Fréttablaðið - 11.12.2009, Síða 106

Fréttablaðið - 11.12.2009, Síða 106
78 11. desember 2009 FÖSTUDAGUR NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 16 16 L L 16 10 SAW 6 kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 SAW 6 LÚXUS kl. 5.50 - 8 - 10.10 JULIE AND JULIA kl. 5.20 - 8 - 10.35 ARTÚR 2 kl. 4 - 6 THE BOX kl. 8 2012 kl. 4.45 - 8 - 10.30 SÍMI 462 3500 2012 kl. 8 THE BOX kl. 10.15 LOVE HAPPENS kl. 6 9 kl. 6 CAPITALISM kl. 8 10 16 L 7 L 7 7 12 10 ANVIL kl. 6 - 8 - 10 WHATEVER WORKS kl. 5.50 - 8 - 10.10 A SERIOUS MAN kl. 5.40 - 8 - 10.20 DESEMBER kl. 6 - 8 - 10 SÍMI 530 1919 16 L 16 10 L BAD LIEUTENANT kl. 5.30 - 8 - 10.30 JULIE AND JULIA kl. 5.20 - 8 - 10.35 PARANORMAL ACTIVITY kl. 10.30 2012 kl. 6 - 9.15 LOVE HAPPENS kl. 5.30 - 8 SÍMI 551 9000 .com/smarabio AÐDÁENDUR GETA UNNIÐ BÍÓKORT ÚT ÁRIÐ, BOÐSMIÐA Á FORSÝNINGAR O.M.FL. 30.000 MANNS! FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Stórkostlegt mynd frá DISNEY fyrir alla fjölskylduna16 16 16 16 16 16 16 16 12 12 12 V I P V I P 7 7 7 7 7 7 7 OLD DOGS kl. 4 - 6 - 8D - 10:10D OLD DOGS kl. 8 - 10:10 SORORITY ROW kl. 8 - 10:20 NINJA ASSASSIN kl. 8 - 10:10 TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 5:30 - 8 - 10:30 TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 5:30 A CHRISTMAS CAROL M/ ísl. Tali kl. 3:40(3D) A CHRISTMAS CAROL M/ Ensku. Tali kl. 5:50(3D) Ótextuð A CHRISTMAS CAROL M/ ísl. Tali kl. 3:40 - 5:50 A CHRISTMAS CAROL M/ Ensku. Tali kl. 8 PANDORUM kl. 5:50 LAW ABIDING CITIZEN kl. 10:10 UPP M/ ísl. Tali kl. 3:40 OLD DOGS kl. 6 - 8 - 10 SORORITY ROW kl. 8 - 10:20 NINJA ASSASSIN kl. 10:40 TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 3 - 5:30 - 8 A CHRISTMAS CAROL M/ ísl. Tali kl. 3:40(3D) A CHRISTMAS CAROL M/ Ensku. Tali kl. 5:50(3D) Ótextuð TOY STORY 1 M/ ísl. Tali kl. 4(3D) OLD DOGS kl 6 - 8 - 10 A CHRISTMAS CAROL M/ ísl. Tali kl. 6 THE TWILIGHT SAGA kl. 8 NINJA ASSASSIN kl. 10:30 L L L L L Frá leikstjóra Wild Hogs John Travolta og Robin Williams fara á kostum í þessari sprenghlæginlegu mynd. Tveir vinir taka að sér 7 ára tvíbura með ákaflega fyndum afleiðingum. FRÁBÆR SPENNUMYND Í ANDA SCREAM OG I KNOW WHAT YOU DID LAST SUMMER ÞÆR ÆTLA AÐ REYNA AÐ ÞAGA YFIR LEYNDARMÁLI DAUÐANS! BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA - bara lúxus Sími: 553 2075 BAD LIEUTENANT-(POWER) kl. 5.30, 8 og 10.20 16 EXTRACT kl. 8 og 10.10 12 ARTHÚR 2 - Íslenskt tal kl. 4 og 6 L COCO BEFORE CHANEL kl. 5.50 og 8 L 2012 kl. 10 10 FRIÐÞJÓFUR FORVITNI kl. 4 - Íslenskt tal L HUGLJÚF OG HEILLANDI MYND UM ÆVI COCO CHANEL JÓLAMYNDIN Í ÁR POWERSÝNING KL. 10.20 Karen Pálsdóttir, sextán ára stúlka úr Hafnarfirði, tekur þátt í undankeppni Eurovision í janúar. Hún lenti í öðru sæti í Músíktil- raunum á síðasta ári. „Ég hlakka svakalega mikið til, þetta verður geðveikt gaman. Ég hef alltaf haft svo gaman af Eurovision,“ segir Karen, sem er nýorðin sextán ára. Hún er þessa dagana að ljúka hljóðversupptök- um á laginu, sem nefnist Future og er poppað danslag. Auk þess er hún í stífri söng- og dansþjálf- un hjá Margréti Eir og Sigrúnu Birnu Blomsterberg. Tveir dans- arar verða með henni á sviðinu í sjónvarpssal og tvær manneskur syngja bakraddir. Skondið atvik gerðist fyrir skömmu við upptökurnar í hljóð- verinu þegar rafmagnið fór skyndi- lega af. „Ég var að syngja lagið í gegn og allt í einu slökknaði allt. En við höfðum það bara notalegt og sátum inni með kertaljós,“ segir Karen, sem lét atvikið ekkert á sig fá. Höfundar lagsins eru Bryndís Sunna Valdimarsdóttir og Daði Georgsson. Bryndís hefur áður sent frá sér tvö lög í undankeppni Eurovision, sem Sigurjón Brink söng í bæði skiptin. Fyrst söng hann Hjartaþrá árið 2006 og árið eftir söng Sigurjón lagið Áfram, sem hann samdi með Bryndísi Sunnu. Bryndís átti einnig sigur- lagið í Dægurlagakeppni Sauðár- króks árið 2004. Það heitir Sumar í hjarta og var flutt af Heiðu Ólafsdóttur. Karen Pálsdóttir vakti fyrst athygli í tónlistarbransanum á síðasta ári þegar hún lenti í öðru sæti í Músíktilraunum. Þar rapp- aði hún með vini sínum Ósk- ari Axel og kölluðu þau sig ein- faldlega Óskar Axel og Karen P. Karen mun stíga á svið á fyrsta Eurovision-kvöldinu í sjónvarps- sal hinn 9. janúar. Fróðlegt verður að fylgjast með þessari ungu og efnilegu söngkonu hefja upp raust sína í von um að landsmenn kjósi hana til áframhaldandi þátttöku. freyr@frettabladid.is SEXTÁN ÁRA Í EUROVISION UNG OG EFNILEG Karen Pálsdóttir tekur þátt í Eurovision-keppninni í fyrsta sinn í janúar á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gleðigjafarnir í Baggalúti sjá um jólafjörið á Rás 2 um þessar mundir í jóladagatalinu og hluti af þeirri dagskrá er að þeir dæla út vikulegum aðventu- lögum. Eðli málsins samkvæmt eru tvö lög komin út – „Hvað fæ ég fallegt frá þér“ og „Jólalalagið“ – og á sunnudaginn verður þriðja lagið afhjúpað. Baggalútur er ekki í nokkrum vafa um að þetta sé metnaðarfyllsta aðventulag sveitarinnar til þessa. Það heitir „Leppalúði“ og tvær íslenskar stjörnur leggja sveitinni lið, ofurtrommarinn Gulli Briem og Ragga Gísla. „Gulli Briem úr Mezzoforte er náttúrlega með þetta sánd sem við vorum að leita eftir og því var upplagt að fá hann,“ segir Karl Sigurðsson, söngv- ari Baggalúts. Jólalög hópsins eru alltaf ábreið- ur af þekktum erlendum slögurum en Karl seg- ist ekki geta ljóstr- að upp hvaða lag verður fyrir barð- inu í „Leppalúða“. „Ég get þó sagt að þetta lag er frá 9. áratugnum og marg- ir héldu að inúíta-söng- kona syngi það, eða jafnvel hugsanlega Ragga Gísla. Það kom svo upp úr krafsinu að það er karlmaður sem syngur lagið. Okkur fannst hins vegar upplagt að fá Röggu bara til að syngja það með okkur.“ Lagið verður afhjúp- að í þætti Guðna Más Henningssonar á sunnudaginn og svo verður það aðgengilegt á baggalut- ur.is og á gogoyoko.com, þar sem kaupa má lagið í fullum gæðum gegn lágmarksþóknun. Uppselt hefur verið á báða jólatónleika Baggalúts í Borg- arleikhúsinu 20. desember frá því í byrjun mánaðar. „Jú, auðvitað hefðum við átt að bæta við einum aukatónleik- um enn, en við erum bara ekki nógu metnaðar- fullir. Því miður,“ segir Karl. - drg Leppalúði með stjörnufans LEPPALÚÐI Á SUNNUDAGINN Baggalútur gerist metn- aðarfyllri með hverju laginu. Í þriðja laginu, „Leppa- lúða“, sem verður frumflutt á Rás 2 á sunnudaginn, tjaldar sveitin öllu til og fær Röggu Gísla og Gulla Briem í púkkið. Hadda Hreiðarsdóttir opnaði í sept- ember sérstaka Lomography-versl- un í miðborg London ásamt sam- býlismanni sínum, Adam Scott. Verslunin heitir Lomography Gall- ery Store – London, og er fyrsta sér- hæfða Lomography-verslunin þar í borg. Aðspurð segir Hadda reksturinn hafa gengið vonum framar og að verslunin hafi verið meira og minna troðfull frá því að hún opnaði um miðjan september. „Það gengur bara rosalega vel. Námskeiðin sem við höfum haldið hafa líka verið mjög vel sótt. Við ætlum að reyna að gera meira af því að halda bæði nám- skeið og vinnustofur því þeir sem nota vélarnar hafa gaman af því að hittast og bera saman bækur sínar. Viðskiptavinirnir eru bæðir breskir og erlendir ferðamenn, og svo rekur einn og einn Íslendingur inn nefið inn á milli. Um daginn komu hingað þrjár íslenskar stelpur og ég hélt að ég væri að verða klikkuð þegar ég heyrði fólk allt í einu tala íslensku,“ segir Hadda og hlær. Aðspurð segir hún þekkta fótboltakappann Gary Neville úr Manchester United hafa litið við í verslunina fyrir stuttu og einnig á leikarinn Jude Law að hafa boðað komu sína innan skamms. Hún segir það ganga furðuvel að starfa við hlið mannsins síns en umræðurnar á heimilinu snúist nú um lítið annað en rekstur verslun- arinnar og sölutölur. Hadda og fjölskylda hennar munu heimsækja Ísland milli jóla og nýárs og segir hún mikla tilhlökkun ríkja á heimilinu. „Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur í verslun- inni þannig það er mikil tilhlökkun hjá öllum fyrir því að koma heim í afslöppun.“ - sm Gengur ágætlega að starfa með sambýlismanninum VINSÆL VERSLUN Hadda Hreiðarsdóttir og sambýlismaður hennar, Adam Scott, reka saman Lomography-verslun í Lond- on. MYND/ADAM SCOTT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.