Fréttablaðið - 11.12.2009, Side 44

Fréttablaðið - 11.12.2009, Side 44
44 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Sigurður Sigurðsson skrifar um stjórnarskrána Hinn 14. nóv. sl. birtist grein eftir mig í Fréttablaðinu þar sem ég færði rök fyrir því að ekki borgaði sig að slá stjórnlagaþingi á frest líkt og forsætisráðherra hefur nú talað fyrir. Einnig gagn- rýndi ég þá aðferð sem tilgreind er í frumvarpi til laga um ráðgefandi stjórnlagaþing. Þó að ýmsir ráðamenn reyni að tala á bjartsýnum nótum um ástand og horfur í málum þjóðar- innar, hringja margar viðvörun- arbjöllur sem fá fólk til að efast um að allt sé með felldu. Alþingi situr fast í umræðu um Icesave og önnur mikilvæg mál hrannast upp án þess að á þeim sé tekið. Lög- spekingar tala í mismunandi áttir um ákvæði stjórnarskrárinnar, hvort fyrirliggjandi samningar við Breta og Hollendinga brjóti í bága við ákvæði hennar eða ekki. Löng hefð er fyrir því að túlka ákvæði hennar frjálslega og jafnvel á allt annan veg en orðanna hljóðan segir til um. Mörg vestræn ríki hafa sér- stakan stjórnarskrárdómstól til að kveða úr um svo mikilvæg álita- mál en hér á landi hefur verið látið nægja að spyrja háskólaprófessora álits sem oftar en ekki komast að ólíkum niðurstöðum. Fáir mótmæla því að íslensk þjóð stendur á miklum tímamót- um. Fyrir liggur að skuldir þjóð- arbúsins séu yfir 300% af VLF sem óháðir hagfræðingar hafa sagt vera ávísun á greiðsluþrot. Mis- skipting auðs hefur sjaldan verið meiri en nú þar sem að afrakstur auðlinda landsins rennur að mestu óskiptur í vasa útvaldra. Um helm- ingur heimila landsins skuldar hins vegar húsnæðislán sem hafa hækkað langt umfram nokkur eðli- leg viðmið og höfuðstólar margra lána hreinlega stökkbreyst sökum gengishruns krónunnar. Landflótti er ekki bara hræðsluáróður held- ur staðreynd sem tölur frá Hagstofunni staðfesta. Bless- uð vísitalan fer hækkandi með hverjum mán- uði sem líður. Stjórnarskrá- in okkar er jafn- gömul lýðveld- inu en hlutar hennar reynd- ar mun eldri, enda heimanmundur frá Dönum. Þó svo að sumir (t.d. forseti Íslands) vilji meina að hún hafi ágætlega staðist tímans tönn þá yrði hún seint talin nútíma- leg, hvað þá framsækin. Réttindi og skyldur forsetans eru tíundað- ar í 30 greinum af 81 en ekki er einu orði minnst á fjölmargt sem skiptir okkur svo miklu máli, t.d. lífsgæði, auðlindir, mengun, fjöl- miðla, menningu, sjálfbærni, loftgæði, drykkjarvatn, náttúru og umhverfi. Lítið bólar heldur á mörgum þeim gildum sem nýaf- staðinn Þjóðfundur helst dró fram s.s. heiðarleika, virðingu, réttlæti, kærleika og jöfnuð. Fyrirmyndir að nútímalegri stjórnarskrá má finna víðar en á Vesturlöndum. Varla myndi mörg- um Íslendingum detta konungsrík- ið Bútan í hug þegar leitað er eftir góðu fordæmi. Þetta einangraða land í Himalayafjöllum tók í notk- un nýja stjórnarskrá árið 2008 sem er allar athygli verð og sýnir í sam- anburði hvað sú íslenska er tak- mörkuð og úr sér gengin. Þar eru t.d. settar miklar skyldur á ríkið að standa vörð um náttúru lands- ins og vistkerfi, að koma í veg fyrir mengun og tryggja öllum öruggt og heilsusamlegt umhverfi. Einnig er þar að finna óvenjulegri hluti eins og tilvísun til „Vergrar Þjóðarham- ingju“ (e. Gross National Happin- ess) sem er mæling á félagslegum, umhverfislegum og menningarleg- um lífsgæðum. Ríkinu ber að móta sér stefnu og markmið með ham- ingju fólks að leiðarljósi. Þessi sér- staka nálgun hefur reyndar vakið athygli málsmetandi manna á Vest- urlöndum eins og nóbelsverðlauna- hafans Joseph Stiglitz og Sarkozy Frakklandsforseta svo að ekki er ólíklegt að einhver „þróuð“ ríki taki sér þetta til fyrirmyndar. Konungur Bútan lagði mikla áherslu á að vinna nýrri stjórnar- skrá fylgi meðal þjóðarinnar og ferðaðist um öll héruð landsins til að ræða innihald hennar milliliða- laust við fólk. Þannig tók stór hluti þjóðarinnar beinan þátt í mótun hennar og fyrst það var hægt í afskekktu konungsríki í Himalaya- fjöllum hlýtur það að vera hægt á Íslandi líka. „Ef við horfum upp á Bútan innleiða svo framsækna nýja stjórnarskrá fyrir 21. öldina án þess að gera nokkuð sjálf mun það verða okkur til ævarandi skamm- ar“ sagði spænska konan mín sem benti mér á þetta sérstaka frum- kvæði þjóðhöfðingjans í Bútan, sjá nánar: http://www.constitution.bt. Þegar þjóðir hætta að setja sér háleit takmörk er næsta víst að hnignun er á næsta leiti. Viljum við áfram vera eftirbátar annarra þjóða? Ætlum við að fórna meiri tíma í að þrasa um skatta og skuldir án þess að huga að grunn- gildum þjóðfélagsins, sáttmálanum sem við gerum hvert við annað? Ætlum við að leyfa stjórnmála- flokkunum og hagsmunaaðilum innan þeirra að ráðskast með öll okkar mikilvægustu mál? Ætlum við enn um sinn að horfa upp á alþingismenn tala sig hása langt fram á nótt í tilraun til að sporna við framkvæmdavaldinu? Treyst- um við Alþingi til að rannsaka sig sjálft? Ætlum við að sætta okkur við að dómarar séu skipaðir á pól- itískum forsendum? Hvers vegna í ósköpunum eigum við að líða það að auðlindum landsins sé svo illi- lega misskipt? Hér á enginn að þurfa að líða skort. Höfundur er kvikmyndagerðar- maður og situr í stjórn Borgara- hreyfingarinnar. Framþróun eða stöðnun? UMRÆÐAN Guðrún Erla Geirsdóttir (G.Erla) skrifar um vægi list- og verkgreina Örfá ár eru frá því að við Íslend-ingar náðum því takmarki að kennslustundir grunnskólanema væri jafnmargar og í nágranna- löndum okkar. Því kemur það eins og köld vatnsgusa að sveitar- stjórnarmenn á landsbyggðinni geri það að tillögu sinni að fækka þeim aftur. Á liðnum árum hafa kannanir sýnt að nemendur hér á landi standa jafnöldrum sínum að baki í nokkrum náms- greinum. Eitt hafa þó aðrar þjóðir ta l ið okkur til tekna. Það er vægi list- og verkgreina í menntun. Vægið hefur þó farið minnkandi því ekki er langt síðan smíðar, heim- ilisfræði, textíl- og myndmennt urðu valfög í efstu bekkjum. Það er líklegt að ef grunnskólanám verður skert gerist það á kostn- að list- og verkgreina. Við þess- ar aðstæður er eðlilegt að spyrja hvort almenningur vilji fækk- un kennslustunda og ef svo er á hvaða námsgreinum það eigi að bitna. Þegar horft er yfir þá sviðnu jörð sem hugmyndfræði nýfrjáls- hyggjunnar og útrásarvíkingarn- ir skildu eftir sig er ekki margt sem stendur óskaddað. Menning okkar sem birtist í listaverkum og hönnun heldur þó sinni reisn. Þeir einstaklingar sem skara framúr á þessu sviði vekja stolt í brjósti okkar. Jarðvegurinn sem þeir hafa sprottið úr er góð list- og verkgreinakennsla. Marg- ur nemandi sem ekki finnur sig í lesgreinum blómstrar í list- og verkgreinum. Sérstaklega á þetta við um þá sem glíma við lesblindu því þar gefst þeim færi á að nýta hæfileika sína til þrívíðrar hugs- unar og sköpunar. Kennslustundum verður ekki fækkað nema með lagabreytingu. Slíkt er ekki í anda jöfnuðar og félagshyggju sem ríkisstjórnin stendur fyrir. Fækkun kennslustunda býður upp á þann ójöfnuð að þeir ríku kaupi forskot fyrir sín börn. Þess konar samfélag viljum við ekki. Stytting skóladags þýðir að börn og unglingar eru ein lengri tíma dags en nú er. Það býður ýmsum hættum heim. Ef sú kynslóð sem nú er að alast upp á að koma ósködduð út úr kreppunni þurfum við að huga betur að hagsmunum hennar. Það er skylda okkar að hún þurfi ekki að tapa menntunartækifær- um vegna þeirrar hugmyndafræði sem ríkisstjórn sjálfstæðimanna og framsóknar iðkaði. Höfundur er kennari og varaborg- arfulltrúi. Stöndum vörð um grunnskólann SIGURÐUR H. SIGURÐSSON GUÐRÚN ERLA GEIRSDÓTTIR UMRÆÐAN Sóknarbörn á Selfossi skrifa um prestskjör Eftir tæplega tveggja ára óvissutímabil í Sel-fosskirkju var í haust gengið frá flutningi sr. Gunnars Björnssonar í starf sérþjónustuprests. Þá vonuðu margir að friður og sátt væru á næsta leiti í söfnuðinum en sú varð ekki raunin. Sú ákvörð- un Kirkjuþings 2009 að sameina Hraungerðis- prestakall og Selfossprestakall er að mörgu leyti skynsamleg en aðdragandi málsins og efnismeð- ferð þingsins voru hins vegar með miklum ólíkind- um. Þar var vilji sóknarbarna algjörlega hundsað- ur. Málið var keyrt í gegnum þingið með offorsi og sóknarbörnum tilkynnt að þeim hefði verið valinn nýr sóknarprestur. Þetta getum við sóknarbörnin með engu móti fall- ist á og því var farið af stað með undirskriftasöfnun og þess krafist að nýr sóknarprestur yrði kosinn í almennri prestskosningu. Á aðeins nokkrum dögum söfnuðust undirskriftir tæplega helmings kosninga- bærra á Selfossi. Hraungerðisprestur hefur eins og staðan er í dag ekkert umboð frá sóknarbörn- unum til að verða sóknarprestur eftir sameining- una. Hann getur eins og aðrir sótt sér það umboð með því að sækja um stöðuna í almennum kosning- um. Kirkjustarf í Selfosskirkju er mjög fjölbreytt. Þar er öflugt kórastarf, barna- og æskulýðsstarf og auk þess er messað á hverjum sunnudegi og eru þá ótaldar margvíslegar aðrar athafnir og þjón- usta sem kirkjan veitir, m.a. viðtöl og sálusorgun. Utan um þetta allt þarf skýra og trausta verkstjórn. Sóknarprestur verður að hafa ótvírætt umboð frá söfnuðinum til þessara mikilvægu starfa. Með því að leggja niður bæði prestaköllin getur biskup auglýst eftir sóknarpresti og presti í hinu nýja Selfossprestakalli. Hefðir kirkjunnar geta ekki réttlætt að sóknarprestur í 500 manna samfélagi taki við 6.600 manna samfélagi án þess að sóknar- börnin hafi nokkuð um það að segja. Hér er ekki verið að fækka prestum eins og mörg dæmi eru um við sameiningu prestakalla. Aðstæður eru því óvenjulegar og óhefðbundnar. Framkvæmdin verð- ur að vera skýr og þar viljum við sóknarbörnin fá að segja okkar hug og kjósa þá sem við treystum best til að gegna þessum vandasömu störfum. Nú er kominn tími til að vilji sóknarbarna á Selfossi fái pláss í mikilvægum ákvörðunum sem varða þeirra eigin kirkju. Það er ekki Kirkjuþings að kjósa sjö þúsund manna samfélagi á Selfossi sóknarprest, Selfyssingar eru fullfærir um það sjálfir. Dagbjört Jóna Guðnadóttir, Elín Sigurðardótt- ir, Elísabet Hlíðdal, Erla Guðlaug Sigurjónsdótt- ir, Haukur Þorvaldsson, Hjördís Þorsteinsdóttir, Jóhanna Hafdís Magnúsdóttir, Kristjana Hrund Bárðardóttir, Sally Ann Vokes, Snorri Sigurðsson, Valdimar Árnason og Þórður Grétar Árnason. Sóknarbörn velji sóknarprest UMRÆÐAN Höfundur skrifar um innrásina í Írak Ástæða er til að vekja athygli á og fagna því að fjórir þingmenn VG hafa nú lagt fram þingsálykt- unartillögu á hinu háa Alþingi þess efnis að fela forsætisráðherra og utanríkisráðherra að sjá til þess að birt verði öll skjöl og allar upplýsingar sem fyrir liggja frá ársbyrjun 2002 til desember 2003 sem varpa ljósi á ákvörðun þáverandi ríkis- stjórnar um stuðning Íslands við innrás Bandaríkjamanna, Breta og annarra þjóða í Írak árið 2003. Ákvörðun þessi, sem birt- ar heimildir herma að hafi verið einhliða ákvörðun tveggja manna, er að mínum dómi svartur blettur í utan- ríkissögu Íslendinga. Her- laus þjóð og vopnlaus getur undir engum kringumstæðum lýst yfir stuðningi við árásar- stríð á hendur annarri. Hvern- ig á slík þjóð að geta staðið við orð sín þegar til kastanna kemur? Svarið er að hún getur það ekki. Af þessum ástæðum neituðu Íslendingar að gerast stofnaðilar að Sameinuðu þjóð- unum árið 1945 þar sem stríðs- yfirlýsing á hendur Þjóðverj- um var gerð að skilyrði. Þetta prinsipp höfðu íslensk stjórn- völd að leiðarljósi á þeim tíma og höfðu lengstum á lýðveld- istímanum. Hvers vegna álpaðist Ísland á lista „hinna viljugu þjóða“? Vegna gjöreyðingarvopna? Engin slík fundust. Vegna Bin Laden? Ekk- ert sást til hans. Senni- legasta skýringin sem hefur fundist er barna- leg von þess efnis að varnar- stöðin á Miðnesheiði myndi verða þar áfram um aldur og ævi. Það er hjákátlegt að hugsa til þess að rúmum tveimur ára- tugum frá lokum kalda stríðs- ins hafi enn verið herstöð á litla Íslandi, fyrst og fremst í nafni atvinnumála á Suður- nesjum. Með fullri virðingu fyrir störfum þeirra sem höfðu vinnu af varnarstöðinni á vera herstöðva í þessu landi fyrst og fremst að miðast við öryggi landsins og okkar heimshluta en ekki sem atvinnuskapandi ráðstöfun. Nú skora ég á aðra þing- menn á Alþingi að styðja þessa þingsályktunartillögu þing- manna VG og þar með veita almenningi aðgang að gögnum sem vonandi svipta hulunni af máli þessu. Öðruvísi verður þetta mál ekki gert upp. Höfundur er sagnfræðingur og stjórnarmaður í Sambandi ungra framsóknarmanna. Öll gögn fram í dagsljósið HEIÐAR LIND HANSSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.