Fréttablaðið - 11.12.2009, Side 73

Fréttablaðið - 11.12.2009, Side 73
FÖSTUDAGUR 11. desember 2009 3 „Þetta er saumaklúbbur, skipað- ur um tuttugu karlmönnum, sem hefur hist á hverjum þriðjudegi og stundum líka aðra daga í yfir tut- tugu ár. Við nefndum þetta sauma- klúbb í þeim tilgangi að fá betri helmingana til að gútera hitting- inn, og það hefur gengið eftir í til- felli flestra okkar,“ segir Böðvar Þórisson, forstjóri Emmessíss. Saumaklúbbur Böðvars hefur und- anfarin ár haldið upp á litlu jólin saman og engin undantekning var gerð á þeirri hefð í ár. Böðvar og félagar hans eru allir miklir útivistarmenn og sést það glögglega þegar saumaklúbb- urinn hittist. „Við erum mikið í því að leika okkur. Tíu af okkur kynntumst í gegnum seglbretta- siglingar í gamla daga og í gegn- um það myndaðist rosalega góður vinskapur, því sportið býður upp á mikla samveru. Síðan hefur þetta þróast út í það að við erum mikið á fjallahjólum, göngum á fjöll á veturna og rennum okkur niður á skíðum, snjóbrettum eða hverju sem er,“ segir Böðvar og bætir við að meðlimirnir séu á aldrinum 25 ára til 45 ára. „Þeir sem eldri eru eiga til að fá ístru og geta ekki neitt, þannig að við tökum reglu- lega inn nýja meðlimi sem við telj- um að séu skemmtilegir og hafi úthald í smá átök.“ Eins og áður sagði er það orðin hefð hjá saumaklúbbnum að halda upp á litlu jólin. Síðastlið- inn þriðjudag fór hópurinn í hjóla- ferð, skellti sér svo á jólahlaðborð í Húsasmiðjunni og lauk kvöldinu á því að hjóla meira. Böðvar segir nokkra einhleypa karlmenn til- heyra hópnum. „Þess vegna verð- ur að hugsa fyrir því að allir fái að upplifa jólin, segjum við fjöl- skyldumennirnir með talsverð- um hroka,“ segir Böðvar og hlær. „Við hjólum, borðum góðan mat og skiptumst á pökkum. Hver og einn kaupir gjöf sem má ekki kosta meira en 2.000 krónur og svo er dregið um hver fær hvaða pakka. Þetta er alveg frábært,“ segir Böðvar glaðlega, kjartan@frettabladid.is Saumaklúbbur karla sem heldur upp á litlu jólin Böðvar Þórisson, forstjóri Emmessíss, er meðlimur í saumaklúbbi sem hittist á hverjum þriðjudegi og hefur gert í yfir tuttugu ár. Hópurinn heldur upp á litlu jólin, borðar góðan mat og skiptist á pökkum. Saumaklúbburinn hélt upp á litlu jólin með hjólatúr og hlaðborði í Húsasmiðjunni. Hér eru nokkrir meðlimir hópsins ásamt starfsfólki jólahlaðborðsins, en einn saumaklúbbsmanna varð fimm þúsundasti gestur jólahlaðborðsins. Böðvar er fimmti frá vinstri. Eivör í Rammagerðinni EIVÖR, SÖNGKONAN ÁSTSÆLA, MUN HEFJA UPP RAUST SÍNA Í RAMMAGERÐINNI Á SUNNUDAG. Færeyska tónlistarkonan Eivör heldur tvenna tónleika í Fríkirkjunni um helgina sem er upp- selt á. Þeir sem ekki fengu miða geta hins vegar hlýtt á Eivöru í Rammagerðinni á sunnu- daginn klukkan 15. Rammagerðin hefur haldið nokkra tónleika fyrir gesti verslunarinnar sem nefnast „Iceland Giftstore LIVE“. Með þessu framlagi er kynnt tónlist fyrir ferðamönn- um og Íslendingum og skemmtileg stemning skapast í versluninni. Eivör, sem nýtur mikilla vinsælda í Færeyjum, á Íslandi og í Þýskalandi, er nýbúin að senda frá sér glæsilega tónleikaplötu sem heitir Live og inniheldur upptökur frá árun- um 2005-2009 af tónleikum í Færeyjum, Íslandi, Japan, Danmörku, Austurríki og Þýska- landi. Tónleikarnir hefjast eins og áður sagði klukkan 15 í Rammagerðinni og er aðgangur ókeypis. Eivör hefur nýlega gefið út diskinn Live sem inni- heldur upptökur frá árunum 2005-2009. SNILLDARJÓLAGJÖF HLEÐSLUTÆKI 15% jólaafsláttur af þessum frábæru tækjunum 12V 3,6A 12V 0,8A 12V 4A Nýtt Spíssar, glóðarkerti, dísur og annar búnaður fyrir Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Þriðjudaga
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.