjá ESB, skrifaði grein í Frétta- blaðið þar sem hann sagði að ESB myndi aldrei styðja þetta opinber- lega, en ekki heldur geta neitt gert í málunum. Eftir að hafa rætt við yfirmann lagastofnunar ESB er alveg krist- altært að það er ekkert í EES- samningnum sem bannar okkur að gera þetta og ekkert sem heim- ilar riftun ESB ef Ísland tekur upp evru einhliða. Það er engin „alvöru“ og „plat“ evruvæðing. Munurinn er bara sá hvort farin er markaðsleið, sem tekur nokkr- ar vikur, eða stjórnmálaleið sem tekur meira en áratug. Andri: Ég er ekki viss um að nokkur geti með einföldu móti lýst hér öllum kostum og göllum þess- arar hugmyndar. Það helgast fyrst og fremst af því að það eru ýmis útfærsluatriði sem skipta miklu máli og að til að skilja þessi atriði þarf að sannreyna þau í dýnamísku umhverfi þar sem aðilar kerfisins bregðast við ákvörðunum. Það er til einföld aðferðarfræði sem myndi hjálpa til við þetta. Í stað fyrirlestra og orðræðu til að sannfæra fólk væri hægt að nota vel reynda aðferðarfræði sem byggist á því að hópur fólks sem hefur ákveðnar vinnureglur og skyldur kemur saman. Fyrst er tryggt að allir skilji hvernig verk- efnið fer fram. Svo eru settar af stað ákveðnar aðstæður sem á að bregðast við. Sérfræðingar og þátt- takendur gefa síðan upplýsingar um hvernig þeir myndu bregðast við breyttri stöðu. Þannig mynd- ast mjög góður grunnur um hvern- ig svörunin yrði í raunveruleikan- um – og ekki síst hvað það er sem getur ýtt af stað keðjuverkandi mistökum. Ef það er raunverulegur áhugi fyrir að meta þessa hugmynd um einhliða upptöku evru gæti svona verkefni leyft öllum að fara i gegn- um ferlið án þess að þurfa að leggja að veði hag landsins, og með tiltölu- lega ódýrum hætti. Heiðar: Ég er algerlega sammála þessari hugmynd. Þá gæti Sam- fylkingin líka afsannað að þeim sé meira umhugað um ESB en hag almennings. Charles Goodhart og Charles Wyplosz, sem eru fremstu peningahagfræðingar Evrópu, væru örugglega tilbúnir að leggja hönd á plóg. Svo væri hægt að nota Daniel Gros, sem er sérfræðingur í framkvæmdinni og er hér hvort eð er reglulega að leggja Seðlabank- anum heilt til. FRÉTTASKÝRING: Einhliða upptaka evru VEGIÐ OG METIÐ Möguleikar á einhliða upptöku evru hafa verið í umræðunni hjá fólki hér á landi lengi. NORDICPHOTOS/GETTY FRAMHALD AF SÍÐU 30 Vilhjálmur Guðjónsson: Ég er sammála um brýna nauðsyn þess að Ísland taki upp aðra mynt, og alla kosti þess, en tel að það verði að gerast á réttan og viðeig- andi hátt: með alvöru upptöku evru og útskiptingu krónu í boði ECB. Annað er bara óraunhæf spilaborg sem getur ekki gengið í praxís. Andri Haraldsson: Væri mat Seðlabankans krónunni í óhag þegar krónunum væri skipt í evrur væri í raun verið að stela peningum af almenningi. Ef það væri evrum í hag myndi gjaldeyris- forðinn hugsanlega tæmast. Heiðar Guðjónsson: Í dag eru tvær leiðir til að skipta út grunnmynt. Annars vegar pólitísk leið sem er að sækja um aðild að myntsamstarfi, og hins vegar markaðsleið, sem er hreinlega að nota þá fjármuni sem til staðar eru og skipta út myntinni einhliða. –fegurðin býr í bókum Barónsstíg 27 | 511 0910 | crymogea@crymogea.is | www.crymogea.is LISTAVERKABÓK Á HEIMSMÆLIKVARÐA KRISTINN E. HRAFNSSON FRÉTTASKÝRING BRJÁNN JÓNASSON brjann@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 293. tölublað (11.12.2009)
https://timarit.is/issue/298409

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

293. tölublað (11.12.2009)

Aðgerðir: