Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 40

Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 40
40 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Hervör Alma Árnadótt- ir skrifar um reynslu- nám Öllum er ljóst að það eru erfiðir tímar í íslensku samfélagi sem kalla á aðhald og niður- skurð á mörgum sviðum. Í þessu ástandi skapast hætta á að þeir sem ekki hafa bolmagn til að berjast fyrir rétti sínum fari hall- oka. Skyndilausnir verði leiðandi í ákvörðunum stjórnvalda og stofn- ana á kostnað framtíðarinnar. Við lifum í síbreytilegu samfé- lagi þar sem viðurkennt er að leiðir til lærdóms og breytinga eru marg- ar. Þess vegna þarf stuðningur við börn og ungmenni að vera fjöl- breyttur. Það er varasamt í samfé- lagi okkar á krepputímum að draga úr fjölbreytni og eiga því á hættu að geta ekki mætt þeim ungmennum sem þurfa á viðeigandi stuðningi að halda til þess að geta orðið verð- mætir þegnar samfélagsins. Fyrir rúmum tuttugu árum hitt- ust ungir hugsjónamenn sem áttu það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á að vinna með ungmennum sem vildu breyta lífi sínu. Heyrst hafði að úti í hinum stóra heimi væri unnið með ungu fólki úti í nátt- úrunni sem lent hefði í erfiðleikum í lífi sínu og nýtt til þess aðferða- fræði reynslunáms (e. experienti- al learning). Í reynslunámi er rík áhersla lögð á upplifun og áskoran- ir einstaklinga og hópa sem síðan eru skoðaðar með hópnum og sett- ar í nýtt samhengi. Fjöll og firnindi verða því áskoranir sem eru nýttar og sú reynsla yfirfærð á daglegt líf á götum borgarinnar. Þessir hugsjónamenn hrundu af stað úrræði fyrir ungmenni og köll- uðu það Hálendishópinn. Reykjavík- urborg lagði til fjármagn í úrræðið sem stóð ungmennum til boða sem þurftu og vildu endurskoða líf sitt. Allt til ársins 2007 var farið með hóp ungs fólks í tveggja vikna ferð á Strandir og Hornstrandir. Í þess- um ferðum fengu ungmenni tíma og tækifæri til þess að endurskoða og meta líf sitt undir handleiðslu fag- manna. Í tímans rás þróaðist úrræð- ið og undir það síðasta var það orðið að 9 mánaða ferli, sem skiptist í undirbúning og hópefli, ferð á Strandir og Hornstrandir og síðan úrvinnslu og eftirfylgd. Jafnhliða var aukin áhersla á að vinna með fjölskyld- um ungmennanna og eflt samráð við aðra þá sem tengjast þeim. Í starfinu var unnið að því að styrkja sjálfsmynd ungmennanna og efla samfélagsvitund þeirra. Þannig var ungmennunum kennt að tileinka sér leiðir til að koma skoðunum sínum á framfæri, geta staðið undir þeirri ábyrgð sem því fylgir að taka þátt og ná tökum á tilveru sinni. Stefnt var að því að ungmennin gætu notið virðingar og upplifað það frelsi sem felst í því að lifa meðvitaðra lífi, þar sem jafnvægi er á milli ábyrgðar og réttinda. Ekki síst var lögð áhersla á að ungmennin fyndu hvað þau höfðu margt fram að færa og eru verðmæt samfélaginu. Á tímabilinu 1989 til 2007 fóru rúmlega 200 einstaklingar í ferð með Hálendishópnum. Á þeim tíma varð til mikil þekking og reynsla sem auðveldlega glatast ef verkefn- inu er ekki haldið við. Rannsókn var gerð frá Háskóla Íslands á úrræð- inu sem gaf þær vísbendingar að það hefði í langflestum tilfellum haft jákvæð áhrif á líf þátttakenda og orðið til þess að þeir endurskoð- uðu líf sitt á einn eða annan hátt. Hvert ungmenni sem öðlast styrk til þess að snúa lífi sínu á jákvæðar brautir er ómetanlegt þjóðarbúinu. Hálendishópurinn var á sinn hátt hagkvæmt úrræði fyrir ungmenn- in og fyrir aðstandendur þeirra. Vegna samdráttar hjá Reykja- víkurborg var ákveðið að ekki yrði lagt fjármagn í Hálendishópinn á þessu ári og ekki heldur næsta ár. Þegar úrræði eru fryst á þennan hátt er oft hætta á að þau lifni ekki aftur við. Þeirri færni og þekk- ingu sem hópstjórar þurfa að búa yfir er nauðsynlegt að viðhalda og fæst ekki nema með áralangri þjálf- un og trú á hæfni ungmenna til að ná tökum á lífi sínu með viðeigandi stuðningi. Höfundur er félagsráðgjafi og hópstjóri hjá Hálendishópnum. Stuðningur við ungmenni UMRÆÐAN Gunnar Helgi Kristinsson og Margrét S. Björnsdóttir skrifa um íbúalýðræði Í Reykjavík fer fram mikilvæg tilraun til aukins íbúalýðræðis með því að gefa öllum Reykvíking- um sextán ára og eldri tækifæri til áhrifa á forgangsröðun verkefna í þeirra hverfi. Þetta er í fyrsta skipti hér á landi sem íbúum sveit- arfélags gefst slíkt tækifæri. Kosn- ingunni, sem er bindandi, lýkur mánudaginn 14. desember. Hún fer fram á heimasíðu Reykjavík- urborgar www.reykjavik.is/kjostu og í bókasöfnum eða þjónustumið- stöðvum borgarinnar. Verkefnunum, sem valin voru í samráði við íbúasamtök og hverf- isráð borgarinnar, er skipt niður í þrjá flokka: a) Leikur og afþreying, b) Samgöngur og c) Umhverfi og útivist. Einungis er verið að kjósa um smærri verkefni og reynt var að hafa að leiðarljósi að þau ykju ánægju, öryggi og/eða þægindi íbúa í hverfunum. Kosningin er auðveld hvort sem er að heiman, úr eigin tölvu eða á bókasöfnum eða þjónustumið- stöðvum. Til að kjósa slá íbúar inn kennitölu, velja hverfi, forgangs- raða verkefnum (1 mikilvægast, 2 næst mikilvægast og 3 minnst mikilvægt) og smella svo á „kjósa“ hnappinn. Þjónustuver Reykjavík- urborgar veitir einnig aðstoð í síma 411-1111. Um allan hinn vestræna heim leita stjórnvöld leiða til að virkja íbúa til þátttöku í ákvörðunum. Það er mikilvæg aðferð til að endurnýja og styrkja lýðræðið, efla borgarana til þátttöku í samfélagslegum mál- efnum, auka traust á ákvörðunum stjórnvalda og styrkja tengsl stjórn- málamanna við íbúa og skilning á þeirra þörfum. Við skorum á Reykvíkinga að nýta þetta tækifæri og stuðla þannig að þróun lýðræðis á erfið- um tímum. Gunnar Helgi Kristinsson er próf- essor og Margrét S. Björnsdótt- ir forstöðumaður við Háskóla Íslands. Bæði veittu Reykjavík- urborg ráðgjöf við verkefnið, sem tengist þriggja ára þróunar- og rannsóknaverkefni þeirra um íbúalýðræði og félagsauð sveitar- félaga. Tækifæri til áhrifa í Reykjavík GUNNAR HELGI KRISTINSSON MARGRÉT S. BJÖRNSDÓTTIR HERVÖR ALMA ÁRNADÓTTIR UMRÆÐAN Guðjón Petersen skrifar um menningarminjar Á fjárlögum 2010 verður 5 m.kr. fjárveiting til varð- veislu varðskipsins Óðins felld niður miðað við óbreytt fjár- lagafrumvarp. Það er glæsileg „afmælisgjöf“ þegar litið er til þess að 16. janúar nk. er hálf öld síðan íslenski fáninn var dreginn að húni á varðskipinu Óðni þar sem hann var afhentur nýr frá skipasmíðastöðinni í Ålborg, Danmörku. Átta dögum síðar, eftir tilraunir og æfingar, sigldu stoltir menn Óðni „yfir hafið og heim“, reiðubúnir til átaka um yfirráðin yfir 12 sjómílna fiskveiði- lögsögunni. Fyrir voru í baráttunni fjórir litlir varðbátar og tvö varðskip Ægir „gamli“ sem var orðinn 31 árs og Þór, með gallaðar vélar frá upp- hafi 10 ára sögu sinnar. Nöfn þessara skipa voru greypt í hugi landsmanna þegar þeim var beitt í þeirri sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar að ráða sínum auðlindum sjálf. Þessi skip eru nú horfin að undanskildum Óðni. Reyndar má enn sjá Þór, ryðgaða hryggðarmynd við bryggjuna í Gufunesi eftir áratuga reiðileysi sem draugaskip í Reykja- víkurhöfn. Ævintýramenn ætluðu með hann í „útrás“ sem veitingastað í London en enduðu það ævintýri jafn snautlega og farið hefur fyrir fleir- um á þeirri braut. Óðinn kom heim fyrir 50 árum og snéri þá stafni mót breskum herskipum, dráttarbátum og veiðiþjófum Evrópuþjóða. Baráttan snerist um 12 sjómílna, 50 sjómílna og að lokum 200 sjómílna lögsögu og alltaf var Óðni beitt. Oft kom hann skemmdur, skældur og skakkur úr þeim átök- um en alltaf var honum beitt aftur og aftur eftir að hafa verið „tjaslað saman“. Ekki bara í svo- kölluðum þorskastríðum heldur sleitulaust í 46 ár til varnar landhelginni, björgunar mannslífa og skipa, sjúkraflutninga og fólks- og vöruflutn- inga í afskekktar byggðir, sem voru margar með ströndum fram upp úr miðri síðustu öld. Í lok 7. áratugarins og í upphafi þess 8. var Óðinn notað- ur ítrekað til að ryðja braut í gegnum hafís fyrir flutningaskip sem fluttu lífsnauðsynjar til ein- angraðra staða og ef þau þraut aflið voru nauð- synjarnar settar um borð í hann til að brjótast með síðasta spölinn til hafna þar sem mest skorti. Hann fylgdi síldarskipum síðsumarlangt norður í Íshaf þar sem áhöfnin þjónustaði sjúka og slas- aða eða gerði við flókin rafeindatæki og vélbún- að skipanna, en sú þjónusta skipti sköpum um að veiðarnar væru framkvæmanlegar á svo fjar- lægum slóðum. Til sömu þjónustustarfa, sem og til að vernda hagsmuni íslenskra veiðiskipa, var honum ennfremur beitt í „Smuguna, norðan við hjara veraldar“. Hann var meira að segja fenginn til að draga nokkra af síðustu síðutogurum lands- ins í brotajárn í útlöndum. Væri saga Óðins skráð frá fyrsta degi til hins síðasta í þjónustu lands og þjóðar væri það bæði æsispennandi og merkilegri „ævisaga“ en margar af þeim sögum sem hylli hafa notið. Skip væru lítils virði ef ekki væri fyrir þann mannauð sem þeim sigla. Óðni stýrðu 27 skipherr- ar hverra nöfn voru þá þekkt meðal landsmanna fyrir festu og færni á miðunum umhverfis landið, studdir af þeim 1430 skipverjum sem þjónuðu um lengri eða skemmri tíma á þessu varðskipi. Rúm- lega 800 sinnum rataði nafn þessa mest notaða varðskips sögunnar á spjöld dagblaða og tímarita. Þessar 800 fréttir og greinar sem skrifaðar hafa verið um Óðin eru þó örlítið brotabrot af þeirri sögu sem skipið geymir og sú saga lifir áfram með skipinu og talar til þeirra sem leggja leið sína um borð og skoða skipið. Þegar Óðinn hafði lokið hlutverki sínu sem varðskip sáu menn fyrir sér að hann yrði höggv- inn upp í brotajárn ef ekkert yrði að gert. Það yrði þó ekki fyrr en hann væri orðinn sama hryggð- armyndin og Þór, ásamt handónýtum hvalbátum og öðrum „hræjum“ sem liggja hingað og þang- að um Reykjavíkurhöfn. Því tók hópur manna sig saman og stofnaði „Hollvinasamtök Óðins“ sem hefur það markmið, að bjarga Óðni frá „klipp- um, sleggjum og logsuðutækjum“. Félagar í þess- um samtökum eru nú um 130 talsins. Það tókst að bjarga Óðni fyrir stuðning góðra manna þ.m.t. fyrrverandi dómsmálaráðherra (sem reyndar var skráður sem viðvaningur og háseti á Óðni í 248 daga, á árunum 1960 til 1962). Því hefur skip- inu verið búið leg við Sjóminjasafnið Víkina, við Grandagarð, þar sem það er orðið hluti af safninu og almenningi til sýnis. Þar var gimstein úr sögu þjóðarinnar bjargað frá glötun. Höfundur er fyrrverandi stýrimaður á Óðni. Óðinn - gimsteinn til varðveislu GUÐJÓN PETERSEN STÓRAUKIÐ ÁHORF Á FRÉTTIR STÖÐVAR 2 OG ÍSLAND Í DAG! Tölurnar tala sínu máli. Um leið og við þökkum áhorfendum frábærar viðtökur, bendum við auglýsendum á þennan skýra valkost. * Skv. rafrænum mælingum frá Capacent í 12-80 ára aldurshópi, meðaláhorf á mínútu fyrstu 8 mánuði ársins. 40%36% Áhorf á Ísland í dag hefur aukist um 40% milli ára Áhorf á fréttir hefur aukist um 36% milli ára
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.