Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.12.2009, Blaðsíða 34
34 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Erna Indriðadóttir, starfs-maður Alcoa á Reyðarfirði, birti grein í Fréttablaðinu 2. des. síðastliðinn undir fyrirsögninni „Ástæðulaus ótti“. Hér andmæl- ir hún tveimur atriðum í grein sem ég birti hér í blaðinu 26. nóv. Ég sé ástæðu til að gera nokkrar athugasemdir við staðhæfingar Ernu. Meginþættir í hrunadansinum Í greininni hélt ég því fram að virkjunin við Kárahnjúka og bygging Fjarðaáls á Reyðarfirði árin 2002–2007 hefði átt þátt í að skapa það „ástand, með ofþenslu og hávaxtastefnu, sem endaði í hrunadansinum“ 2008. (LG, 26. nóv.). Erna viðurkennir að fram- kvæmdirnar eystra hafi „haft einhver áhrif á þensluna sem hér varð ...“ en vill gera minna úr áhrifunum en efni standa til. Að mínum dómi var hér um einn af fjórum meginþáttunum í hruna- dansinum að ræða. Þótt skilja megi annað af máli Ernu var það ekki ætlun mín í umræddri grein að vega áhrif stórframkvæmdanna á Austur- landi á móti öðrum áhrifaþátt- um hrunadansins. En í þessu sambandi nefnir Erna réttilega „byltingarkenndar breytingar á fjármálakerfinu“, öðru nafni einkavæðingu bankanna, sem hleypti m.a. af stað byggingar- bólunni. Sem aðra helstu efnahagslega áhrifaþætti vil ég svo nefna markaðsvæðingu fiskveiðiheim- ildanna og þá óhemju skuldsetn- ingu sem fylgdi útrásinni marg- umtöluðu. „Íslenska ákvæðið“ beita fyrir fjárfesta Hitt atriðið í grein minni, sem Erna andmælir, varðar tengsl íslenska undanþáguákvæðis- ins frá mengunartakmörkunum Kyoto-bókunarinnar við stórfram- kvæmdirnar eystra. Erna heldur því fram að í þessari undanþágu („íslenska ákvæðinu“) hafi falist „viðurkenning á því að Íslending- ar standa fremstir meðal þjóða í notkun endurnýjanlegrar orku“. Þetta er fjarri réttu lagi. Und- anþágan, sem fékkst samþykkt á elleftu stundu á þingi um lofts- lagssamninginn í Marrakesh 2001, hafði ekkert með stöðu Íslands í mengunarmálum að gera. Íslendingar voru þá þegar í meðallagi meðal iðnríkja hvað varðar losun gróðurhúsaloft- tegunda. Þáverandi ríkisstjórn Davíðs Oddssonar var andvíg aðild Íslands að Kyoto-bókuninni nema undanþága fengist fyrir losun frá stóriðju hérlendis. Með tilkomu Reyðaráls og Norðuráls í Hvalfirði erum við komin í tölu þeirra fimm ríkja sem menga mest, með 17 tonna losun á hvern íbúa. Undanþágu- ákvæðið – það að fá ókeypis los- unarkvóta fyrir gróðurhúsaloft – var hugsað af hálfu stjórnvalda sem beita fyrir stóriðjufyrirtæki og „vælt út“ með vísan í smæð landsins. Margtuggin klisja Að hætti stóriðjusinna reyn- ir Erna loks að réttlæta áfram- haldandi álvæðingu með vísan til þess að „losun koltvísýrings á Íslandi frá vatnsaflsvirkjun og framleiðslu eins álvers [sé] átta sinnum minni en frá sambæri- legri framleiðslu til dæmis í Kína þar sem rafmagnið er framleitt með mengandi kolum.“ Þessi margtuggna klisja gengur ekki upp því að Kyoto- bókunin frá 1997 byggir á því að iðnríkin, sem Ísland tilheyrir, fari ekki fram úr ákveðnu losunar hámarki (reyndar með undanþágum sem varða m.a. kaup og sölu á kvóta milli landa). Skiptir þá ekki máli af hvaða rótum mengunin er runnin. Við- leitni alþjóða samfélagsins, sem yfirstandandi loftslagsráðstefna í Kaupmannahöfn er ávöxtur af, beinist að því að takmarka enn frekar losun gróðurhúsalofts og fá þróunarríkin til að stefna að sama marki. Verkefni Íslendinga er að draga úr mengun af starf- semi hérlendis en ekki auka hana. Erna gefur í skyn að Ísland sé næsta einstakt að því leyti að það geti boðið álframleiðendum upp á endurnýjanlega orku en vita- skuld eru víða um heim starf- ræktar álverksmiðjur sem kaupa orku frá vatnsaflsstöðvum. Þeim fylgja náttúruspjöll sem þjóðir í okkar heimshluta hafa beitt sér gegn með góðum árangri en íslensk stjórnvöld víluðu ekki fyrir sér með því að ráðast í Kárahnjúkavirkjun. Stóriðjusinnar á Íslandi vilja nú að höggvið verði í sama knérunn og landinu þar með mörkuð enn meiri sérstaða að þessu leyti. En fyrir framtíðarhagsmuni lands og þjóðar, ekki síst möguleika á fjöl- breyttu atvinnulífi, skiptir megin- máli að áformin um tvö risaálver í viðbót og stækkun hins þriðja nái ekki fram að ganga. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ. Álver sem umhverfisvernd LOFTUR GUTTORMSSON UMRÆÐAN | Stóriðja og umhverfismál UMRÆÐAN Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um leikskólamál Forgangsmál í leikskólum borgarinnar er að hvert barn fái þjónustu við sitt hæfi. Ef grunsemdir vakna um að sér- kennslu sé þörf er strax sett af stað athugun í leikskólanum og starfsfólk hefur tafarlaust vinnu með barninu. Þetta er svokölluð snemmtæk íhlutun en hún miðar að því að skólinn grípi inn í strax og grunsemdir vakna um þroska- frávik. Í nýrri stefnu leikskólasviðs um sérkennslu, sem leikskólaráð samþykkti á fundi sínum í haust, er þetta markmið staðfest enda er það mikilvægt til að ná árangri með börnum sem þurfa stuðning. Í stefnunni kemur fram að við hvern leikskóla borgarinnar verði ábyrgðarmaður sérkennslu og lögð áhersla á að einstaklingsnámskrá verði gerð fyrir öll börn sem þarfnast sérkennslu. Stefnt er að fjölgun leikskóla með sérhæfða þekkingu vegna þjónustu við börn með fötlun en þeir eru nú tveir í Reykjavík. Sérhæfðu leikskólarnir eiga að vera í fararbroddi við þekkingaröflun á sínu sérsviði og miðla þekkingu. Áhersla er lögð á að efla markvisst samstarf leik- og grunnskóla og stuðla þannig að meiri samfellu á milli þeirra. Þá er lagt til að sett- ur verði á stofn upplýsingavefur sem haldi utan um og miðli hugmyndum og leiðum sem notaðar eru í sérkennslu og að sérhæft námsgagnasafn til útláns verði hjá sérkennsluráðgjöfum. Einnig er lagt til að hafið verði tilraunaverkefni vegna langveikra barna með heimsóknum barna og kennara heim til barns. Á næstu árum er stefnt að því að byggð verði upp breiðari þekking á þjónustumiðstöðvum og sérfræðingar fengnir úr fleiri faggreinum, s.s. tal- meinafræðingar og iðjuþjálfar, svo börn með mikil þroskafrávik fái samþætta aðstoð. Stefna leikskólasviðs um sérkennslu er aðgengi- leg á vef borgarinnar (www.leikskolar.is) og þar geta forráðamenn aflað sér upplýsinga um hver réttur barna þeirra er og hvernig fjármagni er úthlutað. Sérkennsla er hluti af þeirri grunnþjón- ustu sem borgarstjórn vill tryggja og því er mikil- vægt að allar reglur séu skýrar og tryggi jafnræði í þjónustu milli barna. Höfundur er borgarfulltrúi. Ný sérkennslustefna leikskóla ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR Spunameistararnir Vinsælt er í umræðum um pólitík að uppnefna andstæðinginn, hvort sem hann er raunverulegur eða ímyndaður. Náhirð er dæmi um það, Baugsmiðlar og -pennar líka. Fyrir nokkrum árum var farið að tala um spunameistara í stjórnmálum. Þótti snjallt að sæma tiltekið fólk slíkri nafnbót enda er spuni heldur leiðinlegt fyrirbrigði. Einar K. Guðfinnsson grípur til spunameistarabrellunnar í pistli á síðunni sinni í vikunni. „Þar voru mættir í hliðarsali, spunameist- ararnir úr Samfylkingunni, sem alltaf eru álengdar, þegar mikið liggur við og hugsjónamál Samfylkingarinnar, ESB og Icesave eru til umræðu,“ skrifar Einar. Spuna- meistararnir meintu voru Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætis- ráðherra, og Einar Karl Haraldsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneyt- isins. Spunameistararnir Einu sinni var Einar K. ráðherra. Hann hafði aðstoðarmann að nafni Björn Friðrik Brynjólfsson. Ætli Einar hafi litið á hann sem spunameistara? Eða á það bara við um aðstoðarmenn Samfylkingarráðherra? Björn Friðrik vinnur nú í forsætis- ráðuneyt- inu. Beðið eftir svari Dagur B. Eggertsson hefur í tvígang óskað eftir svörum um hvort breyt- ingar sem fyrirhugaðar eru á starf- semi slökkviliðs á Reykjavíkurflugvelli ógni öryggi vallarins. Þeirri spurningu hefur þegar verið svarað á Alþingi. Það gerði Kristján Möller samgöngu- ráðherra en breytingarnar eru gerðar á vegum Flugstoða, undirstofnunar ráðuneytis hans. Í sparnað- arskyni. Nei, sagði Kristján, öryggi er ekki ógnað. Nú er bara að bíða eftir svari borgar- innar um sama mál. Gæti hún komist að hinu gagnstæða? Hvað gerir Dagur þá? bjorn@frettabladid.isU ndanfarið ár hefur gengisfall ýmissa orða og hugtaka jafnvel verið enn brattara en varð á krónunni í fyrra. Orð sem áður voru dýr, til dæmis, svik, landráð og þjóðargjaldþrot, er nú farið með sem hvert annað klink í umræðunni. Fyrir vikið er þunginn farinn úr þeim. Viðbrögð gífuryrðakónganna hafa verið að gefa enn meira í og tvinna saman enn fleiri stóryrði. Afleiðingin er að orðin fölna enn frekar og missa lit sinn. Þetta er heldur dapurleg misnotkun á tungumálinu. Ekki eru skilaboð þeirra sem hæst láta síður sorgleg. Ef mark er á þeim takandi á Ísland sér tæpast viðreisnar von. Ýmsar af svakalegustu svartsýnisspánum og digrustu yfir- lýsingunum hafa komið frá tiltölulega þröngum hópi þingmanna þjóðarinnar. Þar hafa farið fremstir í flokki tveir ónefndir þing- menn Framsóknarflokksins, við getum kallað þá Bölmóð og Dómsdag. Það verður áhugavert verkefni fræðinga framtíðar- innar að bera saman spádóma þeirra og veruleikann að nokkrum árum liðnum. Væntanlega eru það svartsýnismönnunum vonbrigði að hér hefur margt farið betur en óttast var. Samdráttur í landsfram- leiðslu er minni en reiknað var með á árinu, færri eru atvinnu- lausir og spáð er tveggja til þriggja prósenta hagvexti á næstu árum. Þetta þýðir þó hreint ekki að við séum komin fyrir horn. Áframhaldandi erfiðleikar eru við sjóndeildarhringinn og þeir munu ekki gufa upp. Of margar hugmyndir eru á kreiki um að til séu einhverjar töfralausnir sem geta leyst vanda þjóðarinnar nánast á einu augnabliki. Flatar allsherjarafskriftir lána, umsókn um aðild að Evrópusambandinu, einhliða upptaka annars gjaldmiðils en krónunnar, að hafna Icesave-ábyrgðinni og leggja fyrir dóm- stóla; þetta eru nokkur dæmi um það sem má líkja við bið eftir Guðinum í vélinni, deus ex machina, sem kom svífandi úr rólu niður á sviðið í grískum harmleikjum og leysti úr vanda söguper- sónanna þegar öll önnur ráð voru á þrotum. Þessi bið er sú tegund af bjartsýni sem er á hinum endanum við bölmóðinn. Hvort tveggja er án jarðtengingar við raunveru- leikann. Bjartsýni sem byggir á bláeygri trú á að allt verði betra á morgun eða hinn er oftast gagnslítil og getur verið beinlínis háskaleg því hún hefur gjarnan í för með sér vonbrigði þegar ekkert breytist. Sú gerð af bjartsýni sem dugar betur er að temja sér að líta sæmilega jákvætt á tilveruna. Og þar er af nægu að taka. Þrátt fyrir þrönga stöðu er hér enn mjög öflugt samfélag, með sterkt mennta- og velferðarkerfi. Skuldastaða þjóðarbúsins er vel viðráðanleg og í raun betri en fjölmargra annarra Evrópulanda þegar til lengri tíma er litið. Þar vegur hvað þyngst geysilega sterk staða lífeyrissjóðanna og jákvæð aldurssamsetning þjóðar- innar. Ísland er yngsta þjóð Evrópu og því í verulega betri málum en til dæmis Frakkland, Ítalía og Grikkland, þar sem fleiri munu þiggja lífeyri en verða á vinnumarkaði árið 2020. Það mat er reyndar hvorki byggt á bölmóði né bjartsýni heldur raunsæi. Bölmóður, bjartsýni, raunsæi: Guðinn í vélinni JÓN KALDAL SKRIFAR Stórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport) Sími: 695 8464 og 772 1025 www.jogastudio.org Hot jóga Hatha Jóga Byrjendanámskeið Meðgöngujóga námskeið Stakur tími 1.500 kr. Mánaðarkort 9.265 kr. 3 mánaðakort 20.315 kr. 6 mánaðakort 30.600 kr. 15% afsláttur af öllum kortum Opnunartilboð Byrjendanámskeið 12.665 kr. Meðgöngujóga námskeið 9.265 kr. Innifalið í kortum eru allir opnir tímar ásamt þeirri þjónustu sem boðið er upp á í Veggsport. Ný og persónuleg jógastöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.