Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2009, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 11.12.2009, Qupperneq 62
 11. DESEMBER 2009 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● farið á fjöll É g brá mér á rokktónleika um daginn. Þetta voru stórflott-ir tónleikar með hörkubandi sem kynnti nýja músík af miklum krafti og leikgleði. Ekkert upp á það að klaga. Hinsvegar varð ég, eins og oft áður, fyrir miklum von- brigðum með hljóðið á tónleikun- um eða „sándið“, svo hið hversdag- lega orð sé nú notað. Mögnunin var gegndarlaus og hljóðstyrkurinn svo yfirdrifinn að strax við fyrsta hljóm var eins og manni væri þrykkt upp að vegg. Enn verra var þó hvað hljómurinn var ójafn, bassa sviðið gnæfði yfir mið- og há- sviðinu eins og grameðla yfir mús- arrindlum. „Svona er bara rokkið,“ gæti ein- hver sagt. En ég er ekki sammála. Rokk er ekki það sama og rokk. Sú tónlist sem spiluð var á fyrr- nefndum tónleikum er kröftugt en melódískt og blæbrigðaríkt rokk. Hvorki power eletronics né death industrial, svo maður sletti nöfnun- um á tveimur stílum úr gróskumik- illi flórunni í þyngri kanti rokks- ins, þar sem hljóðmassinn er guð. Ég veit vel að hljómburður flestra tónleikastaða hér á landi er afar ófullkominn, svo ekki sé meira sagt, bæði fyrir ómagnaða og raf- magnaða tónlist. Ég veit líka að á tiltölulega litlum stöðum er vanda- samt að ná góðu jafnvægi á milli hljóðfæra á rokktónleikum. Bless- aðar trommurnar fara sjaldan með veggjum. Þeim mun mikilvæg- ara er að hljómurinn og blöndun- in sé góð í grunninn. Ef jafnvæg- ið er ekki rétt hugsað frá upphafi og ekki gert ráð fyrir fínni „núöns- um“ er engin von til þess að slíkt skili sér þegar búið er að skrúfa allt í botn. Það virðist nefnilega vera lenska núorðið, hvar og hvenær sem menn magna hljóð, hvort sem er í kvik- myndahúsum, tónleikasölum, á skemmtistöðum eða veitingahús- um, að hækka hljóðstyrkinn upp úr öllu valdi, alveg burtséð frá samhengi og tilefni. Það er eins og „magnaravörðunum“ finnist það skylda sín að nota hljóðkerfin sem þeir hafa umsjón með til hins allra ítrasta, alltaf og án undantekninga. „Fyrst við vorum nú að kaupa þess- ar rándýru græjur!“ má ímynda sér að þeir hugsi. Þegar maður spyr suma af at- vinnumönnunum á þessu sviði út í þessa þróun er svarið venju- lega á þá leið að fólk vilji hafa þetta svona, þetta eigi bara að vera svona. Og maður sér þá fyrir sér rölta glaðir í halarófu í átt að bjargbrúninni. Því einhvern tím- ann hlýtur sú stund að renna upp að ekki verði lengra komist á þess- ari braut. Eða ætla menn bara að halda áfram að skrúfa allt í botn og vona það besta? Auðvitað er þetta einn anginn af hinni yfirgengilegu hávaðameng- un nútímans. Það er ég viss um að ekki einu sinni allra bjartsýnustu fútúristarnir hefðu þorað að láta sig dreyma um það lygilega hljóð- magn sem umlykur okkur hvert sem við snúum okkur í nútímaborg. Margir virðast hreinlega hræðast þögnina eins og dauðann sjálfan. En kannski er ég einfaldlega að verða gamall. Og kannski er ég bara forfallinn fortíðarrómantíker. Og ef til vill eru eyrun mín ofurvið- kvæm eftir allt of mikla hlustun á ómagnaða akústíska músík. Ef svo er biðst ég forláts á þessum skrif- um, kaupi mér eyrnatappa og skríð undir hljóðeinangrandi teppi, í það minnsta þangað til hljóðmagn og hljóðgæði verða ekki lengur sam- heiti í orðabókum íslenskra hljóð- manna. Magnað! ● Halldórs Hauksson veltir fyrir sér hávaða og hljóði. Halldór Hauksson skrifar um yfirgengilega hávaðamengun nútímans. Sammi! Af hverju stórsveit? Er það ekki bara ávísun á vesen? Ég hef bara verið haldinn big band bakteríu í mörg ár. Mín músík liggur vel fyrir marga hljóð- færaleikara. Svo er bara eitthvað svo geggjað þegar margir koma saman með sameiginlegt mark- mið. Vesenið er bara bónus. Stór sveit. Stór plön? Jamm. Nú þegar höfum við farið einn túr um Ísland og tvo erlend- is. Nú síðast í byrjun nóvember er við komum fram á Berlin Jazz- fest. Ég er að semja efni fyrir nýja plötu sem kemur vonandi næsta vor. Svo er erlend umboðsskrif- stofa að vinna í okkar málum fyrir næsta sumar og haust. Heyrst hefur að í stórsveit þinni séu valdir einstaklingar sem búa yfir einhverjum ákveðnum per- sónueinkennum. Hver eru þau? Mér hefur nú alltaf fundist gaman að vinna með fólki sem maður tengir við. Kjarninn í bandinu er helstu samstarfsmenn mínir til margra ára. Til dæmis er allur Jagúarflokkurinn þarna innan- borðs. Mórallinn er alveg einstak- ur. Þetta er ein stór fjölskylda. Aldrei neitt vesen. Ákveðnum per- sónueinkennum? Ætli það sé ekki bara hæfileg blanda af kæruleysi og íslenskri geðveiki. Hvað ætlið þið að spila á hafnar- bakkanum? Við munum spila efni af plötunni Fnykur í bland við nýtt stöff. Þetta verður helvítis fokkíng fönk! Vesenið er bara bónus ● Stórsveit Samma leikur á útitónleikum við höfnina í dag. „Þetta er ein stór fjölskylda,“ segir Samúel Jón Samúelsson um stórsveit sína. MEÐAL NAFNA SEM STUNGIÐ VAR UPP Á FYRIR TÓNLISTAR- OG RÁÐSTEFNUHÚS: - Demantshöllin - Hafblik - Vetrarhöllin – Hásalir - Silfurberg - Hekla - Geislinn - Speglahöllin - Hljómaklettar - Iðavellir - Listheimar – Músíkhöllin - Kristallinn - Hríma - Reykjavíkurtorg - Glymur - Kórallinn - Kaldalón – Jökulheimar - Brimaldan – Jakinn - Hljóðberg - Íslandshús - Bergmál - Maístjarnan - Glitsalir Dagur íslenskrar tónlistar í dag! Að því tilefni ætlum við að gefa þér áskrift af íslenskri tónlist á Tónlist.is, frítt í 14 daga! DAGA! FRÍTT Í AÐEINSÞESSAVIKU!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.