Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 58

Fréttablaðið - 11.12.2009, Page 58
 11. DESEMBER 2009 FÖSTUDAGUR2 Þórunn Sigurðardóttir er stjórnarformaður AGO, sem mun sjá um starfsemi, rekstur og markaðssetningu Tónlistar- og ráðstefnuhússins. Er búið að ákveða opnunardag og opnunaratriði? Nei, opnunardagur er ekki stað- festur, en það styttist í það. Opnun- aratriði verða áreiðanlega fleiri en eitt og fleiri en tvö. Þegar stjórn- andi hússins verður ráðinn, verð- ur eitt af fyrstu verkum hans að skipuleggja opnun. Þið hafið skoðað sambærileg hús í nágrannalöndunum. Hvað kom út úr því? Við höfum skoðað sambærileg hús á Norðurlöndunum og þá einnig hús sem eru á minni svæðum eins og til dæmis í Bergen og Lahti. Það var mjög athyglisvert og margt sem nýtist okkur vel. Sérstaklega vorum við að skoða rekstur þess- ara húsa, sem er býsna flókinn og þarf að vera rétt hugsaður frá byrj- un. Bæði þessi hús eru vel rekin og skynsamlega og við fengum mjög góðar yfirferð á því hvernig þau halda á málum. Bæði húsin eru með sinfóníu og ráðstefnur í sama húsi og í Berg- en og Þrándheimi eru líka óperu- sýningar. Hvernig verður stjórnunarstrúkt- úr hússins eftir opnun. Verð- ur til dæmis sinfónían með fólk í stjórn? Við erum að vinna í stjórnunar- strúkturnum núna og skoða mann- aflaþörf og uppbyggingu starf- seminnar. Hvort sinfónían verður í stjórn hússins, það er ekki líklegt í bili nema hún verði þá fjárhags- lega ábyrg fyrir rekstri hússins líka. En áreiðanlega mun hljóm- sveitin eiga fulltrúa í listráði sem verður einnig í húsinu. Var rekstrarfyrirkomulag ákveð- ið fyrir hrun og ef svo er hefur það breyst? Hefur þurft að breyta hús- inu og umgjörð þess vegna fjár- hagsaðstæðna? Við höfum fyrst og fremst verið að yfirfara allar áætlanir og end- urmeta þær. Það starf gengur vel en var gríðarlega yfirgripsmik- ið. Fyrst þurfi að fara yfir allar forsendur og hafa þær klárar og miðaðar við íslenskar aðstæður. Ýmislegt var kannski ekki alveg raunhæft og hefur þurft ákveðna endurskoðun og „íslenskun“. Þegar ríki og borg ákváðu að taka húsið yfir og halda áfram með bygg- inguna, var ákveðið að bjóða Ís- lensku Óperunni að hafa aðsetur í húsinu. Smávægilegar breyting- ar voru gerðar til að mæta þeirra óskum, en ekkert sem ekki er til bóta fyrir húsið, eða er tekið af sinfóníuhljómsveitinni. Við höfum reynt að breyta ekki grundvallar- þáttum í starfsemi hússins þrátt fyrir kreppu, því við skulum muna að húsið stendur en kreppan fer. Húsið á að þjóna landsmönnum í að minnsta kosti öld. Það er stór- merkilegt að við skulum ekki hafa átt neitt tónlistarhús og við erum í raun eina Evrópuþjóðin sem telj- umst sjálfstæð þjóð og eigum ekki tónlistarhús. Það hefði því verið hlálegt að klára ekki húsið. Bestu húsin í Evrópu eru reist upp úr miklum erfiðleikum, heimsstyrj- öldum og kreppum og við ráðum við þetta líka. Verða salirnir reknir hver í sínu lagi? Hvernig verður blásið lífi í húsið? Salirnir verða væntanlega reknir allir saman og lífi blásið í þá með lúðrum. Verður húsið í alvörunni fyrir alla tónlist? Það er allt gert sem hægt er til að gera húsið gott fyrir allar tegund- ir tónlistar. Öll vinna hefur miðað að því og að því að fá bestu lausn- ir sem vitað er um í þessum geira undir stjórn fremstu hljóðhönn- uða heims, Artec. Ég sá til dæmis rokktónleika í Lahti á dögunum, í húsi sem er hliðstætt okkar húsi, og það var alveg frábært að sjá hvernig var hægt að umbreyta salnum á augabragði. Sjáum við fyrir hvað mun kosta tónlistarfólk að nota tónlistarhús- ið? Við munum gæta þess að verð- leggja húsið ekki út af markaðnum, en því má ekki gleyma að í sölun- um er allt sem menn þurfa og við það verður miðað í verðlagningu. Tækniþjónusta í húsinu verður fyrsta flokks. Við gerum ráð fyrir að fyrstu störf sem auglýst verða verði störf ljósameistara og hljóð- meistara og það verði síðar í vetur. Verðin munu taka mið af verðum á markaði hér í borginni. Liggja fyrir pantanir vegna ráð- stefnuhalds? Það er mjög mikill áhugi á húsinu, og pantanir eru margar, en allar með fyrirvara enn sem komið er. Ráðstefnuhaldið verður mjög stór þáttur og mun bæta tekjugrunn hússins verulega, enda er þarna frábær aðstaða fyrir hvers konar fundi og ráðstefnur. Ferðaþjón- ustan og tónlistin verða í farsælu hjónabandi í húsinu. Nú er verið að gefa húsinu nafn í dag. En salirnir? Fá þeir nöfn? Og hvað á svo húsið að heita? Nafnið verður afhjúpað 11. desem- ber (í dag), en í framhaldi af því gerum við ráð fyrir að salirnir fái líka nöfn í samræmi við nafn húss- ins. Við fengum yfir fjögur þúsund tillögur að nöfnum á húsið og það verður spennandi að sjá hvað verð- ur endanlega nafnið (tillögur sjást á næstu síðum). Tónlistar- og ráðstefnuhús- inu í Reykjavík gefið nafn „Húsið á að þjóna landsmönnum í að minnsta kosti öld,“ segir Þórunn Sigurðardóttir. F RÉ TT A BL A Ð IÐ /V A LL I Hér gefur að líta fyrsta tölu- blað Hljómgrunns. Þessu fylgi- riti Fréttablaðsins er ætlað að koma út um það bil mánaðarlega næsta árið og vera umræðuvett- vangur fyrir tónlistarlífið í land- inu í víðasta skilningi. Útgefandi og ábyrgðaraðili blaðsins er Sam- tónn, samtök hinna ýmsu félaga tónlistarrétthafa – höfunda, flytj- enda og útgefenda. Blaðið er byggt á þeirri sann- færingu að tónlistin sé mikil- vægt svið í mannlífinu og mál- efni tónlistarlífsins komi öllum við. Hljómgrunni er ekkert tón- listartengt óviðkomandi. Allar stefnur og skoðanir munu kom- ast að. Blaðið hefur bæði áhuga á byrjanda í blokkflautuleik og ein- leikara á píanó, á sama erindi við áskriftarkorthafa Sinfóníunnar og þann sem hlustar bara á Bylgjuna í vinnunni. Efnisáherslur munu þróast á næstu mánuðum, en þó verður tvennt í forgrunni. Annars vegar viðburðayfirlit næstu vikna þar sem allir sem standa fyrir tón- leikum eða öðrum tónlistaruppák- omum geta komið sér á framfæri við áhugasama hlustendur. Hins vegar hyggst blaðið helga hvert tölublað þeim stórviðburðum tón- listarlífsins sem í vændum eru það sinnið. Þannig eru húsnæð- ismál tónlistarinnar í forgrunni í þessu tölublaði í tilefni af því að í dag verður kunngjört hvað Tón- listar- og ráðstefnuhöllin á hafn- arbakkanum í Reykjavík mun heita. Hljómgrunnur er stefnu- mótavettvangur tónlistarmanna og tónlistarunnenda. Hugmyndir, efni og upplýsingar um viðburði má gjarnan senda á hljomgrunn- ur@gmail.com. Við hlökkum til samstarfsins. Pétur Grétarsson Þorgeir Tryggvason Hljómgrunnur ● Nýr vettvangur fyrir unnendur og iðkendur tónlistar. Ragnar Bjarnason ásamt Louis Armstrong þegar sá síðarnefndi kom hingað til lands árið 1965. Söngvararnir Kristján Jóhannsson og Diddú í hljóðveri árið 1985. Eins og formaður Samtóns kunn- gjörði þegar Íslensku tónlistar- verðlaunin voru afhent síðasta vor þá hefur fyrirkomulagi þeirra verið breytt. Nú eru þeir sem leggja fram diska eða tónverk ekki lengur krafðir um greiðslu, en það hafði sætt gagnrýni. Nú ættu því allir þeir sem gefa út tón- list á árinu að geta tekið þátt. Sem er mikilvægt, svo verð- launin endurspegli sem best gróskuna í íslenskri tónlist. Til að auðvelda enn þátt- töku sem flestra þurfa þátttak- endur ekki lengur að skila inn eintökum fyrir alla dómnefndar- menn, heldur verður innsent efni aðgengilegt dómnefnd á sérstöku svæði á Tónlist.is. Áfram þurfa þó tvö eintök af hverjum diski að ber- ast, enda er einn af verðlauna- flokkunum besta umslagið. Til að koma hljóðriti á framfæri nægir að skrá það á Tonlist.is og senda í framhaldi tvö eintök merkt tónlistarverðlaununum á skrifstofu FÍH, Rauðagerði 27 í Reykjavík. Verðlaunahátíðin sjálf verður í Þjóðleikhúsinu 3. mars og þar munu gestir og aðrir landsmenn sjá breytingar. Samningar standa yfir um beina útsendingu athafn- arinnar í Sjónvarpinu og fregnir af því og öðrum útfærsluatriðum verða birt á iston.is. Og allir með! ● Íslensku tónlistarverðlaunin með breyttu sniði Hljómgrunnur 1. tölublað, desember 2009 Útgefandi: Samtónn Ritstjórn: Pétur Grétarsson og Þorgeir Tryggvason Ábyrgðarmaður: Ásmundur Jónsson Ljósmyndir: Fréttablaðið og Ljósmyndasafn Reykjavíkur Hljómgrunnur er umræðuvettvangur um íslenska tónlist og tónlistarlíf. Hugmyndir, efni og athugasemdir sendist á hljomgrunnur@gmail.com. ● KAUPIN Á EYRINNI Þar sem áður stóð Faxaskáli Eimskipafélags- ins rís nú langþráð skemma yfir íslenska tónlist – import/export. Held- ur eru tónlistargrósserar tvístígandi nú um stundir þegar kemur að því að heimsækja kaupstefnur í tónlist. En þó að varan sé ferskari en nokkru sinni er býsna kostnaðarsamt að leggja út í óvissuna sem ríkir á markaðs- torgum tónlistarinnar. Gleymum samt ekki að nú frekar en nokkru sinni telja eintökin sem fara á erlenda markaði. Midem, Popkomm, Womex, Jazzahead og margar fleiri slíkar ráðstefnur úti í heimi eru lífsnauðsynleg tækifæri til að halda að heimsbyggðinni spriklandi nýrri tónlist. Virðisauki hennar er í fjölbreyttu formi. Seldar plötur skila beinhörðum peningum. Spilamennska á tónlistarhátíðum stendur vonandi undir ferðalögunum á þær og skilar sér óbeint í aukinni reynslu og upplifun strauma og stefna í listgreininni. Útbreiðsla íslenskrar tónlistar til heimsbyggðarinnar dreg- ur líka til okkar erlenda gesti sem eru forvitnir um land og þjóð. Svo má ekki gleyma því hversu gaman við höfum af því að fylgjast með íslensk- um útrásarvíkingum á erlendri grundu. Tveir drengir úr skólahljómsveit á tónleikum árið 2006. Hljómsveitin Stuðmenn spilar í Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1997.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.