Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 42

Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 42
42 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR En á sama tíma er hér að koma upp kynslóð fólks sem að mestu leyti kemur úr fram- haldsskólum inn á frosinn vinnumarkað og bíður hennar hundraða milljarða króna reikningur frá fyrri kynslóðum. UMRÆÐAN Þórunn Sveinbjarnar- dóttir skrifar um opin- bera stjórnsýslu Ríkisstjórn Íslands tekur ekki sameigin- legar ákvarðanir. Hún er ekki fjölskipað stjórnvald, eins og það heitir á laga- máli. Ég er ekki frá því að þessi staðreynd sé eitt best geymda leyndarmál íslenskrar stjórnskip- unar. Þetta þýðir að hver ráðherra ber sín mál – oftast án undanfar- andi kynningar – inn á fund rík- isstjórnar og fær þau samþykkt umorðalaust. Á þessu eru undan- tekningar, t.d. getur annar ráð- herra beitt neitunarvaldi, eða mál eru af þeirri stærð að formenn stjórnarflokkanna þurfi að véla um þau. Hefðin kennir að ráðherrar í rík- isstjórn Íslands skipti sér sem minnst af ábyrgðar- sviði kollega sinna, nema þau skarist með einhverj- um hætti. Ég fæ ekki séð að það hafi breyst mikið á liðnum mánuðum. Hrunið afhjúpaði margs konar veikleika í efnahags- og stjórnmálalífi landsmanna. Stjórnarráðið er þar engin und- antekning. Innbyggðir veikleikar opinberrar stjórnsýslu eru marg- ir. Í kringum hvert ráðuneyti hafa í gegnum tíðina risið ókleifir varn- argarðar og náin samvinna þvert á ráðuneyti verið að sama skapi seinleg og erfið. Það kom berlega í ljós þegar mest á reyndi haust- ið 2008. Ég er þeirrar skoðunar að nú sé rétti tíminn til að leggja yfirvegað mat á það hvort ríkisstjórn Íslands skuli verða fjölskipað stjórnvald, eins og sveitarstjórnir þessa lands. Af sjálfu leiðir að vinnubrögð og upplýsingagjöf batnar við ríkis- stjórnarborðið. Þá bera allir ráð- herrar í raun sameiginlega ábyrgð á ákvörðunum ríkisstjórnarinnar og eiga að vera upplýstir um þýð- ingu þeirra. Þannig er það víða í öðrum löndum og ekki að ástæðu- lausu. Það er því fagnaðarefni að Jóhanna Sigurðardóttir, forsæt- isráðherra, hafi ýtt úr vör vinnu nefndar sem mun m.a. skoða verkaskiptingu og vinnulag innan stjórnarráðsins og hvort gera eigi róttækar breytingar á opinberri stjórnsýslu. Ekki er vanþörf á. Höfundur er blaðamaður. Best geymda leyndarmálið 1.490kr.Verð frá Húfur og vettlingar í jólapakkann HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 UMRÆÐAN Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar um efnahagsmál Íslendingar hafa orðið fyrir þungbæru áfalli. Afleiðingarn- ar láta engan ósnortinn. Einstakl- ingar, fjölskyldur og fyrirtæki eru dæmd til að bera þungar byrðar, hvort sem þau áttu sök á óförun- um eða ekki. Þjóðin þarf á veg- vísi að halda sem markar leiðina til framtíðar. Við krefjumst þess: ■ Að íslensk stjórnvöld lýsi því yfir með afgerandi hætti að þau ætli að taka upp viðræður við Evrópusambandið um fulla aðild og upptöku evrunnar svo skjótt sem auðið er. Kanna þarf af alvöru hvaða valkosti þjóðin hefur í stöðunni; hún á rétt á að kjósa beint og milliliðalaust um Evrópumálin. ■ Að íslensk stjórnvöld setji fram skýra efnahagsstefnu og skipi strax nýja, faglega yfirstjórn Seðlabanka Íslands. Á alþjóða- vettvangi eru Íslendingar rúnir trausti á sviði efnahags- og pen- ingamála; senda þarf ótvíræð skilaboð um að þar verði snúið við blaðinu. ■ Að Alþingi mæli með lögform- legum hætti fyrir um gagngera úttekt, undir forystu erlendra aðila, á aðdraganda þeirrar kreppu sem Íslending- ar standa frammi fyrir og þeim ráðstöfunum sem hafa verið gerð- ar í framhaldi af hruni íslensku bankanna. Tryggja þarf réttlæti; sagan má ekki endur- taka sig. Bak við þessa áskor- un stendur hópur af fólki alls staðar að úr samfé- laginu. Fyrst var hann lítill, en hann hefur stækkað ört síðustu dagana. Nóvemberáskorunin var sett á netið 3. nóvember sl. og hefur síðan verið dreift. Í henni eru sett þau þrjú atriði sem almest brenna á fólki þessa dagana og munu halda áfram að brenna æ meir og sárar með hverjum deginum. Ótal sérfræðingar og fjölmarg- ir hagsmunaaðilar í samfélaginu hafa bent á það misserum saman að það sé okkar brýnasta hags- munamál að skipta um mynt og fjármálastefnu. Innganga í ESB og upptaka evrunnar er efst á blaði hjá ofangreindum aðilum, sem lausn á hvoru tveggja. Undir þetta taka æ fleiri Íslendingar og málið þolir enga bið. Skýr efnahagsstefna og fagleg yfirstjórn Seðlabanka Íslands er það sem fjöldinn kallar á. Með hverjum deginum eykst óviss- an, reiðin og óttinn vegna þess að fólkið upplifir svo mikið stefnuleysi. Það kemur líka fleira í ljós sem styður þá kenningu að Seðlabanka Íslands hafi ekki verið stjórnað á fag- legum forsendum undan- farin ár, og ekki hvað síst nú á undanförnum vikum. Íslendingar eru það vel upplýst og menntuð þjóð að hún lætur ekki skrökva að sér. Og þegar atburðarásin er með þeim ólíkindum sem verið hefur undanfarnar vikur þá veit fólk að gríðarleg mistök hafa verið gerð. Gagnger úttekt undir forystu erlendra aðila á atburðum liðinna vikna, mánaða og ára, er algjör- lega nauðsynleg. Íslensk stjórn- völd hafa því miður tapað trú- verðugleika sínum hér heima og erlendis. Að hefja slíka rannsókn- arvinnu mundi líka hafa jákvæð áhrif á þjóðarsálina sem er veru- lega sár og reið. Þau þrjú atriði sem áhersla er lögð á í Nóvemberáskorun eru lykilatriði í upphafi á endurreisn íslensks efnahags og atvinnu- lífs. Á endurreisn trausts og trú- verðugleika milli stjórnvalda og almennings. Höfundur starfar við ferðaþjónustu. Nóvemberáskorunin UMRÆÐAN Eygló Harðardóttir svarar Steinunni Valdísi Óskarsdóttur Spunameistarar Sam-fylkingarinnar finna sífellt ný orð til að slengja fram úr fjóshaugnum sínum. Þau nýjustu eru „kvenfyrirlitning“ og „drengjar- emba“, sem óspart er atað á Fram- sóknarmenn. Ástæðan er gagnrýni okkar á vinnubrögð og þekkingar- skort Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra og margra stjórnar- liða í Icesave-málinu. Í stað þess að beita þekkingu og rökum eru vopnin helst hroki, yfir- læti og smjörklípur. Þar sem ég vil forðast að falla niður á sama plan og flestir stuðningsmenn Icesave vil ég benda á nokkur dæmi máli okkar til stuðnings. Í fyrsta lagi hefur þingflokks- formaður VG staðfest að ríkis- stjórnin hafi nánast öll verið tilbúin til að samþykkja Icesave-samning- ana án þess að hafa lesið þá. Lest- ur samninganna er forsenda skiln- ings á þeim, nema stjórnarliðar séu farnir að nýta vinnuaðferðir miðla eða einhliða túlkun íslenskra emb- ættismanna á flóknum alþjóðleg- um samningum. Í öðru lagi spurði ég forsætis- ráðherra um fullyrðingar henn- ar, fjármálaráðherra og fleiri um að hægt væri að hefja greiðslur úr þrota- búi Landsbankans inn á Icesave-lánið, um leið og búið væri að samþykkja samningana. Benti ég á að slitastjórn gamla Landsbankans hefði ekki í hyggju að greiða neitt úr þrotabúinu fyrr en komin væri niðurstaða í lagaleg ágreiningsmál. Sú niðurstaða mun liggja fyrir eftir 1-2 ár. Forsætis- ráðherra kom af fjöllum og sýndi þannig skýrt skilningsleysi sitt á málinu öllu. Í þriðja lagi virðast þingmenn Samfylkingarinnar missa málið á Alþingi þegar reynt er að fá þá til að útskýra hvernig þjóðin á að standa undir erlendum skuldum þjóðarbúsins og hvaðan á að fá gjaldeyrinn. Viðskiptajöfnuður er óáhugaverður að þeirra mati og fullyrti einn þingmaður Sam- fylkingarinnar að hún hefði lítinn áhuga á að ræða krónur í þessu sambandi. Ríkisstjórnin, undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur fátt annað gert frá því að hún tók við völdum en baka þjóðinni vandræði með vanþekkingu sinni og úreltum vinnubrögðum. Því verður að breyta! Höfundur er þingmaður Fram- sóknarflokksins. Að baka tóm vandræði ÞÓRUNN SVEIN- BJARNARDÓTTIR HÓLMFRÍÐUR BJARNADÓTTIR EYGLÓ HARÐARDÓTTIR UMRÆÐAN Arnþór Gíslason skrifar um atvinnnuleysisbætur til ungs fólks Nú á dögunum kynnti Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra drög að nýjum lögum um atvinnu- leysistryggingar þar sem boðað er að hluti atvinnuleysisbóta fólks á aldrinum 18 til 24 ára verði not- aður til að fjármagna menntun- arkosti fyrir þennan hóp. Sam- kvæmt gögnum ráðuneytisins falla um 2.500 ungmenni á aldrin- um 18 til 24 ára í hóp þeirra sem eiga við langvarandi atvinnuleysi að stríða. Hugmyndin mun vera að koma þeim hópi sem mest í skóla eða starfsþjálfun. Af þessu tilefni er ágætt að fara stuttlega yfir einkenni og stöðu þessa hóps. Kynslóðin sem slík var fædd á árunum 1985 til 1991 og þetta er líklega síðasta kyn- slóðin sem man eftir því þegar það þurfti að hringja eftir veftengingu og blása í tölvuleiki til að fá þá til að virka. Við erum vön því að eiga gott handboltalandslið og allt frá því að við fæddumst höfum við séð Ísland næstum því vinna Eur- ovision. En á sama tíma er hér að koma upp kynslóð fólks sem að mestu leyti kemur úr framhaldsskól- um inn á frosinn vinnumarkað og bíður hennar hundraða milljarða króna reikningur frá fyrri kyn- slóðum. Þetta er kynslóð sem átti ekki einn einasta fulltrúa þegar allar þær ákvarðanir voru teknar sem býður henni þann veruleika sem henni býðst í dag. Það er í raun rannsóknarefni út af fyrir sig af hverju eitthvað er eftir af minni kynslóð hér á landi. Staðreyndin er sú að við eigum engan þingmann á Alþingi í dag, ekkert okkar stýrir einhverjum af stórfyrirtækjum landsins og jafn- framt vantar okkur fulltrúa meðal stjórnenda verkalýðshreyfingar- innar. Í raun má segja að viðhorf ráðamanna til minnar kynslóðar sjáist best þegar faðir minn fær bréf fá stjórnmálaflokkum sem fjalla um utanríkisstefnur, hag- vöxt og skuldastöðu heimilanna en þó að ég sé nemi í stjórnmálafræði er mér einfaldlega boðið í bjór og pitsupartí á Hverfisbarnum. Þessum staðreyndum hefur hingað til verið hægt að líta fram- hjá, því með tíð og tíma förum við í aðra hagsmunahópa sem eflaust er tekið meira tillit til. Hins vegar h ef u r Á r n i Páll Árnason nú boðið minni kynslóð upp á ótrúlegan hroka sem er ekki bara móðgandi, heldur þvert á öll hans lof- orð um vernd- un þessa hóps. Árni hyggst með valdi laga „aðstoða“ okkur við það að fara í vinnu eða nám með því að fara með hendina sína í okkar vasa og taka frá okkur lögbundnar atvinnuleysistryggingar sem við höfum unnið okkur inn – og ákveða sjálfur hvað sé okkur fyrir bestu. Með þetta sagt verð ég að vitna stuttlega í orð Adams Smith: „Sá stjórnmálamaður sem reynir að stjórna því, hvernig einstaklingur notar sjálfsaflafé sitt, er ekki ein- ungis að vinna óþarfaverk. Hann er einnig að taka sér vald, sem engum manni, engu ráði og engri nefnd er treystandi til að nota og verður hvergi eins hættulegt og hjá þeim manni, sem er svo vitgrannur og metnaðargjarn, að hann telur sig hæfan til að beita því.“ Þó að það sé vissulega umdeilanlegt út af fyrir sig hvort flokka megi atvinnuleys- istryggingar sem sjálfsaflafé eru þær engu síður lögbundin réttindi sem þetta fólk greiddi fyrir í góðri trú – þegar það hafði atvinnu. Kæri Árni, fólk af minni kyn- slóð þarf ekki þína aðstoð þegar kemur að því að ráðstafa atvinnu- leysisbótunum sínum. Við vitum miklu betur en þú hvernig nýta megi þessar bætur til að finna okkur vinnu eða fara í nám. Það sem þú mátt hins vegar gera er að biðja okkur afsökunar á því að þú hafir tekið þátt í að skuldsetja okkur áratugi fram í tímann og svo máttu endurskoða það hvort þú teljir að þín ríkisstjórn viti betur en við hvað við ættum að gera við peningana okkar. Höfundur situr í Stúdenta- ráði Háskóla Íslands og í stjórn Landssambands æskulýðsfélaga. Pitsu- og bjór-kynslóðin ARNÞÓR GÍSLASON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.