Fréttablaðið - 11.12.2009, Side 73
FÖSTUDAGUR 11. desember 2009 3
„Þetta er saumaklúbbur, skipað-
ur um tuttugu karlmönnum, sem
hefur hist á hverjum þriðjudegi og
stundum líka aðra daga í yfir tut-
tugu ár. Við nefndum þetta sauma-
klúbb í þeim tilgangi að fá betri
helmingana til að gútera hitting-
inn, og það hefur gengið eftir í til-
felli flestra okkar,“ segir Böðvar
Þórisson, forstjóri Emmessíss.
Saumaklúbbur Böðvars hefur und-
anfarin ár haldið upp á litlu jólin
saman og engin undantekning var
gerð á þeirri hefð í ár.
Böðvar og félagar hans eru
allir miklir útivistarmenn og sést
það glögglega þegar saumaklúbb-
urinn hittist. „Við erum mikið í
því að leika okkur. Tíu af okkur
kynntumst í gegnum seglbretta-
siglingar í gamla daga og í gegn-
um það myndaðist rosalega góður
vinskapur, því sportið býður upp á
mikla samveru. Síðan hefur þetta
þróast út í það að við erum mikið
á fjallahjólum, göngum á fjöll á
veturna og rennum okkur niður
á skíðum, snjóbrettum eða hverju
sem er,“ segir Böðvar og bætir við
að meðlimirnir séu á aldrinum 25
ára til 45 ára. „Þeir sem eldri eru
eiga til að fá ístru og geta ekki
neitt, þannig að við tökum reglu-
lega inn nýja meðlimi sem við telj-
um að séu skemmtilegir og hafi
úthald í smá átök.“
Eins og áður sagði er það orðin
hefð hjá saumaklúbbnum að
halda upp á litlu jólin. Síðastlið-
inn þriðjudag fór hópurinn í hjóla-
ferð, skellti sér svo á jólahlaðborð
í Húsasmiðjunni og lauk kvöldinu
á því að hjóla meira. Böðvar segir
nokkra einhleypa karlmenn til-
heyra hópnum. „Þess vegna verð-
ur að hugsa fyrir því að allir fái
að upplifa jólin, segjum við fjöl-
skyldumennirnir með talsverð-
um hroka,“ segir Böðvar og hlær.
„Við hjólum, borðum góðan mat og
skiptumst á pökkum. Hver og einn
kaupir gjöf sem má ekki kosta
meira en 2.000 krónur og svo er
dregið um hver fær hvaða pakka.
Þetta er alveg frábært,“ segir
Böðvar glaðlega,
kjartan@frettabladid.is
Saumaklúbbur karla sem
heldur upp á litlu jólin
Böðvar Þórisson, forstjóri Emmessíss, er meðlimur í saumaklúbbi sem hittist á hverjum þriðjudegi og
hefur gert í yfir tuttugu ár. Hópurinn heldur upp á litlu jólin, borðar góðan mat og skiptist á pökkum.
Saumaklúbburinn hélt upp á litlu jólin með hjólatúr og hlaðborði í Húsasmiðjunni. Hér eru nokkrir meðlimir hópsins ásamt
starfsfólki jólahlaðborðsins, en einn saumaklúbbsmanna varð fimm þúsundasti gestur jólahlaðborðsins. Böðvar er fimmti frá
vinstri.
Eivör í Rammagerðinni
EIVÖR, SÖNGKONAN ÁSTSÆLA, MUN HEFJA UPP RAUST SÍNA Í RAMMAGERÐINNI Á SUNNUDAG.
Færeyska tónlistarkonan Eivör heldur tvenna tónleika í Fríkirkjunni um helgina sem er upp-
selt á. Þeir sem ekki fengu miða geta hins vegar hlýtt á Eivöru í Rammagerðinni á sunnu-
daginn klukkan 15. Rammagerðin hefur haldið nokkra tónleika fyrir gesti verslunarinnar
sem nefnast „Iceland Giftstore LIVE“. Með þessu framlagi er kynnt tónlist fyrir ferðamönn-
um og Íslendingum og skemmtileg stemning skapast í versluninni.
Eivör, sem nýtur mikilla vinsælda í Færeyjum, á Íslandi og í Þýskalandi, er nýbúin að
senda frá sér glæsilega tónleikaplötu sem heitir Live og inniheldur upptökur frá árun-
um 2005-2009 af tónleikum í Færeyjum, Íslandi, Japan, Danmörku, Austurríki og Þýska-
landi.
Tónleikarnir hefjast eins og áður sagði klukkan 15 í Rammagerðinni og er aðgangur
ókeypis.
Eivör hefur nýlega gefið út diskinn Live sem inni-
heldur upptökur frá árunum 2005-2009.
SNILLDARJÓLAGJÖF
HLEÐSLUTÆKI
15% jólaafsláttur
af þessum frábæru tækjunum
12V 3,6A 12V 0,8A
12V 4A
Nýtt
Spíssar, glóðarkerti, dísur
og annar búnaður fyrir
Sölufulltrúi:
Jóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is
sími 512 5473
Þriðjudaga